Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: lllugi Jökulsson. Ðlaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Stefnubreyting í utanríkismálum ■ Rúmum mánuði eftir að Rússar beittu skriðdrek- um gegn kröfugöngumönnum í Austur-Berlín, eða 1. ágúst 1953, voru undirritaðir í Moskvu viðskiptasamn- ingar milli íslands og Sovétríkjanna. I tilefni af þessu flutti Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra ræðu í útvarpinu daginn eftir og sagði m.a.: „Þetta eru mikil tíðindi og góð, því að engin þjóð er jafnháð utanríkisverzlun um afkomu sína og við íslendingar. Með samningum þeim, sem nú hafa náðst, hefir verið seldur 1/3 freðfiskframleiðslu landsins á þessu ári og svipaður hluti af væntanlegri framleiðslu næsta árs. Einnig hefir selzt 1/3 hluti af áætluðu saltsíldarmagni Norður- og Austurlands í sumar, og að minnsta kosti helmingur af væntanlegu saltsíldarmagni Suð-Vesturlands í sumar og haust og verulegt magn af freðsíld þaðan. í staðinn fyrir þessar afurðir fáum við nauðsynjavörur, svo sem brennsluolí- ur, benzín, kornvörur, sement og járnvörur. Mega þetta teljast hagstæð skipti. Með samningum þessum fæst ekki aðeins aukinn útflutningur heldur einnig sú trygging, sem er í því að selja framleiðslu okkar til sem flestra landa. Það hefur ætíð verið skoðun mín, sem ég hefi marglýst og stöðugt fylgt í framkvæmd, að fyrir land, sem hefur jafn einhæfa framleiðslu og ísland sé nauðsynlegt að tryggja markaði sem víðast, svo að það verði engum einum aðilja um of háð í viðskiptum.“ Hér var mörkuð glögglega sú stefna, sem Islendingar hafa fylgt síðan og fólgin er í því að blanda ekki saman viðskiptum og stjórnmálum og vinna að því á þeim grundvelli, að íslenzkum afurðum væri aflað markaða sem víðast. Illu heilli hafa síðustu árin komizt til áhrifa innan Sjálfstæðisflokksins öfl, sem af pólitískri þröngsýni vilja hverfa frá þessari stefnu, hafna að mestu eða öllu viðskiptum við Austur-Evrópu og einbinda viðskipti okkar við Bandaríkin og Vestur-Evrópu. Vegur þessara afla innan Sjálfstæðisflokksins virðist hafa aukizt við stjórnarskiptin, sem nýlega urðu í Bandaríkjunum. Þetta hefur sézt greinilega í Morgunblaðinu undanfarna daga í skrifum blaðsins um hinn nýja samning við Sovétríkin sem í grundvallaratriðum byggist á fyrri viðskiptum við Sovétríkin. Halldór Ásgrímsson vék nýlega í viðtali við Tímann, að áhrifum sem þessi ároður Morgunblaðsins hefði haft á viðskiptamál landsins.Halldór Ásgríms- son sagði: „Það gerðist fyrir nokkrum árum, þegar olíuverð hækkaði hvað mest, að upp ruku aðilar hér á landi og töldu olíuviðskipti okkar við Sovétríkin vera mjög óhagstæð og kröfðust þess, að fram færi athugun á því, hvort við ættum ekki að beina þessum viðskiptum okkar eitthvað annað. Það var gert vegna þrýstings frá sjálfstæðismönnum. Mér er hins vegar kunnugt um, að olíuverð er hér nokkru hærra í dag en það væri, ef við hefðum haldið áfram þeim olíuviðskipt- um, sem við höfðum, á sama grundvelli. Olíufélögin hér gerðu samninga við aðra aðila og útkoman varð sú, að hagsmunir landsins biðu nokkurn hnekki. Það verða sjálfstæðismenn að hafa í huga, þegar þeir eru að blanda saman viðskiptahagsmunum Islands og Sovétríkjanna við almenna heimspólitík, að þeir gæti sín á að skaða ekki hagsmuni landsins í einhverri áróðursherferð.“ Þ.Þ. borgarmál MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1982. Könnun Borgarskipulags á verslunarháttum við sex stór- markaði á Reykjavíkursvæðinu: Hlutur Hagkaupa er langstærstur — með nærri helmingi fleiri viðskiptavini á könnunartím- anum en Glæsibær, sem er næstur í röðinni ■ Hlutur Hagkaupa er lang stærstur með nærri helmingi fleiri viðskiptavini á könnunartimanum en Glæsibær, sem er næstur í röðinni, samkvæmt könnun Borgarskipulags á verslunarháttum við sex stórmarkaði á Reykjavíkursvæðinu, en niðurstöður hennar hafa nýlega verið birtar. Könnunin fór fram við eftirfar- andi stórmarkaði: Austurver, Glæsibæ, Hagkaup, J.L. húsið, stórmarkað KRON í Kópavogi, og Vörumarkaðinn. Könnunin fór fram í september á sl. ári, þ.e. miðvikudaginn 16. sept. milli kl. 15 og 18, föstudaginn 18. september milli kl. 15 og 19, og laugardaginn 19. september milli kl. 10 og 12. Fram- kvæmd könnunarinnar var á þann veg, að 2-3 háskólanemar stóðu utan við aðalinngang hvers verslunarstaðar og fengu viðskiptavini er út gengu til að svara spurningalistum. Á sama tima taldi einhver úr spyrlahópnum fjölda þeirra er gengu inn um aðalinngánginn, bæði börn og fullorðna. Fjöldi þeirra er svöruðu spurningarlistanum á miðviku- daginn var 490 og 557 á föstudaginn, þ.e. að meðaltali 82 og 93 viðskiptavinir í hverri stórverslun hvorn daginn. Hlut- fall þátttakenda i könnuninni var um 11% viðskiptavina á könnunartíma á miðvikudag og 7% á föstudag. Fjöldi viðskiptavina Samkvæmt niðurstöðum könnunar- innar hafa rúmlega 20 þús. manns gengið inn um aðalinngang allra sex stórverslananna alla þrjá dagana á könnunartímanum. Á þessum níu klukkustundum gengu að meðaltali 380 manns inn i hverja stórverslun á hverri klukkustund. Rétt er að taka skýrt fram að þessar tölur eiga við alla einstaklinga, böm og fullorðna og er þvi eiginleg tala viðskiptavina lægri. Á einni viku gætu því gróft áætlað 60-100 þús. manns heimsótt þessar sex stórverslanir á verslunartíma, þ.e. flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins miðað við fjölda, en margir versla aldrei í þessum verslunum og aðrir oftar en einu sinni i hverri viku. Eins og fyrr segir er hlutur Hagkaupa lang stærstur með nærri helmingi fleiri viðskiptavini á könnunartimanum en Glæsibær, sem er næstur i röðinni. Austurver og í minna mæli Glæsibær og JL-húsið virðast byggja viðskipti sín að stórum hluta á daglegri verslun hverfis- búa því aukning viðskiptavina föstudag og laugardag (stór helgarinnkaup) er ekki jafn mikil og hjá flestum hinna stórverslananna. Fjöldi viðskiptavina eykst eftir þvi sem nær dregur lokunartima. Þannig komu um 160 viðskiptavinir á hverjum stundarfjórðungi til Hagkaupa milli kl. 15-16 á föstudaginn, en um 300 milli kl. 18 og 19. Hve oft verslað? Rúmur helmingur aðspurðra taldi sig versla i viðkomandi stórverslun einu sinni i viku eða oftar, en þriðjungur aðeins tilfallandi einu sinni í mánuði eða sjaldnar. Nokkuð fleiri þeirra sem spurðir voru á föstudegi en miðvikudegi töldu sig versla einu sinni í viku í viðkomandi verslun (helgarinnkaup). Hagkaup og Stórmarkaður KRON hafa lang hæst hlutfali þeirra sem versla einu sinni í viku eða hálfsmánaðarlega, en tiltölulega fáa viðskiptavini sem versla tvisvar eða oftar í viku. í samræmi svo við spurningu um hlut matvöruinn- kaupa er Austurver með hátt hlutfall þeirra sem versla tvisvar eða oftar i viku og Glæsibær og Vörumarkaðurinn með hæst hlutfall viðskiptavina er koma sjaldan í verslunina (tilfallandi). Ferðamáti við innkaup Um 80% þátttakenda kom akandi á einkabíl til verslunarinnar báða dagana, áberandi fleiri á föstudegi en miðviku- degi. Næst stærsti hópurinn kom gangandi, 14% að meðaltali báða dagana, mun fleiri á miðvikudaginn. Hverfatengdu stórverslanirnar, Austur- ver, Glæsibær, og Vörumarkaðurinn höfðu hátt hlutfall gangandi viðskipta- vina, sérstaklega á miðvikudeginum. Um 4% þátttakenda báða dagana komu hjólandi til innkaupanna og aðeins 3% með strætisvagni. Notkun leigubíla við innkaupin var mjög lítil (innan við 1% þátttakenda) enda var veður gott báða könnunardagana. Um 63% þátttakenda verslaði beint frá heimili báða dagana og var lítill munur milli könnunardaganna, hvað það varðar. Hagkaup er með hæst hlutfall þeirra sem versla beint frá heimili, þótt ótrúlegt megi virðast, mun hærra hlutfall en hverfatengdu mið- stöðvarnar Austurver og Glæsibær, sem hafa næst hæsta hlutfall þeirra er versla beint frá heimili. Samkvæmt þessu eru stórinnkaup eins og i Hagkaupum, gerð akandi frá heimili, og einnig er augljóst að allar þessar stórverslanir njóta tilfallandi viðskipta þeirra, sem versla frá vinnu- stað. JL-húsið, Vörumarkaðurinn og Stórmarkaður KRON hafa nokkuð hærra hlutfall þeirra sem versla frá vinnustað en hinar miðstöðvamar, enda allar staðsettar í eða við stór athafna- hverfi. Markaðssvið stórverslana Nærþjónusta er stór þáttur í verslun- arviðskiptum i Austurveri, er sjá má af því að þriðjungur af úrtakinu báða dagana kom frá innan við 500 metra fjarlægð frá versluninni, miðað við 18%, sem er meðaltal allra stórverslananna. Tiltölulega fáir sem búa í Norðurbænum og í úthverfum Árbæ og Breiðholti versla i Austurveri, miðað við önnur hverfi. Einnig em viðskiptavinir frá grannsveitarfélögunum tiltölulega fáir, 13% af úrtaki, nema helst frá Kópavogi. Þeir sem versla frá vinnustað, koma flestir úr gamla bænum á leið til heimilis austar í borginni. Einnig verslar tiltölu- lega margt af starfsfólki Borgarspítalans í Austurveri. Mun stærri hiuti viðskiptavina Glæsi- bæjar á föstudeginum kemur úr fjarlæg- um hverfum en á miðvikudeginum, þ.e. Glæsibær er meiri helgarinnkaupa versl- unarstaður en Austurver. Stór hluti viðskiptavina kemur úr norðurbænum, þ.e. Langholts-, Voga- og Heimahverf- um, innan 500 metra fjarlægðar, sérstaklega á þetta við um úrtakið á miðvikudeginum. Glæsibær er ekki meir ■ Austurver: Nær- þjónusta er stór þátt- ur í verslunarviðskipt- um þessa stórmarkað- ar, er sjá má af því að þriðjungur af úrtak- inu báða dagana kom frá innan við 500 metra fjarlægð frá versluninni. ■ Glæsibær: er meiri helgarinnkaupa- verslunarstaður en Austurver. ■ Hagkaup: er hinn dæmigerði stórmark- aður með mjög vítt markaðssvið, og því tiltölulega fáa við- skiptavini frá næstu íbúðarhverfum ■ JL-húsið: stærsti hluti viðskiptavinanna koma úr Vesturbæn- um og Gamlabænum, og ótrúlega margir sem búa í Arbæjar- og Breiðholtshverfum versla þar. ■ Stórmarkaður KRON: stærsti hluti viðskiptavina kemur frá austur- og mið- hluta Kópavogs og úr Breiðholtshverfum. ■ Vörumarkaður- inn: hefur tiltölulega jafna dreifingu við- skiptavina og marga úr fjarlægum hverf- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.