Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 12
16 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1982. ■ Mikiar vonir voru bundnar við að Argentínumaðurinn ungi Diego Maradona yrði eins konar „stjama HM“ að þessu sinni. Þær vonir hafa ekki ræst og auk þess befur strákur oft mátt þoia harkalega meðferð eins og sést hér á myndunum að ofan. I»að er ítalski vamarmaðurinn Gentiie sem fer ómjúkum höndum um Maradona. Erik Mogensen, fréttamadur Tímans á Spáni skrifar um 1. og 2. umferð HIVI: W Óvæntu úrslitin eftirminnilegust Spánarkonungur lýsti þvi yfir að keppnin væri hafin og strax á eftir hófst leikur rikjandi heimsmeistara, Argentinu og Belgiu. Fyrirfram var búist við miklu af Argcntinumönnum, sem hafa stórstjömuna Maradona í broddi fylkingar, en jafnframt reiknað með harðri mótstöðu Belga i þessum leik. Belgamir sýndur hvað í þcim býr og sigmðu þeir 1-0 með góðu marki Vandenberg. Var þetta i fyrsta skipti í langan tima að sigor vinnst i opnunarleik HM. Þar með var fyrsta umferð byrjuð og margir sögulegir leikir voro framúndan. Brasiliumenn brogðust ekki vonum áhangenda sinna og sigroðu i sínum fyrsta leik gegn Sovétmönnum. Það var þó nokkuð um óvænt úrslit i 1. umferðinni og alls óþekkt lið frá Afriku og Mið-Ameriku áttu cftir að géra liðunum frá hinum „stóru“ knattspyrnuþjóðum lifið leitt. Hér ber fyrst að nefna Alsír sem lagði að velli sjálfa Vestur-Þjóðveija. Nokkuð sem var stóráfall fyrir þýska, sem reyndar náðu sér á strik i næsta leik, gegn Chile. Þá kom Kameron á óvart með nútimalegri knattspyrnu. Það gerði einnig Uð Kuwait, sem lék knattspyrnu i anda Brasiliumanna og er þar ekki leiðum að h'kjast. Ungverjar áttu markamet 1. umferðar þegar þeir skóruðu 10 mörk, en fengu aðeins á sig eitt mark, gegn El Salvador. Hinir harðskeyttu Belgíumenn urðu fyrir miklu áfaiU í siðasta leik sínum i 1. umferðinni þegar iýrirUði þeirra, Gerets, slasaðist iUa á höfði. Hann var sendur heim tU Belgiu eftir að hafa legið á spítala i nokkra daga. Englendingar korau mjög vel frá 1. uraferðinni með fullt hús stiga, eina Uðið, ásamt BrasUiu, sem náði þeim árangri. Kevin Keegan keppti ekkert i þcssari uraferð vegna mciðsla i baki, en náði þó að leUta i hálftima i síðasta leik enskra i 2. umferð. ■ Tólfta heimsmeistarakeppnin var sett með mikiili viðhöfn á Nou Camp-leikvellinum þann 13. júní sl. í viðurvist Juan Carlos, konungs Spánar, Sophiu drottningar, forsætisráðherra Spánar og Belgíu og fleiri stórmenna. Þá var leikvangurinn troðfullur af áhorfcndum. Tuttugu og fjögur landsUð voru mætt til leiks og er það í fyrsta skipti í sögu HM sem svo margar þjóðir eru með í úrslitakeppninni. Þama var allt í einu orðinn að veruleika draumur Spánverja um að halda HM og margra ára undirbúningsvinna var nú að baki. ■ Eitt af glæsilegustu mörkunum í HM tU þessa í uppsigUngu. Fransmaðurinn Genghini sendir knöttinn i mark Austurrikis manna með þromuskoti úr aukaspymu. Spánverjar áttu ekki sjö dagana sæla i 1. úmferðinni og gengu i gegnum mikið taugastrið og pressu frá fjölmiðl- um og náðu þeir sér aldrei almennilega á strik. Þeir koraust þó í aðra umferð, ásamt Norður-írum. ítalir áttu i mildum erfiðleikum i upphafi keppninnar og gerðn jafntefli i öllum leikjum sínum i 1. umferð gegn Perú, Kamerún og PóUandi. Pólverj- arnir urðu efstir i þessum riðli og komust næsta auðveldlega i aðra umferð. ítalir „löfðu“ á betra marka- hlutfaUi en Kamerúnbúar, 2-2 gegn 1-1. Austurriki sýndi b'tt sannfærandi knattspymu og komst áfram eftir breint hncykslanlegan leik gegn Vestur-Þjóðverjum, leikur sem setti Ijótan blett á þessa HM. Alsirbúar sátu eftir með sárt ennið og lakara markahlutfall en hinar þjóðimar, en jafnmörg stig. Var mikið talað um það, að nágrannarnir Vestur-Þjóðverj- ar og Austurrikismenn hefðu samið um úrsUtin fyrirfram til að tryggja sæti beggja iandanna i annarri umfcrð. Brasilia sýndi hvern glæsileikinn á fætur öðrum og tryggði liðið sérsæti i 2. umferð ásamt Sovétrikjunum. Skotar urðu að halda heim á leið þrátt fyrir góða frammistöðu, þeir voru með jafnmörg stig og Sovétar, en iakara markahlutfaU. Frakkar, Englendingar, Argentinu- menn og Belgar komust öruggt og áfaUalitið i aðra umferð. Þegar litið er í heUd yfir leiki 1. umferðar kemur í Ijós að mikið var um mörk, en að sama skapi ekki raikið um fallega knattspyrnu. Þó var ein stór undantekning hér á, Brasih'umenn. LeUcir þeirra vora i algjörum sérflokki. En vikjum okkur þá í aðra umferð. Þar var leikin mun betri knattspyma en í þeirri fyrstu og var þar mikUI munur á. Líkast tU hafa liðin sem komust áfram verið búin að ná sér af þvi álagi sem ávaUt fylgir byrjunar- leikjum HM. Frakkar unnu báða sina ieiki í 2. umferð, skoruðu 5 mörk og fengu aðeins á sig eitt mark. Þeir eru komnir í undanúrsht keppninnar, nokkuð sem þeim hefur ekki tekist frá því í HM i Svíþjóð árið 1958. Pólverjar áttu stórleik gegn Belgum og sigruðu þá 3-0, gerðu jafntefli gegn Sovétmönnum og voro þar með komnir i undanúrslit. ítahr komu mest á óvart af öllum Uðunum sem þátt tóku i 2. umferðinni. Þeir gerðu hvorki meira né minna en að feUa tvo af stærstu risunum í knattspyrnuheiminum, Argentinu og Brasilíu. Var árangur ítalanna verð- skuldaður og sýndu þeir stórgóða knattspymu. Vestur-Þjóðverjar sluppu fyrir hom er Englendingum tókst aðeins að ná jafntefli gegn Spánverjum og era þýslrir þar með komnir i undanúrsUtin. Nú, 4 undanúrslitunum á morgun eigast við annars vegar ítalia og Póllaud og hins vegar V-Þýskaland og Frakkland. Ef dæma má eftir frammi- stöðu þessa fjögurra liða i 2. uraferð er-það mín spá (og von) að ítalir og Frakkar leiki úrsUtaleikinn í HM á Spáni 1982. Hins vegar má segja, að svo margt óvænt hafi gerst í keppninni hingað til, að sUkir spádómar séu h'tt trúverðugir. Við skulura bara hinkra við og sjá hvað skeðuri morgun..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.