Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982. z í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. INGRID LEIKIIR INDIRU GANDHI A ISLANDI! — sögðu sænsku blöðin! ■ Ingrid Bergman hefur ný- lega lokið við að leika hlutverk Goldu Meir í kvikmynd og hlotið frábæra dóma fyrir frammistöðuna. A meðan á myndatökunum stóð, en þær fóru fram við erfiðar aðstæður i steikjandi hita, bárust stöðugt fréttir um að Ingrid væri fárveik og lægi jafnvel fyrir dauðanum. Þá var einnig tekin mynd af henni að óvörum, og hún send út um gjörvallan heim til staðfestingar þeim fréttum, að Ingrid væri alvar- lega veik. - Þessi mynd skaut bömun- um minum verulegan skelk i bringu, segir Ingrid. - Það fylgdi nefnilega ekki með myndinni, að þar var búið að farða mig til að leika Goldu 75 ára gamla! Ingrid hefur slæma reynslu af blaðafréttum af einkamál- um sinum. Til að gleyma ekki að taka öllum fréttum í Ijölmiðlum með varúð hefur hún haldið til haga úrklippu úr sænsku blaði, sem hún hefur i hug að láta ramma inn og hengja upp á vegg. Þar stendur: Ingrid Bergman er um þessar mundir stödd á íslandi, þar sem hún leikur hlutverk lndiru Gandhi í mynd, sem fjallar um lif hennar! - Þessi frétt er álika sönn og fregnimar um vcikindi min á meðan verið var að taka myndina um Goldu. Ég hef aldrei dregið dul á það, áð ég hef veikst af krabbameini. Og ég verð þreytt, enda yngist ég ekki frekar en aðrir. En ég tek þvi sem að höndum ber. Það má kannski segja, að ég sé forlagatrúar. Ég man að einu sinni las ég í itösku blaði um konu sem dó, af þvi að skjaldbaka, sem hafði dottið af hússvölum, lenti beint á höfð- inu á henni. Hverjum gæti dottið i hug, að hann ætti eftir að deyja af þvi að fá skjald- böku í höfuðið? Ef konan ■ Ingrid Bergman var búin að lýsa þvi yfir, að hún væri hætt öllum leik, þegar farið var þess á leit við hana að hún léki Goldu Meir. Þá stóðst hún ekki mátið. En nú segir hún enn: Nú er ég hætt! hefði ekki gengið nákvæmlega undir þessum svölum nákvæm- lega á þvi augnabliki, sem skjaldbakan datt út um hann, væri hún þá lifandi i dag? Ég held, að okkur séu fyrirfram skammtaðir lífdagar, segir Ing- rid, sem enn er jafn falleg og fyrr. Eg verð að komast heim — segir fyrrum einkaritari Lechs Walesa - Ég verð að komast heim, scgir fyrrum einkaritari Lechs Walesa ■ Sú var tiðin, að Magda Woycik átti sér ekki heitari draum en að gifta sig og setja upp bú. Núna ná áætianir hennar ekki lengra en að snúa aftur tU heimalands síns, Pól- lands, og veita áfram stuðning þeim manni, sem hún áður vann fyrir, Lech Walesa. I meira en ár vann Magda mjög náið með Lech Walesa. Hún ferðaðist með honum um Pólland þvert og endilangt og var aðstoðarmaður hans i heimsókn hans til Japan á sl. ári. Magda sem er sennilega nákunnugust Lech allra, ef eiginkona hans Danuta er undanskUin, er mjög stolt af fyrrum yfírmanni sinum og segist þess fullviss, að hversu lengi sem hann verður að þola stofufangelsi, gefíst hann aldrei upp og láti aldrei hugfallast. ■ Það má segja að tveir menn togist á um lif Mögdu Woycik. Annars vegar er unnustinn tryggi, sem biður þolinmóður eftir að greiðist úr flækjunni, Norðmaðurinn Per Larsen, og hins vegar er fyrrum yfirmaður hennar, pólski verkalýðsleiðtoginn Lcch Walesa, sem nú situr í stofufangelsi. Núna verður Magda að láta sér nægja að halda baráttunni áfram með fcrðalögum vitt og breitt um Evrópu tU að safna fjármunum og stuðningi Sam- stöðu til handa. Hún skipu- leggur flutninga á matarpökk- um og lyfjasendingum, og til að standa straum af kostnaði i sambandi við aUt þetta hjálpar- starf, tekur hún að sér störf sem túlkur. Það var i nóvemberlok í fyrra, sem Magda yfirgaf Pólland. Hugmynd hennar var þá sú að taka upp búsetu í Noregi ásamt norskum unnusta sinum, Per Larsen. Þau kynntust á timabUinu, sem frjálsræði og bjartsýni rikti i Póllandi og felldu hugi saman. En eftir að herlög voru sett í PóUandi, settist að Mögdu efi um að hún gæti unað við friðsælt lif í Noregi, vitandi um hið óvissa ástand i heimaland- inu. - Ég var i alvöru að hugsa um að giftast og setjast að i Noregi, en það, sem gerðist i Póllandi og handtaka Lech Walesa hefur breytt þeim áætlunum minum, segir bún. -Núna get ég ekki um annað hugsað en Samstöðu og hvað ég geti gert fyrir land mitt. Mér finnst ég verði að fara þangað aftur fyrr eða síðar. Per er tryggur, traustur og ótrúlega þolinmóður. Hann segir: - Ég veit hvcmig Mögdu líður. Ég skil, að Samstaða hlýtur að vera mikilvægasti þáttur lifs hennar eins og er. En Magda er döpur og segir: Hann reynir að skilja, en hann getur það alls ekki. Engir aðrir en Pólveijar skilja mig. ■ Hun er tkki barnaleg a þessari m \nd hun Rimberle) l’artridge, en þarna hefur hún verið duhbuð upptil Ijósnnndunar. EKKI NÝ ppBROOKE SHIELDS!” segja foreldrar Kimberley litlu ■ I Spegli Timans þann 12. tnaí sl. \ar grein sem nefnist „Kornungar - en dömulegar". Þar var sagt frá teipum, sem þottu fallegar og höfðu verið notaðar af Ijósnnndurum settt fvrirsætur. Ein þeirra var Kintberley Partridge.sent er 11 ára stelpa i Englandi. Við sögðum frá þ\i. að hun \æri kölluð „s\ar Englands við Brooke Shields" eða „Hin breska Brooke". Nú koma foreldrar hennar. Ro; og Jennifer Partridge. til skjalanna og segja. að dottir þeirra hun Kimherlev eigialls ekki að feta í fotspor Brooke Shields. þvi að frægð Brooke hafi fylgt mikið slúður og skuggahliðar, sem þau ætli að reyna að vernda dóttur sína fyrir. Þau segjast heldur munu halda aftur af leikferli dóttur sinnar meðan hun sé á þessum aldri. en að hvetja hana. En nu streyma tilhoðin til Kimherley \íðs vegar að. þvi að henni tokst s\o vel upp. er hun lék i gamanmynd með I)a\id Ni\- en. hinum heimsfræga leikara. Annars þekkjutn við her á íslandi Kimberley Partridge best sem telpuna i sjónvarps- þattununt sem gerðust í Afríku og hetu „Eldtrén-i Þíka". Kvikmynd um Mae West ■ Frægasta kynbomba kvik- myndanna, Mae West, dó árið 1980, en allt til þess síðasta var hún máluð og upþábúin og hélt þvi fram að konur gætu verið fullar kynþokka fram á gamals- aldur, ef þær hugsuðu um heilsuna og legðu rækt við útlitið. Og það gerði hún svo sannarlega: Það var heil sýn- ing, þegar Mae West leyfði blaðamönnum og Ijósmyndur- um að koma i skrauthýsi sitt í Hollywood, og gamla konan var þá pússuð og puntuð i pell og purpura. A stríðsárunum, þegar uppblásin björgunarvesti voru kynnt fyrir hermönnunum, þá kölluðu þebr þau „Mae West“, þvi að þegar vestin blésust út, þótti þeim sem þeir væru komnir með kynbombubarm! Kvikmyndin um Mae West nær reyndar ekki nema yfir æsku hennar, þvi hún cndar árið 1926, en þá er Mae ákærð fyrir ósæmilega framkomu á sýningu, en klæðnaður hennar þótti í djarfasta lagi og var stúlkan kærð. Almenningsálit- ið hefur heldur betur breyst á þessum tima! Ann Jillian leikur Mae West, og eru búningarnir i myndinni ná- kvæm eftirliking á sumum frægustu búningum hinnar látnu leikkonu. ■ Hér er mynd af hinni einu sönnu Mae West þegar hún var upp á sitt besta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.