Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982. 5 fréttir Frá Sigurjóni Valdimarssyni blaða- manni á Vindheimamelum: ■ í bliðskaparveðri héldu gestir áfram að streyma á landsmótið og eru þeir nú orðnir á þriðja þúsund talsins. Blaða- maður hitti að máli Einar Þorsteinsson sem komið hafði með hópi Vestfirðinga á mótið í gær. Sagði hann að þeir væru 21 saman á 67 hestum en þeir hefðu verið 9 daga á leiðinni. Veitinga- og þjónustuaðstaðan á Vindheimamelum hefur verið bætt og á svæðinu er nú verslun þar sem flest allt fæst til matargerðar, auk þess sem til staðar er banki, blaðasala, lögreglustöð og verslunin Ástund er með útibú og selur flest sem til þarf til hestamennsku. Tjaldstæðin á mótinu eru afbragð. Félagar úr hestamannafélögunum á Norðurlandi annast störf á mótinu en Kvenfólkið lætur ekki sitt eftir liggja á mótinu. ÞARNA ERU DRAUMAHEST- AR FYRIR HVERN OG EINN” áætlað er að þeir standi 900 átta stunda vaktir þannig að alls verða unnar 7200 vinnustundir af þeim á mótinu. í fyrrakvöld var lokið við að dæma stóðhesta, en Þorkell Bjamason hrossa- ræktarráðunautur vildi ekki gefa frétta- manni upp hverjar einkunnir þeir fengju, né hvernig þeir raðast. „í>að verður ekki gert uppskátt fyrr en þeir verða kynntir í dag og dómum lýst,“ sagði Þorkell. Hann staðfesti þó að þeir Hrafn og Þáttur mundu hljóta heiðurs- verðlaun. í gær voru hryssur dæmdar og einnig þær verða kynntar og dómum þeirra lýst í dag. Engin hryssa fær heiðursverðlaun. „Ég held að almennt séu kynbótahrossin hér góð,“ sagði Þorkell fréttamanni og bætti við að hann teldi sérstaklega mikla framför hjá stóðhestunum. Þeir hafa til þessa staðið hryssunum að baki, en nú er þetta að jafnast og sumir stóðhest- anna eru hreint afbragð. „Ég held að þetta verði gott mót,“ sagði Þorkell. Mikið er rætt hér um gæðingadómana og nú orðið virðist áhugi manna beinast meira að þeim en öðru á hestamanna- mótum. Nú sem fyrr sýnist sitt hverjum um réttmæti dómanna. Telja sumir vanta mikið á að dómarar séu almennt starfi sínu vaxnir en aðrir benda á að með því álagi, sem á gæðingadómurum er hér, sé ofurmannlegt að gera ekki „Alitaf spennt“ Við hittum Maju Loebell frá Keflavík sem á gæðinga í keppni i báðum flokkum. í B-flokknum sat hún Haka og vann sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni, þar sem tiu bestu gæðingarnir reyna með sér til hlítar. „Eg er alltaf spennt, áður en ég fer i dóma,“ sagði Maja, „en ef ég er það ekki þá mistekst mér. Ég er yfirleitt með ágætis magapínu fyrir keppnina, en þegar inn á völlinn er komið hugsa ég bara um keppnina og þá hverfur allt annað.“ Haki hlaut 7. sæti í keppninni og við spurðum hvort hún gerði sér vonir um að bæta sig i úrslitakeppninni. „Maður verður alltaf að hafa vonina, en ég verð sátt við það, hvernig sem það fer,“ svaraði hún. í gær voru gæðingar A-flokks dæmdir og var það verk um það bil hálfnað síðdegis i gær, þegar þetta var skrifað. Var þó búið að dæma flesta þá hesta, sem kunnugir telja að eigi góðar sigurlikur, þótt aldrei sé að vita nema eitthvað óvænt gerist og snillingar komi fram á sjónarsviðið, sem fáir þekktu fyrir. Af þeim sem búið var að dæma var Fjölnir frá Fáki i Reykjavik með hæstu einkunn, 8.69, en fast á eftir kom Eldjárn frá Létti á Akureyri með 8.67. Tveir hestar voru svo með 8.40. ■ Sjaldan hafa fleiri fagrir gæðingar komið fram fyrir áhorfendur á hestamannamóti. Hér bíða menn eflir að næsti snilldarfákurinn birtist. (Ljósm. SV) skyssur. Hver dómari kveður upp sjö dóma um hvern gæðing, en séu gæðingamir 90 sem dæmdir eru yfir daginn verða dómamir 630, sem hver dómari kveður upp. Gunnar Egilsson, sem stjómaði dóm- um í B-flokki, vildi ekkert láta hafa eftir sér um misræmi í dómum, með því að hann taldi að aldrei hefði jafn mikið af glæsiiegum gæðingum komið saman á eitt mót. „Þama era draumahestar fyrir hvern og einn, sem ann íslenska hestinum," sagði Gunnar og bætti við að flestir gæðingarnir era undan ættbókarfærðum stóðhestum, sem hann telur öruggt merki um að hrossaræktin sé á réttri leið hjá íslendingum. veiðihornið Laxá á Ásum: „LANDBURÐ- UR AF LAXF’ ■ „Það má segja að landburður hafi verið af laxi úr ánni undanfarið og menn hér í kring varla haft svefnfrið fyrir laxagöngum" sagði Kristján Sigfússon Húnstöðum í samtali við Veiðihornið er við forvitnuðumst um veiðina i Laxá á Ásum. Nú era alls komnir á land úr ánni 220 laxar en undanfarna daga hafa fengist þetta frá 19 og upp í 36 laxa á dag sem telja verður með afbrigðum góða veiði þar sem aðeins era leyfðar tvær stangir í ánni. Stærsti laxinn sem veiðst hefur var 21 pund að þyngd en hann fékk Halldór Runólfsson i Dulsunum. Kristján sagði að laxinn úr ánni hefði verið vænn til að byrja með en núna væri þetta mest 6-7 punda laxar. Veiðin í Laxá á Ásum nam 1413 löxum í fyrra, meðalþyngd 6,6 pund sem var mun betra en árið á undan er veiðin fór niðuri 956 laxa. Mest hefur veiðin orðið 1881 lax á undanförnum sjö árum en það var árið 1975. Dauft í Mýrarkvísl Veiðin i Mýrarkvísl hefur verið dauf að undanförnu og eru aðeins 15 laxar kömnir úr ánni flestir i kringum 10 pund að þyngd. Þrjár stengur eru í ánni. Veiðin í Mýrarkvísl nam 242 Iöxum í fyrra og var það mesta veiði sem verið hefur í ánni undanfarin sjö ár en meðalþyngd laxa í fyrra var 5.5 pund. Met „holl“ í Norðurá Eins og getið var um hér í Veiðihorn- inu fyrir skömmu hefur veiðin glæðst í Norðurá. Veiðihornið hafði spurnir af því að síðasta „holl“ í ánni hefði verið metholl nú en þá komu 88 laxar úr ánni á þremur dögum. Leyft er að veiða á 12 stengur í ánni. - FRl Nýkjörinn prestur á Möðru- völlum ■ Sr. Pétur Þórarinsson hefur verið kjörinn prestur við Möðravallapresta- kall í Éyjafjarðarprófastdæmi. Kosið var að Möðravöllum s.l. sunnudag. Á kjörskrá vora 429, atkvæði greiddu 297. Sr. Pétur hlaut 294 atkvæði en 3 seðlar vora auðir. Sr. Pétur Þórarinsson er Akureyring- ur að uppruna, 31 árs að aldri. Hann vigðist til prestþjónustu 1976 og þjónaði að Hálsi í Fnjóskadal þar til nú. Pétur er formaður æskulýðssambands kirkj- unnar í Hólastifti. Eiginkona hans er Ingibjörg Sigurlaugsdóttir, hjúkrunar- fræðingur. AuÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.