Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 6
6______ fréttir FÖSTUÐAGUR 9. JÚLÍ 1982. ■ „Ég tel víst að markaður fyrir timburhús eigi eftir að aukast og allt að tvöfaldast á næstu 3-5 árum“ sagði Þorsteinn Jóhannesson framkvæmda- stjóri Húseininga hf. á Siglufirði i ávarpi sinu er fyrirtækið minntist 10 ára afmælis síns sem það á um þessar mundir. Hvað framtíð fyrirtækisins varðaði sagði Þorsteinn ennfremur að sam- keppni á markaðinum ætti eftir að harðna og innflutningur tilbúinna húsa að aukast en á þessum 3-5 árum mundi fyrirtækið ná því marki að framleiða 100 hús á ári. Húseiningar hf. sem nú eiga 10 ára afmæli var upphaflega stofnað í kjölfar þeirrar kreppu sem varð í atvinnulífi Siglfirðinga er síldin hvarf og var fyrirtækið hugsað sem viðspyrna við þvi ástar.di. Vel hefur tekist til þvi fyrirtækið veitir nú um 50 manns vinnu beint eða óbeint. Er fyrirtækið var stofnað var fyrir hendi hentugt ónotað húsnæði þar sem var Tunnuverksmiðja ríkisins. Markmið með stofnun fyrirtækisins var í upphafi tvíþætt. Fyrir utan að vera atvinnuskap- andi fyrir staðinn þá var ennfremur ætlunin að framleiða timburhús úr einingum og væru húsin ódýr, vönduð og auðveld í uppsetningu. ■ Blaðamönnum voru sýnd nokkur hús Húseininga á Siglufirði. I baksýn ma sja fyrstu hus fyrirtækisins sem reist voru á Siglufirði. júli 1972 en fyrstu húsin koma ekki á markað fyrr en í október 1974 eftir margháttaða erfiðleika. Reksturinn gekk nokkuð skrykkjótt fyrstu árin og sem dæmi skal nefna að eftir Vestmanna- eyjagosið voru Viðlagasjóði úthlutaðar fjórar lóðir og skyldu Húseiningar byggja þar fjögur hús frá grunni. Lóðirnar sem fyrir valinu urðu stóðu í mýrlendi þannig að grunnar og sökklar sukku áður en hafist var handa um að byggja ofan á þá. Uppúr 1975 fer svo reksturinn að rétta við og segja má að fyrirtækið sé í stöðugri sókn síðan. Við gefum Sigurði Hlöðverssyni lokaorðin: „Á þeim 10 árum sem Húseiningar hf., hafa starfað hefur fyrirtækið náð umtalsverðum árangri i starfi sínu. Sá árangur byggist á framsýni og dugnaði stofnenda fyrirtækisins ásamt samstilltu átaki stjórnenda og allra starfsmanna fyrirtækisins. Um leið og ég þakka stjórn og starfsmönnum fyrirtækisins fyrir gott samstarf þau 8 ár sem ég hef starfað hjá fyrirtækinu vi l ég láta þá ósk i ljós að áframhaldandi samstillt átak stjórnar og starfsmanna skili ekki minni árangri á komandi árum“ Myndir og texti FRl Húseiningar á Siglufirdi 10 ára: „MARKABIIR FYRIR HMRIIRHUS MUN TVÖFALDAST lí NÆSTU 3-5 ÁRUM” — sagði Þorsteinn Jóhannesson framkvæmdastjóri fyrirtækisins 50-60 hús á ári í máli Þorsteins kom fram að Húseiningar framleiddu nú á milli 50 og 60 hús á ári og færi allt að helmingur framleiðslunnar hingað á höfuðborgar- svæðið en húsin væru seld um allt land. Á blaðamannafundi sem forráðmenn fyrirtækisins héldu kom fram að húsin væru besta auglýsingin þvi eftir að eitt slikt væri komið upp á einhverjum stað fylgdu iðulega í kjölfarið pantanir á öðrum húsum. Á blaðamannafundinum kom fram að hús Húseininga væru að meðaltali 10% ódýrara en innflutt hús af sambærilegri stærð og væri það verðmunur upp á 80-100 þús. kr. Hinsvegar væri fyrir- tækið með dýrustu húsin af innlendum aðilum og væri sá verðmunur á bilinu 3-12% en forráðamenn fyrirtækisins tóku það skýrt fram að þessi munur lægi eingöngu í efniskostnaði, til dæmis væri allt efni í klæðningu gagnfúavarið, og er slík klæðning 35% dýrari en venjuleg klæðning, allir gluggar og hurðir væru úr harðviði, og klæðning á innveggjum væri úr óeldnærandi efni en allt þetta gerði húsin léttari i viðhaldi og munurinn því fljótur að borga sig upp. 300. húsið afgreitt Á tiu ára afmæli fyrirtækisins var 300asta húsið sem framleitt er af Húseiningum afgreitt, en hér er um að ræða 160fm hús með bílskúr og mun það risa að Hraunhólum 14 i Garðabæ. Kaupandi er Haraldur Jónsson. Ekki tekur nema rúma viku að reisa slikt hús og gera það fokhelt ef 5-6 vanir menn standa að en kostnaðurinn nemur þá um 610 þús. kr. og er þá miðað við þriðja byggingarstig, húsið með milliveggjum, innihurðum og klæðningu í lofti. í verðskrá fyrirtækisins kemur fram, að verð á tveggja hæða 150 fm. húsi á þriðja stigi kostaði 480 þús. kr. þann 1. apríl (visitala 1015 stig) og þá er ekki reiknaður með uppsetningarkostnaður sem er um 15-20% af verði hússins eða söluskattur sem er 14.57%. Á blaðamannafundinum kom fram að flutningskostnaður á sliku húsi til Reykjavikur væri um 1.5% af verði sem kaupandi yrði að greiða. FuUkominn og góður véla- kostur „Allt frá fyrstu tið hafa Húseiningar búið við fullkominn og góðan vélakost. Strax f upphafi voru keyptar vélar og ■ Forráðamenn Húseininga hf. þeir Bjarni Marteinsson og Viðar A. Olsen eru báðir arkitektar að húsum fyrirtækisins. Guðmundur Óskarsson verkfræðingur fer með málefni fyrirtækisins í Reykjavík, Þorsteinn Jóhannesson framkvæmdastjóri og Sigurður Hlöðversson tæknifræðingur. tæki sem nauðsynleg eru til fjöldafram- leiðslu, enda hefur allt frá byrjun verið stefnt að því að framleiða 50-100 hús á ári“ sagði Sigurður Hlöðversson tækni- fræðingur Húseininga hf. m.a. í ávarpi sínu er minnst var afmælisins. „Enn i dag er Húseiningar hf. eina fyrirtækið á íslandi sem framleiðir einingahús, sem getur staðið undir þvi nafiii að kallast verksmiðja". Hann sagði ennfremur I ávarpi sinu að fjárfesting fyrirtækisins i vélum í upphafi jafngilti 4 millj. kr. á verðgildi í dag. Ekki alltaf dans á rósum Saga fyrirtækisins Húseininga hf. hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum eins og fram kom í máli Sigurðar Fanndal en hann rakti sögu fyrirtækisins i afmælishófinu. Fyrirtækið er stofnað2. ■ Svipmynd frá afmælishófinu. ■ Einn af vinnslusölum fyrirtækisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.