Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 13
■***%<«, -ss ■ „Þú verður aldrei of eamall til að lsera á skiðum Ragnar minn,“ sagði Valdimar Ömólfsson við Ragnar Borg, heildsala, á sextugsaldri sem fór á svigskíði í fyrsta skipti á ævinni í Kerlingarfjöllum um daginn. skóflum, bara til að komast að skíðabrekkunum. Þetta var oft mjög erfitt, en maður hafði gott af þessu.“ - Nú eru hérna einar fjórar lyftur, sem að vísu ná ekki mjög langt upp í fjallið. Hafið þið hug á að setja upp fleiri lyftur og lengri? „Auðvitað höfum við hug á að gera allt sem við getum til að aðstaðan verði sem best. En til þess þarf fé. Það er eiginlega það eina sem okkur vantar. Ef hér væri góð lyfta alla leið upp í Snækoll, sem er einn hæsti tindur Kerlingarfjalla, þá gæfi skíðaaðstaðan héma Bláfjöllun- um lítið eftir. Eins og með aðra aðstöðu alla, ef fjárskortur hamlaði ekki væri hún mikið betri. T.d. er tiltölulega lítið fyrirtæki að koma hérna upp sundlaug og heitum pottum. Heitt vatn er allt í kring, en það er bara allt of dýrt fyrir okkur að bora eftir því. Ef við hefðum úr nægu fé að spila væri hægt að gera hér allsherjar heilsuparadís.“ - Vegasamband? „Það er ekki nógu gott. Það getur komið fyrir að starfsemi skólans tefst vegna ófærðar og það er náttúrlega afar slæmt. En hins vegar vona ég að þetta fari að skána.“ - í sumar hefur færðin ekki hamlað starfseminni - hvemig hefur gengið að fylla hópana? „Bókun á námskeiðin hefur gengið ágætlega í sumar, t.d. er fullbókað í júlímánuði, nema i helgarferðirnar. Aftur á móti er ekki enn uppselt i ágústmánuði.“ - Hvemig er svo deginum eytt í Kerlingarfjöllum? „Fólk tekur daginn snemma, fær sér morgunmat uppúr klukkan átta. Venju- lega er svo lagt af stað i skíðabrekkumar klukkan um tíu og kennt i þrjá tii fjóra tíma, eða fram að eftirmiðdagskaffi sem tekið er með í fjallið. Svo er haldið áfram á skíðum eða í gönguferðum, eftir þvi hvað hver vill. Síðan er kvöldmatur borðaður í skálanum og eftir hann höldum við kvöldvökur þar sem fólk skemmtir sér konunglega,11 sagði Valdi- mar að lokum. - Sjó. ■ í Kerlingarfjöllum er vel við hæfi, að borða heilgriUað lamb að hætti útilegumanna. Tímamyndir Kás.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.