Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 6
6 REYKJAVÍKURHÖFN Yfirverkstjóri Reykjavíkurhöfn óskar aö ráða yfirverkstjóra. Verksvið: Verkstjórn við verklegar framkvæmdir við hafnarmannvirki og aðra mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurhafnar. Æskileg iðnaðarmenntun með framhaldsnámi. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar gefur yfirverkfræðingur. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist undirrituðum eigi síðar en 1. ágúst n.k. Hafnarstjórinn í Reykjavík, 8. júlí 1982 Gunnar B. Guðmundsson. Rafmagnsverkfræðingur Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða rafmagnsverkfræðing á Verkfræðiskrif- stofu varnarliðsins. Áskilið er að umsækjandi hafi nokkurra ára starfsreynslu sem rafmagnsverkfræðingur. Möguleiki er á ráðningu deildarverkfræðings ef um er að ræða sérstaklega hæfan umsækjanda. Umsóknir sendist til ráðninga- skrifstofu Varnarmáladeildar Keflavíkurflug- velli eigi síðar en 25. júlí 1982 sem veitir nánari upplýsingar í síma 92-1973. Lokað Dieselverkstæðið Bogi hf. verður lokað vegna sumarleyfa frá og með 17. júlí til 16. ágúst 1982 Bogi hf. ra Dagvistarmál - forstöðumaður Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir lausa stöðu forstöðumanns Dagheimilis og Leik- skólans við Efstahjalla sem tekur til starfa í haust. Fóstrumenntun áskilin og eru laun skv. kjarasamningi starfsmannafélags Kópavogs. Umsóknarfrestur er til 26. júlí n.k. Jafnframt auglýsir Félagsmálastofnun Kópa- vogs lausa stöðu forstöðumanns Leikskól- ans Kópahvols við Bjarnhólastíg. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnuninni Digranesvegi 12,opnunartími9.30-12og 13-15 ogveitirdag- vistarfulltrúi nánari upplýsingar um starfið, sími 41570. Félagsmálastjórinn í Kópavogi. Eftirsóttu ,/Cabína#, rúmsam- stæðurnar komnar aftur. Verð kr. 4\95Q;O0-m/dýnu. Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1981. fréttir Halli á Listahátíð: „VARIA MEIRI EN VIÐ AÆTLUÐUM” ■ „Það verður varla fyrr en með haustinu sem endanlegt uppgjör vegna Listahátiðar í Reykjavík iiggur fyrir. Samt virðist svo sem halli á hátiðinni verði ekki meiri en við gerðum ráð fyrir,“ sagði Bergur Tómasson, borgar- endurskoðandi í viðtali við blaðið i gær. Bergur sagði að í fjárhagsáætlun vegna hátíðarinnar hefði verið gert ráð fyrir 152 þúsund króna halla og stóð dæmið þá þannig að selja hefði þurft 1000 miðum fleira en áætlunin sagði, til þess að ná þessum halla upp. Raunin varð sú að miðasala fór um 400 miðum fram úr áætlaðri sölu. „Þar með er þó ekki víst að hallinn sé sem því nemur minni,“ sagði Bergur. „Reikningar eru enn að berast og suma liði hefur eflaust þurft að auglýsa meira en ráðgert var og aðra minna og þetta getur fljótt skekkt dærnið." - AM ■ Július Hafstein Skuttogarinn Júlíus Hafstein frá Húsavík: Seldur til S-Afríku? ■ Nú mun vera til athugunar hjá Höfða hf. á Húsavík að selja skip félagsins, Julíus Hafstein úr landi, ef tilboð fæst. Hafa aðilar í Höfðaborg í S-Afriku látið í ljós áhuga á skipinu, en ekkert fast tilboð hefur enn borist. Þorsteinn Jónsson, ritari Höfða hf. sagði i viðtali við Timann í gær að þeir hjá Höfða hf. hefðu lengi verið með það í athugun að selja Júlíus Hafstein og fá i staðinn togara eins og Kolbeinsey. Er Július Hafstein gasolíukyntur, en Kolbeinsey svartoliukynt og hefur sannast að rekstur Kolbeinseyjar er stórum hagkvæmari fyrir vikið. Kol- beinsey er um 450 tn. en Júlíus 280 tn. Þá er Kolbeinsey 10 metrum lengri og munar það miklu í togkrafti. Þýskur maður, sem starfað hefur í S-Afriku, var nýlega að leita upplýsinga um togara hérlendis og passaði lýsingin á því skipi sem hann var á höttunum eftir allvel við Július Hafstein. Fékk hann teikningar af skipinu og tryggingarverð og er nú beðið eftir hvort tilboð berst frá Höfðaborg. Þorsteinn kvað þó vafa á að upphæð tryggingarverðs fengist fyrir skipið. Verði af sölu hafa menn á Húsavík i huga að fá skip á borð við Kolbeinsey smíðað hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri. - AM Áfangakerfi í Idnskólanum næsta vetur ■ Áfangakerfi verður sett á fót i Iðnskólanum næsta haust og verður skólinn rekinn með Vörðuskólanum í tilraunaskyni næsta vetur. Þetta kom fram í ræðu skólastjóra Iðnskólans við skólaslit. Einnig kom fram að skólinn er i brýnni þörf fyrir aukið húsnæði og skýrði skólastjóri frá samþykkt skóla- nefndar að stefnt skuli að þvi að reisa Iðnskólann á nýjum stað og væri skólanefndin og byggingarnefnd skólans sammála um að besti kosturinn væri að fá nýja lóð fyrir framtíðarhúsnæði skólans og byrja þar strax að byggja í áföngum. Skólastjóri kvaddi þá Helga Hall- grimsson yfirkennara og Halldór Guðnason smíðakennara, en báðir þessir menn láta nú af störfum vegna aldurs, og einnig þakkaði hann frá- farandi skólanefnd fyrir vel unnin störf. Einn afmælisárgangur heimsótti skól- ann, 50 ára nemendur og afhentu þeir skólanum málverk að gjöf. Skólastjóri þakkaði afmælisárgangn- um fyrir komuna og veglega gjöf. Að lokum óskaði skólastjóri nemend- um góðs gengis i sveinsprófunum og hins besta í framtíðinni. SVJ veidihornið Treg veiði í Miðfjarðará — hefur þó glæðst aðeins undanfarið ■ Úr Miðfjarðará eru nú komnir 180 laxar sem er heldur minni veiði en á sama tima i fyrra en hins vegar er laxinn stærri nú en í fyrra, að meðaltali um 11 pund. Þótt veiðin hafi verið treg í ánni þá hefur hún aðeins glæðst að undanfömu og síðustu þrjú „holl“ i ánni hafa fengið þetta 30-40 laxa hvert. Stærsti laxinn úr ánni er 20 pund en hann fengu þeir Ingólfur Arnarson og Arnar Sigtýsson. Leyft er að veiða á 10 stangir í ánni. Aðeins 54 úr Laugadalsá Aðeins hafa fengist 54 laxar úr Laugadalsá á Vestfjörðum sem er mun minna en á sama tíma í fyrra. Sáralítill lax hefur sést i ánni og menn orðnir fremur svartsýnir á útlitið fyrir sumarið. Oft hefur mátt sjá laxinn liggja í torfum í árósum en nú eru þetta i mesta lagi 6-7 fiskar sem sjást synda upp ána. Annað hafa menn komið auga á sem ekki þykir boða gott og það er að laxinn veiðist nú i ánni á stöðum sem óvanalegt hefur verið að fá hann áður. Leyft er að veiða á 3 stangir í ánni. í fyrra veiddust 288 laxar í Laugadalsá sem var ivið meira en árið á undan en mun minna ef tillit er tekið til næstu sex ára þar á undan en þá komst veiðin í allt að 703 laxa 1978. Meðalþungi í fyrra var 6.9 pund og hafði þá fallið úr 9.1 pundi frá árinu áður. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.