Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 13
sýnilega flatt upp á hrossaræktarráðu- naut að áhorfendur höfðu ekki fengið plöggin í hendur, þegar hann lýsti dómum og skapaði honum meiri lestur í hátalarakerfið en þörf var á. Dómar í unglingakeppninni og Evrópukeppni voru ekki gefnir út og ekkert var heldur gefið út um árangur í kappreiðum, sem hefur þó verið föst venja á öllum stærri mótum, a.m.k. á Vindheimamelum, og er það slæm afturför, því fæstir geta fylgst með öllu sem gerist á slíku stórmóti. Pröngsýni af því tagi að banna fyrirtækjum, sem fengu sölu- og kynningaraðstöðu á svæðinu, að selja vörur, sem veittu samkeppni við þær sem mótsstjómin sjálf bauð, er líka afskaplega hvimleið. Kynbótadóma þarf að endurskoða Sýningar kynbótahrossa voru býsna góðar, ef litið er á þær sem skemmtiatriði. Þó þykir ýmsum áhuga-J 'mönnum um hrossaræktina að nú sé kominn tími til að stoppa við og endurskoða stefnuna. Það er nefnilega flestum orðið ljóst, sem með þeim málum fylgjast, að markmið núverandi stefnu er að koma upp áferðarfallegum sýningum á stómm mótum. Flestir kunna að segja frá dæmum um afbragðsgóð kynbótahross, sem fá slæma dóma, fyrir það eitt að sýning á þeim hefur mistekist, þegar hrossarækt- arráðunautur átti hraðferð um þeirra heimabyggð. Enda hefur hrossaræktar- ráðunautur sagt frá því í blaðaviðtali að hann telji það mest um vert að kynbótahrossin taki sig vel út á sýningu. Þá verður mörgum á að spyrja, til hvers sé verið að hafa sérfræðing i hrossarækt á launum, ef hann getur ekki séð hvað í hrossunum býr, fyrr en þau em orðin svo þrautþjálfuð að þeim getur ekki mistekist og hver meðalskussi er fyrir löngu búinn að gera sér grein fyrir ágæti þeirra. Dómharka og óbilgirni ráðunautsins, þegar hann sér ungu hrossi mistakast í fyrsta sinn sem honum sýnt það, em lítt skiljanleg eftir svona mót, þar sem eitt mesta dekurhrossið hans sýnir fátt sæmilegt, hvað þá meira. Það var kátbroslegt að heyra hann margítreka frásagnir af ágæti hryssunnar Perlu 4889 frá Kaðalstöðum, sem hæstu dóma hlaut eldri hryssa á mótinu, þegar hún skondraði um völlinn án þess að hemjast á nokkmm gangi nema örfá spor í senn og knapinn átti í eilífu taumatogi við hana. Það má vel vera að einhvern tíma einhvers staðar hafi ráðunauturinn séð til hennar hreinar listir á gangi og vilji hennar hafi einhvem tíma einhvers staðar verið svo þjáll að réttlætanlegt væri að gefa henni tíu í einkunn fyrir vilja og háar einkunnir fyrir aðra kosti, en hún sýndi það ekki á mótinu. Slik dæmi em mýmörg frá öllum mótum þar sem kynbótahross em sýnd og ættu að hafa fært ráðunautum heim sanninn um að jafnvel bestu gripum getur mistekist. Því spyrja menn hvers vegna ungu hrossunum er fortakslaust kastað ef þeim mistekst í þeirra fyrstu sýningu. Tveir stóðhestar hlutu heiðursverð- laun á þessu móti. Þeir em Hrafn 802 frá Holtsmúla, sem hlaut 8,19 stig fyrir 12 afkvæmi og Þáttur 722 frá Kirkjubæ, sem hlaut 8,17 stig fyrir jafnmörg afkvæmi. Ef minnið svikur undirritaðan ekki, er Hrafn sá hestur, sem hæsta dóma hefur hlotið allra kynbótahesta á íslandi fyrr og síðar, bæði sem einstaklingur og fyrir afkvæmi, enda var sýning hans glæsileg. Um afkvæmi hans segir m.a. í dómum: „Heillandi og glæsileg i framganga með reisn og lyftingu i öllu fasi einkenna afkvæmi Hrafns 802, fram yfir flest annað, sem hér þekkist." Ekki heyrði undirritaður neinn áhorfanda andmæla þeirri umsögn. Engin hryssa hlaut heiðursverðlaun, en hæstu einkunn fyrir afkvæmi hlaut Hrafnhetta 3791, brúnskjótt glæsihryssa af hrossaættum Sveins á Sauðárkróki. Hún fékk fyrstu verðlaun og 8,06 í einkunn. Leistur 960 frá Álftagerði varð hæstur einstakra stóðhesta, 6 v. og eldri, fékk 8,31 í einkunn. í 5 v. flokknum varð Mergur 961 frá Syðra-Skörðugili efstur með 8,10 í einkunn og Höður frá Hvoli, 954, stóð efstur fjögra vetra folanna með 8,06 i meðaleinkunn. , Perla 4889 frá Kaðalstöðum varð efst fullorðnu hryssanna með 8,30. f fimm vetra flokknum varð Hátíð 5218 frá Vatnsleysu efst með 8,25 og Þrá 5478 frá Hólum varð langefst fjögra vetra hryssanna með 8,48 i meðaleinkunn, sem jafnframt er hæsta einkunn, sem kynbótahross fékk á mótinu og fádæmi, ef ekki einsdæmi að svo ungt hross hljóti háa dóma. Þrá er undan Þætti frá Kirkjubæ og Þernu 4394 frá Kolkuósi. Farsakennd gæðingakeppni Sjaldan eða aldrei hafa svo margir glæsilegir gæðingar komið til keppni á nokkru móti og sjaldan eða aldrei hafa jafn áberandi mistök í gæðingadómum verið gerð. Tilraun var gerð til að auka þekkingu og víðsýni gæðingadómara fyrir þetta mót, með þvi að kalla þá saman til námskeiðs i vor. Það sem þar var sagt virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan, hjá mörgum þeirra. Efstur í B-flokki gæðinga dæmdist Hrimnir, frá Hestamannafélaginu Stíganda i Skagafirði. Hrímnir er stór og myndarlegur hestur. Af einhverjum sökum hefur hann grópast svo fast í hugskot manna að fádæmi eru og þeir blindast á takmarkanir hans. Tæpast er hægt að segja að hann hafi sýnt fet, þegar honum var riðið til dóma, brokk hans er litið og tilþrifalaust og sama er að segja um hægt tölt, þar sem hann hélt ekki einu sinni réttum takti. Þrátt fyrir þetta fékk hann ævintýralega háar einkunnir fyrir þetta allt, og var varla munur á þeim og einkunnunum sem hann fékk fyrir það sem hann gerði vel. Ennþá ver gekk honum i úrslita- keppninni, en þrátt fyrir það voru dómarar sammála um að veita honum efsta sætið og er varia hægt annað en að taka undir með þeim, sem kölluðu þetta dómarahneyksli. í heildina má segja að dómurum i B-flokknum hafi verið mjög mislagðar hendur, svo mjög að keppnin varð nánast að farsa. A-flokks dómararnir stóðu sig miklu betur og höfðu líka manndóm i sér til að leiðrétta mistök sín i dómum, þegar í úrslitakeppnina kom. Þeirra störf voru þvi vel viðunandi. Tvítaktur og fjórtaktur i skeiði og tölti hefur fengið svo mikla umfjöllun að dómarar hafa mjög lagt sig eftir að dæma þar á milli. Þess gætti í dómum A-flokksins, en hins vegar sáust gæðingar í B-flokki fara á þessum óræða gangblendingi milii tölts og skeiðs og fá mikið lof fyrir. í A-flokki varð Eldjárn frá Létti á Akureyri sigurvegari, Fjölnir frá Fáki í öðru sæti og Sókron frá Léttfeta í þriðja. Hrimnir sigraði í B-flokknum, Vængur frá Fáki varð annar og Goði frá sama félagi náði þriðja sætinu. Þokkalegar kappreiðar Unglingakeppni var háð og stóðu krakkarnir sig með mestu ágætum eins og við var að búast. Yngri flokkinn sigraði Annie B. Sigfúsdóttir frá Hestamannafélaginu Smára, hlaut 8,70 i meðaleinkunn og í eldri flokknum sigraði Helga Friðriksdóttir frá Fáki, með 8,60 i meðaleinkunn. Tilraun var gerð með keppni milli þjóða innan Evrópusambands eigenda íslenskra hesta og tóku tiu þjóðir þátt í henni. Þessi keppni vakti ekki mikla athygli mótsgesta og var henni raunar spillt með leiðinlegri hegðun tveggja af reyndustu knöpum mótsins. Frásögn af þvi atviki brenglaðist reyndar verulega frá þvi að hún fór frá fréttamanni fyrir norðan, þar til hún kom á síðum Timans á laugardag. Atvikið var þannig að þessir tveir frægu knapar brugðu á leik meðan á úrslitakeppninni stóð og fengust ekki til að hlýða fyrirskipunum stjórnanda. Því var ekki annarra kosta völ en að vikja þeim úr keppni, sem var gert með einróma samþykki dómnefnd-i ar. Þeir reyndust vera undir áhrifum víns. Kappreiðar voru háðar, eins og lög gera ráð fyrir. Mjög greinilega kom í ljós að kappreiðar eru ekki það sem dregur fólk mest að hestamannamótum, þvi að þegar öðrum dagskrárliðum var lokið og kappreiðamar einar eftir, þynntist svo í áhorfendabrekkunni að tæpast varð nema þriðjungur, eða jafnvel fjórðung- ur, áhorfenda eftir. Keppnin var hörð og tvísýn í flestum greinum og góður timi náðist í öllum hlaupum. Villingur sigraði i 250 m skeiði á 22,5 sek og Torfi á 150 metrunum á 15,5 sek. Fengur sigraði í 300 m brokki á 31,0 sek. í stökkinu urðu hlutskörpust; Hylling í 250 m á 17,7 sek., Spóla í 350 m á 24,2 sek og Cesar í 800 m á 58,1 sek. Eftirminnilegasta atvik mótsins: Sá frægi fjórtakta Glæsir sást liggja einn sprett á fallegu skeiði, þegar honum var rennt eftir hlaupabrautinni i hópi afkvæma Hrafns. SV Texti og myndir: Sigurjón Valdimarsson . ■ Með lögguna á hælunum gæti þessi mynd heitið. Við vitum hins vegar ekki af hvaða ástæðum lögreglumennimir á svörtu hestunum eru á eftir konunni á hvíta hestinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.