Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendura um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91) 7 - 75-51. (»1)7- 80 - 30. tTTPrtri oit' Skemmuvegi 20 MHiJJlí rlr ■ Kopavogi Mikiö úrval Opió virka diiga 9 19- Laugar daga 10 16 HEDD HF Gagnkvæmt tryggingaféJag tiat>CS' I labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 EKUR ÖLDRUÐU FÖLKI í VERSLUNARFERÐIR — Rætt við Jóhann Jónsson, verslunarstjóra hjá SS í Austurveri ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNI 1982. ■ „Mér datt þetta i hug fyrir um það bil þremur árum, en þá voru íbúðir aldraðra við Furugerði nýlega komnar upp. Ég áleit að það hlyti að vera hagkvæmt fyrir gamla fólkið að geta fengið ferð frá heimili sinu i verslun með bQ og notið þar aðstoðar við innkaupin og raunin hefur orðið sú að þetta hefur mælst mjög vel fyrir, sagði Jóhann Jónsson, verslunarstjóri i verslun Slátur- félags Suðurlands i Austurverí, þegar við ræddum við hann i gær. Verslunin hefur nú haft þann hátt á þessi þrjú ár að á hverjum fimmtudags- morgni kl. 10 f.h. kemur rútubill að heimilunum að Furugerði og ekur gamla fólkinu upp í Austurver. Þar er staldrað við í klukkustund og timann getur fólk einnig notað til þess að nota sér ýmsa aðra þjónustu i verslanamiðstöðinni, apótekið, hárgreiðslustofu og ótal margt annað. Starfsfólk Austuvers veitir alla hugsanlega aðstoð við innkaupin, hjálpar til við vöruval og ber varninginn fyrir gamla fólkið út i bílinn að nýju. „Já, það er óhætt að segja að þetta hcfur mælst vel fyrir,“ segir Jóhann. „Ég hugsa að það séu vanalega 45-60 manns sem koma með bílnum á hverjum fimmtudegi. í Furugerðinu eru 75 aldraðraibúðir og þetta sýnir að eftirspurnin er mikil. Það eru bilstjórar frá Guðmundi Jónassyni sem hafa farið þessar ferðir fyrir okkur og þess verður oft vart að fólkið er byrjað að bíða eftir bilnum fyrir löngu, þegar hann kemur. Sjálfsagt cru þessar ferðir þvi um leið dálitið ferðalag og tilbreyting í hversdagslífinu. Bílstjórarnir hafa auðvitað lagt farþegunum lið á ýmsan hátt og ég verð var við að starfsfólkinu hér er mikil ánægja af þessum heimsóknum. Nei, við höfum samt ekki farið út í það að sækja fólk i aðra bæjarhluta, enda kemur þar til að við viljum síður sækja inn á viðskiptasvæði annarra verslana. Hins vegar er þvi ekki að leyna að við höfum fengið fyrirspurnir frá fólki í öðrum bæjarhlutum, til dæmis frá heimilunum við Lönguhlíð og við Dalbraut. Fyrst þú spyrð, - já, það má segja að innkaupin hjá aldraða fólkinu séu með sinu sérstaka sniði. Þau bera þess einkum merki að það er veitendur. Það sem keypt er sýnir að það vill eiga ■ Jóhann Jónsson, verslunarstjóri, ræðir við aldraða sem komnir eru i verslunarleiðangur frá heimUinu við Furugerði. 45-60 manns nota sér ferðirnar að jafnaði. (Tímamynd Róbert). eitthvað til þess að bjóða gestum sínum, ekki sist afa og ömmubörnunum. Þetta finnst mér einkenna flesta. Þessar ferðir eru með betur heppnuðum nýjungum sem ég hef brotið fréttir upp á hér, en það er liður í starfinu að reyna að finna upp á góðum nýjungum. Jú, verslunarstjórastarf í verslun sem þessari er mjög erilsamt. Hér vinna 45 manns og vörutegundirnar eru á milli 4 og 5 þúsund. Aldrei má neitt vanta og menn verða að hafa augu og eyru opin. Auk þess erum við með sérstaka deild fyrir stærri innkaup" Sparimarkaðinn", hér i kjallaranum.“ -AM Komu seglbát til bjargar ■ Seglbáturinn Assa úr Kópavogi, með tveimur mönnum innanborðs, sendi frá sér hjálparbeiðni, þar sem hann var staddur skammt frá Garðskagavita um klukkan sex í gær- morgun. Reykjaborg RE 25 var stödd skammt frá og kom hún seglbátnum til hjálpar og dró hann inn til Sandgerðis. Þangað var komið um klukkan níu í gærmorgun. Assa lagði úr höfn á Arnarstapa á Snæfellsnesi, snemma á sunnudagsmorg- uninn og var ferðinni heitið til Reykjavíkur. Bát- urinn fékk ekki byr til að byrja með og sóttist ferðin því mjög seint. Á sunnu- dagskvöldið gerði hins veg- ar kaldaskít, sjór varð úfinn og eftir talsverðan baming ákváðu siglinga- mennirnir að leita sér hjálpar. - Sjó. Fugl lenti í flugvélarhreyfli I Þegar B-720 vél Amar- flugs var að koma úr áætlunarflugi frá Amster- dam í fyrrinótt varð það óhapp að fugl lenti í einum hreyfli vélarinnar. Skemmdist hreyfillinn nokkuð og sagði Stefán Halldórsson starfsmanna- stjóri Amarflugs í gær- kvöldi að fyrir vikið hefði vélin ekki komist í flug til Helsinki, sem henni var ætlað að fara í gær. Var vél frá Flugleiðum fengin i staðin í þá ferð. Nú hefur hins vegar verið settur varahreyfill á vélina í stað þess sem skemmdist og mun vélin fara í flug þegar í dag að nýju. - AM. dropar Sóley með enskum texta ■ Sýningar á islensku kvik- myndinni Sóley hafa legið niðrí hér á landi um tima, þar sem unnið hefur verið að kynningu og sölu hennar er- lendis. Nú stendur tU að hefja sýningar á henni að nýju i dag i Regnboganum. Það sem er þó merkilegt við sýningu Sól- eyjar i dag, og reyndar næstu vikurnar, er það að kvikmynd- in verður sýnd með enskum texta. Með haustinu hlotnast áhorfendum sú náð að berja augum íslenskt sýningareintak. Sjálfsagt er það einsdæmi að islensk kvikmynd sé sýnd hérlendis með enskum texta. Eins og menn muna þá gengu sýningar Sóleyjar ekki upp á hið allra besta í vor eftir að hún var frumsýnd, og það getur verið að aðstandendur mynd- arinnar sjái fram á aukinn áhuga mörlandans á afkvæm- inu eftir að búið er að ensk-texta hana? „Ósk um aukin sam- skipti” ■ „Hvað snertir viðræður um mál varðandi tvQiliða samskipti íslands og Sovétríkj- anna sem ávallt hafa veríð vinsamleg var af hálfu beggja aðila látin i Ijós ósk um aukin samskipti með hag beggja landanna og eflingu fríðar fyrir augum“. Það er fróðlegt að lesa þessa yfirlýsingu, þó rcyndar sé hún orðin nær flmm ára gömul, i Ijósi þess „kalda stríðs“ sera geisað hefur undanfarið milli Sjálfstæðisflokksins og hins vegar hinna þríggja stjórn- málaflokkanna á Islandi vegna afstöðunnar tU nýgerðs efna- hagssamvinnusamnings á mUli Sovétrikjanna og íslands. Það sem er þó merkUegast við hana, er að hún er gefin út af þáverandi forsætisráðherra ís- lands, Geir HaUgrimssyni, og Alexei N. Kosygin, þávcrandi forsætisráðherra Sovétrikj- anna, eftir opinbera heimsókn þess fyrmefnda tíl Moskvu i september árið 1977. Það er greinUega ekki hið sama að vera Geir Hallgrims- son, formaður aðal stjómar- andstöðuflokksins, eða þá Geir HaUgrimsson forsætisráð- herra. Eða eins og ort var á sinum tíma: „Við í sircus Geira-Smart trúum þvi að hvitt sé svart.“ Krummi... ..og hans koUegar lýsa yfir fuUum stuðningi við hring- ormanefnd!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.