Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1982. lltgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastióri: Glsll Slgurðsson. Auglýslngastjóri: Stelngrimur Glslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarln&son, Ellas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstlnn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar- Tlmans: lllugl Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atll Magnússon, BJarghildur Stefánsdóttlr, Fri&rlk Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttlr.lngólfur Hannes- son (Iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristln Leifsdóttlr, Slgurjón Valdlmarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Utlltstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Gu&jón Elnsrsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sl&umúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Ver& I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrlft á mánu&l: kr. 120.00. Setning: Tæknldelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Komið í veg fyrir lögbrot þrýstihóps ■ Pá er lokið heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu og íslenskir áhugamenn um þessa íþrótt fengu að sjá úrslitaleikinn i beinni útsendingu. Nokkrir starfsmenn sjónvarpsins fórnuðu ofurlitlu af sumarleyfi sínu til að vinna við móttöku og útsendingu. Vænn skammtur af auglýsingum fylgdu með fótboltanum þannig að sjónvarp- ið hefur engu tapað á því að veita þessa þjónustu. Allt frá því að heimsmeistarakeppnin hófst hafa fjölmiðlarnir verið bólgnir af alls kyns umfjöllun um þátt sjónvarpsins varðandi útsendingar á knattspymuleikj- unum. Hefur jafnvel sjálf keppnin fallið í skuggann vegna umræðunnar um hvort sjónvarpa ætti þessum eða hinum leiknum og þá möguleika, hvort sjónvarpa ætti beint um gervihnött eða sýna leikina nokkrum dögum eftir að þeir fóru fram. í þessum stælum og staðhæfingum kennir margra grasa og margs kyns álit er sett fram, og sjónvarpinu margt fundið til foráttu. Það var óheppilegt að sumarfrí stofnunarinnar skyldi lenda á sama tíma og þessi keppni, sem virðist skipta svo marga ótrúlega miklu máli. En það hefur raunar verið óhæfa allt frá upphafi að loka frétta- og upplýsingamiðli í heilan mánuð á ári hverju, og vonandi verður þar ráðin bót á. Meðal þeirra skringilegheita sem upp komu vegna keppninnar, var að íslenskt fyrirtæki semur við einstakling í Danmörku um að taka upp á vídeóspólu leikina á Spáni og auglýsir síðan með fjaðrafoki að það ætli að sýna það í einkasjónvarpsstöð sem rekin er hér á landi. Komið var í veg fyrir tiltækið, en hefur nokkur velt fyrir sér hve marga lagabálka og í hve mörgum löndum átti að brjóta, ef þetta hefði náð fram að ganga? Þegar útvarpsstjóri fór fram á að sett yrði Iögbann á tiltækið var ausið yfir hann og aðra ráðamenn útvarpsins fúkyrðum og talið að hjá þeim gætti einræðiskenndar og að þeir væru ekki starfi sínu vaxnir. Þrýstihópur sem hefur hagsmuna að gæta notar málið óspart til þess að brjóta niður einkarétt Ríkisútvarpsins á að reka sjónvarp og hljóðvarp, og fyrirtæki úti í bæ segist ósköp vel geta sjónvarpað á eigin spýtur efni sem stolið er frá mörgum aðilum og útvarpið hefur keypt einkarétt á. Útvarpsstjóri gerði aðeins skyldu sína og eigendur Vídeósón geta þakkað honum fyrir að koma í veg fyrir að þeir gerðust margfaldir lögbrjótar gagnvart aðilum í mörgum löndum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ef veita á einkaaðilum leyfi til hljóðvarps- og sjónvarpsreksturs verður Alþingi að semja lög um það. Það skiptir engu máli hvort mönnum líkar betur eða verr það efni sem Ríkisútvarpið sendið út eða á hvaða tíma. Það veitir engan rétt til þess að aðrir taki að sér lögverndað hlutverk útvarpsins. Þær raddir gerast sífellt háværari að fleirum verði veitt leyfi til útvarpsrekstrar. Þau sjónarmið eiga sjálfsagt rétt á sér en það er Alþingis að ákvarða hvort það verður gert og þrýstihópar, sem sjálfir ætla sér að reka fjölmiðlun í formi hljóðvarps og sjónvarps verða að fara aðrar leiðir en að taka lögin í sínar hendur. Vídeótækni og kapalsjónvarpi er iðulega blandað saman og gert að einni og sömu tækninni og valfrelsi fólks hnýtt aftan við. Bágt er að sjá að það sé ýkja mikið frelsi fólgið í því að fá bíó og íþróttaleik úr þessari stöðinni eða annarri. Hið eina valfrelsi á sér þegar stað í þessu efni. Einstaklingar kaupa sér vídeótæki og .velja efnið sjálfir úr tugum myndbandafyrirtækja, sem risið hafa upp eins og gorkúlur. _ O.Ó. á vettvangi dagsins Dr. Eysteinn Sigurðsson, ritstjóri: Með sirkli og reglustriku Nokkrar ábendingar um kenningar Einars Pálssonar ■ Kenningar Einars Pálssonar skóla- stjóra, um goðsögulegar og stærðfræði- legar hugmyndir í söguheimi íslenskra fornrita, hafa verð dálítið i sviðs- ljósinu undanfarið. Höfundur þeirra réðist harkalega á heimspekideild Há- skólans fyrir áhugaleysi þeim sýnt í útvarpinu nýlega, var svarað um hæl á sama vettvangi, og síðan birti hann aftur svar í Morgunblaðinu 26. júní. Það mun sannast sagna að við íslenskufræðingar höfum ekki verið ýkja dugmikir við að reyna að vega og meta þessar kenningar Einars Pálssonar. Á það raunar nokkuð jafnt við um þá okkar sem störfum utan Háskólans sem hina, þótt geiri Einars hafí að þessu sinni verið beitt að hinum síðamefndu. Aftur á móti er ég oft spurður álits á þessum kenningum, og ég þykist hafa fullreynt að þeir séu býsna margir sem hafi á þeim áhuga. Þess vegna kann það að þykja ekki óviðeigandi að einhver úr hópi okkar íslenskufræðinga reyni að svara fyrir sína hönd og gefa skýring- ar á þessu athafnaleysi, og held ég raunar að slíkar skýringar liggi nokkuð á lausu. Eins og blaut tuska Svo ég tali fyrir eigin parta, þá hef ég að ég hygg reynt eftir megni að fylgjast með boðskap Einars Pálssonar, á sama hátt og öðmm þeim nýjungum sem fram koma á fræðasviði islenskra fræða. Þannig náði ég mér í fyrstu bók hans um þetta efni, Baksvið Njálu, skömmu eftir að hún kom út, árið 1969, að mig minnir. Það er þó best að segja það umbúðalaust eins og það var, að eftir lestur bókarinnar leið mér rétt eins og mér hefði verið réttur vænn löðrungur með blautri tusku - og hann harður. í bókinni kemur að vísu fram að höfundur veit til ýmissa átta i íslenskum fombókmenntum, en heimildameðferð hans og niðurstöður allar þóttu mér vægast sagt vera langt fyrir neðan allar hellur. Hann notar þar hugmyndir sinar um að tslendingar að fomu hafi búið yfir áður óþekktri kunnáttu á sviði goðsagna og flatarmálsfræði i því skyni að reyna að sýna fram á að Njáluhöfundur hafi samið sögu sína sem einhvers konar stærðfræðilegt lykilverk, byggt á að- fengnum formúlum og geómetrískum forsendum. Niðurstaðan um það hvað höfundur vildi segja, sem ég fékk út úr lestri bókar hans, var í stuttu máli sú að Njálu- höfundur hlyti að hafa byrjað verk sitt með því að setjast niður með herfor- ingjaráðskort yfir Suðurland fyrir framan sig, og með sirkil og reglustriku i hendi. Síðan hefði hann merkt út strik og hringi á kortið, valið sér bæi sem þessi strik mnnu gegnum fyrir sögustaði i bók sína, búið til úr þessu forskrift og samið sögu sína eftir henni. Ég vil undirstrika að ég er ekki með þessu að reyna að gera litið úr Einari Pálssyni eða verkum hans - þvert á móti, því að ég er einungis að lýsa því hvernig áhrifin vom sem þessi bók hans hafði á mig. Mér þykir líklegast að þetta stafi af þvi að við höfum skólast nokkuð sitt i hvora áttina i fræðilegum vinnubrögð- um, og kem ég að þvi á eftir. Listræn lögmál Það þarf ekki að vera neitt leyndarmál að ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Njáls saga sé ein af allra best gerðu bókum sem skrifaðar hafa verið á íslensku. Ég er líka þeirrar skoðunar að Njáluhöfundur - þótt við vitum hvorki nafn hans né önnur kennimerki - hafi verið einn af allra listrænustu höfundum sem skrifað hafa hér á landi. Ég er siður en svo einn um þessar skoðanir, og ég held líka að ég viti orðið nóg um samsetningarlögmál bók- menntaverka og sköpunarstarf rithöf- unda almennt til þess að þora að fullyrða að Njála hefur ekki orðið til með þeim hætti sem mér sýndist Einar Pálsson vera að lýsa i þessari bók. Og þá tek ég ekkert tillit til þeirrar söguskekkju sem hvert bam sér, að Suðurland var enn ókortlagt á 13. öld þegar Njála varð til. Mikil skáld setjast einfaldlega ekki niður og búa sér til formúlur með reglustriku og sirkli, og skrifa síðan meistaraverk út frá þeim. Þar kemur til sögunnar miklu flóknari og samsettari framgangsmáti en svo að hann megi setja upp sem einfalda formúlu. Af þessum sökum er það að mér var skapi næst að afskrifa allar kenningar og hugmyndir Einars Pálssonar með öllu, út af því hversu foráttumikla vanvirðu mér þótti hann sýna einum mesta rithöfundi sem samið hefur á íslensku. Og ég hygg að svo hafi farið um fleiri stéttarbræður mína sem reynt hafi að kynna sér þessar kenningar- þeir hafi einfaldlega hrokkið frá og neitað að taka þetta alvarlega. Varnaglar En hér er þó að fleiru að gæta. Það á við í öllum fræðum að menn mega ekki ■ Einar Pálsson. láta persónulega fordóma gagnvart höfundum eða ritum þeirra valda þvi að þeir hafni hugmyndum sem kannski má draga einhvem lærdóm af. Kenningar Einars Pálssonar virðist mér að megi í stuttu máli draga saman þannig að hann haldi þvi fram að þekking Evrópumanna á öldunum í kringum landnám íslands á greinum eins og stærðfræði - og þá fyrst og fremst einhvers konar flatarmáls- fræði - annars vegar, og á fomum goðsögnum - og þá öðrum en frá segir í Eddu - hins vegar, hafi verið lifandi á íslandi, án þess að hún kæmist beint á bækur. Hins vegar hafi þessi þekking skilið eftir sig óbein spor, sem lesa megi út úr íslenskum fornritum með saman- burði við erlendar heimildir. Það er svo skemmst af að segja að hugmyndir á borð við þessar em fyrirfram út af fyrir sig ekki fráleitari en ýmislegt annað. Það em mörg ófyllt göt í þekkingu okkar á fyrstu öldum íslandsbyggðar, en hins vegar vitum við tvennt. f fyrsta lagi vitum við að fommenn bjuggu yfir einhverri þekk- ingu af stærðfræðitaginu. Það sést m.a. af því að við vitum frá Ara fróða að þeir höfðu næga kunnáttu í tímatals- fræði til að geta leiðrétt árið þegar það var farið að færast til hjá þeim vegna þess að það var í raun of stutt miðað við sólargang. Þetta er heimild sem út af fyrir sig veitir ekki mikið meira en ábendinguna, en hún vekur þó spurn- ingu: Fyrst þeir gátu leiðrétt tímatalið, kunnu þeir þá ekki eitthvað fleira fyrir sér í stærðfræðilegum greinum? Norskar bækur U niversitet s f orlaget ■ Norska Háskólaútgáfan, Universi- tetsforlaget, er um marga hluti merkileg. Þetta útgáfufyrirtæki gefur út fjölda vfsindarita, sem aðeins seljast i litlu upplagi, en tekur svo inn ágóða sinn af fáum úrvalsbókum, sem seljast í stómm upplögum. Þá er fjárhagnum borgið. Þá gefur einnig fyrirtækið út fjölda tímarita á ýmsum sérsviðum. Eins og stendur er í húsakynnum þess stór sýning vegna 100 ára afmælis Sigríðar Undset. Mun ég gera grein fyrir sýningu þeirri sérstaklega. Eitt hinna stóru rita sem nýlega em komin út er: Bergen Bys Historie, I. bindi, en II. bindi var komið út áður. Verk þetta fjallar um konungssætið og kaupstaðinn frá upphafi til 1536. Verða þetta alls 4 bindi. Bergen varð 900 ára, 1970.1964 var ákveðið að minnast þessa með útgáfu á sögu staðarins. Var skipuð nefnd undir formennsku Harry Hansen. Þetta bindi er unnið af prófessor Knut Helle og nær það yfir sögu bæjarins frá miðöldum til u.þ.b. 1500. Anders Bjame Foss lektor hefir skrifað II. bindi, sem nær til áranna 1500-1800. Egil Ertresvaag lektor vinnur við III. bindi, sem nær frá 1800-1920. Lektoramir Anders Bjame Fossen og Tore Grönlien vinna að IV. bindi, sem nær til 1920-1972. Svo nefnt sé nokkuð af efni þessa bindis frá því að borgin kemur fram í sviðsljósið, þá em heimildir raktar og aðstæður frá náttúmnnar hendi við voginn. Siðan er rætt um aðliggjandi sveitir og samgöngur á sjó og landi. Konungssetrið á Alrekstað og tengsl þess, fær sinn sérkafla. Því verður ekki komist hjá að minnnast Ólafs Kyrra og hlutverks hans, þótt menn séu þar ekki á eitt sáttir. Eysteinn Magnússon fær og sinn kafla. Vöxtur bæjarins í borg á 11. öld og þýðing konungdæmisins og kirkjunnar fyrir hann er einnig rakinn vel, sem og vöxtur borgarinnar fram um 1350. Þar fær bmninn 1248 sinn sess. Segja má að ummfjöllun bókarinnar sé mjög góð og öll útgáfa hennar vönduð. Þá hafa komið út 4 bækur í flokki sem nefnist: Kvinners levevilkar og livslöp. Em það bækumar: „Staten - kvinner

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.