Tíminn - 15.07.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1982
3
fréttir
Hugmyndir um að styrkja útgerdina með
fjárframlögum í gegnum ríkissjóð:_
„MIÐAB VIÐ Ein
AFMARKAB ATAK”
— segir Steingrímur Hermannsson, sem telur
óhæft að gera ráð fyrir áframhaldandi
styrkjum til útgerðarinnar úr ríkissjóði
■ Á fundi þingflokks framkvæmda-
stjórnar Framsóknarflokksins i gær voru
ræddar hugmyndir um aðgerðir i
efnahagsmálum, en það liggur i loftinu
að þær eru orðnar aðkallandi og einnig
var fjallað um hvemig leysa á vandkvæði
togaraútgerðarinnar, en það mál þolir
enga bið. Engar endanlegar ákvarðanir
vora teknar en ákveðið að þingflokkur-
inn komi saman að viku liðinni.
Steingrímur Hermannsson sagði eftir
fundinn að hann gæti ekki eins og er sagt
frá hvaða ráðstafanir menn teldu vænleg-
astar enda ekki niðurstaða komin.
„Umræðumar voru mjög gagnlegar.
Ég lagði fram hugmyndir mínar um
lausn á vandamálum togaraútgerðar-
innar á rikisstjómarfundi i gær, þ.e.
þriðjudag, sem trúnaðarmál og gerði að
sjálfsögðu ráð fyrir að þær yrðu ræddar
þar og í efnahagsnefnd, en ekki i
fjölmiðlum. Þó hafa því miður glefsur
úr þeim birst i fjölmiðlum, en þær ekki
í heild og þvi hefur um margskonar
rangtúlkun verið að ræða.
í þessum tillögum hef ég lagt til
grundvallar að sú aðstoð sem veitt
verður útgerðinni gegnum ríkissjóð
verði fyrst og fremst takmörkuð við eitt
afmarkað átak sem er ætlað að lagfæra
stöðu útgerðar eftir sérstakt áfall.
Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir
áframhaldandi styrkjum til útgerðar úr
ríkissjóði enda er slikt algjörlega ófært.
í þessu tillögum hef ég skipt
vandanum i tvennt. Annarsvegar eru
aðgerðir vegna hins gífurlega rekstrar-
halla sem útgerðin hefur þegar orðið
fyrir á fyrri helmingi ársins og hinsvegar
aðgerðir til að lagfæra rekstrargmndvöll-
inn á seinni helmingi ársins en útgerðin
er komin í þrot með greiðslur á sínum
rekstrarkostnaði
Síðari hlutann þarf að tengja víðtæk-
ari efnahagsaðgerðum.
Af því sem þarf að leysa strax hef
ég sett markið við það að útgerðin fái
bættan 2/3 af þeim halla sem á henni
hvilir nú eftir 20-30 af hundraði
tapreksturs undanfarna mánuði.
Ég tek fúslega undir það sem kom
fram hjá ágætum manni i þingflokknum,
að í raun og vem er hér um það að ræða
að endurgreiða sjávarútveginum eitt-
hvað af þvi sem oftekið hefur verið af
honum á undanförnum ámm. Stað-
reyndin er sú að á undanfömum ámm
hefur allt sem mögulegt hefur verið
tekið af sjávarútveginum og dælt út í
þjóðarbúið. Þetta hefur gengið Vegna
þess að afli hefur farið stöðugt vaxandi.
Þegar þetta svo snýst við er ekkert svig-
rúm i sjávarútvegi til að mæta slikum
áföllum. Hér er því í raun og veru um
það að ræða að skila útgerðinni aftur
einhverju af því sem af henni hefur verið
tekið.“
- Hvemig var þessum tillögum þinum
tekið i ríkisstjórninni?
„Skýrsla starfshóps sem skilaði áliti
um lausn vandans var fyrst rædd í
ríkisstjórninni fyrir rúmum tveim vikum
og þá lagði ég áherslu á að einhver
niðurstaða um fyrri þáttinn þyrfti að
liggja fyrir fljótlega. Ég hef ekki heyrt
frá neinum um álit á þeim tillögum,
nema það sem ég hef lesið í blöðum, svo
að ég ákvað að vinna itarlegar og leita
leiða til að gera þær aðgengilegri með
tilliti til annarra markmiða í efnahags-
málum og lagði þær þannig fram að nýju.
í bæði skiptin urðu nokkrar umræður
og gagnlegar en engin afstaða hefur
komið fram.“
- Er ekki brýnt að ríkisstjórnin fari
að taka afstöðu til þessa máls?
„Ég tel ákaflega brýnt að rikisstjómin
fari að taka afstöðu til þess hvernig
útvega eigi útgerðinni rekstrarfé til þess
að hún stöðvist ekki og það verður að
gera það strax. Hins vegar tel ég að
aðgerðir til að koma útgerðinni á
rekstrargrundvöll verði að tengjast þeim
efnahagsaðgerðum sem em alveg á
næsta leiti."
- Hefur ríkisstjórnin sem slik unnið
að mótun stefnu vegna ráðstafana í
efnahagsmálum?
„Að þessu er nú unnið í efnahags-
nefnd um efnahagsmál. Fyrsta skrefið
var að fá mat Þjóðhagsstofnunar á stöðu
þjóðarbúsins og. hinna vmsu greina
.efnahagslifsins. Niðurstöður lágu fyrst
fyrir nú um helgina. Á þeim gmndvelli
er nú verið að vinna að mótun
heildartillagna í efnahagsmálum.
Auk þess eru þeir aðilar sem að
ríkisstjóminni standa að vinna að
þessum málum innan sinna vébanda.
A.m.k. erum við framsóknarmenn að
þvi með þeim sérfræðingum sem með
okkur starfa á þessu sviði..“
-Em framsóknarmenn búnir að
móta tillögur sinar?
„Við emm búnir að mynda okkur
skoðun á því fyrst og fremst hvernig
ástandið er, og það er satt best að segja
ákaflega alvarlegt og við emm búnir að
móta okkur skoðun á þeim markmiðum
sem fært er að setja á oddinn í þessari
stöðu og útdrætti þeirra aðgerða sem
gripa þarf til. En að sjálfsögðu viljum
við vinna þetta í samstarfi við okkar
samstarfsflokka," sagði Steingrimur.
■ Sérstakur kirkjudagur var haldinn i Setbergsprestakalli sl. sunnudag en þá var 90 ára
afmæli Setbergskirkju og Grundarfjarðarkirkja fullbyggð. Hófst dagurinn með guðsþjónustu
kl. 11 árdegis. Biskup fslands herra Pétur Sigurgcirsson flutti ávarp, sr. Ingiberg Hannesson
prófastur predikaði og sóknarprestur Jón Þorsteinsson þjónaði fyrir altari. Siðar um daginn
var svo guðsþjónusta i Grundarfjarðarkirkju og kirkjukaffi á eftir. Fjölmennt var í báðum
kirkjunum. Á myndinni sést biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson ásamt sóknarbömum
!frá Grundarfirði fyrir framan Setbergskirkju. Timamynd Arie Lieberman
Algjört lodnuveiðibann
■ Algjört bann við loðnuveiðum alls
staðar á flökkusvæði loðnunnar á
íslands-, Jan Mayen- og Grænlands-
svæðinu, svo lengi sem Alþjóðahaf-
rannsóknaráðið mælir með banninu
eða á meðan hrygningarstofn loðnunnar
hefur ekki náð 400 þús. tonna stærð,
varð höfuðniðurstaða viðræðunefndar
þeirrar er rætt hefur um stjórnun
loðnustofnsins í Osló dagana 13. og 14.
júli. Viðræðunefndin var skipuð fulltrú-
um fslands, Noregs og Efnahagsbanda-
lags Evrópu. En þeir síðastnefndu hafa
þó fyrirvara um endanlega afstöðu til
þessara niðurstaðna. Oslóarfundurinn
var framhald fundar er haldinn var i
Briissel 15. júní s.l.
Jafnframt var lagt til að settur verði á
laggirnar starfshópur sem falið verði að
gera tillögur um forsendur fyrir skiptingu
loðnustofnsins í framtíðinni. Verði hann
skipaður embættismönnum og vísinda-
mönnum aðilanna þriggja og komi þeir
saman eigi síðar en 1. október i haust.
Verði úr einhverjum loðnuveiðum á
vertíðinni 1982/1983 - í samræmi við
fyrrnefnd skilyrði - samþykktu nefndirn-
ar að leggja til við hlutaðeigandi
stjómvöld að koma á ákveðnu bóta- og
leiðréttingarfyrirkomulagi i sambandi
við kolmunnaveiðar. Felur það m.a. i
sér að EBE fengi að veiða 34.000 tonn
af kolmunna i efnahagslögsögu íslands.
- HEI
Útgerðarmenn óhressir með
afstöðu Alþýðubandalags- og
Gunnarsmanna til tillagna Stein-
gríms til bjargar útgerðinni:
„Erfitt að skilja
sjónarmið sam-
ráðherra hans”
— segir Ágúst Einarsson hjá LÍÚ
■ „Þessi aðstoð (við togarana) er bara
engan veginn fullnægjandi, eftir þvi sem
fréttir herma og raunar vil ég ekki trúa
þvi að ekki hafi fylgt eitthvað meira í
tillögum sjávarútvegsráðhérra en þar
kemur fram, þvi okkur hefur fundist að
Steingrimur hafi haft skilning á þessu.
En greinilega virðist ekki það sama uppi
á teningnum hjá samráðherrum hans.
Og þau sjónarmið eigum við erfitt með
að skilja, þvi það er óhjákvæmilegt
annað en að einhver aðstoð komi til að
dekka það mikla tap sem orðið er“ sagði
Ágúst Einarsson hjá LÍÚ er rætt var við
hann um aðgerðir þær til styrktar
togurunum sem rikisstjórnin hefur til
umfjöllunar.
„Útgerðinni hefur verið haldið gang-
andi af lánardrottnum útgerðarinnar
með það í huga að ráðamenn væru í
alvöru að hugsa um að gera eitthvað.
Enda hefur mönnum verið gefið undir
fótinn með það að hlaupa ætti undir
bagga með þennan hallarekstur. Togar-
arnir sem höfðu stöðvast fóru t. d. á stað
aftur vegna þessarar nefndaskipunar og
vegna þess að útgerðarmenn treystu því
að menn væru í alvöru að reyna að finna
lausn á þessu máli“.
-En náist ekki samstaða, hvað þá?
„Það er enginn tími til að bíða, ella
erum við komin að endapunkti. Þetta er
ekki lengur orðið bara vandamál
útgerðarinnar heldur allra viðskipta-
aðila hennar sem verið hafa að pína sig
meira en þeir raunverúlega hafa getað.
Viðgerðarverkstæði eru t.d. byrjuð að
segja upp mönnum vegna þess að þau
geta ekki borgað kaup vegna skulda
útgerðarinnar og mikil vandkvæði eru
einnig hjá veiðarfærasölum og fleiri
viðskiptaaðilum okkar. Þetta hefur þvi
miklu viðtækari vanda i för með sér en
aðeins fyrir útgerðina“, sagði Ágúst.
-HEI
BÆNDUR-ATHUGIÐ
Inhsraailíonal
Bl
INTCIIIUTIONAL
■ uiautctn
kempBr I ÖC alfa-laval
Höfum sérþjónustu
eins og undanfarin sumur
OPIN BUÐ laugardaga kl.10-14.
Komið eða hringið.
Þjónustusimi 39811. búvélavarahlutir
y Geymið Vé/ad6Í/d .
öoauglýsinguna! ” SambanOSmS
Armula 3 Reyk/avik