Tíminn - 15.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.07.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjóri: Glsli Sigur&sson. Auglýsingastjórl: Stelngrimur Gislason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar- Timans: lllugl Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, Atll Magnússon, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Fri&rlk Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttlr.lngóltur Hannes- son (fþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Krlstln Leifsdóttlr, Slgurjón Valdimarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Utlltstelknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Kristln Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Si&umúla 15, Reykjavik. Slml: 86300. Auglýslngaslmi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Ver& I iausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 120.00. Setning: Tæknldeild Timans. Prontun: Bla&aprent hf. FRIÐUR Á JÖRÐU eftir dr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum Embættismenn bornir ösæmi- legum sökum ■ Morgunblaðið unir því illa, að hin nýja utanríkisstefna Sjálfstæðisflokksins, að blanda saman viðskiptum og stjórnmálum, hefur fengið litlar eða nánast sagt engar undirtektir hjá þjóðinni. Bersýni- lega er meginþorri óbreyttra kjósenda Sjálfstæðis- flokksins fylgjandi þeirri stefnu Bjarna Benediktsson- ar og Ólafs Thors að ekki eigi að blanda saman viðskiptum og stjórnmálum. Þetta er skoðun þeirra forustumanna Sjálfstæðis- flokksins, sem sæti eiga í ríkisstjórn. Þetta er undantekningarlaust skoðun þeirra fylgismanna Sjálf- stæðisflokksins, sem eitthvað fást við utanríkisverzl- un. Eins og oft áður eru það ömurleg örlög Sjálfstæðisflokksins, að lítil klíka, sem ræður yfir Morgunblaðinu, hefur fengið aðstöðu til að sveigja stefnu aðalforráðamanna flokksins til fylgis við sérsjónarmið sín. Þess munu fá dæmi, að blað hafi beðið jafn ótvíræðan ósigur og Morgunblaðið í skrifum um nýja samninginn við Sovétríkin. Gleggsta dæmið um það er afstaða Alþýðuflokksins. Forustumenn hans töldu nauðsynlegt að birta sérstaka yfirlýsingu til þess að koma í veg fyrir að þeir væru taldir skoðanabræður Morgunblaðsins varðandi samninginn. Að vissu leyti er samt rétt að þakka Mbl. þessar umræður. Þær hafa leitt í ljós, að allar ásakanir um að samningurinn geti verið íslendingum eitthvað skaðlegur, eru fullkomlega úr lausu lofti gripnar. Þær hafa upplýst, að íslendingar hafa hér farið í slóð margra annarra þjóða, sem hafa gert svipaðan samning til að treysta viðskiptin við Sovétríkin, án nokkurra pólitískra skuldbindinga. Umræðurnar hafa sýnt, að vel hefur verið haldið á þessum málum af hálfu íslendinga og því eiga þeir menn, sem hér voru forsvarsmenn þeirra, allt annað skilið en brigzlyrði. Þótt Morgunblaðið hafi oft talað af sér í þessari deilu, eru þær getsakir verstar, sem var að finna í forustugrein blaðsins 1. þ.m., en þar sagði á þessa leið: „Þá þegar, haustið 1981, tóku íslenzku samninga- nefndarmennirnir, fulltrúar útflytjenda og embættis- menn undir forustu ráðuneytisstjórans í viðskiptaráðu- neytinu, að sér að reka það erindi fyrir Sovétmenn hér á landi, að þeir fái umbeðinn samning um, efnahagssamvinnu. “ Hér er því dróttað að viðkomandi embættismönn- um og fulltrúum útflytjenda, að þeir hafi misnotað aðstöðu sína til erindarekstrar fyrir Sovétríkin og það á þann hátt, að það væri óhagstætt fyrir íslendinga, eins og fram kemur í öðrum skrifum blaðsins. Það er að vísu ekkert óvenjulegt, að slíkar getsagnir sé að finna í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum í garð stjórnmálamanna, en sem betur fer er það fátítt, að þannig sé ráðizt á embættismenn og fulltrúa samtaka, sem vinna að samningum fyrir ísland. Eftir að öll kurl eru til grafar komin og öll æsiskrif Morgunblaðsins eru hrunin til grunna, á Morgunblað- ið ekkinema einn heiðarlegan leik til að bæta fyrir þessar ógeðfelldu aðdróttanir. Hann er sá, að játa ytirsjón sína og biðja þessa menn afsökunar. Það myndi bæta hlut Morgunblaðsins og draga nokkuð úr ósigri þess. Þ.Þ. ■ Ekkert hugtak í orðaforða kirkj- unnar er eins lýsandi fyrir hlutverk hennar og hugtakið friður. Hvort sem litið er fram eða aftur í tímann frá sjónarhóli frumkirkjunnar blasir við hugtakið friður: friður við Guð, friður í sál og friður við náungana, friður á samfélaginu og friður á jörðu. Boð-, skapur kirkjunnar frá upphafi var boðskapur um frið. Það er þvi von að menn spyrji, hvers vegna þær þjóðir, sem talist hafa kristnar hafi oft á tíðum flutt svo lítinn frið með sér þangað, sem leið áhrifa þeirra lá. Það er auðvelt að lýsa yfir vilja til friðar og tala í almennum orðum um friðsamlega sambúð ríkja. Kirkjan hefur óneitanlega oft fallið í þessa gryfju. En fyrr eða síðar kemur að þvi, að sá sem vill frið i raun og veru verður að blanda sér inn í hinn pólitíska veruleika. - Þar með er ekki sagt, að afstaða hans þurfi að mótast af viðhorfi stjórnmálaflokka. - Þetta þekkja evrópskar kirkjur býsna vel frá timum nazismans, þegar það kostaði eitthvað, stundum líf manna, að boða „fagnaðar- erindi friðarins“ (Ef. 6:15) i heiminum. En um hvað snýst þá málefni friðarins á yfirstandandi tíma? Hvers vegna eru menn greinilega svo uppteknir af umræðunni um frið og hví gefa alþjóðleg kirkjusamtök út hverja yfirlýsinguna á fætur annarri um málefni friðar og afvopnunar? Ýmsar alþjóðlegar ráð- stefnur um frið og afvopnun fara fram þessi misserin og ber þar hæst afvopn- unarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir, minna má á afvopnunarviðræður risaveldanna i Genf sem nú standa yfir og fyrirhugaðan fund æðstu manna um sama málefni. Þannig mætti lengi telja. Sú mikla almenna umræða um frið og afvopnun, sem fram hefur farið á vesturlöndum undanfarið hefur vart farið framhjá neinum. En um hvað snýst málið? { stuttu máli sagt er það vitund fólks um geigvænlegan vígbúnað og þá fyrst og fremst kjamorkuvigbúnað sem hefur knúið það til þess að opna umræðuna um þennan mesta vágest mannkynsins einu sinni enn. En það er ekki eingöngu umræðan um kjamorkuvigbúnað og ýmsar hliðar hans bæði siðferðislegar og herfræðilegar, sem mönnum hefur leikið hugur á að fjalla um heldur einnig allur sá kostnaður, sem rennur til þess að hlaða upp vopnum víðs vegar um heiminn, beinn og óbeinn. Hvernig tengist vaxandi hungur i heiminum, vaxandi atvinnuleysi og gifurleg mann- réttindabrot viðs vegar um heiminn hinni miklu aukningu á vígbúnaði? í stuttu máli sagt snýst málið um hina einföldu spumingu, sem einn þekktasti s^órnmálamaður í bandaríska þinginu orðaði þannig: „Hvað emm við í raun og vem að gera við lif okkar og. lífsskilyrði?" Tilefni hinnar nýju um- ræðu um frið og afvopnun Tilefnið, sem hratt hinum nýju friðarhreyfingum af stað og allri þeirri umræðu, sem á eftir fór var ákvörðun utanríkisráðherrafundar Atlantshafs- bandalagsins 12. des. ‘79 um endumýjun kjamorkuvigbúnaðar i V.-Evrópu. Endumýjunin á að hefjast síðla árs 1983 og er ætlunin að setja upp 572 nýjart .meðaldrægar eldflaugar, sem geta borið kjamorkuvopn. Hér er um að ræða 108 eldflaugar af gerðinni Pershing II, sem eiga að leysa af hólmi eldri gerðir svipaðra eldflauga, þessar flaugar verða allar settar upp í V.-Þýskalandi. Flaugar þessar era fullkomnustu eldflaugar, sem til era, búnar stýribúnaði, ^em gerir þeim kleift að hæfa skotmark i allt að 2000 km fjarlægð með ótrúlegri ná- kvæmni, þar sem skeikun nemur aðeins um 45 m. Þær fljúga með 20 þúsund km hraða á klst og era því aðeins um 6-7 mín. á leið sinni til Moskvu. Þær era útbúnar tvenns konar kjamaoddum, önnur gerðin springur skammt fyrir ofan yfirborð jarðar en hin getur grafið sig djúpt niður í jörðina áður en hún springur, henni er ætlað að granda niðurgröfnum eldflaugabyrgjum and- stæðingsins. Hin gerðin af flaugum era hinar svokölluðu stýriflaugar, sem fljúga mun hægar eða á við venjulega farþega- flugvél. Þær bera eina kjamorku- sprengju. Þessar flaugar era búnar fullkomnum stýribúnaði, sem gerir þeim kleift að hæfa markmið sitt með áður óþekktri nákvæmni þær geta flogið rétt ofan við yfirborð jarðar (50 m) og þar með utan radarsviðs andstæðingsins. Hinn fullkomni stýribúnaður gerir þeim kleift að fljúga sikksakk og eykur það veralega flughæfni þeirra. Hugmyndin er að setja þessar flaugar upp i fimm löndum Evrópu (Ítalíu, V.-Þýskal., Bretlandi, Belgiu og Hollandi). Allar era þessar flaugar í eigu Bandarikjanna og jafnframt undir - stjórn Bandaríkjaforseta og verður þeim því ekki beitt nema samkvæmt ákvörðun hans. Flaugamar bera sprengjur, sem hafa sprengikraft á við 16 Hiroshimasprengjur. Flaugamar verða allar settar upp á föstu landi, ýmist á föstum eða hreyfanlegum pöllum. Ákvörðun Atlantshafsbandalagins byggðist á því, að talin var þörf á að auka frúverðugleika fælingarinnar í Evrópu. Vitneskja manna um, að Sovétmenn hefðu hafið uppsetningu nýrra meðaldrægra eldflauga af gerðinni SS 20 árið 1975 ýtti einnig undir þessa ákvörðun. Talið er að nú séu fyrir hendi um 300 slikar flaugar í Sovétríkjunum (ekki í bandalagsríkjum þeirra) og er álitið, að 4 af hverjum 10 sé beint að skotmörkum i austurátt en hinum í átt til Evrópu. Hér er um að ræða tveggja þrepa flaugar knúnar föstu eldsneyti, þær hafa 3 kjamahausa og geta dregið allt að 5000 km. Þær era allar á landi, ljósmyndir hafa ekki verið birtar af þessum flaugum. Sovétmenn hafa haft meðaldrægar eldflaugar síðan 1959 og ‘61, SS 4 og SS 5 en þær era mjög ófullkomnar. Umræður hafa ekki farið fram milli risaveldanna um meðaldrægar eldflaug- ar. Saltviðræðumar hafa eingöngu fjallað um svokölluð „strategísk“ vopn, þ.e.a.s. langdrægar eldflaugar og önnur vopn, sem risaveldin gætu notað i styrjöld sin á milli.Deilt hefur verið um réttmæti þess að reyna að ná svæðis- bundnu hemaðarjafnvægi, t.d. jafnvægi i vigbúnaði í Evrópu þar sem það merkti, að Sovétríkin væra knúin til þess að keppa að vígbúnaðarjafnvægi 1) i Evrópu 2) gagnvart Bandaríkjunum og 3) gagnvart Kina. Þess i stað hafa margir lagt áherslu á jafnvægi i vígbúnaði heimsins. En „jafnvægi" getur verið með ýmsum hætti og setur vigbúnaði engin takmörk upp á við eins og vikið verður að á eftir. Umræðan um evrópuvopnin hefur vakið menn til vitundar um þann vígbúnað, sem fyrir hendi er i heiminum { Evrópu er talið að Atlantshafsbanda- lagið hafi um 6000 kjamorkuvopn en Varsjárbandalagið um 3500. Auk þess hafa risaveldin mikið magn kjamorku- vopna i sínum eigin löndum og er nú talið, að i heiminum séu um 50 þúsund kjamorkusprengjur eða magn, sem nægði til þess að tortima öllu lífi á þessari jörð mörgum sinnum (oft er ■ Friðarhreyfingar hafa staðið fyrir mótmælafundum bæði í Vestur-Evrópu og Bandarikjunum. Myndin hér að ofan var tekin á fundi í Vestur-Þýskalandi. talað um 15 sinnum). Mikil endumýjun fer nú fram i vígbúnaði risaveldánna, má nefna mikla þróun i kafbátum (Trident kafbátur Bandaríkjamanna á að geta borið 17 kjamorkusprengjur sem hver um sig hefur óháð stýrikerfi, stærð bátsins er um 18 þúsund tonn, hinn nýi kafbátur Sovétmanna, Tyfoon, er talinn vera um 25 þús. tonn). En þróun vigbúnaðar fer fram á öllum sviðum. Og ekki má gleyma því, að auk kjamorku- vopna hafa hin stóra hemaðarbandalög yfir miklu magni „venjulegra“ vopna að ráða og hefur Varsjárbandalagið lagt meiri áherslu á uppbyggingu sliks vopnabúnaðar í Evrópu (t.d. með skriðdrekum) en Atlantshafsbanda- lagið. Eitt deilumál í viðræðum risaveld- anna og hemaðarbandalaganna er skil- greining vopnanna. Frá sjónarmiði Sovétmanna lita þeir ekki á hin nýju meðaldrægu vopn Atlantshafsbanda- lagsins sem „svar“ við SS 20 þar sem SS 20 er af þeirra hálfu „svar“ við FBS (forward based system) kerfinu i V-Evrópu. Þar er um að ræða um 600 sprengjuflugvélar, sem geta borið kjarn- orkuvopn inn á landsvæði Sovétríkjanna og sömuleiðis er þama um að ræða herskip á Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Steftia Atlantshafsbandalagsins með uppsetningu hinna nýju meðaldrægu eldflauga var að styrkja stöðu sína og hefja siðan viðræður við Sovétmenn um afvopnun. Um þá pólitik hafa menn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.