Tíminn - 15.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til nidurnfs Sími (91) 7 - 75-51. (91) 7 - HO - :i«. tttt'ta tti7 Skemmuvegi 20 Kopavogi Mikiö úrval Opid virka daga 9 19- Laugar daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag V labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 ■ Það nýjasta i löggæslu okkar íslendinga er riðandi lögregla. Það er að visu ekkert nýtt fyrir víðföria landa að sjá lögregiuþjóna á hestbaki, t.d. i London, Kaupmannahöfn og á Ijölda- mörgum öðrum stöðum, en íslendingar hafa heldur kosið bilinn, fram að þessu. A landsmóti hestamanna, sem var haldið i síðustu viku og um helgina, fóru tveir löggæslumenn um svæðið á hestum. Tíminn rabbaði litillega við þá. Þeir heita Sigurður Hansen og Kristján Oli Jónsson löggæslumenn nr. 1 og 2 á Sauðárkróki. Þegar við hittum þá voru þeir að koma frá að bjarga tveim ungum mönnum upp úr Svartá og Sigurður segir fyrst frá þvi. „Við vorum á eftirlitsferð hér ofarlega með ánni og lögreglumenn sem voru hér uppi á melnum kölluðu til okkar og báðu okkur um að athuga unga menn, sem voru úti í Svartá, á nokkuð breiðu vaði hérna neðar. Við sáum þá strax ogfórum greitt áleiðis til þeirra. Þeir voru nær ósjálfbjarga þarna úti i miðri ánni en álar voru með löndunum beggja megin en grynnra þar sem þeir stóðu, en vatnið náði þeim þó næstum i hné. Við riðum út til þeirra og ég fór af baki og við settum annan drenginn á bak og Kristján Óli teymdi undir honum til lands. Svo sótti hann hinn og mig siðast. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að þeir hafi verið mjög illa settir þarna, vatnið var vel í kvið á hesti við löndin beggja megin. Þeir lögðu ekki i það, enda voru þeir að gefast upp.“ -Hvernig hefði þessu verið bjargað, ef ekki hefði verið ríðandi lögregla á staðnum? „Það var auðvitað ekkert vandamál að ná mönnunum úr ánni, en það hefði ■ Riðandi lögregla, Sigurður Hansen og Kristján Óli Jónsson. Timamynd: SV HESTARNIR HAFA AUGUÓSAN KOST — Rabbað við ríðandi lögregluþjóna tekið miklu lcngri tima með öðrum aðferðum og verið fyrirhafnarmeira. Og þeir þoldu ekki mikla bið úr því sem komið var, þvi þeir voru orðnir nær máttlausir i fótunum af kulda.“ - „Hver er aðdragandinn að þessari riðandi lögreglu? „Við höfum verið að rabba um að það væri gaman að vera hér ríðandi, það er dropar miklu þægilegra en að vera gangandi og maður kemst miklu fljótar yfir ríðandi en á bil á svona stað. Yfirmenn okkar tóku þessu mjög vel og hér erum við komnir á hestbak? -Hvers vegna urðuð þið fyrir valinu? „Við erum báðir mikið i hesta- mennsku og við áttum hesta til að leggja til.“ -Fáið þið borgaða leigu fyrir hestana? „Ég geri ekki ráð fyrir því, enda erum við að þessu í tilraunaskyni. Við erum hér auðvitað fyrst og fremst i vinnu en ekki sporti, en við vildum leggja eitthvað af mörkum til að þetta næði fram að ganga, 'þvi við gerum okkur grein fyrir að þetta auðveldar gæslu- störfin." -Haldið þið að þessi tilraun verði til þess að lögreglan komi sér upp sveit ríðandi lögreglu? „Það held ég nú ekki, enda veit ég ekki hvort hægt er að mæla með því við almenna löggæslu. En á svona stórum útimótum langt frá þéttbýli hefur það augljósan kost.“ SV Ihaldið vill ekki SVR- bidskýli ■ Sjálfstæðismenn sem nú sitja við stjómvöl borgarinn- ar virðast vera á móti byggingu strætisvagnabiðskýla. Akveðin fjárhæð hefur verið eymar- merkt til slikra framkvæmda á fjárhagsáætlun borgarinnar og er talið að hún nægi bæði til viðhalds fyrri biðskýlakosti og eins til einhverra nýbygginga. Fyrrverandi mcirihluti sam- þykkti nokkmm vikum fýrir kosningar að byggð yrðu tíu ný biðskýli af sömu gerð og verðlaunabiðskýli SVR sem sett hefur verið upp við Landspitalann. Eitthvað hefur það farið fyrir brjóstið á núverandi meirihluta, því fyrsta verk hinnar nýkjömu stjómar SVR er að fara fram á að borgarráð beiti sér fyrir þvi að borgarstjóm felli þessa samþykkt úr gildi. Ætli næsta skrefið verði ekki að selja „Litla rauða biðskýlið“ með Ikarusvögnunum, svo ekkert verði lengur til að minna á gamla meirihlutann, nema auðvitað Volvóvagnamir sem keyptir voro á kjörtimabilinu. Rússar og þrýstingur ■ „Ég fór í opinbera heim- sókn til Moskvu eftir að búið var að bjóða mér þangað Ijórum sinnum. Það var i Ijórða skipti sem boðið var enduraýjað að ég tók þvi“, segir Matthias Bjamason, fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, í grein sem hann ritar i Morgunblaðið í gær, þegar hann segir frá aðdraganda Moskvuferðar sinnar i febrúar árið 1978.. Svo em félagar Matthiasar að tala um að stjómvöld hafí verið beitt þrýstingi þegar undirritaður var samningur við Rússa um efnahagssamvinnu á dögunum. Annars má benda Matthíasi á, að þegar boð hefur verið endumýjað fjómm sinnum, þá hefur verið boðið fímm sinnum, en hann hefur sjálf- sagt viljað draga úr þeim greinilega þrýstingi sem á honum var um að þiggja Moskvuboðið. 1t9 FIMMTUDAGUR 15. JULI1982 fréttir Tiu af tóif ráðnir til flugum- ferðarstjórastarfa ■ Nú eru komnir til landsins þeir tólf menn sem nýlega luku þriggja mánaða undirbúningsnám- skeiði i flugumferðar- stjórn i Englandi. Luku allir tilskildu prófi og í gær ræddum við á Tímanum við Guðmund Matthiasson deildarstjóra og spurðum hvort störf lægju á lausu fyrir alla mennina. „Við munum að likind- um ekki ráða nema tíu menn til starfa nú,“ sagði Guðmundur, „sex á Kefla- víkurflugvöll og fjóra á Reykjavikurvöll. Hér er þó ekki um hreina viðbót að ræða, því í Reykjavik hafa tveir menn horfið frá störfum og í Keflavík hefur einnig fækkað á undanfömum árum. Þessir nýju menn hafa aðeins lokið byrjunamámi og eiga eftir all langa þjálfun, en samt vona ég að eftir þetta ár verðum við bærilega settir með mannskap. Já, þetta kann að hafa áhrif i þá átt að yfirvinna hjá flugumferðarstjómm minnki, en hún hefur ráunar minnkaðaðundan- fömu og við höfum reynt að halda henni i lágmarki. “ Guðmundur sagði að það kynni að verða ákveð- ið í dag hverjir þeir tíu menn verða sem ráðnir verða til starfa, en sérstök nefnd á vegum flugmála- stjómar ákveður það. Við spurðum Guðmund um mál Haraldar Ólafssonar, sem nokkur reikistefna varð út af vegna þess að vafi lék á um fyrri tilskilin próf hans, en Guðmundur sagði nefndina mundu leggja eina dóm á hvort það hefði áhrif á starfsum- sókn hans. Hjá Elíasi Gissurarsyni, formanniFé- lags flugumferðarstjóra, fengum við þær upplýsing- ar að afstaða flugumferðar- stjóra i málinu væri alls óbreytt. - AM. Krummi ... Ics þessa ábendingu i Morgun- blaðinu i gær. „Verða menn að varast þá gildm að bölva brennivininu i áheym fyllibyttunnar, þvi það jafngildir þvi og sagt hefði verið „....eymingjastrákurinn, mikið fer brennivínið illa með þig“ þótt öllum ætti að vera Ijóst, að það er hann sem fer illa með brennivinið.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.