Tíminn - 15.07.1982, Blaðsíða 6
Heyskaparhorfur slæmar á norð- austurlandi og vestfjörðum:
,J\LGJ0RT HALLÆRI, UPPFLOSN-
UN OG ÖRDEYÐA ( HEYÖFLUN”
— segir Jens Guðmundsson í Bæjum í Snæf jallahreppi
einstöku blettir í sumum túnum sem eru
grænir“, sagði Jens. Við Djúpið
sagði hann ekki hafa komið
dropa úr lofti síðan hætti að snjóa i
vetur, utan nokkrar skúrir í dölunum
vestanverðum við Djúpið nú síðustu
dagana. Þær geri lítið gagn. Ástandið
lagist ekkert nema að það kæmi
úrhellisrigning.
„Nei, það man enginn svona hluti hér,
því þetta er það versta sem komið hefur
i áratugi. Menn eru búnir að ausa áburði
á túnin fyrir kannski um 5-6 milljónir
gamlar á hverjum bæ, sem engu skila
og virðist ekkert framundan nema að
fara á hausinn. Eins og ástandið er núna
erum við nánast eins og álfar út úr hól,
sjáum ekki fram á hvað við eigum að
gera. Ég reikna ekki með að stjórnvöld
hefðu mátt til þess að laga þessa
meinsemd til hlitar, sem blasir við
okkur“, sagði Jens.
Bithagann sagði hann lítið betri en
túnin. Þeir sem ennþá ættu einhverja
tuggu í hlöðu gæfu kúnum ennþá og allir
gæfu þeim fóðurbæti. „Það fer því að
nálgast að gjafatími kúnna nái saman“,
sagði Jens. Aðspurður kvaðst hann hafa
frétt að útlitið væri lítið skárra norður
um Strandir. Eitthvað væri það vist
skárra sunnar á Vestfjörðunum en þó
Brunnin tún og brún yfír
að líta í Suður-Þing.
„Hér verður býst ég við um 10 dagar
til hálfur mánuður þar til menn almennt
fara að slá, eða svona um þrem vikum
seinna en venjulega, þó einstaka bóndi
sé að vísu byrjaður að bera niður“, sagði
Stefán Skaftason í Straumsnesi í
Aðaldal, S-Þing.
„Það voru svo geysilegir þurrkar
framan af sumri að skaðar urðu af og
tún brunnu sums staðar alveg. Þau tún
eru brún yfir að líta og verða ekki að
neinu gagni í ár. Þetta á við þar sem
þurrlent er, sérstaklega þar sem jörð er
sendin, eins og viða i Mývatnssveit og
einnig sums staðar hér i Aðaldal," sagði
Stefán. Hann kvað nánast ekki hafa
komið dropa úr iofti i fimm vikur, en
aðeins væri farið að rigna nú siðustu
dagana.
Stefán kvað menn hafa verið
bjartsýna i sumarbyrjun með að fá gott
sprettusumar, þar sem kal sé minna en
mörg undanfarin ár. „En ég held að nú
sé útséð um það“.
Tveggja mánaða þurrkur í
Norður-Þingeyjarsýslu
„Ég held að þetta sé algjört einsdæmi,
næstunni“, sagði Jón Snæbjörnsson hjá
Búnaðarfélaginu á Egilsstöðum. Einnig
sagði hann víða talsvert um kal.
„Það hefur ekki rignt að kalla síðan í
apríl. Um mánaðamótin apríl/maí kom
síðan hret með hörkufrosti, sem liklega
hefur valdið kalinu. Síðan hefur svo
nánast ekkert rignt þar til núna um
daginn. Það veitir því ekki af að við
förum að fá svolitla vætu og siðan vantar
lika meiri hlýindi", sagði Jón.
Sandtúnin sviðin og dauð i
Austur-Skaftafellssýslu
„Heyskaparhorfur eru heldur daufar
hér um slóðir. Það eru búnir að vera svo
lengi kuldar og þurrkar og það þola
sandarnir ekki. Þetta sviðnar bara og er
dautt yfir að lita og mjög hætt við að
sandtúnin verði rýr þetta sumarið. Já, á
mörgum bæjum eru þau stór hluti,
helmingur af túnunum eða meira“, sagði
Einar Sigurjónsson á Lambleiksstöðum
í Mýrahreppi i A-Skaft.
Hins vegar sagði hann hafa rignt
nokkuð undanfarna daga þannig að
sprettan væri að verða sæmileg hjá þeim
sem eru með mýrartún.
- HEI
■ „Héðan er ekki hægt að segja nema
hryllilega sorgarsögu hvað varðar
sprettu og heyskaparhorfur. Það má
segja að það sé alger dauði hér i Djúpinu
og lítur ekki út fyrir annað en algjört
hallæri, uppflosnun og ördeyðu i
heyöflun þetta sumarið. Hér er ekki
fram á annað að horfa en niðurskurð
búpenings í haust og þá flosnar fólkið
upp á eftir, því ekki er hægt að lifa á
húsunum tómum. Þetta eru stór orð, en
það verður að hafa það“, sagði Jens
Guðmundsson i Bæjum i Snæfjalla-
hreppi spurður um heyskaparhorfur
við Djúp, en þar segir hann búið á um
43-44 bæjum og eigi þetta almennt við i
Djúpinu.
„Það eru fleiri hektarar af túnunum á
mörgum bæjum sem ekkert er orðið
nema brunamelur, gulur og svartur og
algerlega gróðurlaus, svo hann tekur sig
ekki jafnvel þótt við fengjum einhverja
vætu. Jörðin er orðin skræld svo langt
niður að allar jurtarætur eru uppþornað-
ar. Það höfum við m.a. séð þar sem
grafnir hafa verið skurðir mcð
skurðgröfu, að jörðin er orðin hvít og
skræld langt niður. Það er aðeins
víða afskaplega slæmt, að því hann hafði
frétt eftir góðum heimildum.
að það skuli nánast ekki hafa komið
dropi úr lofti í eina tvo mánuði. Tún eru
því afar illa sprottin, áburðurinn verkar
ekki, þannig að þetta litur illa út hér um
slóðir", sagði Grimur Jónsson í
Ærlækjarseli i N-Þing. Hann kvað því
ekki einu sinni hilla undir slátt þar um
slóðir, þó framhaldið ráðist auðvitað af
tíðarfarinu næstu daga og vikur. Kal
sagði hann einnig töluvert á Langanesi
og í austanverðum Þistilfirði.
Grímur var nýlega kominn af
Vindheimamelum er við ræddum við
hann.
Hann kvaðst hafa séð að menn voru
byrjaðir að heyja í Skagafirði og að þeir
virtust jafnvel komnir töluvert áleiðis í
Eyjafirði. Búið að hirða töluvert þar
sem hann átti leið um.
„Maður veit ekki lengur
hvað er normalár“
„Það lítur ágætlega út hjá okkur,
margir byrjuðu að slá núna um helgina.
Ég hef ekki áhyggjur af því að ekki verði
næg hey. En hvort gæðin verða mikil er
svo annað mál. f svona miklum þurrkum
setur grasið i punkt svo snemma (trénar)
að ég er hræddur um að heyið verði
næringarlítið", sagði Jón Sigurðsson,
hjá Búnaðarfélagi Austur-Húnvetninga.
Hann kvað ekki mikið um kal og
mönnum finnist einnig að arfinn sé
minni í gömlu kalblettunum en í fyrra.
Þegar við töluðum við Jón s.l. mánudag
sagði hann um 18 stiga hita, skýjað og
fyrirtaks sprettutíð.
Spurður hvort þetta mætti kannski
teljast meðalár sagði Jón: „Frá því ég
kom hingað er ég búinn að lifa hlýjasta
og kaldasta sumar aldarinnar og allt þar
á milli, svo maður veit ekki lengur hvað
er normalt að þessu leyti“.
Þurrkar, kal og kuldi á
Austurlandi
„Það er litið sprottið hér vegna þurrka
og allavega hálfur fnánuður i að menn
fari almennt að slá (s.l. mánudag), þó
það fari auðvitað eitthvað eftir tíðinni á
veiðhornið b
■ Við veiðar i Meðalfellsvatni. Veríð er að landa þar 17 punda laxi sem
fékkst snemma í fyrra i vatninu. Mynd FRI
Meðalfellsvatn:
„Silungurinn
fer stækkandi”
■ „Silungurinn hér i vatninu fer
stækkandi enda var vatnið grisjað
hér i vor og lögð net í vatnið í maí
og fyrri part júni til að reyna að
takmarka fjölda silungsins. Það gekk
vel, um 100 kg. komu á dag úr
netunum" sagði Gísli Eggertsson
bóndi á Meðalfelli í samtali við
Veiðihornið.
Aðspurður um laxveiðina i
vatninu sagði hann að laxinn virtist
vera um 2-3 vikum seinna á ferðinni
nú en í fyrra. Hann vissi um 5 laxa
sem veiðst hefðu i vatninu og sagði
að sl. föstudag hefði einn maður
fengið tvo væna laxa úr vatninu og
20 silunga.
Veiðin í Bugðu sem rennur í
Meðalfellsvatn, hefur verið ágæt það
sem af er sumri. Gísli vissi ekki
heildartölu þeirra laxa sem veiðst
hafa úr ánni en nefndi sem dæmi að
fengist hefðu 10 laxar úr henni fyrir
tveim dögum.
Þá vildi hann geta þess að urriðinn
í vatninu væri stór. T.d. vissi hann
að fengist hefði einn 11 punda urriði
þar í vor.
TOÍ/S ^BRONZES.
Kort frá Cannes
Veiðihorninu hefur borist póstkort
frá Cannes með helstu „veiðifrétt-
um“ þaðan. Til gamans er efni þess
birt hér nokkuð stytt til að styggja
ekki viðkvæmar sálir:
„Heiðraði umsjónarmaður.
Veiðitímabilið hér á Riverunni er
nú hálfnað og má segja að vel hafi
veiðst. Hér leggja allir net sin og færi
að kvöldi en fáir vita hvar þeir vakna
að morgni. Eitthvað er um húkk en
þó minna en oft áður. Annars er
sólin allt að drepa og mesta furða
hvað þeir stóru ganga í þessum
þurrkum. Þrúgurnar dafna vel... og
enginn er með öngulinn í rassinum.
Meðfylgjandi mynd er af stærsta
laxinum sem veiðst hefur fram að
þessu en hann fékk..“
I