Tíminn - 15.07.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.07.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 1S. JÚLÍ 1982 13 íþróttir 'fþróttir Molar Jóhann sigradi ■ Jóhann Ó Guðmundsson, GR varð sigurvegarí í Einherjakeppn- inni i goIR á Nesvellinum um síðustu helgi. Þama kepptu 30 kylfingar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa faríð „holu i höggi“ í golfi og eru þvi í Einherjaklúbbnum. Jóhann Óli lék 18 holuraar á 73 höggum og hlaut fyrir það 38 punkta. Annar varð Kjartan L. Pálsson GN á 74 höggum, eða með 37 punkta, og þriðji varð Guðmundur S. Guðmundsson GR, en hann var einnig með 37 punkta. Vfkingur - l'BK r kvöld ■ Einn leikur verður í 1. deild fótboltans í kvöld. Efsta lið deildar- innar, Víkingur, leikur gegn ÍBK á Laugardalsvelli og hefst siagurínn kl. 20. Spennandi landskeppni í vændum ■ ísland og Wales heyja lands- keppni í frjálsíþróttum á Laugar- dalsvelii helgina 17. og 18. júli. Er keppnin liður í Reykjavikurleikun- um í frjálsíþróttum, en inni í þvi móti er jafnframt Norðurlandabikar- keppni kvenna, þar sem landslið Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og íslands berjast um Norðurlandabik- arinn. Ljóst er að keppni íslands og Wales gctur oröið æði spennandi og hvort liðið sem sigrar, gerir það tæpast nema með örfáum stigum. Ef borínn er saman árangur okkar manna og þeirra velsku, kemur einnig i Ijós, að geta þessara þjóða er að ýmsu leyti svipuð, og má því búast við jafnri og spennandi keppni í vel flestum greinanna. KR-ingar ívanda ■ Hætt er við að úrvalsdeildarlið KR i körfuboltanum muni eiga erfitt uppdráttar næsta vetur, þar sem allt bendir til þess að tveir af máttarstólp- um liðsins leiki ekki með. Þetta eru þeir Garðar Jóhannsson, sem verður á sjónum næsta vetur og Birgir Mikaelsson, sem mun dveljast i Bandarikjunum við nám. Þessir tveir vora hclstu „frákastarar“ liðsins sl. vetur og skilja þvi eftir sig ansi stórt og vandfvllt skarð. Bautamót í kvenna- fótbolta ■ Á morgun, föstudag, hefst á Akureyri svokallað Bautamót i knattspymu kvenna. Er þetta í annað skiptið sem mótið er haldið. Að þessu sinni taka þátt öll 1. deildarliðin, auk 4 liða úr 2. deild. í A-riðli leika UBK, Fram, ÍA,., KA og Víkingur og í B-riðli Þór, Völsungur, KR, FH og Valur. Leiktimi er 2x20 min. og má skipta inná aUt að 4 leikmönnum. Knatt- spyrnuráð Akureyrar, Þór og KA sjá um framkvæmd mótsins, en veitingahúsið Bautinn gefur öll verðlaun. Sterkir kast- arar í HSK ■ Félagarair i HSK, Þráinn Hafsteinsson, Pétur Guðmundsson og Þráinn Vésteinsson vöktu nokkra athygU á Afmælismóti ÍR. Vésteinn varpaði kúlu vel yfir 16 m og krínglu kastaði hann rúma 57 m. Þráinn kastaði krínglunni rúman 51 m og kúlu varpaði hann tæpa 15 m. Þá varpaði Pétur kúlunni 14,86 m. Sannarlega sterkir kastarar i HSK. ■ Hart barist i leik Vals og ÍA. Innfelldu myndimar em af markaskommm Vals. - Mynd: Ari. Skagamermirnir heillum horfnir ■ Valsmenn kræktu i 2 dýrmæt stig í hinni miklu baráttu 1. deildarinnar i gærkvöldi þegar þeir sigruðu ÍA með þremur mörkum gegn einu á Laugardals- vellinum. Valsararnir voru ekki meira með knöttinn, en þeir nýttu færi sin og það gerði útslagið. Fyrsta mark leiksins kom þegar á 12. mín. Úlfar sendi knöttinn yfir vörn Staðan Staðan í 1. deildinni eftir leik Vals og ÍA i gærkvöldi er þessi: Víkingur ............ 9 4 4 1 14:10 12 Valur.............. 11 5 2 4 11:11 12 Vestmannaeyjar . . 9 5 13 12:9 11 KR.................. 10 2 7 1 7:6 11 BreiðabUk......... 10 4 2 4 13:14 10 Fram ................ 9 3 3 3 11:9 9 Akranes............ 11 3 3 5 11:13 9 Keflavik............. 9 3 3 3 6:8 9 KA................. 10 2 4 4 8:11 8 ísaljörður........ 10 2 3 5 13:15 7 Skagamanna og á Guðmund Þor- björnsson. Hann skoraði af öryggi 1:0. Nokkuð var um það rætt að Guðmundur væri rangstæður þegar knettinum var spyrnt til hans, en dómaratrióið sá ekki ástæðu til aðgerða. Akurnesingarnir hresstust nokkuð við að fá þessa köldu vatnsgusu framaní sig og á 31. mín. voru þeir búnir að jafna. Sigþór, sem var nýkominn inná, skallaði boltann i Valsmarkið af stuttu færi eftir horn- spymu, 1:1. Akurnesingarnir hófu seinni hálf- leikinn með miklum látum, en mark- tækifærin létu á sér standa. Hins vegar voru Valsararnir öllu iðnari við kolann, Hilmar og Þorsteinn áttu báðir góð færi sem fóru forgörðum. Á 70. mín. tók Valur forystu en Þorsteinn fékk knött- inn óvaldaður í vitateig ÍA og skoraði með föstu skoti, 2:1. Á næstu min. voru Akurnesingarnir nærri því að jafna er Árni renndi boltanum framhjá Vals- markinu eftir stórglæsilega sókn þar sem Evrópumótin í knattspyrnu: Víkingur fékk sterka mótherja ■ I gær var dregið um það hvaða lið leika saman i Evrópumótunum í knattspyrnu. íslandsmeistarar Vikings leika gagn spænsku meisturunum Real Socidad, Fram mætir irska liðinu Shamrock Rovers í UEFA-keppninni og í Evrópukeppni bikarhafa leika Eyjamenn gegn pólsku bikarmeistur- unum. -IngH hann sjálfur var aðalmaðurinn. Rot- höggið greiddu Valsmenn síðan á 80. min. Þorgrimur skoraði með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Hilmars, 3:1. Segja má að 2. og 3. mark Vals hafi komið eftir herfileg varnarmistök Skaga- manna. Valsmenn léku þennan leik nokkuð skynsamlega, þeir reyndu samspil gegn hinum sterku og stæðilegu Skaga- mönnum og beittu skyndisóknum. Þetta dugði til sigurs. Vörnin og markvarslan voru betri helmingur Valsliðsins að þessu sinni. Það er hreint út sagt sorglegt að sjá til ÍA-liðsins, það gengur vart að leika knattspyrnu á kröftum einum saman. Eins er furðulegt að sjá Skagamennina reyna langar sendingar aftur og aftur án árangurs, leikaðferð sem gengur ekki upp hjá þeim. í framhjáhlaupi skal þessgetið, að Jón Alfreðsson er hættur að leika með ÍA-liðinu, a.m.k. i bili. IngH Guðmundur hreppti „hornið” eftirsótta ■ Gunnar Pétursson, GN, sigraði i keppninni án forgjafar og varð annar i keppninni með forgjöf. ■ Nýlega lauk á Nesvellinum hinni árlegu opnu öldungakeppni í golfi. Nefnist hún „Horaið“ og gefur Auglýs- ingaþjónustan öll verðlaun til hennar. Keppendur núna voru yfir 40 talsins og léku þeir 36 holu höggleik á tveim dögum. Var keppnin spennandi og margt gott sem sást til gömlu mannanna i mótinu. Úrslitin urðu þau, að Guðmundur Einarsson GN hlaut homið eftirsótta að þessu sinni. Kom hann inn á 138 höggum nettó. Annar varð Gunnar Pétursson GN á 140 höggum og þriðji Lárus Arnórsson GR á 141 höggi. Gunnar Pétursson GN sigraði i kcppninni án forgjafar. Lék hann 36 holurnar á 164 höggum. Annar varð Ólafur Ág. Ólafsson GR á 168 en þar á eftir komu þeir Hafsteinn Þorgeirsson GR og Gunnar Stefánsson GN á 171 höggi. Aukaverðlaun i mótinu. (næstir holu á 3, og 6. braut svo og fyrir fæst pútt) hlutu þeir Óli B. Jónsson GN, Lárus Amórsson GR og Guðmundur Ófeigs- son GR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.