Tíminn - 22.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.07.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 22. JULI 1982. ■ Zail Singh eftir forsetakjörið. Spád gagnlegum fundi Indiru og Reagans Forsetaefni Indiru náði kosningu ■ í FYRRADAG fóru fram mikilvæg- ar viðræður i Hvíta húsinu í Washing- ton, þegar Reagan forseti ræddi við utanrikisráðherra Sýrlands og Saudi- Arabíu um lausn Palestínudeilunnar. Þær viðræður eru taldar hafa opnað leið til samkomulags um deiluna, ef Bandarikin ná taumhaldi á Begin og Sharon. Ráðherramir eru sagðir hafa léð máls á því, að Arabaríkin viður- kenndu ísrael, ef Palestínumenn fengju rétt sinn viðurkenndan. Reagan á von á fleiri mikilvægum heimsóknum nú i vikunni. Helmut Schmidt er kominn til Bandaríkjanna til viðræðna við Reagan og Shultz um sambúðarmál Vestur-Evrópu og Banda- ríkjanna. Minnsta athygli mun það þó ekki vekja, að Indira Gandhi kemur til viðræðna við Reagan. Það hefur komið fram í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu, að vænzt er vemlegs árangurs af viðræðum þeirra. Þau Reagan og Indira Gandhi hafa hitzt einu sinni áður eða á fundinum i- Cancún í Mexíkó í fyrra. Þau áttu þar stuttan viðræðufund og mun hafa verið ákveðið þar, að hún kæmi í heimsókn til Bandaríkjanna á næsta ári, og ættu þau þá ítarlegri viðræður. Embættis- menn ríkjanna hafa siðan undirbúið þessar viðræður þeirra. Frekar hefur verið kalt milli Banda- ríkjanna og Indlands að undanfömu. Indverjar áfellast Bandaríkin fyrir það að vigbúa Pakistan, en það hafi neytt þá til að auka vígbúnað sinn. Bandaríkin áfellast Indland fyrir of nána samvinnu við Sovétrikin, m.a. fyrir að fá mikið af vopnum þaðan og verða háð þeim á þann hátt. Indira Gandhi ber á móti því, að Indland sé nokkuð háð Sovétrikjunum, en Indlandi sé hins vegar nauðsynlegt af ýmsum ástæðum að hafa góða sambúð við Sovétríkin, m.a. vegna Kina og Pakistans. Samvinnunni verði haldið áfram, en hún þurfi ekki að standa í vegi bættrar sambúðar Indlands og Banda- ríkjanna. Það sé mikilvægt, að Bandaríkjamenn skilji þessa afstöðu Indverja og þriðja heimsins yfirleitt. Erindi Indiru til Washington er vafalaust öðm fremur að skýra þetta fyrir Reagan. INDIRA Gandhi sýndi það fyrir nokkram dögum, að hún hefur enn sterk1 tök á indverskum stjómmálum. Þá fór fram kjör á forseta Indlands. Þótt forseti Indlands sé valdalítill, getur rikisstjórn- ina skipt það veralega máli undir vissum kringumstæðum að hann sé vinveittur henni. Forseti Indlands er kjörinn af þing- mönnum, sem eiga sæti á indverska þinginu og fylkisþingunum. Úrslitin urðu þau, að forsetaefnið, sem Indira studdi, var kjörið með yfirgnæfandi meirihluta. Hinn nýi forseti, Zail Singh, er kominn af trúflokki Sikha og þykir liklegt, að það muni treysta fylgi Indira meðal þeirra. í tíð Breta á Indlandi unnu Sikhar sér gott álit sem hermenn, en nokkuð hefur borið á óánægju meðal þeirra í seinni tíð. Þeir vildu helzt fá sitt eigið fylki, en skiptast nú milli fleiri fylkja. Zail Singh er 66 ára, fæddur 5. maí 1916. Hann reyndist slakur og áhugalítill námsmaður, en þeim mun áhugasamari i þjóðfrelsisbaráttu. Hann varð strax á unglingsárum ákafur fylgjandi Gandhis og síðar Nehras, föður Indiru. Vegna þátttöku sinnar i sjálfstæð- isbaráttunni, var Singh dæmdur i fimm ára fangelsi og sat þar allan þann tíma. Nehra launaði Singh vel, þegar hann myndaði stjórn eftir að Ind- land varð frjálst 1947. Hann fól Singh mikilvægt ráðherraembætti i fylkisstjórninni í Punjab, og reynd- ist Singh það vel, að hann hækkaði stöðugt i tign, unz hann varð forsætis- ráðherra Punjabs 1972. Singh þótti röggsamur forsætisráð- herra, en hélt þó ekki velli í fylkiskosn- ingunum 1977, þegar Kongressflokkur Indira beið hvarvet,na mikinn ósigur. Andstæðingar hans reyndu þá að frnna snögga bletti á stjóm hans og vora fleiri mál höfðuð gegn honum. Hann fékk þó ekki dóm nema fyrir smásakir. Þegar Indira kom aftur til valda 1980, skipaði hún Singh innanrikis- ráðherra og heyrði það þvi undir hann að annast lögreglustjórnina og halda uppi röð og reglu. Nokkuð hefur verið róstusamt á þessum tima i vissum héraðum Indlands og Singh stundum sætt talsverðri gagnrýni. Það hefur ekki bætt úr skák, að hann getur stundum verið full orðhvatur og fljótfær í yfirlýsingum sínum. Honum var eitt sinn líkt við Hitler og lét hann þá orð falla á þá leið að hann teldi það ekki sem verst. Þessi ummæli vora mjög notuð gegn honum i sambandi við forsetakjörið. Stuðningur Indiru nægði honum samt til sigurs. ÞAU Indira og Reagan eiga það sameiginlegt, að efnahagsvandi hefur farið vaxandi í löndum þeirra síðustu misseri. Þó hefur Indlandi vegnað betur en flestum löndum þriðja heimsins, m.a. vegna þess, að landbúnaðarframleiðslan hefur auk- izt mikið. Fyrir Indland er jafnframt nauðsynlegt að efla iðnaðinn og þar gætu Bandaríkin veitt þeim drjúga aðstoð. Næst Kina er Indland valdamesta ríki Asiu. Það er jafnframt það riki þriðja heimsins, þar sem lýðræði stendur einna föstustum fótum. Fyrir vestrænu rikin skiptir ekki litlu máli, að lýðræðisstjórnin haldist þar og geti verið öðrum þjóðum þriðja heimsins til fyrirmyndar. Af þessum ástæðum er bætt sambúð Bandaríkjanna og Ind- lands mikilvæg og er ekki síður i þágu Bandarikjanna en Indlands. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Nu með aukinni vinnslu- breidd. Allir bændur þekkja Vic- on Acrobat-vélina. Hún er einföld i gerð og lipur i notkun. Vinnslugæði frábær og rakar bar að auki frá girðingum og skurð- köntum. Vinnslubr. 2,25 m. Atleet Vicon 820, 5 hjóla, einnig lyftutengd. Vicon H 820, vélin hefur 2,50 m vinnslubreidd Vicon HKX 620 Acrobat, verð um kr. 8.300.00 Vicon H 820, verð um kr. 10.500.00 Fyrirliggjandi. ISSiSfO Gfobus? iBgawez LAGMÚLI 5, SlMI 81555 Heyvagnar Á tvöföldum 16“ hjólum. Lengd 5-6 metrar. Upplýsingar í slma 91-33700. Frystihús - Verktakar Til sölu eða leigu International, árg. '74, 36 sæta - auk stæða., 8 cyl. bensínvél, vökvastýri, 5 gira kassi, skoðaður '82. Upplýsingar I simum 14694 og 10821. Skeyting og Ijósmyndun Óskum eftir að ráða vanan mann sem verkstjóra í filmu og plötugerð. Fjölbreytt verkefni og góður tækjabúnaður. PRENTSMIÐJA n éddda h f. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.