Tíminn - 22.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.07.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjórl: Gisll Slgurósson. Auglýsingastjórl: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstinn Hallgrlmsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atii Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Frlðrlk Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (Iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristln Leifsdóttir, Slgurjón Valdlmarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Arl Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýslngasiml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Askrift á mánuðl: kr. 120.00. Setnlng: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Sólnes og Pétur og leiftursóknin ■ Sigur S j álfstæðisflokksins í sveita-og bæj arstj órna- kosningunum byggðist að mjög verulegu leyti á því, að hann lék tveimur skjöldum fyrir kosningarnar. Hann var í senn bæði stjórnarflokkur og stjórnarand- stöðuflokkur. Bersýnilegt er, að helztu ráðamenn Sjálfstæðis- flokksins hyggjast beita svipaðri aðferð í næstu þingkosningum. Flokksforustan hyggst tefla fram mismunandi sjónarmjðum og ná þannig fylgi manna, sem hafa gerólíkar skoðanir. Gleggsta dæmið um þetta er afstaðan til vísitölukerfisins, sem öðrum málum fremur er nú mál málanna. Síðastliðinn sunnudag birti Morgunblaðið grein eftir Jón G. Sólnes, þar sem hann lýsir efnahagsað: gerðum, sem eru nauðsynlegar að dómi hans. í sambandi við vísitölukerfið er tillaga Jóns þessi: „Frá og með 1. september n.k. verði framkvæmd vísitölu- og verðbótakerfis afnumin með öllu.“ Það leið ekki nema einn dagur þangað til einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Pétur Sigurðsson, kom fram á ritvöllinn til að svara Jóni. Grein eftir hann birtist í Morgunblaðinu á þriðjudaginn (20. júlí). Pétur Sigurðsson ræðir þar um verkefni næstu ríkisstjórnar og segir á þessa leið: „Henni ber í fyrsta lagi að setja nýja og rétta vísitölu, sem byggð er á nútíma neyzluvenjum og þar sem beinir og óbeinir skattar eru teknir inn sem hluti framfærslukostnaðar. Boðorð númer eitt á að vera skilyrðislaust bann við fölsun hennar.“ Þannig vill Pétur að verðbætur verði greiddar til fulls samkvæmt vísitölu, sem verði enn víðtækari en núverandi vísitala. Hún á m.a. að ná til beinna skatta. Pétur vill heldur ekki áfellast svo mjög núgildandi vísitölukerfi, heldur spyr líkt og Snorri goði á Þingvöllum forðum: „Ef stórgallað vísitölukerfi hér á landi er einhliða skaðvaldur okkar efnahagslífi og ástæða óðaverð- bólgu, hvað er það sem veldur ógnvekjandi verðbólgu hjá þessum sömu nágrannaþjóðum, fjöldaatvinnu- leysi og gífurlegum efnahagsvanda?“ Pétur Sigurðsson er síður en svo einn Sjálfstæðis- flokksmanna um það að vilja fá víðtækara og fljótvirkara vísitölukerfi. í gær (21. júlí) tekur Morgunblaðið undir skoðanir hans í forustugrein. Hér eru komnar fram tvær ólíkar hugmyndir hjá forustumönnum Sjálfstæðisflokksins um afstöðuna til vísitölukerfisins. En þriðju afstöðuna er einnig að finna og það í sjálfri leiftursókninni, sem birtist í Morgunblaðinu 9. nóvember 1979 sem stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar. Þar segir á þessa leið: „Núgildandi lagaákvæði um vfsitölubindingu launa hafa leitt til óviðunandi víxlhækkana kaupgjalds og verðlags. Rétt er því að fella þessi lagaákvæði úr gildi og opna þannig leið til frjálsra samninga um launakerfið, er leiði síður til víxlhækkana.“ Hér er túlkað sjónarmið Sólness, en Morgunblaðið styður nú sjónarmið Péturs. Hver er þá stefna Sjálfstæðisflokksins nú? Ætli hún verði ekki sú , að hann sé bæði með og móti vísitölukerfinu, eins og hann var bæði með og móti ríkisstjórninni í bæjarstjórnakosningunum? Þ.Þ. á vettvangi dagsins Hvert á að senda verðbólgu reiknmgmn? — eftir Einar Frey, rithöfund - önnur grein ■ Sú staðreynd, að hættan á kjarn- orkustriði hefur aukist siðustu árin bendir okkur á það, að eitthvað sé bogið við hinn svokallaða „menningararf" mannkynsins i hugsun og athöfn. Þetta á ekki aðeins við um stjórnmál og vísindi, heldur ekkert siður við um hin óliku trúarbrögð. Nú, á þessum hættu- legu timum væri mjög hættulegt og barnalegt, að gagnrýna alla skapaða hluti nema alls ekki stjórnmál og trúmál. Trúarbrögðunum hefur verið hlíft um of við heiðarlegri gagnrýni. Hinsvegar er eðli þessara mála þannig, að múhameðs- trúarmaður getur vel hugsað sér að gagnrýna kristindóminn, og hinir kristnu múhameðstrúna. Pannig geta trúarbrögðin orðið pólitisk. Það hefur aldrei verið hægt að koma í veg fyrir strið mcð hjálp af trúarbrögð- unum, þvert á móti eru til mörg dæmi þess að styrjaldir hafi byrjað af trúarlegum ástæðum. Hver getur vogað sér að bera á móti þessu núna á kjarnorkuöldinni? Við getum ekki lengur barið höfðinu við stein og hlift trúarbrögðunum við eðlilegri gagnrýni til þess er of mikið i húfi fyrir alla íbúa þessarar jarðar. Rétt er að gagnrýna kommúnista, kapitalista, fasismann og hryðjuverka- starfsemina. En það má heldur ekki gleyma að gagnrýna trúarbrögðin ef allt á ekki að fara i bál og brand. Alit þetta snertir einnig hina alþjóð- legu verðbólgu sem gert hefur efnahags- málum íslendinga svo erfitt um vik. Okkur hættir við að gleyma því, að það voru þýskir einokunarkapitalistar sem á fjárhagslegan hátt komu Hitler til valda 1933. Þeir dældu peningum í nasistaflokkinn. Þá, eins og nú, voru frjálslyndir stjórnmálamenn og sósial- demókratar eins og t.d. Willy Brandt kallaðir „kommúnistar". Það gerðu málgögn einokunarkapitalista og nas- ista. En hvað gerðu hinir sönnu kommún- istar Þýskalands þeirra tíma? {þingkosn- ingunum 1932 fengu kjósendur komm- únista i Bayern skipun um það, að kjósa nasista til að fella sósíaldemókrata. Þetta var arfur frá hatri Lenins á sósíaldemókrötum. Og þarna unnu semsagt þýskir kommúnistar með nasist- um og einokunarkapitalistum við að koma Hitler til valda. Sú skipun kommúnista, að vinna heldur með sósialdemókrötum, kom ekki fyrr en eftir rikisþinghúsbrunann i Berlfn 1933. Marx-Leninistarnir stjómuðust ekki af tómu hatri og mannvonsku, heldur af hillingum, illusion, sem er gamall og ómeðvitaður arfur frá hinu neikvæða i trúarbrögðunum. En þetta sama má einnig segja um einokunarkapitalistana. Þeir stjórnast einnig af hillingum. Bæði meðvitað og ómeðvitað leit Hitler á sig sem helgan mann, og hann trúði því að honum væri stjórnað af „forsjóninni". Hugsið ykkur „heilagan mann“ með „fagrar hugsjónir" og sem er staðráðinn í að framkvæma þær með hjálp „flokksins“. Slík „týpa“ er lifshættuleg. Og þannig var Hitler. Hinir trúuðu skildu Hitler mjög vel. Mikill meirihluti þýsku prestastéttarinn- ar 1933 trúði þvi að æðri máttarvöld stjórnuðu gerðum Hitlers. Þetta er Ijóst ■ af mörgum heimildum frá þessu tímabili. Hitler átti að útrýma hinu „óhreina“ en bjarga hinu „hreina". Þegar þýski herinn hafði sigrað höfuðborg Póllands, Varsjá 28. septem- ber 1939, var messað í öllum kirkjum Þýskalands þar sem Hitler var dásamað- ur. „Við lofum þig þarna uppi“ hrópuðu prestarnir i predikunarstólum sinum. Kaþólska kirkjan varð fyrst allra alþjóðlegra valdhafa til að viðurkenna stjórn Hitlers eða 20. júli 1933. En Vatikanið hafði aldrei viljað viður- kenna lýðræðisriki mótmælanda eins og t.d. Svíþjóð. { mars 1938 þegar hið kaþólska Austurríki var innlimað i Hitlers-Þýska- land, var innlimuninni fagnað af biskup- um Austurríkis. í mikilli sigurvímu skrifaði erkibiskupinn i Vin fagnaðar- bréf til stjórnarinnar i Berlin 18. mars með svohljóðandi kveðjuorðum: „Með framúrskarandi hárri virðingu og Heil Hitler! T. Kard. Innizer Erkibiskup". Hér má bæta því við að t.d. Stalín var m.a. viðurkenndur af rússnesku orto- doxu kirkjunni semn leiðtogi Sovétríkj- anna af Guðs náð. Það er einnig rétt að minna á það, að þegar einn af hinum þekktari sjónvarps- Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík: Óvidjafnanlegt út- sýni íVeidivötnum ■ Sunnanvert á miðhálendinu, á tung- unni milli Tungnaár og Köldukvislar á Landmannaafrétti er langur og breiður dalur, ekki sérlega djúpur, og liggur til suðvesturs i átt til byggðar. Sunnan dalsins er röð af tindóttum fjöllum með skörðum á milli. Norðan við raða sér eldbrunnar, kollóttar öldur. í lægðinni eða dalnum á milli er einhver furðu- legasti töfra- og tröllaheimur íslenskrar náttúru, - Veiðivötnin. Snemma á öldum er sagt frá þvi, að menn hafi farið til veiða i Veiðivötn, enda getið um þau i Njáls sögu. Þar eru þau nefnd Fiskivötn, en á siðari tímum hefur heiti þeirra breyst i Veiðivötn hjá flestum. Áður fyrr voru það svo til eingöngu veiðimenn og gangnamenn i haustleitum, sem leið sina lögðu á þessa slóðir, svo og útilegumenn, en fullvissa þykir fyrir þvi, að í nágrenni Veiðivatna hafi þeir dvalið oft á tiðum, og sjást þar menjar um. Breyting varð á þessu fyrir um þrjátíu árum, þegar Guðmundur Jónasson og ferðafélagar hans fundu gott vað fyrir fjallabíla á Tungnaá, og nefnist vaðið Hófsvað. Má segja, að þar með hafi einangrun Veiðivatnasvæðisins verið rofin, og i þjóðbraut kemst svo svæðið með byggingu brúarinnar á Tungnaá við Sigöldu laust fyrir 1970. Sumarferð Framsóknarfélaganna i Reykjavík verður að þessu sinni til Veiðivatna næstkomandi sunnudag, 25. júlí. Ekið verður að sæluhúsi Ferða- félags íslands við Tjaldvatn og stansað þar í tvo klukkutíma. Eftir að hafa ekið langtimum saman um gróðursnauða og gráa vikursanda, bregður flestum ánægjulega í brún við sjónina, sem við blasir, þegar komið er upp á hæðina fyrir ofan sæluhúsið. Framundan blasa við blikandi vötnin, blá og tær, umvafin gróðurkrögum, en alls munu vötnin vera um fimmtíu talsins, stór og smá. Tjaldvatn er miðsvæðis á vatna- svæðinu enda var þar fyrrum bækistöð veiði- og gangnamanna. Þar er aðsetur húss- og veiðivarðar, og i sumar er það Sæmundur Guðmundsson, sem hefur þann starfa með höndum. Frá fornu fari hefur verið skýli við Tjaldvatn, og hefur jafnan borið heitið Tjarnarkot. Svo er einnig nú. í grennd við sæluhúsið eru minjar frá fyrri tið, og enn lifa sagnir um veiðigarpa, sem hér hafa dvalist, oft langtimum saman. Bera sagnirnar vott harðfylgi þeirra og dugnaðar, og fjölmargar sögur fara af þeim bræðr- unum á Merkihvoli frá fyrrihluta nítjándu aldar og Arinbirni bónda á Króktúni, skömmu eftir miðja síðustu öld, en hann gekk undir heitinu Ampi eða Abbi. Rústirnar af bústað Abba sjást glöggt, staðsettar utan í Ampa-hól, skammt frá sæluhúsinu. Einnig má sjá réttina, sem forðum var heygarður hans, leifar af söltunarkróm, og svo byrgið, þar sem hann herti fiskinn. Gígurinn djúpi, sem sagður er geyma lik hins óvænta gests, er forðum sótti Brand á Merkihvoli heim, er einnig skammt frá sæluhúsinu. Vestan sæluhússins er svo gamla Tjamarkot, en það var hlaðið upp og endurbætt fyrir nokkmm ámm. Gönguferð er stutt en eftirminnileg upp á hæðimar fyrir austan og sunnan Tjamarkot. Þar em gömul eyktarmörk. Nefnist sú eystri Miðmorgunsalda og sú syðri Hádegisalda. Þar setti Ferðafélag {slands upp hringsjá árið 1973, og er það mál ferðaglöggra manna, að frá hringsjánni birtist óviðjafnanlegt útsýni. Hið næsta er Veiðivatnasvæðið með sinni óendanlegu fjölbreytni og hring- laga vötnum, þvi að flest em í gömlum gigum eða hvirfingum. Sums staðar, svo sem við SkJlavatn, eru hraundrangar á bökkunum, en annars staðar em ávalar, mjúkar línur aðaleinkennið, og handan Skálavatns breytir strax um svip. Þar er iandið hrjúfara og enn fjölbreyttara, þegar skiptast á eldborgir og úfið hraun, grónar lautir og grasi vaxnir bollar, eða kringlóttir pyttir með hvannastóði á bökkunum. Þetta svæði nefnist Pyttlur og hér er skjólsælt og fagurt. Sunnan vatnadalsins ris röð tindóttra fjalla með skörðum á milli. Það er Snjóalda og Snjóöldufjallgarður. í nánd við Landmannalaugar em litskrúðugu fjöllin Hábarmur, Brennisteinsalda og Suðumámur, auk annarra dekkri og svipþyngri eins og Reykja- og Kaldklofs-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.