Tíminn - 22.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Simi (»11 T - i:> - 51, HEDD HF. (»1)7- 80-:!0. Skemmuvegi 20 Kopuvogi Mikiö úrval Opið virka duga 9 19- Láugar- dilga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag V labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armúla 24 Simi 36510 með ferðamerm upp LagarfIjót: „ÆTUORMURINNTAKI ÞVÍ EKKI BARA VEL FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ raett vid Þórhall Sigurdsson á Egilsstöðum ■ „Pað eru tíu ár siðan ég flutti hingað að fljótinu, og mér hefur oft fundist það skritið að menn skyldu ekki vera hérna með báta. Að vísu hafa verið hér einn eða tveir bátar, en lítið notaðir og ekkert fyrir ferðamenn." Við höfum á ferð um Egilsstaði hitt að máli Þórhall Sigurðsson, trésmið, sem er að hefja bátsferðir á Lagarfljóti fyrir ferðamenn. Er þetta i fyrsta skipti sem ferðamönnum gefst kostur á skemmtisiglingu um Fljótið. „Ég hef alltaf haft áhuga á að vera með svona bát, þó að það hafi nú ekki komist í framkvæmd fyrr,“ segir Þórhall- ur. Hann segir að báturinn sé 18 feta Shetlands-hraðbátur, er beri allt að átta farþega í ferð. „Hugmyndin er að fara föstudaga, laugardaga og sunnudaga fyrri hluta dags frá Lagarfljótsbrú (við Egilsstaði) og upp í Atlavik (i Hallormsstaða- skógi), og vera þar. Taka siðan ». m m M leigurúnta þaðan ef óskað cr eftir. Svo förum við úr víkinni seinni hluta dagsins og aftur til baka.“ Þórhallur áætlar að meginsiglingin muni taka um 40 mínútur en báturinn gengur 30 sjómilur á klukkustund. Við spyrjum hvort það sé ekki mikið fyrirtæki að koma upp aðstöðu fyrir þessar siglingar? „Það er þónokkur vinna og kostnaður sem liggur að baki. Ég keypti bátinn sérstaklega til þessa. Og svo hef ég komið upp flotbryggjum - ef bryggjur má kalla - við brúna og i víkinni. „Þetta er nú reynslutími, sem fram- undan er, og getur ýmislegt komið upp á sem setur strik i reikninginn. Það er dálitið vandamál með vatnsborðsmis- mun i fljótinu, sem verður mestur um þrí r metrar en er að mestu afstaðinn í ár. £n þegar mikið hvessir getur orðið talsverð alda. Lögurinn er nefnilega heilmikið stöðuvatn, og er 111 'h metri dýpst.“ En heldurðu að þetta tiltæki muni ekki valda orminum ónæði? „Nei það held ég ekki. Ætli hann taki þessu ekki bara vel.“ - JSG. ■ Þórhallur Sigurðsson á bakka Lagar- fljóts. Tímamynd JSG fréttir Þingflokkur Fram- sóknarflokksins: “Afgreiddum til- lögur í efnahagsmál- um“ sagði Steingrím- ur Hermannsson um fund þingflokksins i gær ■ „Við afgreiddum til- lögur Framsóknarflokks- ins í efnahagsmálum og ráðherrum flokksins var gefið umboð til að vinna að framgangi þeirra í þeim viðræðum sem fara fram í ríkisstjórninni," svaraði Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsókn- arflokksins eftir þing- flokksfund i gær. Ekki fékkst Steingrímur til að segja nánar frá til- lögum flokksins, enda verði lögð áhersla á að hafa um þetta sem best samstarf við aðra í rikis- stjórninni. Raunar kvað hann þessar tillögur ekki neina úrslitakosti. „Við hlustum á allt sem stefnir að sömu markmiðum og nær sama árangri. En þessar tillögur fjalla um þær leiðir sem við teljum skynsamlegastar", sagði Steingrímur. -HEI Slysum fer fjölgandi í umferðinni: Þriðjungi fleiri slös- uðust í júní núna en í fyrra ■ Nær þriðjungi fleiri slösuðust í umferðinni nú í júnímánuði en á sama tíma í fyrra. Þar af hlutu 27 meiri háttar meiðsli sem er 11 fleira en á siðasta ári. Þeir sem lagðir voru á sjúkrahús voru nú tvöfalt fleiri, auk þess urðu tvö banaslys. Alls áttu nú 77 ökumenn (67 karlar og 10 konur) aðild að umferðaslysum með meiðslum, sem er 26 fleiri en í júní 1981. Sem fyrr eru það yngstu ökumennirnir sem í lang flestum slysunum lenda. Þannig voru alls 20 af fyrrnefndum ökumönnum á aldrinum 17 og 18 ára -HEI dropar Kerfiskóng- ar og blaðamenn ■ Þegar hiirmulegir alburðir eins og flugslysið í Esju gerast þurfa margir aðilar að gegna skyldustörfum sinum oft við erfiðar aðstæður. Það á t.d. við um björgunarsveitarmenn, löggæslumenn og blaðamenn. Eðlilegt er að samstarf allra þessara aðila sé sem best, og engin ástæða til að þar komi tii árekstra. Af þeim sökum kom það blaðamönnum óncitan- lega á óvart i fyrrinótt með hverjum hætti reynt var að hindra eðlilega fréttaöflun þeirra af flugslysinu i Kistufelli samkvæmt fyrirmælum frá ráðamönnum í rannsókna- nefnd flugslysa, sem mun hafa eytt mikilli orku í að hindra blaðamenn og blaðaljósmynd- ara i að komast á slysstaðinn. Það er skylda blaðamanna að flytja sem réttastar og itarlegastar fréttir af atburð- um sem þessum, og algjörlega ástæðulaust af einhverjum kerfiskóngum að leggja stein í götu þeirra við þau skyldustörf Hundrað- földun á tólf árum ■ Um þessar mundir geta þeir, sem keyptu verðtryggð spariskírteini rikissjóðs, 1. flokk, árið 1970, innleyst þau og þurfa reyndar að gera það fyrir 15. september. Það gefur nokkra hugmynd um verðbólguna þessi tólf ár, sem siðan eru liðin, hvert innlausnarverð þessara verð- tryggðu spariskírteina er nú. Sá, sem keypti slík spariskír- teini fyrir 10 þúsund gamlar árið 1970, fær nú i dag rúmlega tiu þúsund krónur nýjar (nán- ar tiltekið 10.311 krónur). Spariskírteinin hafa þvi eitt- hundrað-faldast á siðustu tólf Áfengis- neysla eykst ■ Á norðurlöndunum hefur neysla vinanda á hvem íbúa yfirleitt farið minnkandi á undanförnum árum - nema á íslandi. ■■I I nýútkominni skýrslu um þetta efni kemur i Ijós, að á áranum 1975-1980 minnkaði vínandaneysla á hvern ein- stakling i Danmörku, Finn- landi og Svíþjóð, en jókst í Noregi, og á Islandi jókst þessi neysla úr 4.04 litrum af hreinum vinanda á íbúa i 4.33 lítra. Krummi ... ...sér á greinum krataþing- manna i dagblöðum að þeir eiga erfitt með að átta sig á þvi hver sé „hinn eiginlegi stjóra- arandstööuflokkur". Það eru sem sagt margir sem eiga erfitt með að finna stjórnarand- stöðuna...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.