Tíminn - 22.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.07.1982, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1982. ■ Sölufélag garðyrkjumanna hefur gefið út bæklinginn Grænmeti er góðmeti og úr honum eru eftirfar- andi uppskriftir teknar og einnig taflan um næringargildi grænmetis. Brasilískur grænmetisréttur Uppskriftin er fyrir 6 2 1/2 dl hrísgrjón 5 dl vatn 3 laukar 2 grænar paprikur 1 rauð paprika 4 tómatar 3 msk matarolía 1 1/4 1 vatn 1 matsk. maisenamjöl salt, pipar og paprikuduft. Látið hrísgrjónin í vatnið. Setjið salt og paprikuduft saman við ásamt einum heilum lauk. Sjóðið undir loki i 12 mínútur. Takið pottinn af heitri hellunni og látið hann biða í u.þ.b. 12 minútur. Takið laukinn upp úr og haldið hrisgrjónunum heitum. Hreinsið paprikuna og grófsaxið ásamt lauknum. Grófsaxið tómat- ana. Hitið oliuna i potti. Látið lauk, papriku og tómata krauma um stund i olíunni. Bætið vatni út i og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Jafnið með maisenamjöli, hrærðu út í köldu vatni. Bragðbæfið með salti, pipar og paprikudufti. Blandið græn- meti og hrísgrjónum saman og hellið i skál. Skreytið með söxuðu eggi. Agúrkubátar með laxasalati 1 stór agúrka Kryddlögur: 4 msk edik 3 msk salatolía salt, pipar og sykur Kljúfið agúrkuna eftir endilöngu og skafið kjamann úr með teskeið. Skerið agúrkuna í 4-5 cm langa báta. Kryddlögur: Hrærið eða hristið saman edik, salatolíu, salt, pipar og sykur. Látið agúrkubitana liggja i kryddleginum i u.þ.b. 15 minútur. Snúið bitunum öðru hverju og takið þá siðan upp úr leginum. Látið vökvann renna af og raðið þeim á fat. Laxasalat: 75 gr. reyktur lax 50 g rækjur 1 harðsoðið egg u.þ.b. 1 tsk rifin piparrót. Skerið lax og egg i litla teninga og leggjið í skál ásamt rækjunum. Dreifið piparrótinni yfir og hellið kryddleginum saman við. Látið salatið liggja um stund í kryddlegin- um. Setjið það siðan í agúrkubátana, þar sem kjarninn var. Skreytið með steinselju. Berið réttinn fram t.d. sem forrétt með grófu brauði eða á kalt borð með snittubrauði. Græn metis réttir Nýjar rófur og hvitkál að koma á markaðinn nú ■ Nýja íslenska hvitkalið biður í pokunum effir að komast á borð neytenda. ■ Unnið við Hokkun tómata ■ Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna er fyrsta islenska hvitkálið í ár að koma á markaðinn. Ég leit þar við á þriðjudag og þá biðu pokar fullir af hvitkáli eftir þvi að vera ekið í verslanir. Ekki er að efa að margir hafa beðið eftir íslenska hvítkálinu og rófunum, sem lika eru að koma á markaðinn. Ég hitti að máli Níels Marteinsson, sölumann, rétt á milli þess, sem hann tók niður pantanir í simann, en síminn þagnaði varla. Níels sagði mér að islenskt grænmeti á markaðnum núna væri fjölbreytt. í>að væru agúrkur, tómatar, paprikur, salat,' steinselja gulrætur, hvítkál, grænkál, blómkál, rófur, dill, rabarbari, og nýjung hér væri nú Savoy kál, sem er mjög gott og einnig chili pipar. Ég spurði hann, hvort ekki væru til baunabelgir, sem eru sérlega trefjaríkt grænmeti, en hann sagði lítið um þá. Það mætti gjarnan vera til meira af þeim i verslunum. Nú eru tómatarnir á nýhækkuðu verði kr. 45 pr. kg. 1 fl. en undanfarið hafa þeir verið seldir á lækkuðu verði. Eitthvað er ræktað af íslensku kínakáli og hinu vinsæla ísjakasalati (Iceberg). Þá mánuði ársins, sem íslenskt grænmeti er ekki á boðstólum, flytur Sölufélag garðyrkjumanna inn grænmeti erlendis frá. I’að eru víst flestir sammála um það að íslenskt grænmeti er betra en það erlenda og því eykst vonandi ræktunin ár frá ári þannig að íslenskt grænmeti verði sem fjölbreyttast og á boðstólum helst alla mánuði ársins. Erfitt mun þó vera að hafa íslenska tómata á boðstólum i skammdegismánuðum, þar sem ræktun þeirra við ljós hefur reynst mjög kostnaðarsöm. Hvað kostar græn- metið? ■ Það er ekki úr vegi að birta hér verð á islensku grænmeti eins og það er í dag,- Tómatar 1. fl. pr. kg. kr. 45.00 Tómatar 2. fl. pr. kg. kr. 30.00 Gúrkur 1 fl.pr. kg. kr. 35.00 Gúrkur 2. fl. pr. kg. kr. 23.00 Gulrætur pr. 300 g.pk. kr. 13.00 Hvitkál pr. kg. kr. 21.00 Grænkál pr. búnt kr. 5.60 Blómkál pr. kg. 53.00 Salat pr. stk. kr. 8.00 Steinselja pr. búnt kr. 5.60 Rófur pr. kg. kr. 16.00 Paprika græn pr. kg. kr. 45.00 Paprika rauð pr. kg. kr. 50.00 Dill pr. búnt kr. 7.20 Rababari pr. kr. 6.00 Chili pipar pr. kg. kr. 84.00 ■ Níels Marteinsson við grænmetis- kassana. Á kassanum við hliðina á honum eru nýju grænmetistegundimar, Savoy kál Og Chili pipar. Tímamyndir: Anna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.