Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982. brautir og i Pli JHI Ármúla 32 Sími 8660! VERSLUN - SAUMASTOh A - VERSLUN Einfaldar, tvöfaldar |m‘faldar gardínuhrautir. Mikið úrval af eldhúsgardínum og gardínuefni, m.a.: Velúr, damask o.m.fl. Allar smávörur fyrir gluggann. (iurniar. hrinnir. hjól. nkrúíur u.in.fl. Tökiim mál. srtjuin iipp og saumuni. Sendum um allt land. Opnast nýir möguleikar á sölu fslensks kindakjötstil útlanda, með þvíad pakka þvf í lofttaemdar umbúðir? TÍU TONNA REYNSLU- SENDING TIL JAPAN — sem Toyota-verksmiðjurnar kaupa í mötuneyti sín af nýju íslensku fyrirtæki ísmat sem ætlar að sérhæfa sig á þessu sviði ■ „Við getum boðið betri vöru á markaðnum, kjötið rýmar ekki í pakkningunum okkar og það heldur bragðgæðum. Við ætlum að forvinna matvæli fyrir mötuneyti, hótel, sjúkra- hús og skipaflotann. „Gunnar Páll Ingólfsson er framkvæmdastjóri nýs fyrirtækis, sem er að taka til starfa í Y-Njarðvík og markmið fyrirtækisins er það sem Gunnar Páll lýsti hér að ofan. Ferskt kjöt í margar vikur Fyrirtækið, sem heitir ísmat h.f. hefur keypt tæki frá Cryovac í Bandaríkjun- um, til þess að pakka matvöru í sérstakar lofttæmdar umbúðir, sem eiga að geyma vöruna miklu betur en við eigum að venjast. Einn stærsti þátturinn í störfum fyrirtækisins verður að pakka nýslátruðu kjöti í þessar umbúðir og segir Gunnar að þá megi geyma kjötið í 6-8 vikur við frostmark og það haldi óskertum gæðum allan þann tíma. Auk þess má meyra kjötið í þessum umbúð- um og frysta það svo og þannig er hægt að geyma það mánuðum eða jafnvel árum saman, án þess að það rýrni. Pakkningin heldur safanum í kjötinu. ísmat h.f. mun ekki einskorða sig við dilkakjöt, heldur verður einnig unnið nautakjöt, hrossakjöt, svínakjöt og jafnvel hvalkjöt þar. Dýrari fiskur, svo sem lax, silungur og skötuselur verður einnig tekinn til vinnslu. Forvinnsla matvælanna er að sögn Gunnars Páls, fótgin í því að gera vöruna tilbúna til matreiðslu í mötuneyt- um. Pannig geta viðskiptavinirnir fengið það efni sem þeir óska hverju sinni, t.d. getur hótel fengið eitt hundrað læri, án þess að þurfa að kaupa fimmtíu heila skrokka. Kjöt verður úrbeinað og pakkað og úr þeim hlutum skrokkanna, sem minnst eftirspurn er eftir, verður unnið, t.d. bauti, gúllas og sitt hvað fleira, tilbúið til að setja það á pönnuna eða í pottinn. Markaður út um allan heim Til að byrja með er stefnt að því fyrst og fremst að framleiða og pakka fyrir mötuneyti, hótel og þess háttar. En það ■ Gunnar Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri við pökkunarvélina. ■ Rósa Guðmundsdóttir var að bæta við merkingar á pakkningum þegar Timamenn bar að. „BIND MIKLAR VONIR VIÐ KCTTA I ■ FYRIRTÆKI” ■ „Ég bind miklar vonir við að þetta ýrirtæki geti skilað okkur árangri,“ sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- rerra, þegar Tíminn spurði hann álits í gildi hins nýja fyrirtækis fyrir sölu á sjöti. „Við höfum staðið í sömu sporum í útflutningsmálum á kjöti, í áratugi, höfum flutt út frosið kjöt í grisjupokum. En með þeim hætti, scm þarna vcrður unnið, verður hægt að lengja til muna tímann sem hægt er að tjóða kjötið ferskt, auk þess sem það er í umbúðum, sem væntanlega verður meira aðlaðandi á markaðnum og tekur miklu minna pláss í flutningum. í næsta mánuði er væntanlegur sendimaður frá Japan til að ræða um hugsanlcg kaup á kindakjöti og þessi kjötvinnsla og pökkun á kjöti, sem ísmat h.f. er að hefja þarna, getur vel orðið til að greiða fyrir þeim viðskipt- um. Ég bind miklar vonir við að þetta geti bætt stöðu okkar á erlendum markaði, auk þess sem það getur gert kjötvörur girnilegri á innlcnda mark- aðnum,“ sagði ráðherrann. SV er ekki stefnt á innanlandsmarkaðinn eingöngu. Gunnar Páll s'egist hafa komist í samband við Japani, sem hafi látið líklega og eitt af fyrstu verkefnum w fyrirtækisins, þegar sláturtíðin hefst, verður að pakka tíu tonna prufusend- ingu til Japana. „Við höfum átt þrjá fundi með landbúnaðarráðherra, sem vill skoða markaðsmálin vel, áður en farið verður að slátra öllu sauðfé," segir Gunnar Páll. „í framhaldi af því höfum við komið á viðræðugrundvelli um viðskipti við Japani. Það eru Toyota verksmiðjurnar, sem við höfum komist í samband við og þær ráða hvað milljón manna hefur í matinn. Ef semst um verð og af þessum viðskiptum verður, geta þau orðið svo stór að við höfum ekkert í það. Það er útilokað að við getum selt kjötið á fullu verði, eins og það kostar í framleiðslu, en við ættum að geta fengið a.m.k. eins mikið fyrir það og í útflutningi til annarra landa, að viðbætt- um okkar vinnslukostnaði." „Hér var til ónotað hús.“ Gunnar Páll bætir því við að með tilkomu þessa fyrirtækis ætti stofnkostn- aður og raunar einnig rekstrarkostnaður mötuneyta að geta minnkað töluvert, vegna þess að flest hafi þau hjá sér vinnsluapparat, sem sjaldnast sé fullnýtt. ísmat h.f. er til húsa í rækjufrystihúsi í Njarðvík, sem stóð ónotað. „Við erum að nýta verðmæti, sem eru til í landinu.“ útskýrir Gunnar Páll. „Hér var til hús, sem ekki var notað og við gátum fengið leigt, og við fáum líka áhöld hér, sem við getum notað. Stofnkostnaðurinn hefði orðið okkur ofviða, ef við hefðum þurft að byggja yfir starfsemina og káupa allt nýtt.“ Dreifingin verður beint frá fyrirtæk- inu og Gunnar Páll telur það ekki þurfa að há dreifingunni neitt að fyrirtækið er staðsett þar syðra og bendir á Ragnars- bakarí í Keflavík, sem hefur stóran markað í Reykjavík, til samanburðar. Undirtektir segir Gunnar Páll hafa verið svo góðar, hjá þeim sem væntan- lega verða viðskiptavinir, að hann hafi fulla ástæðu til bjartsýni á framtíð fyrirtækisins. Fyrirtækið hóf störf á föstudaginn var, „við byrjuðum að saga klukkan fjögur, sagði Gunnar Páll. Við fyrirtækið starfa 12 manns til að byrja með, en svo fer það eftir velgengninni hvað verður síðar, það geta allt eins orðið 30-40 starfsmenn, telur framkvæmdastjórinn. SV Séð yfir pökkunarsalinn. Við borðið stendur Sylvia Sveinsdóttir. Tímamyndlr sv

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.