Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Slgur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristlnn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugi Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Frl&rlk Indri&ason, Hei&ur Helgadóttlr.lngólfur Hannes- son (Iþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Kristln Leifsdóttir, Slgurjón Valdimarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorsteinsdóttlr. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Siðumúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýslngaslmi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Ver& I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 120.00. Setning: Tæknidelld Timans. Prentun: Bla&aprent hf. Áætlunarflugid ■ Eins og vænta mátti, reynir Morgunblaðið að vekja mikinn úlfaþyt í tilefni af því, að Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra hefur frá og með 1. október veitt Arnarflugi einu leyfi til að annast áætlunarflug til Amsterdam, Dússeldorf og Zurich. Flugleiðir hafa einnig haft leyfi til áætlunarflugs til Amsterdam og Dússeldorf. í mörg ár notuðu þær ekki Amsterdamleyfið, en hófu flug þangað aftur í fyrra yfir sumarmánuðina og gera það aftur nú. Flugleiðir hafa aldrei flogið áætlunarflug til Zúrich. Rök samgönguráðherra fyrir þessari ákvörðun eru þau, að komið hafi til sögunnar óeðlileg samkeppni milli íslenzku flugfélaganna í fluginu til Amsterdam og Dússeldorf. Því sé sú skipting á flugleiðum, sem nú hefur verið ákveðin, beint og óbeint til hags fyrir bæði félögin, sem til lengdar hefðu tapað á hinni óeðlilegu samkeppni. Flugleiðir hafa áfram eins og áður einar leyfi til áætlunarflugs á flugleiðum til Norðurlanda, Bret- lands, Frakklands og Vestur-Þýzkalands, þegar Dússeldorf er undanskilið. Reynt hefur verið í þessu sambandi að stimpla Steingrím Hermannsson sem sérstakan andstæðing Flugleiða. Það sézt bezt á því, hversu fjarstætt þetta er, að Steingrímur Hermannsson á allra manna mestan þátt í því, að félagið hefur verið styrkt til að halda áfram Ameríkufluginu, sem ella hefði fallið niður að mestu eða öllu fyrir tveimur árum. Steingrímur Hermannsson er hins vegar þeirrar skoðunar, að það sé hollt fyrir Flugleiðir eins og önnur stór fyrirtæki að eiga í nokkurri samkeppni og njóta þess aðhalds, sem felst í því. Þetta hefur t.d. orðið reynslan hjá Eimskipafélagi íslands, sem áður þótti sjálfsagt að væri eina skipafélag íslendinga, en þarf nú að keppa við fleiri innlend skipafélög. Samkeppni er hins vegar því aðeins góð, að hún leiði ekki til óheppilegra viðskiptahátta. Þegar slíkt gerist, þykir nauðsynlegt í öllum löndum hins frjálsa heims að beita vissum samkeppnishömlum, ýmist til að koma í veg fyrir einokunaraðstöðu eða skaðleg undirboð. Samgönguráðherra hefur talið nauðsynlegt að beita slíkum hömlum nú. Því fer hins vegar fjarri, eins og Morgunblaðið heldur fram, að með því að félögin keppi ekki á sömu áætlunarleiðum, sé öll samkeppni úr sögunni. Áfram getur t.d. haldizt samkeppni um verð og þjónustu á vissum leiðum, þótt ekki sé flogið til sama staðar. Með rekstri tveggja flugfélaga fæst svo saman- burður, sem ætti að geta orðið gagnlegur á margan hátt og stuðlað að bættum rekstri og þjónustu beggja. Morgunblaðið grípur að vanda til þess áróðurs, að Arnarflugi séu veitt flugleyfin sökum þess, að fyrirtæki samvinnumanna séu eignaraðilar að félaginu. Hið rétta mun, að þessi fyrirtæki eiga innan við 20% af hlutafénu. Flugleiðir eiga hins vegar meira en 40%, en margir aðrir aðilar samanlagt álíka upphæð. Til skelfingar fyrir Morgunblaðið skal það svo upplýst, að hlutabréf í Flugleiðum, sem samvinnu- félögin og fyrirtæki þeirra eiga, eru mun meira virði en hlutabréfaeign þeirra í Arnarflugi. Samvinnu- félögin eiga þannig meira undir velgengni Flugleiða en Árnarflugs. Þ.Þ. IBWÚWU FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982. Hvert á að senda verðbólgureikn- inginn? eftir Einar Frey rithöfund — lokagrein ■ Aðalorsök núverandi verðbólgu heimsins var upphaflega mjög heimsku- legt fyrirbæri. Það er mjög fróðlegt að fylgjast með upphafi hennar og hinum mismunandi verkunum um allan heim. Hún stafar upphaflega af fjármálapóli- tík Bandaríkjanna frá 1965. Inn í þessa verðbólgu flækjast mörg pólitísk mál og atburðir auk víxlverkana. Fjöldinn tapar fjárhagslega, en risabankarnir og einokunarkapitalistarnir græða á tá og fingri. Á árinu 1965 hófu bandarískir einokunarkapitalistar stríðið í Víetnam. Það hafði verið í undirbúningi hjá CIA í mörg ár. Þegar bornar eru saman ýmsar heimildir frá þessum tímum kemur í Ijós, að reynt var að kasta ryki í augu fréttaritara heimsins og villa þeim sýn. Sagnfræðilegar handbækur frá Banda- ríkjunum um upphaf Víetnamstríðsins, er nauðsynlegt að hafa. Einnig heimildir frá Gunnari Myrdal, John Kenneth Galbraith, Robert F. Kennedy, ásamt bók Philips Agee, „Inside the Company: CIA“, en Agee var afhoppari frá leyniþjónustunni CIA. Þegar þessar heimildir eru bornar saman nákvæmlega kemur margt merki- legt í Ijós sem mér finnst að allt hugsandi fólk ætti að íhuga vandlega. Ymsir málsmetandi menn í Banda- ríkjunum telja það, að J.F Kennedy forseti hafi verið myrtur m.a. vegna andstöðu við að koma á stríði í Víetnam. í augum einokunarkapitalista hafði J.F. Kennedy mjög slæma fortíð. Hann hafði, sem forseti Bandaríkjanna, bann- að auðhringunum að hækka verð á stáli; hann hafði leyft kauphækkanir í al- mennri atvinnu; hann hafði stillt fjárlagafrumvarpinu til hernaðarþarfa mjög í hóf, svo að þingnefndin var neydd til að mótmæla og hækka frumvarpið. Kennedy hafði einnig aukið styrki til vísinda og lista. Kennedy hafði ekki heldur gengið í þá gildru CIA, að láta bandaríska herinn gera innrás á Kúbu. í dagbók Agees „CIA innanfrá", kemur í Ijós að CIA hafði skipulagt innrás á Kúbu í tíð Eisenhowers forseta, og að reiknað hafi verið með því að Nixon yrði forseti. Þannig starfaði CIA eins og ríki í ríkinu. Það er einnig Ijóst að sambúðin milli CIA og J.F. Kennedy var oft á tíðum mjög erfið, einnig sambúðin milli Edgar J. Hoovers yfirmanns FBI og Kennedys var ekki upp á það besta. í ræðu sem Gunnar Myrdal hélt á útifundi í Madison Square Garden, New York 8. desember 1966 bendir hann á það, að í lok embættistímabils Eisen- howers forseta, hafi í Víetnam, verið tæplega 800 bandarískir hermenn undir nafninu „ráðgjafar", en í lok ársins 1964 þegar Johnson forseti hafði unnið forsetakosningarnar á móti Goldwater, hafi bandarísku hermennirnir í Víetnam verið komnir upp í 21.000. Þá hafði bandaríska þingið verið gabbað til að samþykkja innrás í Víetnam vegna lygafréttar um árásir í Tonkin-flóa. Og 1966, þegar Myrdal hélt þessa ræðu sína, voru bandarískir hermenn í Víetnam komnir upp í 400.000. AUt bendir því til þess að Kennedy hafi verið myrtur af stórpólitískum ástæðum þar sem hann vann gegn einokunarkapitalistum á svipaðan hátt og Roosevelt forseti hafði gert 1933 í kreppunni miklu. Þegar stríðið í Víetnam var í fullum gangi 1965, þá voru ekki til neinir sjóðir til að standa straum af kostnaði þess. Einokunarkapitalistarnir vildu ekki borga af eigin fé og bankasjóðum. Það mátti heldur ekki auka hina almennu vinnu, og enn síður leggja á nýja skatta. í augum einokunarkapitalista er „ríkið“ mjög gott, ef það gengur í blinda þjónustu þeirra, líkt og herforingjaklík- an í Buenos Aires gerði. En ef „ríkið“ vill ekki hlýða einokunarkapitalistunum þá er „ríkið" og stjórnendur þess alveg eins hættulegir og Kennedy forseti var 1963. En hvernig átti að borga stríðið í Víetnam? Það mátti ekki auka almenna framleiðslu, ekki leggja á nýja skatta. En hvar átti að taka peningana til að kosta stríðið í Víetnam? Og hvað var loks gert? Jú, það voru prentaðir nýir dollara- seðlar. Seðlaprentsmiðjurnar fengu að ganga á yfirtíð. Það var prentað og prentað. Stórir haugar af prentuðum dollaraseðlum komu út daglega. Og þetta mjög svo óvinsæla stríð, var borgað með splúnkunýjum dollaraseðl- um. Það leið ekki á löngu þar til dollarinn fór að lækka í verði. Að gefa út nýja bankaseðla án þess að nýjar vörur eða aukinn gullforði standi að baki þeirra, þýddi sama og verðbólga. Nú er lækkun dollarans mjög flókið mál. Sumir geta grætt á lækkuninni en aðrir tapa. En það er alls ekki nauðsynlegt að fara út í alla slíka þætti um tap og gróða. Að tapa á gengislækk- un þýðir sama og vöruhækkun, hærri útgjöld og minna kaup, hækkað verð á fasteignum, dýrari mat og klæði. Þetta vita nú flestir og þarf ekki að ræða nánar. Bandaríkin sviku að greiða dollara með gullgengi. En breyting á gengi peninga felur alltaf í sér miklar hættur sem ekki er hægt að sjá fyrir. Þess vegna eru gengisbreytingar oft mjög hættulegar fyrir þjóðfélagið í heild þótt fáeinir braskarar geti grætt á þeim. Sú verðbólga sem þessi, er stafaði af of mikilli og falskri seðlaútgáfu, átti eftir að draga dilk á eftir sér alveg eins og ólánsleg gengislækkun. Astæðan var sú, að fleiri þjóðir en Bandaríkin notuðu bandaríska dollarann sem gjaldmiðil. Þetta var fyrst of fremst á hinum alþjóðlega markaði. Þar sem olíuríkin með Saudí-Arabíu í fararbroddi, fá olíu sína greidda í bandarískum dollurum, varð fall dollar- ans mikið fjárhagslegt tjón fyrir olíu- ríkin. Þar sem olíuríkin gátu ekki haft nein áhrif á gengi dollarans var ekki önnur leið fær en að hækka olíuverðið á heimsmarkaðinum. Olíuverðið var hækkað og það kom eins og taugaáfall yfir iðnaðarlöndin. Þetta var óvænt, enginn sá þetta fyrir. Það var í raun og veru hin léttúðuga fjármálapólitík Bandaríkjanna sem kall- að hafði óðaverðbólguna yfir heiminn. Hin alþjóðlega óðaverðbólga varð staðreynd 1973/4. Olían varð hækkuð hvað eftir annað. Nú vita allir hvaða þýðingu þessi verðbólga átti eftir að hafa fyrir iðnaðarlöndin. Löngu seinna, þegar iðnaðarlöndin voru farin að laga sig eftir hinu nýja olíuverði á heimsmarkaðinum, - komu ný alþjóðleg vandamál til sögunnar er snertu hin alþjóðlegu viðskipti. Risabankarnir í Bandaríkjunum, Sviss og fleiri iðnaðarríkjum juku volduga bankastarfsemi sína. Halldör Þorsteinsson sjötugur ■ Hann er sjötugur í dag, fæddur á Stöðvarfirði 23. júlí 1912, sonur Þor- steins Mýrmanns bónda og kaupmanns þar og konu hans, Guðríðar Guttorms- dóttur prests Vigfússonar, valin kunnra og merkra heiðurshjóna. Halldór hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana, svo eftir hefur verið tekið og hvergi sparað kraftana, drengur góður og sómi sinnar samtíðar. Á uppvaxtarárum vann hann að hinum margvíslegu störfum, sem til falla í litlu sjávarplássi, þar sem nokkur ræktun og landbúnaður er stundaður jafnhliða fiskveiðum og þar tilheyrandi umsvif- um. Hefur sú margþætta lífsreynsla reynst mörgum unglingnum giftudrjúg undirstaða manndóms og þroska, þó skólalærdómur eins og nú tíðkast, væri ekki ýkja mikill, í mánuðum og árum talinn. Um tvítugsaldur stundaði Halldór nám við Hvítárbakkaskólann og einnig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.