Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982. 19 og leikhús - Kvikmyndir og fieikhús kvikmyndahornid Karlhóran (Richard Gerc) og þingmannsfrúin (Lauren Hutton) i American Gigolo. Þingmannsfrúin og karlhóran ■ ATVINNUMAÐUR I ÁSTUM (American Gigolo). Sýningarstaður: Háskólabíó. Lcikstjóri og handritahöfundur: Paul Schrader. Aðalhlutverk: Richard Gerc (Julian Kay), Lauren Hutton (Michelle), Hector Elizondo (Sunday), Nina van Pallandt (Anne), Bill Duke (Leon). Myndataka: John Bailey. Framleidd af Paramount árið 1980. Paul Schrader vakti fyrst athygli sem höfundur handrits hinnar um- dcildu kvikmyndar „Taxi Driver" árið 1976, en þar var fjallað um eymdarlíf í skuggahverfum New York. Slíkt líferni virðist Schrader sérlega hugleikið, því hann hefur aftur og aftur fjallað um hliðstæð viðfangsefni í myndum sínum, svo sem í Hardcore, sem hann bæði leikstýrði og ritaði handrit fyrir. Og í American Gigalo er hann enn við sama heygarðshornið, þótt umhverf- ið sé annað, þ.e. millahverfin í Los Angeles og nágrenni, Palm Springs, Malibu, Beverly Hillsog Hollywood. Eiginlega má segja að American Gigalo sé tvískipt. Annars vegar lýsing á lífi Julian Kaye sem karlhóru meðal ríkra Los Angelesbúa. Hins vegar morðþriller með mjög ósenni- legum endi. Richard Gere fer með hlutverk Julian Kaye og gerir það með svo fjarrænum hætti, að áhorfandinn fær aldrei samúð með honum. Þau mistök eru afdrifarík fyrir myndina, sem einmitt fjallar um það hvernig Kaye kemst að því, þegar hann lendir í vandræðum, að hann á enga vini, að öllum sem hann hefur haft samskipti við í „starfi“ sínu er alveg sama hvað um hann verður. En þar sem áhorfendum stendur líka ná- kvæmlega á sama hvað um Gere/Kaye verður, verður þessi burðarás söguþráðarins ósköp flatur og áhrifalaus. Það bætir svo ekki úr skák að gamli hamingjuendirinn, þegar þingmannsfrúin játar karlhór- unni ást sína og fórnar eiginmanni og stöðu til að'bjarga Kaye úrgasklefan- um, eða hvað þeir nú nota í Kaliforníu til að hegna morðingjum, er ótrúlegur og kjánalegur. Lýsing Schraders á lífi og starfi karlhóru er ósköp ófrumleg, flest hefur þar sést áður í öðrum kvikmyndum og oft betur gert, þótt sviðsmynd og myndataka sé í góðu lagi. Sakamálakaflinn er hins vegar oft á tíðum hraður og spennandi, Hector Elizondo leikur eftirminni- lcgan rannsóknarlögreglumann, sent telur Haye sekan um morð á einni kvennanna sem hann var ráðinn til að fullnægja. Kaye er að vísu saklaus af því morði, en á erfitt með að sannfæra lögregluna um það, þar sem hann hefur ekki fjarvistarsönn- un, sem hann vill skýra frá. Það er ekki fyrr en í lok myndarinnar, þcgar Kaye situr í fangelsi og öll sund verða lokuð, að ástin bjargar honum í líki Lauren Hutton. Hún leikur Mi- chelle, sem er gift öldungardeildar- þingmanni með Kennedysvip. Mi- chelle er að ýmsu leyti sannverðug- asta persónan í allri myndinni, vel leikin af Hutton, þótt ákvörðun hcnnar um aðyfirgefa eiginmanninn til þess að geta leyst Kaye úr fangelsi og tekið saman við hann sé auðvitað ótrúleg. Skyldu þau svo eiga að lifa hamingjusöm til æviloka? Kannski mun hún verða „umboðsmaður" hans? Það er engu líkara en að þegar Schrader var búinn alla myndina að rcyna að koma söguhetju sinni í fangelsi þá hafi hann ekki haft í sér hörku til þess að láta myndina enda á þann eina hátt, sem er í fullu samræmi við það sem á undan er gengið, og því gripið til hins gamalkunna ástin-bjargar-öllu-ham- ingjuendis, því miður. Með raunsæ- um endi, og öðrum leikara í aðalhlutverkinu, hefði sagan af karlhórunni í Los Angeles getað orðið að góðri kvikmynd. Elias Snæland Jónsson skrifar ★ ★★★ ★★ ★★ ★ ★★★ ★★ ★★★ Atvinnumadur í ástum Hörkutólið Stuð meðferð Sóiin ein varvitni Sverðið og seiðskrattinn Amerískur varúlfur í London Jarðbúinn Lola Cat Ballou Framísviðsljósið Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær • * * * mjög góð ■ * * göö ■ * sæmlleg • O léleg Y

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.