Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 10
10 íþróttir FÓSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982. Hilmar og Eygló best hjá GS ■ Hilmar Björgvinsson og Eygló Geirdal sigruðu í karla - og kvenna- flokki á Meistaramóti GS í golfi sem lauk um helgina síðustu. Þau sigruðu bæði með talsverðum yfirburðum í sínum flokkum. Helstu úrslit á mótinu urðu þessi: Meistaraflokkur kvenna: 1. Eygló Geirdal .............. 420 2. María Jónsdóttir ............ 446 Umsjón: Ingólfur Hannesson 3. Kristín Sveinbjörnsd ....... 453 Meistaraflokkur karla: 1. Hilmar Björgvinsson ........ 313 2. Magnús Jónsson ............. 318 3. Gylfi Kristinsson .......... 322 3. Páll Ketilsson ............. 323 Unglingaflokkur: 1. Matthías Magnússon ......... 220 2. Trausti Hafsteinsson ....... 229 3. Þórarinn Þórarinsson........ 339 1. fl. karla: 1. Jóhann Benediktsson ........ 331 2. Björgvin Magnússon ......... 351 2. fl. karla: 1. Skarphéðinn Skarphéðinss. ... 358 2. Rúnar Valgeirsson .......... 359 3. fl. karla: 1. Ibsen Ásgeirsson ........... 391 2. Jón Ólafur Jónsson ......... 399 -IngH ■ Bikarmeistarar HSK í sundi: Aftari röð f.v: Þórður Gunnarsson, þjálfari, Skúli Snxdal, Tryggvi Helgason, Hugi Harðarson, Svanur Ingvarsson, Þröstur Ingvarsson og Bjami Sigurjónsson, formaður. Fremri röð f.v: Inga Jónsdóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir, Ólöf Sigurðardóttir og María Óladóttir. Staldrad við Staða kvenna í íþrótta- og félagsstarfi íþróttahreyfingarinnar Almenn íþróttaiðkun og almennur íþróttaáhugi eru fyrirbæri sem eru tiltölulega ný af nálinni og hafa haldist í hendur við aukna velmegun (og þá sérstaklega í hinum vestræna heimi), sem síðan leiðir af sér aukinn frítíma, frítíma sem ákaflega margir nota til þess að iðka einhverja íþrótt eða fylgjast með íþróttakeppni. Vegna hinnar hefð- bundnu hlutverkaskiptingar kynjanna í þjóðfélaginu hafa börn og karlmenn einkum talist til „íþróttaneytenda" og það hafa verið nær eingöngu karlmenn sem hafa búið til þau mynstur, leikreglur og annað það sem íþróttum fylgja. Þannig hafa karlmenn í gegnum árin ákveðið hvert hlutverk kvenna í íþrótt- unum á að vera og barátta kvennanna fyrir fullri viðurkenningu innan íþrótta- hreyfingarinnar hefur haldist í hendur við baráttu þeirra á öðrum sviðum þjóðlífsins. Oft á tíðum hefur tregða karlmanna í íþróttahreyfingunni verið með ólíkindum og hafa þeir oftar en ekki talið sig vera að hafa vit fyrir konunum. Hérmætti nefnamörgdæmi. Þrír valkostir Þá hefur íþróttaiðkun lengi vel verið sveipuð ljóma hetjudáða og því eru henni nátengd mörg svokölluð „karl- mennskuorð" orð eins og barátta, slagur, átök, skapfesta, harka, viður- eign, styrkur o.s. frv. Það þykir ákjósanlegt fyrir íþróttamann að vera áræðinn, sterkur, fimur og fylginn sér, slíkur íþróttakappi nær langt. Af m.a ofannefndum orsökum hafa margar stúlkur sem leita til íþróttahreyf- ingarinnar í sínum frístundum orðið fyrir áfalli. Það er ætlast til þess að þær séu „karlmannlegri" í íþróttunum á meðan þeim er ætlaður annar og „kvenlegri" bás annars staðar í þjóðfé- laginu. Þannig eru margar íþróttakonur -stúlkur óöruggar með sig vegna þessa árekstrar tveggja viðhorfa. Þær geta ekki verið bæði og. Niðurstöður úr mörgum rannsóknum erlendis hafa bent í þessa átt. Eins hefur komið fram, að margar konur/stúlkur í keppnisíþróttum hafa miklar áhyggjur af því hvað aðrir álíta um þær og er þar einkum vísað til hinna svokölluðu „karlmennskueigin- leika“ þeirra. Það er erfitt fyrir unga stúlku, sem leikur handbolta, að fá það framaní sig að hún sé alveg eins og strákur. Segja má, að hér séu þrír valkostir fyrir stúlkur og konur sem vilja stunda íþróttir. Einn er sá, að taka gagnrýnis- laust þátt í leiknum, sem karlmennirnir hafa búið til að mestu fyrir þær. Annar möguleikinn er, að skapa sérstöðu kvennaíþróttanna, jafnvel stofna sér- stök íþróttasambönd og íþróttafélög kvenna. Hinn þriðji, og sá sem á mestu fylgi að fagna, er að konur komi að sínum viðhorfum og lagi íþróttirnar að sínum þörfum, ekki öfugt. Auðvitað helst þessi barátta í hendur við alla aðra baráttu fyrir jafnrétti, íþróttirnar eru einungis lítill hluti af stórri heild. Nokkur orð lögð í umræðubelg ■ Hvað þarf að gera til þess að auka þátttöku kvenna enn frekar í íþróttum og félagslífi þeim tengdum? Hvernig er umfjöllun um íþróttaiðkunkvenna í fjölmiðlum í dag og hvers vegna er þessi umfjöllun svo lítil sem raun ber vitni? Hvers vegna hætta mjög margar stúlkur að iðka íþróttir um 16 ára aldur? Hvernig er þátttöku kvenna í íþróttum hér á landi háttað? Þessar spurningar og margar fleiri í svipuðum dúr voru til umfjöllunar á ráðstefnu sem svokölluð Kvennanefnd ÍSÍ boðaði til í maímánuði síðastliðnum. Fyrir nokkru barst mér síðan í hendur skýrsla frá ráðstefnunni og varð hún mér tilefni til að leggja nokkur orð í belg. „Áreksturinn á milli hins karlmannlega og hins kvenlega“ Á ráðstefnunni, sem ég minntist á hér að framan, var þeirri spurningu varpað fram, hvers vegna stór hluti af stúlkum um 16 ára aldur hætta íþróttaiðkun. Mér vitanlega hafa engar rannsóknir á þessu farið fram hér á landi, en erlendis er margar rannsóknir að finna. Ég þekki nokkuð til rannsóknar á vegum kennara og nemenda við íþróttaháskólann í Osló um orsakir og afleiðingar þess, að börn og unglingar hætta íþróttaiðkun. Þetta er hin svokallaða „Vestfoldunder- sökelse“, sem vakið hefur miklar umræður í fjölmiðlum og í íþróttahreyf- ingunni norsku. Hvað stúlkurnar varð- ar, kom fram að strax um 12 ára aldur hætta margar þeirra að stunda íþróttir, og fleiri hætta en byrja í íþróttum. Þá er mjög áberandi hve margar stúlkur hætta íþróttaiðkun á aldrinum 14 til 16 ára. / Margar hugsanlegar orsakir þessa eru nefndar í skýrslu rannsóknarmanna, m.a. að það sé eðlilegt fyrir unglinga að skipta um áhugamál, einkum ef þeir finna eitthvað nýtt og meira spennandi að fást við. En það kemur á óvart, að fæstir þeirra sem hætta í íþróttum leita í skipulagða tómstundastarfsemi. En hvers vegna fleiri stúlkur en strákar hætta í íþróttunum og þá yngri en strákarnir er að hluta skýrt með kynþroskaskeiði þeirra og að „árekstur- inn milli hins karlmannlega og kven- lega“ verður mörgum þeirra ofviða og eins hitt að of lítið er sinnt félagslegum þörfum stúlknanna (og strákanna reynd- ar einnig). Hvort þessu er eins farið hér á landi og í Noregi er síðan annað mál. íþróttir, konur og fjöl- miðlar Eftir því sem mér skilst var miklum tíma ráðstefnunnar í maí varið til að ræða tengslin milli kvenna í íþróttum og fjölmiðla, efni sem flestir ráðstefnu- gestir virtust hafa mikinn áhuga á enda varð starfshópurinn um þetta efni hinn fjölmennasti á ráðstefnunni. Það er vissulega satt og rétt að íþróttir kvenna fá of litla umfjöllun og þar mætti gera mikið átak til úrbóta. í þessu sambandi langar mig til þess að benda á nokkur atriði. Eins og í blessuðum þjóðfélagspíra- mídanum okkar eru nær allar svokall- aðar toppstöður í íþróttahreyfingunni skipaðar karlmönnum. Þetta á ekki einungis við um æðstu stjóm íþrótta- sambands íslands, heldur einnig héraðs- sambönd, íþróttabandalög og einstök félög. Þannig verður íþróttaefni, eins og annað efni í fjölmiðlum, mest umfjöllun um karlmenn, og hvað þeir eru að sýsla. Það eru karlmenn sem leika fótbolta á Laugardalsvellinum og hinir 1000 áhorf- endur eru (nær allir) karlmenn. Til viðbótar þessu hafa margir bent á að um íþróttir skrifi karlmenn. Annað mál, og þessu skylt, er að íþróttafréttamenn hér á landi búa við ótrúlega lélega aðstöðu og þeim er nánast þrælað út á sínum vinnustöðum. Enda get ég fullyrt, að fenginni reynslu, að öngvir aðilar á fjölmiðlum vinna meira en einmitt íþróttafréttamennirnir og fáir blaðamenn skila jafn miklu efni og þeir. Þá má geta þess, að íþróttir eru mikil söluvara fyrir fjölmiðlana. Ef einstakir íþróttafréttamenn færu út á þá braut að fjalla um annað en það sem álitin er söluvara, er eins víst að þeir yrðu ekki lengi í íþróttaskrifunum. Þetta á ekki einungis við á íslandi heldur einnig þar sem ég þekki til erlendis. Þetta tengist síðan því, að íþróttafréttamenn hafa sjaldnast tíma til þess að búa til góða söluvöru úr öðru efni en því sem tengist kappleikjum. Nóg um það. Sömu lögmálin Það er vonandi að íþróttahreyfingin hér á landi haldi áfram á þeirri braut, að vinna að málefnum íþróttakvenna. Stofnun kvennanefndarinnar og ráð- stcfnan í maí voru greinilega spor í rétta átt. En þeir sem um þessi mál fjalla verða að hafa það í huga, að íþróttirnar eru aðeins hluti af stærri heild og þar gilda að mörgu leyti sömu lögmálin og annars staðar í þjóðfélaginu. Það er grundvallaratriði. Reykjavík í júlí 1982, Ingólfur Hannesson. P.S. Þeim sem hafa áhuga á málefnum kvennaíþrótta langar mig til að benda á nýútkomna bók í Noregi, en hún heitir Kvinner og idrett frá Gyldendal Norsk Forlag, 1982. Ritstjóri bókar þessarar er Gerd von der Lippe, kunn baráttukona í íþróttahreyfingunni norsku. FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982. 11 íþróttir Blómlegt starf hjá sundfólki á Selfossi ■ Starfsemi Sunddeildar Selfoss hefur verið með líflegasta móti sl. keppnistímabil og á síðasta mótinu, íslandsmeistaramótinu utanhúss fengu austanmenn 8 íslandsmeistaratitla. Þá er HSK núverandi Bikarmeistari í sundi. í haust fá sundkrakkarnir við mikinn vanda að glíma, en það er að næla í sundþjálfara í stað Þórðar Gunnarssonar, sem verið hefur aðaldriffjöðurinn í suncimálum á Selfssi síðustu 8 árin. Þórður mun halda til Danmerkur og þjálfa þarlent sundlið. Upplýsingar um þjálfaramálin gefa Guðmundur Ingvarsson (s.2353) og Bjarni Sigurjónsson (s.1906). - IngH Heil umferd í 1. deildinni ■ Það verður mikið hlaupið og sparkað um helgina og væntanlega fá markverðirnir nóg að starfa, eins og kappinn á myndinni hér að ofan. ■ Heil umferð verður í 1. deild fótboltans um helgina og hart barist í öllum leikjum því segja má, að nánast öll liðin séu samtímis í topp - og botnbaráttu. Á Akranesi leika Skagamenn gegn KA og má telja heimamenn sigur- stranglegri, ekki síst eftir góðan sigur þeirra gegn Breiðablik í Bikarkeppn- inni sl. miðvikudag. Þessi leikur hefst kl 14.30. ísfirðingar fá efsta lið deildarinnar, Víking, t' heimsókn. Vestanmenn fengu 2 auðfengin stig í safnið fyrir nokkru er þeim var dæmdur sigur í „Albertsmálinu" svokallaða og munu þeir örugglega reyna sitt ítrasta til að leggja Víking að velli eins og þeir gerðu í Reykjavík fyrr í sumar (3-2). Nýja „Spútnikliðið", ÍBK, leikur gegn Breiðabliksmönnum í Keflavík og gæti það orðið hörkuviðureign. Blikarnir hljóta að fara að ná sér á strik. KR leikur gegn ÍBV á Laugardals- vellinum. Ætli Eyjamenn sér áfram- haldandi baráttu á toppi deildarinnar verða þeir hreinlega að vinna. Það ætti þeim að takast í ljósi slakrar frammi- stöðu KR-liðsins gegn Reyni frá Sandgerði í Bikarkeppninni. Framantaldir þrír leikir hefjast kl. 14. Á Sunnudagskvöldið mætast síðan Reykjavíkurliðin Fram og Valur og eins og ætíð þegar þessi lið leika verður hart barist. Leikurinn hefst kl. 20. - IngH Um 170 frjálsíþróttamenn á Selfossi: Meistaramótið um helgina ■ Aðalhluti Meistaramóts íslands í frjálsum íþróttum verður haldinn á Selfossi um helgina. Reiknað er með um 170 þátttakendum á mótið og er þar að finna flest af besta frjálsíþróttafólki landsins. Reyndar eru nokkrír skæðir kappar farnir utan og verða ekki með af þeim orsökum. Keppni á Meistaramótinu hefst á morgun, laugardag, og lýkur ekki fyrr en á mánudag. IngH ■ KR-ingurinn Helga Halldórsdóttir verður meðal keppenda á MÍ í frjálsum um helgina. Sveinn Sigurbergsson og Kristín Þorvaldsdóttir urðu meistarar hjá Keili ■ Sveinn Sigurbergsson varð sigurvegari í karlaflokki á Meistaramóti Keilis í golfi, en í kvennaflokki varð Kristín Þorvaldsdóttir hlut- skörpust. Helstu úrslit á mótinu urðu þessi: Meistaraflokkur kvenna: högg 1. Kristín Þorvaldsdóttir 342 2. Kristín Pálsdóttir 349 3. Þórdís Geirsdóttir 358 Meistaraflokkur karla: 1. Sveinn Sigurbergsson 307 2. Magnús Birgisson 310 3. Sigurður Héðinsson 314 l.flokkur: 1. Sigurbjörn Sigfússon 321 ■ aunnuaaginn /o. juh veróur haldið islands- meistaramót í hjólreiðum, keppt verður í þrem flokkum. 13-14 ára, 15-16 áraog 17 áraogeldri. Flokkar 15-16 ára og 17 ára og eldri verða ræstir af stað kl. 10 f.h. frá Kaplakrikavelli í Hafnarfirði og hjóla þeir sem leið liggur til Keflavíkur, þar sem flokkur 15-16 ára snýr við og hjólar til baka, en 17 ára og eldri halda áfram til Sandgerðis og Garðs og síðan í gegnum Keflavík og til Hafnarfjarðar aftur þar sem markið verður við Kaplakrikavöll. Drengjaflokk- ur 13-14 ára verður ræstur frá Keflavík og hjólar til Hafnarfjarðar. Rútuferð verður fyrir 13-14 ára til Keflavíkur frá Kaplakrika kl. 9.30 f.h. Keppt verður um veglega farandbikara sem Örninn, Mílan og H.F.R. gefa. Skráning fer fram í Mílunni og Erninum. Það er Hjólreiðafélag Reykjavíkur sem stendur fyrir keppninni, nánari upplýsingar eru gefnar í síma 13830. íslandsmót í hjólreióum 2. Ólafur Ág. Þorsteinsson 3. Arnar Már Ólafsson 2.flokkur: 1. Baldvin Jóhannsson 2. Ágúst Húbertsson 3. Jón Halldórsson 3.flokkur: 1. Jón S. Friðjónsson 2 .Bergur Ásgrímsson 3. Gunnar Hólm Drengjaflokkur: 1. Guðbjörn Ólafsson 2. Pétur Þórarinsson 3. Jón K. Jónsson HRAUN I utanhússmálning meiraen 15ára ending eru bestu meðmælin málninghlf Þess vegna þarftu ÞOL á þakið ÞOL er einstök málningartegund, sem er sérhönnuö fyrir bárujárnsþök á Islandi. VEÐURHELDNI OG MÝKT eru þeir höfuðkostir ÞOLS, sem sérstök áhersla hefur verið lögð á, vegna: • fádæmrarendingar við mikið veður- álag, svo sem slagregn, sem er sér- einkenni íslensks veðurfars, og • einstaks viðnáms gegn orkuríkum geislum sólar og þeim gífurlegu hita- sveiflum, sem bárujárnsþök verða fyrir í sólskini, snjó og frosti. Notaðu því ÞOL á þökin og aðra járn- dæðningu. Kynntu þér leiðbeiningarfyrir tálun. Yfir 20 ára reynsla sannar gæðin. ölbreytt litakort fæst í næstu málningar- uverslun. máininglf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.