Tíminn - 31.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.07.1982, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1982 7 á vettvangi dagsins, „Hringormanefndin svokallaða á skilyrðis- laust að að segja af sér og játa mistök sín. Aðeins þannig getur hún bjargað því litla sem eftir kann að vera af mannorði sínuu, segir í þessari grein um ákvarðanir Hringormanefndar, sem Kjartan Jóhanns- son, þáverandi sjávarútvegsráðherra skip- aði á sínum tíma, um verðlaun fyrir seladráp. Það er ef til vill ekki eins langt frá selunum til mannfólksins eins og sýnist. Sé það látið viðgangast að augljósum órétti sé beitt við einn dýraflokk, órétti sem stangast á við siðferðisvitund alls þorra manna, er skammt í það að slíkum órétti verði beitt á öðrum sviðum í krafti peningavaldsins. Sakir þær sem „Hringormanefnd“ ber á selinn eru tvíþættar: í fyrsta lagi telur hún að selurinn éti svo og svo mikið af nytjafiski, einkum þorski, og sé þannig í beinni samkeppni við útgerðina. í öðru lagi sé selurinn milliliður (millihýsill) fyrir vissar tegundir nálorma (Nemat- oda) sem koma fyrir í fiski, einkum þorski, og valda framleiðendum fiskaf- urða miklum útgjöldum við hreinsun. (Ormar þessir eru í daglegu tali kallaðir hringormar, sbr. heiti nefndarinnar). Varðandi fyrri ákæruna, er það að segja, að þar kemur fram sá gamalgróni misskilningur að rándýr yfir höfuð séu til óþurftar og einkanlega ef þau nærast á dýrum sem mannskepnan getur veitt og notað sér. Samkvæmt þessari skoðun hefur hvarvetna verið reynt að útrýma rándýrum, og hefur það víða leitt til mikillar fækkunar og útrýmingar nokkurra tegunda, fugla og spendýra. Er íslenski örninn þar nærtækt dæmi. Yfirleitt hafði fækkun eða útrýming rándýranna þó ekki tilætluð áhrif, gat jafnvel hent að bráðdýrinu fækkaði samhiiða því að óvinum þess var fækkað, án sýnilegra skýringa. Það má telja með merkari uppgötvunum nútíma vísinda, að tekist hefur að sýna fram á, að rándýr séu nauðsynleg til að viðhalda hinu vistfræðilega jafnvægi í náttúrunni. Er það heldur ekki óeðlilegt þar sem lífríkið hefur lagað sig að þeim aðstæðum um milljónir ára, og væru rándýrin að sjálfsögðu fyrir löngu búin að útrýma bráðdýrum sínum, ef þau yllu þeim einhverjum teljandi skaða. Skýringin er sú, að rándýrin velja fyrst og fremst veik eða á annan hátt vanburða dýr úr þeim stofnum, sem þau lifa á, og stuðla þannig að því að viðhalda heilbrigðum dýrastofni af þeirri stærð sem passar viðkomandi lífkerfi. (Veiðar okkar mannanna eru í flestum tilfellum allt annars eðlis, þar er það oftast tilviljun sem ræður því hver er veiddur og hver ekki.) Varðandi síðari ákæruna, um hring- orminn, þá er það rétt að selurinn, einkum útselur, getur verið milliliður fyrir hann á vissu þroskastigi, (þ.e. tegundina Phocanema decipiens, sel- orminn), sem berst svo frá selnum í smákrabba, sem þorskurinn étur. En fleiri dýr með heitu blóði geta komið til greina sem milliliðir, svo sem smáhvalir (hnísa o.fl.), og sumsstaðar (t.d. við Grænland) þekkist ormurinn ekki, þótt fullt sé af selum. Alveg er ósannað hvort það hefði nokkur veruleg áhrif á hringorminn, þótt öllum selum væri útrýmt við ísland (sem væntanlega kemur þó ekki til mála), hvað þá að einhver fækkun selsins hafi áhrif í því sambandi. Hér virðast margir þættir spila saman, eins og jafnan í náttúrunni, og að líta bara á samband tveggja þátta (þ.e. sels og hringorms), er álíka fáránlegt og t.d. væri litið á sambandið milli þorsksins og loðnunnar, og ákveðið að útrýma þorski af því hann étur loðnu. Eins og þegar var getið, hefur selurinn eflaust miklu hlutverki að gegna, til að viðhalda heilbrigði þeirra fiskastofna, sem hann lifir á, og því gæti allt eins svo farið, að umræddur hringormur myndi aukast við verulega fækkun selsins, og ekki bara hringormur, heldur fjöldi annarra sníkjuvera gæti færst í aukana og valdið miklu stærri afföllum en sel- urinn hefur valdið, og jafnvel selur og maður samanlagt. Á það hefur verið bent, að aukning hringormsins í þorski, á síðari árum (ef um aukningu er að ræða) geti allt eins stafað af því að þorskinum hefur fækkað, og fleiri sníkjudýr koma því á hvern þorsk. Það væri því líklega mun betra ráð til að minnka hringormafaraldurinn, að fjölga þorskinum, enda vafalaust hagkvæmara fyrir þjóðarbúið, en eltast við hinn ímyndaða óvin, selinn. Hin svokallaða Hringormanefnd hef- ur því gert sig seka að alvarlegu frumhlaupi, og tekið sér vald sem nánast er útilokað að nokkur stjórnvöld hafi miðlað henni. Hún hefur ekki komið fram með nein haldbær rök fyrir aðgerðum sínum, hvað þá nokkra fullnægjandi greinargerð, sem byggð væri á fræðilegum grunni. Líffræðingar þeir eða fiskifræðingar, sem formaður nefndarinnar, Björn Dagbjartsson, segist byggja aðgerðir nefndarinnar á, hafa ekki verið nefndir með nafni, svo mér sé kunnugt, enda líklega ekki til í raunveruleikanum. Svo mikið er víst að enginn íslenskur líffræðingur hefur lagt til að gripið yrði til þessara aðgerða, ekki einu sinni Erlingur Hauksson, starfsmaður nefnd- arinnar, hefur íað að því einu orði í skýrslum sínum að slíkra aðgerða væri þörf. Það kom því mjög á óvart, að „kynningarbréf" Hringormanefndar, sem sent var ýmsum viðkomandi aðilum sl. vor, var undirritað af þessum líffræðingi, að því er virðist til að setja einhvern lærðan stimpil á plaggið. Vekur það vissulega grunsemdir um óvenjuleg vinnubrögð nefndarinnar. Síðan mál þetta upphófst hefur nefndin svo farið með veggjum, og svarað allri gagnrýni með þögninni. Sýnir það raunar best hve málstaður hennar er veikur. Allt þetta laumuspil minnir óneitanlega mest á það sem í daglegu tali er kallað morð, og hefur aldrei þótt til fyrirmyndar, hvort sem fórnardýrin eru menn eða skepnur, því að það er í senn illmannlegt og lítilmannlegt. Selamálið þarf að sjálfsögðu að skoða vandlega í samhengi við annað sjávarlíf og til þess er Hafrannsóknar- stofnun rétti aðilinn. Leita þarf leiða til nýtingar á afurðum selsins, sem vissulega er mikilvæg auðlind ef rétt er á haldið og nýtingin hæfileg. Það er reginmunur á hefðbundnum selveiðum og verðlaunuðu fjöldadrápi, þar sem ekkert er hirt af skeppnunni nema einn kjammi. Hringormanefndin svokallaða á skil- yrðislaust að segja af sér og játa mistök sín. Aðeins þannig getur hún bjargaðj því litla sem eftir kann að vera af mannorði sínu. Ríkisstjórnin verður að setja bráðabirgðalög, sem banna þessi fjöldamorð. Oft er þörf en nú er nauðsyn og hafa bráðabirgðalög oft verið sett af minna tilefni. Ef ríkisstjórn- in bregst þessari augljósu skyldu sinni, ætti forseti lýðveldisins að skerast í leikinn, og firra þjóðina þessari skömm. Helgi Hallgrímsson. Á seytjánda ári fór hann á vertíð til Vestmannaeyja og var þar í 12 vertíðir. Lenti hann þar hjá úrvalsmönnum, má þar nefna Eyjólf Gíslason frá Búastöð- um. Eyjólfur er rótgróinnar bændaættar úr Eyjum. Hygg ég, að fáir núlifandi Eyjamenn séu eins minnugir á hina fornu búskaparhætti til lands og sjávar í Eyjum, eins og hann. Hann var farsæll og gætinn formaður, og veit ég þar hefur Ágúst verið heppinn að komast undir hans stjóm. Eyjólfur var lengi formaður með Hansínu VE 200, smíðuð 1917 af Ástgeiri Guðmundssyni í Litlabæ í Eyjum. Eyjólfur dvelur nú á Hrafnistu. Ágúst Þorvaldsson sá ég fyrst á fundi á Þingborg. Ég fékk þá strax traust á manninum. Hann var karlmannlegur í vexti, hægur í fasi, raddmikill og ákveðinn í málflutningi, en hógvær. Það var ekki hægt annað en taka eftir því, sem hann sagði. Ekki kynntist ég honum þá. Það var löngu seinna, og þá á flokksþingi, sem fundum okkar bar saman. Það fór vel á með okkur. Hjá honum fékk ég mörg heilræðin, þó að ég væri eldri og tel ég hann með mínum bestu vinum. Seinna, þegar Jörundur hætti þing- mennsku, þá varð nokkurt þóf um eftirmann hans. Þá átti ég, ásamt fleirum, þátt í því að benda á Ágúst sem eftirmann Jörundar. Upp úr því var efnt til prófkjörs í sýslunni, sem lauk með því, að Ágúst hlaut 524 atkvæði. Næstur var Bjarni Bjarnason með 240. Ég vil taka það fram, að gefnu tilefni, að ég heyrði aldrei Ágúst orða það, að hann sæktist eftir að komast í sæti Jörundar, þegar hann hætti. Ágúst sómdi sér vel á þingi. Það var tekið eftir því, sem hann sagði. Ég var eitt sinn staddur á áheyrendapöllum, marga þingmenn vantaði í sæti. Ágúst var á mælendaskrá. Þegar hann hóf mál sitt, komu þingmenn úr hinum ýmsu hliðarherbergjum í sæti sín. Þeir vildu ekki missa af því, sem hann hafði til málanna að leggja. Mér og fleirum fannst Ágúst hætta þing- mennsku einu kjörtímabili of fljótt. Ágúst kvæntist 1942 Ingveldi Ást- geirsdóttur frá Hömrum í Holtahrepp. Þau eignuðust 16 börn, sem öll eru mannvænleg, og flest búin að mynda sín eigin heimili. Honum voru snemma falin ýms störf og trúnaður í þágu sveitar og sýslu, og starfar hann enn í fjölmörgum nefndum á vegum bændasamtakanna, m.a. formaður Mjólkursamsölunnar, formaður forðanefndar Árnessýslu, for- maður afréttarfélags Flóa og Skeiða. Hann er löngu landskunnur fyrir blaðagreinar um landbúnaðarmál og fleira. Nú er mál að linni og bið ég þig vel að virða, Ágúst minn. Að endingu þakka ég þér ágæt kynni fyrr og síðar, en nú er orðin vík milli vina, þar sem ég er nú ekki lengur Árnesingur. Ég vona, að þér endist enn mörg ár líf, heilsa og þrek til starfa. Að endingu óska ég og fjölskylda mín þér og konu þinni og börnum ykkar hjartanlega til hamingju með afmælið. Með bestu kveðju til ykkar allra. Lifðu heill. Guðjón Ólafsson frá Hofi Minningar eftir dr. Benjamín H.J. Eirlksson ■ Á öftustu síðu Tímans í dag er mynd af fríðum manni og höfðinglegum. Mér finnst ég þekkja svip þeirra Djúpmanna. Sigurður Rósmundsson frá Tungu í Skutulsfirði er að segja frá, 77 ára. Frásögnin er rétt r úmlega hálfur dálkur, en laus við alla óþarfa mælgi. Á mig verkar hún sem frásögn heillar bókar. Að mér streyma minningarnar - koma víða vegu. Ég hefi heyrt sagt, að minningargrein- ar séu vinsælasta lesefni blaðanna. Þótt ég sé sjálfur enn slakur lesandi þeirra greinanna - þá þekki ég fólk, sem tekur þær fram yfir allt annað lesmál. Eftir því að dæma ættu endurminningagreinar einnig að vera frambærilegt lesefni. Ég læt flakka hér fáein orð þeirrar tegundar. Sigurður reri frá ísafirði á útilegubát- um þeirra tíma. Nöfnin, sem hann nefnir: Freyja, Gizzur hvíti - tíu - bergmála liðna tíma. Á vetrarvertíðinni hefir þetta verið einhver kalsamasta sjósókn á íslandi. Það hefir þurft karlmennsku til að standa fram á bóg á þessum litlu vélbátum í skammdeginu, greiða úr línu og stokka hana upp í frosti vetrarins, hvassviðri og ágjöf, því að þetta varð að gera meðan línan var - dregin í andófi. Ég komst að vísu norður á Hornbanka eitt vorið, og sá mest af fjöllum Vesttjarða hverfa í sæ, en aldrei var ég til sjós á vestsfirskum vélbát á útilegu. Ég var samt í tvígang á línuveiðum á vetrarvertíð með Vestfirðingum, og finnst æ síðan mikið til um þá. „Já, þetta var nokkuð strangur skóli, því að þá voru engin vökulög um borð.“ Bak við þessi orð Sigurðar er mikil saga. Væri sú saga sögð, stigi fram á sjónarsviðið ótrúlegt mannlíf, sem nú er horfið, og mátti hverfa. En við þá sögu myndi sorp það sem kennt er við Hallærisplanið hverfa ofan í skolpræsin. í gamla daga var oft sagt: vinnan drepur engan. Mönnum bara fannst að hún hlyti að gera það. Myndin af Sigurði sýnir, að fólkið sem þrælaði mest, þoldi mest, entist best. Hann tilheyrir óvílsamri kynslóð, sem lyfti grettistaki. Og það er eins og hún hafi stælst við það, bæði á sál og líkama. (í dag eru prestarnir farnir að segja: á sál og lífi). 1 Hvalveðrinu fórust skip, sem menn héldu að gætu ekki farizt, togararnir Leifur heppni og Fieldmarshall Robert- son. Bróðir Sigurðar drukknaði með Leifi. Faðir minn og 3 bræður mínir fóru í sjóinn, þar af einn með þessum brezka togara sem gekk frá Hafnarfirði. Við hinir bræðurnir sem eftir lifðum voru allir þrír sjómenn. Þetta var ekki hægt. Ég var yngstur og varð að fara í land, þótt ekki væri nema vegna mömmu. Þótt hún segði fátt, þá vissi ég hvað hún vildi að ég gerði - færi í skóla. Tuttugu börn, hann sá ellefti, segir Sigurður. Ég var líka ellefta barn foreldra minna. f þá daga voru fjölskyldur oft barnmargar. Vorið 1929 fórum við fjórir ungir Hafnfirðingar með reiðhjól á vörubíl til Grindavíkur, þaðan fyrst út í Reykja- nesvita, síðan um Krísuvík, Ketilstíg og Kaldársel til Hafnarfjarðar. Ferðin tók 4 daga. Mikinn hluta leiðarinnar leiddum við hjólin eða drógum. Vegir voru engir. Förunautar mínir voru þeir Oddgeir og Baldur, synir hins mikla sæmdarmanns, Magnús sýslumanns (frá Laugarbóli í Djúpi) og Þorsteinn Björnsson, síðar prestur. í Krísuvík var einbúinn, Marteinn, nýkominn ríðandi úr kaupstaðarferð til Hafnarfjarðar. Sardr'nurnar sem hann gæddi okkur á - hinn rússneski kavíar þeirra tíma - voru vissulega bragðgóðar, en samt var eitthvað öðruvísi en það átti að vera. Hann hafði varla farið vegleysur til Hafnarfjarðar til þess að sækja dýrt lostæti handa aðvífandi Hafnfirðingum. Enn var þá búið á Nýjabæ. Húsbóndinn var eins og patríarki, með mikið skegg. Húsfreyjan sat á stóli í miðjum hópi heimafólks, barna sinna. Hún leit út líkt og elztu dæturnar. Þau hjónin höfðu eignast 23 - tuttugu og þrjú - börn. Áður en tilbúni áburðurinn kom til sögunnar og menn hættu að sækja björg í björg, var kjarngóður matur og hraust fólk víðar en við Djúp. Ég fór á síld í 6 eða 7 sumur. Þótt oft þyrfti að taka til hendinni, einkum þegar vel veiddist, og vinnudagurinn væri oft langur, þá fannst mér síldin hálft í hvoru einskonar sumarfrí. Það er fallegt úti fyrir Norðurlandi á sumrin. Rjómalogn, sumardýrð. Hafið speglar fjöllin og eyjarnar rísa upp. Rák við rák hvert sem litið cr, svartar rákir, síldartorfur. Sjórinn svartur af vaðandi síld. Hvalirn ir koma upp til að blása. Þannig sá ég allan Húnaflóa, svartan af síld. Annað sinn var ein stór síldartorfa vaðandi allt milli Drangeyjar og Skaga. Það var komið haust og síldin að kveðja. „Það var fallegt á Grímseyjarsundi, þegar sólin var að setjast", segir Sigurður. Já, og stundum settist hún alls ekki. Einu sinni vorum við að draga nót að kvöldlagi undan Málmey. Skagafjörður- inn blasti við í allri sinni fegurð. Sumarský um allan himin . Sólin var að setjast og litaði þau kóralrauð. Þau spegluðust í spegilsléttum haffletinum. Himininn, hafið, landið, við sjálfir - allt varð rautt. Allur heimiirinn varð kóralrauður hvert sem litið var, eins og kórallinn sem kom upp með nótinni. Tuttugu og fimm sumur, sagði Sigurður. Og vetrarvertíðarnar. Hálfur dálkur. 27.7 ■síldarArin FEGURSTU DAG-I IARNIR FRA SJÓMANNSÁRUNUM i — segir Sigurður Rósmundsson frá Tungu, sem nú er orðinn 77 ára I langri sögu sjósóknar á Vcstfjurdum hcfur oft vcríð lurt sód og (roðum sjómanna vcslra hafa frá dógum Grfms frá Hrafnistu og lil okkar Ifma fundisi fuUlniar hins bctla f fsknsku þjóðfiTi. Einn þcirra manna scm glfmdu við Ægi á fyrri hlula aldarinnar, þcgar mólorbálamir voru nýkomnir til sðgunnar og róið á yslu mið, þóll fkytan vrn smá. er Sigurður Rósmundsson frá Tungu Hann er nd 77 ára og man kjócrn Ivcnn og þrcnn frá lóngum sjómannsfcrli M. <g cr frddu f Tungu f Skululsfirði. þann S. nuf 1905 - scgir Sigurður. þcgar við spyijum hann um xii hans og uppruna .Faðir minn var Rósmundur Jónsson. cn móðir mfn var Rannveig EUli bróðir minn fór sncmma að hciman á sjó og sfðar við yngri brzðurnir og mikið af hýrunni (ór til hcimilisins fynlu árin. Þcssi bróðir minn fórsl ( Halaveðrinú á Lcifi hcppna. Ég fór sjálfur á sjó lá ára gamall árið 1922, cn það ár brugðu forcldrar mínii búi og fluttu að Slakkancsi innan við Isafjötð og hórðu nyljar af lúninu f Grxnagarði. Þarna hofðu þau Ivxr kýr og 15-20 kindur Ég byrjaði lil siós á báli scm hci Iskifur, cn þeir bálar scm voru á Itafirði voru smfðaðir f (yrra slrfði. Þtir voru auk Islcifs. Harpa. Gissur hvfii, Frcyja, Frigg. Frcyr, Sjófn. Kvcldúlfur. Rask og Kári. Þcir voru gcrðir úl á Ifnu á útikgu. (lalt og sallað um borð og ckki komið hcim fyrr cn cflír (jóra lil fimm daga Já. þclla var nokkuð slrangur skóli. þvf þá voru cnpn vokulogin um borð Þcgar iirumð mikla tarð á Isafirði árið 1927 fóru úlgcrðarmcnn allra þcssara bála yfir og upp úr | var Samsmnufclagið slofnað. Þá flullusl margir skipsijórar bunu og tjómcnn. Um áramóun 1928-1929 komu svo Samvinnubálamir og <g fór aí róa á Ásbimi. En árið 1934 urðu þállaskil i lifi mfnu þcgar íg giflisl konu minm. scm cr hCðan frá Akurcyri Um það kyli fluiusi Cg nl Akurcyrar og hcf vcrið hcr upp frá þvi. Ég var áfram á sjó, var á Hoskuldi og á Súlunm. scm Cg sigldi nokkrum sinnum mcð, þám. á tinösárunum. Þá fór Cg f 25 sumur a sfld frá Akurcyn og það cru Ifkkga (cgurslu dagarmr frá sjómannsárunum Það var fallcgl úli á Grfmscyjarsundi. þcgar solm var að scljasl. Enn var Cg um Ifma á Snxfdlinu. scm var mikið aflaskip hCr og á logarana fór Cg þcgar þeir komu 1947 og var á þcim lil 1954 Þa fór Cg f land og gcrðivl fiskmalsmaður og það hcf Cg verið upp frá þvf. var m.a. um lima f þcssu f fyrra. þóll Cg sC farinn að minnka við mig MCr fannsl þcir uka I of núkið af þcssu f skalia Já. það cr orðinn mikill munur á kjorunum nú frá því scm Cg ólst upp við Þcir scm lifað hafa það að sjá slfka brcytingu. flnnsl hún svo óiníkg að þcir " nl állað sig á hcnni. -AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.