Tíminn - 31.07.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.07.1982, Blaðsíða 16
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91) 7 - 75-51, (91) 7- 80-30. Skr m muvegi 20 Kopavogi HEDD HF. Mikið úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armtila 24 Sími 36510 pÉÉÉl ; áW J / ■ Már Sigurðsson rekur veitingaskálann við Geysi og í Aratungu. Hann hefur nú bxtt aðstöðuna stórum og tók nýjan skála í notkun við Geysi nú í sumar. FERÐAMAN NAFJÖLDIJÖKST EFTIR AÐ GEYSIR TÚK AÐ GJOSA ■ „Ferðamannastraumur hér hefur talsvert aukist eftir að hverinn tók að gjósa á ný, en hann á að gjósa næst núna á sunnudaginn kemur á milli klukkan 15.30 - 16.“ sagði Már Sigurðsson, veitingamaður að Geysi í Haukadal, en Már hefur nú nýlega stórum bætt aðstöðu við ferðamenn þar eystra eftir að hann reisti nýjan og rúmgóðan veitingaskála þar í vetur. „Hverinn hefur verið látinn gjósa á hverjum sunnudegi nú í sumar að 4. júlí undanskildum," sagði Már enn, „og það er bróðir minn, Þórir Sigurðsson, sem haft hefur veg og vanda af því. Segja má að við höfum ekki auglýst þetta eins vel og skyldi, en auðvitað væri æskilegast að ferðaskrifstofur gætu miðað sumar sinna dropar ANY Rætt við Má Sigurðs- son, veitingamann ferða við það að koma við hjá Geysi á þessum tíma. Á þann hátt væri auðveldara að greiða kostnað af þessu niður, en hann er talsverður, ekki síst þar sem í hverinn þarf að láta 40 kíló af sápu, til þess að hann gjósi. Það er sem kunnugt er gert með því að lækka yfirborð hversins um 30-40 sentimetra og oftast þarf þá að bíða stutta stund eftir gosinu. Gosin eru mjög misjöfn og stundum mjög glæsileg. En fleiri hverir á svæðinu hafa sitt aðdráttarafl og þá fyrst og fremst Strokkur. Hann gýs á 2ja til 3ja mínútna fresti að jafnaði. Stundum eru gosin 20-35 metrar. Þá hefur komið fyrir að Geysir sé látinn gjósa á öðrum dögum en sunnudögum, en það er þá af sérstöku tilefni. En hvað ferðamannastrauminn varð- ar, þá finnst mér að hér komi miklu meira af íslendingum en útlendingum. Mér hefur heldur þótt draga úr straumi útlendinga hingað og framan af sumri í ár fannst mér lítið af þeim. Líklega hefur hræðsla við verkföll ráðið þar mestu um. Nú hefur fjöldinn aukist verulega. Já, það má segja að það sé nokkuð erfitt að reka á þjónustu á svona stað, þar sem það eru aðeins þrír mánuðir ársins sem bera þetta uppi. Ég hef þó gert mitt besta til þess að bæta alla aðstöðu hérna og þótt ég segi sjálfur frá þá held ég að nýi skálinn, sem ég byggði í vetur og tók fyrst í notkun í sumar sé mjög góður og vonandi framfaraspor frá sjónarmiði ferðamála, en á stað sem hérna þurfa ferðamenn að geta haft góða aðstöðu. Þar á meðal vil ég nefna að hreinlætisaðstaða er hér orðin í ágætu lagi. Já, ég hef einnig gestamóttöku í Aratungu, en það er með nokkuð öðru sniði og þar þyrftu menn helst að panta veitingar deginum áður. Það má því segja að ferðaþjónusta hafi vaxið og eflst hér frá því ég byriaði með söluskála árið 1972 við Geysi og það þarf líka að vera svo á okkar ferðamannastöðum, en því verr hafa þjónustumál of víða verið ófullnægjandi eða vanrækt. Mér þykir vænt um að yfirvöld ferðamála í landinu hafa hvatt menn til þess að bæta hér úr og það vona ég að gerist, enda mikilvægt fyrir ört vaxandi ferðamennaiðnað." - AM Þágufalls- sýkin ættuð af Mogg- anum ■ Skólameistari Mennta- skólans í Kópavogi hafði sam- band við Dropa í gxr vegna auglýsingar sem minnst var á hér frá skólanum sem birst hafði í Morgunblaðinu, þar sem gætti verulegrar þágufalls- sýki. Taldi hann Dropa full fljóta að álykta út frá þessari auglýsingu um ástand íslensku- kennslu í menntaskólum lands- ins, sem hann taldi aUs ekki fara hrakandi. Auglýsingin hefði farið rétt frá honum niður á Morgunblað og verið móttekin þar með réttum hætti, en hins vcgar hefðu „setjarar blaðsins forklúðrað henni“ með fyrrgreindum hætti. Það er því Morgunblað- ið sem er sökudólgurinn í þessu máli, íslenskukennsla menntaskólanna virðist hins vegar vera með eðlilegum hætti, og er það vel. Anker og orku- sparn- adur ■ Er Anker Jörgensen, for- sætisráðherra Dana farinn að mæta tU vinnu sinnar í íslenskri lopapeysu og bastskóm dags daglega? Ekki er það orðið svo gott eða slæmt eftir atvikum. Hins vegar birtist nýlega mynd af honum í þessari múnderingu í dönsku blaði. Var þá verið að taka upp kynningarkvikmynd um leiðir tU orkuspamaðar þar sem m.a. var viðtal við danska forsætisráðherrann. Tók forsætisráðherrann þar óumbeðinn að sér að auglýsa íslcnska framleiðslu, hlýjar lopapeysur, gagngert tU þess að minnka húshitunarkostnað landsmanna sinna. „Já, hvað gerir maður ekki í þágu góðs málsstaðar", sagði Anker. Annars hafa samstarfsmenn forsætisráðherrans kvartað yfír kulda á skrifstofu hans, en ■ hann segir aðeins að þeir verði að sætta sig við það, „því þegar ég er að tala um að spara þá ■'gJtt-4 lúf LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1982 fréttir Ríkisstjórnin boðar til sam- ráðsfundar með aðilum vinnumarkað- arins ■ Ríkisstjórnin hefur boðað aðila vinnumarkað- arins til samráðsfundar n.k. þriðjudag. Þar verður fulltrúum launþega og at- vinnurekenda kynntar nið- urstöður nýrra útreikninga Þjóðhagsstofnunar á hin- um ýmsu þjóðhagsstærð- um og útskýrt hvaða þýð- ingu það hefur verði ekki gripið til sérstakra efna- hagsaðgerða svo og hvaða aðgerðir eru helst taldar koma til greina m.á. til að draga aftur úr hraða verð- bólgunnar, sem hefur farið vaxandi það sem af er ársins. HEI Nýr blaðafulltrúi Flugleiða ■ Sæmundur Guðvins- son er um þessar mundir að taka við starfi sem ráðgefandi um auglýsingar og almenningstengsl hjá Flugleiðum. Um leið lætur Sveinn Sæmundsson af starfi blaðafulltrúa Flug- leiða. Flugleiðir og Ólafur Stephensen auglýsingar/al- menningstengsl, hafa gert með sér samkomulag um að fyrirtæki Ólafs, OSA taki að sér almennings - og fjölmiðlatengsl fyrir Flug- leiðir h.f. Sæmundur mun annast þetta starf á vegum OSA og hafa aðsetur í skrifstofuhúsnæði Flug- leiða. Sæmundur Guðvinsson hefur lengi starfað sem blaðamaður og fréttastjóri við Vísi og síðar DV. Sveinn Sæmundsson tek- ur nú við störfum við- víkjandi erlendum sam- skiptum félagsins, Ferða- málaráði, mál varðandi IATA o.fl. SV meina ég það í fyllstu alvöru“, sagði hinn óvænti auglýsandi íslenskrar ullarframleiðslu Danmörku. Krummi ... ....óskar Jónösum þjóðveg- anna góðrar ferðar og gleði- legrar heimkomu. I>jg§i|g|§§ggææggæ|g

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.