Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 ■ Sigríður Pétursdóttir á Ólafsvöllum er aðallega þekkt fyrir ræktun á íslenska hundinum og í sambandi við hundasýn- ingar hér á landi. Annars hefur hún verið mikil framkvæmdamanneskja og staðið fyrir fyritækinu RÖSKVA hf, sem hefur undanfarin ár flutt út mikið af íslcnskum ullarvörum bæði til Evrópu og eins vestur um haf, en prjóna - og saumastofur víðs vegar um landið framleiða flíkurnar samkvæmt samningi við útflutningsfyrirtækið. Nýlega var Sigríður á ullarvörusýn- ingu í Gent í Belgíu, þar hitti hún japönsku konuna Toshiko Hayashi og mann hennar Dick Benjamin, en hann er Hollcndingur. Þau stóðu þar að sýningu, sem kynnti nýja tegund hannyrða, sem á japönsku heitir Bunka-shishu. Á íslcnsku hefur þessi saumur hlotið nafnið „pennasaumur". Það samdist svo mcð Sigríði og þcim hjónum, að þau kæmu til íslands að kynna þessar hannyrðir, og fer sú kynning fram hér í Reykjavík í hannyrðavcrsluninni Strammanum aö Óöinsgötu I. Þau Toshiko Hayashi og ciginmaður hcnnar verða hér til 27. ágúst. Þau hafa veriö þar til viötals og sýnt hannyröavörur sínar undanfarna dagaá milli kl. 11-13 og 15-17, en bregða sér eitthvað út á land á næstunni til aö kynna „pennasaum" og sjá landið. Þau verða á Sclfossi scinnihluta fostudags nk., cn föstudagsmorguninn og á laugardag vcröa þau í Hafnarfirði í Hannyröabúðinni á Strandgötu. Eftir næstu helgi cru áætlaðar feröir út á land, bæði til Akraness, norður til Akureyrarog til Vestmannacyja, en þær Í1 i'f" "''!!!'*• | 11 í H ! |i-wJ ■ Áhugasamir áhorfendur horfa á hvernig Toshiko beitir „pennanálinni“, og svo fengu þeir að reyna sjálfir að sauma pennasaum á prufuborðinu. Handavinna vid allra hæfi: Bunka-shishu eda ppPennasaumur” ferðir eru ekki ákveðnarenn ogfara eftir veðri og flugfcrðum. Pennasaumur fer fram mcð nál, sem er mjög lík penna í hendi, og haldiö er á henni cinsog penna þ.e.a.s. gamaldags blekpenna, því nálin veröur alltaf að snúa eins og vera á vissri stefnu viö saumaskapinn. Saurnað er með silki- þræði, sem er prjónaður, og hann er rakinn upp um leiö og saumaö er. Þráðurinn er þræddur í nálina og henni svo stungið beint niöur í gegnum efniö á kaf og síðan lyft upp í næsta spor. Hannyrdir fyrir fóik á öllum aldri Þegar pennasaumur er saumaöur er gott að hafa í huga, að mttður sé eiginlcga að teikna meö penna. Litirnir ganga hver inn í annan, eins og í kúnstbróderíi og myndin er mjög lík því, að hún hafi verið saumuö á þann hátt, en mismunandi mikið er uppfyllt eftir munstri. Það er htegt að hafa flosaáferö á myndunum, cf vill, og kcmba þá saumaskapinn upp, en þá er unnið frá röngunni í stað þess aö vanalcga cr „pennasaumur" unninn á réttu myndar- innar. Sigríður Pétursdóttir sagði í viðtali við Hcimilis-tímann, að þetta væri sérstak- lega einföld og auðlærð aðferö, - og sá scm getur haldið á penna hann getur saumað pennasaum, sagöi hún. Hún sagöi þcssar hannyrðir mjög áhugavcrð- ar fyrir eldra fólk, scm er cf til vill farið að stirðna í fingrunum og á því bágt með að stýra fínni nál, en þaö getur auðveldlcga gert pennasaum. Eins eiga börn mjög gott meö að komast upp á lagið með þessa aðfcrö, því að „pcnnanálin" er stærri í hendi en vcnjuleg nál. Þetta er |iví auðvelt fyrir alla aldursflokka og bæði kyn. því að komið ■ Þessi kisumynd er unnin með flosáferd og fyllt upp cffir númerum, sem gefa til kynna hvaða lit af gami skal nota. hefur í Ijós, að karlar hafa ekki síður gaman af en konur, að búa til svona myndir. Munsturgerðir eru um 600, svo að þar er eitthvað handa öllum: fallegar barna -, blóma eða dýramyndir, ávaxtaupp- stilling, sérstaklega skemmtileg í eldhús og jafnvel landslagsmyndir. Stærð og verð á myndunum er mismunandi. Verðið er frá því um 60 krónur og upp undir 500 krónur þær stærstu. Það fer líka talsvert eftir því hversu mikið garn fer í myndina, en sumar eru meira uppfylltar en aðrar. Stærstu myndirnar eru ca. 35 sm x 60 sm. Allt efni til myndarinnar er innifalið í hverjum pakka, en rammann og nálina verður fólk að kaupa sérstaklega, enda er hægt að nota hvort tveggja aftur og aftur við gerð fleiri mynda. ■ Fyrirmyndirnar eru margskonar eins og sjá má, um 600 myndir er um að velja.! ■ Toshiko Hayashi og maður hennar Dick Benjamin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.