Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 nm>A( Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um allt land Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag abriel jQs / T p HÖGGDEYFAR y GJvarahlutir ÍíTímsS MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 ,/ «1» *' 'Xv-~ , . DICK SMITH iU\SíiitÍí,is;. UXPí4¥ííJi /4 H- ■ ■ ; ■ . ' . Dick við þyrluna sem hann ætlar að fljúga umhverfis jörðina á einu ári. Tímamynd GE „EG ÞURFTI AD FUIIGA RÉTT VIÐ ÖUHITOPPANA — segir Dick Smith, sem ætlar að verða fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis jörðina á þyrlu ■ „Ferðin frá Kulusuk gekk eiginlega vonum framar, a.m.k. ef tekið er mið af veðrinu. Ég lenti í dimmviðri og mikilli rigningu og þurfti að fljúga mjög lágt, nánast alveg rétt niðri við öldutoppana. Þegar ég átti eftir um 100 mílur til Reykjavíkur létti til og uppfrá því gekk tþetta eins og í sögu,“ sagði Dick Smith, kaupsýslumaður frá Ástralíu, sem nú flýgur þyrlu einn síns liðs um loftin blá! Ætlunin er að fara í hnattreisu og verða fyrsti maðurinn til að fljúga þyrlu hringinn í kring um jörðina. dropar „Ég lagði af stað frá Texas 5. ágúst. Þaðan flaug ég með nokkrum viðkomu- stöðum yfir endilöng Bandaríkin, til Kanada og þaðan til Grænlands.“ - Nú ert þú kominn hingað til Reykjavíkur. Er þá ekki erfiðasti hluti leiðarinnar að baki? „Jú, ætli það ekki. Norður-Atlants- hafið er alltaf erfitt og fyrirfram kveið ég þessum hluta, milli Grænlands og íslands, einna mest.“ - Hvert ferðu héðan? „Ég ætla mér að komast að Bellmore kastala í Englandi. Þar mun Karl Bretaprins taka á móti mér.“ - Geturðu sagt frá ferðaáætluninni í stórum dráttum? „Frá Englandi fer ég til Ítalíu. Þaðan yfir Miðjarðarhafið til Egyptalands og austur um til Indlands, Singapoore, Indonesíu og Ástralíu. í Ástralíu ætla ég að taka mér smá frí. Að því loknu fer ég upp til Japan, flýg svo með Alaskaströndum til Kanada og niður með Vesturströnd Bandaríkjanna þar til ég kem til Texas aftur. - Hversu langan tíma ætlar þú þér í ferðalagið? „Ég stefni að því að taka eitt ár í þetta.“ - Hvað kom þér til að leggja upp í þessa hnattreisu? „Það var bara ævintýraþrá. Ef allt gengur að óskum verð ég fyrsti maðurinn til að fljúga þyrlu umhverfis jörðina og það eitt hlýtur að vera dásamleg tilfinning," sagði Dick. - Sjó. Þrír sækja um yfirsaka- dómara ■ Nú fer senn að liða að því að Halldór Þorbjömsson, yfir- sakadómari taki við starfi sínu sem Hæstaréttardómari, en hann var skipaður í það embætti fyrr í sumar. Næstu dagana skýrast línurnar um hver verður eftirmaður hans. Umsóknarfrestur rann út um helgina, og sóttu þrír ein- staklingar um. Þeir em Gunn- laugur Briem, sakadómari í Reykjavík, Hrafn Bragason, borgardómari í Reykjavík, og Sverrir Einarsson, sakadómari í Reykjavík. Búist er við því að Friðjón Þórðarson taki ákvörðun um það í þessari viku hver þeirra þremenninganna hlýtur hnoss- ið. Hver verður fræðslu- stjóri? ■ En það em fleiri góð embætti, sem svo eru nefnd, sem em á lausu þessa dagana. Eitt þeirra er starf fræðslu- stjórans í Reykjavík, en bráð- lega lætur Kristján Gunnars- son, af því embætti. Um- sóknarfrestur um þá stöðu rann einnig út um helgina. Eins og um yfirsakadómara embættið komu þrjár umsókn- ir um starfíð. Þau þrjú sem sækja um em: Áslaug Brynjólfsdóttir, yfírkennari við Fossvogsskóla í Reykjavík, Bessí Jóhannsdóttir kennari, sem setið hefur í fræðsluráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavtk og jafnframt verið varaborgarfulltrúi, og Sigur- jón Fjeldsted, skólastjóri Hólabrekkuskóla, sem er nú einn af tólf borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjóm. Þó sjálfstæðismenn séu í meirihluta í Rcykjavík og fræðslustjórinn sitji þar, er á hitt að líta að það er Ingvar Gíslason, menntamálaráð- herra sem skipar í stöðuna, þó Fræðsluráð Reykjavíkur verði auðvitað beðið umsagnar um umsækjendur, og hefur erindið nú verið sent til þess. fréttir Hætta að láta Geysi gjósa ■ „Geysisnefnd hefur á- kveðið að Geysir verði ekki látinn gjósa oftar í sumar, nema að til komi sérstakar óskir frá ferða- hópum eða félagasamtök- um,“ segir í frétt frá Geysisnefnd. Ennfremur segir í frétt- inni, að þeir sem fari þess á leit að hverinn verði látinn gjósa þurfi að snúa sér til Geysisnefndar. Nefndin muni síðan fjalla um hverja umsókn fyrir sig. Einnig er tekið fram, að þeir sem óski eftir því að láta hverinn gjósa, þurfi að greiða af því allan kostnað. - Sjó. Fyrirlestur um Karakoram leiðangurinn ■ Fyrirlestur um hinn alþjóðlega Karakoram leiðangur 1980 verður haldinn fimmtudaginn 19. ágúst kl. 17.15 í herbergi 201 á Ámagarði. Leiðangurinn til Kara- koram fjallanna, sem eru þau hæstu í heimi, og liggja handan Himalaya- fjallanna á landamærum Kína, Pakistan, Sovétríkj- anna, Afganistan, og Ind- lands, var farinn á vegum Breska landafræðifélagsins 1980 er það fagnaði 150 ára afmæli sínu. Fyrirlesturinn er hald- inn á vegum íslenska landafræðifélagsins og ís- lenska jöklarannsóknarfé- lagsins en fyrirlesari verð- ur Keith Miller prófessor sem var leiðangursstjóri í förinni. Fyrirlesturinn er opinn almenningi og sýndar verða slidesmyndir úr leið- angrinum. Krummi ... ...er að velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að koma skatta- fyrningareglunni yfir erlendar skuldir...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.