Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 12
16 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 LÖGTÖK Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimt- unnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúr- skurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir vangreiddum opinberum gjöldum álögðum skv. 98. gr., sbr. 110. gr. laga nr. 75/1981. Gjötdin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, lífeyristr. gjald, atvr. skv. 20. gr., slysatrygging- argj. atvr. skv. 36. gr., kirkjugarösgjald, vinnueftir- litsgjald, kirkjugjald, sjúkratryggingargjald, gjald í framkv. sjóð aldraðra, útsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysistryggingagjald, iðnlánasjóðsgj., iðn- aðarmálagj., launaskattur, sérst. skattur á skrst. og verslunarhúsn., slysatrygg. v/heimilis. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. norðurlandasamningi sbr. I. nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 16. ágúst 1982. Fjármenn vantar að Fjárræktarbúi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að Hesti í Borgarfirði frá 1. september n.k. Búfræðimenntun æskileg. Upplýsingar um starfið veittar í síma 91-82230. Umsóknir sendist Rannsóknastofnun landbún- aðarins, Keldnaholti, 110 Reykjavík. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Tæknifræðingar Hafnamálastofnun ríkisins vill ráða tæknifræðing til mælingastarfa frá 15. september. Skriflegum umsóknum þar sem gerð er grein fyrir menntun og starfsferli, sé skilað til Hafnamála- stofnunar ríkisins fyrir 25. ágúst. ■ Þessi mynd var tekin af nýkrýndum Islandsmeisturum Fram á Akureyri á sunnudaginn. Þessir strákar sigruðu í 4. flokki og léku til úrslita gegn Val og unnu með einu marki gegn engu. Þjálfari liðsins er Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari og það er greinilegt að þarna er hann með góðan efnivið í höndunum. Til hamingju strákar! Mynd: G.K. Akureyri. Valur Islands- meistari 5. flokks Sigruðu Þrótt í úrslitaleik ■ Eins og fram kom í blaðinu í gær urðu Valsmenn íslandsmeistarar í 5. aldursflokki í knattspyrnu, en úrslita- keppnin fór fram í Kcflavík um helgina. Liðin scm lcku til úrslita voru átta talsins og var þeim skipt í tvo riðla. Urslitin í riðlakeppninni urðu sem hcr scgir: A-riðill: ÍBK-Valur 1-3 KR-Þór A. 1-1 ÍBK-KR 2-8 Valur-Þór 1-0 Þór-ÍBK 5-4 KR-Valur 0-0 B-riðill: Súlan-Þróttur R. 0-6 Þór V.-Stjarnan 0-5 Þróttur-Stjarnan 4-3 Súlan-Þór V. 2-0 Þór V.-Þróttur 1-5 Stjarnan-Súlan 5-0 Að riðlakcppninni lokinni var leikið til úrslita. í leiknum um 7. sætið sigraði Keflavík Þór Vestmannaeyjum með fjórum mörkum gegn engu. í 5. sæti hafnaði Þór Akureyri sem sigraði Súluna frá Stöðvarfirði 4-0. Um þriðja sætið léku KR-ingar og Stjarnan úr Garðabæ. KR sigraði í þeim leik með tveimur mörkum gcgn engu. Úrslitaleikurinn var því milli Þróttar R. og Vals. Sá leikur var jafn ogspennandi. Valsmenn byrjuðu á að skora en Þróttarar jöfnuðu. Og rétt fyrir leikslok skoruðu Valsmenn sigurmark sitt, sem tryggði þeim eftirsóttasta titil sem þeir gcta unnið til í 5. flokki. Knattspyrnuráð Keflavíkur veitti besta lcikmanni kcppninnar sérstök vcrðlaun og þau hrcpptu Gunnlaugur Einarsson Valsmaður. Kcppnin í Kcflavík fór vel fram og voru margir leikjanna mjög vel leiknir og sýndu ungu knattspyrnumennirnir og sönnuðu að mikið býr í þeim og ástæðulaust er að kvíða framtíðinni. sh Bikar- keppni 2. flokks ■ I kvöld fer fram á Laugardals- velli úrslifaleikurínn í bikarkeppni 2. flokks. Þar leika til úrslita Fram og Valur og hefsf viðureign félaganna kl. 19.00. Búast má við hörkuviöur- eign, en þó eru mestar líkur á sigri Fram, sem hefur á að skipa sterku liði í 2. aldursflokki. Unglinga- landsliðið í golf i ■ Dagana 30. ágúst til 3. scptember næstkomandi vcrður Evrópumót ungl- inga í golfi haldið í París. Þar verða íslendingar meðal þátttakenda og hefur unglingalandslið íslands vcrið valið og skipa það eftirtaldir kylfingar: Magnús Ingi Stefánsson NK Gylfi Kristinsson GS Páll Kctilsson GS Magnús Jónsson GS Sigurður Sigurðsson GS Hilmar Björgvinsson GS Varam. Jón Þór Gunnarson GA Liöstjóri og fararstjóri í ferðinni til Parísar er Stefán H. Stefánsson. ís- lenska liöið fer utan á mánudag og mun dvelja ytra nokkra daga áður en keppnin hefst, til að kynna sér allar aðstæður og æfa á vcllinum þar sem leikið verður. Þetta Evrópumót unglinga er ætlað unglingum 21 árs og yngri og ciga tveir úr þessu liði möguleika á að keppa ■ Gylfi Krístinsson verður meðal keppenda á Evrópumótinu í golfi unglinga í París. Hér sést hann ■ keppni á EM-unglinga sem haldið var hér á landi í fyrra. Tímamynd: Ella. á næsta móti eftir tvö ár og reyndar á það einnig við um varamanninn. Full ástæða er til bjartsýni á árangur liðsins þar sem þessir piltar eru í fremstu röð meðal íslenskra golfmanna. sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.