Tíminn - 29.08.1982, Síða 2
2__________
fólk í listum
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982
■ ... en spumingin er hvort annar
forsætisráðherra, fyrrverandi að vísu,
verði með reyfara á markaðnum í ár
Olof Palme.
■ Guðni Kolbeinsson gefur út barna-
bók og hefur auk þess þýtt eitt stykki
reyfara og þrautabók fyrir böm.
■ Þórbergur Þórðarson mun fara á
kostum í bréfunum sem Vaka gefur nú
út...
■ ... en þau hefur Hjörtur Pálsson
búið til prentunar og auk þess ritað
formála og skýringar.
■ Úrval úr greinum, ræðum og ritgerð-
um Gunnars Thoroddsen kemur út hjá
Vöku í haust...
Bækur frá forlaginu Vöku:
Bréfin hans Þérbergs
— og reyfari eftir Olof Palme (?)
U Eftir nokkurt hlé höldum við áfram
að kynna útgáfubækur forlaganna í
haust og fram eftir vetri: jólabókaflóðið.
Forlögin munu nú vera komin með
flestallar bækur sínar á þurrt og
upplýsingarnar því áreiðanlegar að
mestu, þó auðvitað geti sitthvað ennþá
breyst. Bókaútgáfan Vaka hefur nú
gengið frá lista yfir sínar bækur þessi jól,
og veitti Ólafur Ragnarsson, eigandi og
forstjóri útgáfunnar, okkur eftirfarandi
upplýsingar.
Ekki er mikill vafi á að sú bók Vöku
sem á eftir að vekja mesta athygli er ný
bók eftir Þörberg Þórðarson. Flestir
hafa líklega búist við því að Þórbergur
væri búinn að segja sitt síðasta orð, en
svo er ekki. Bók Vöku hefur að geyma
bréf sem meistari Þórbergur skrifaði
tveimur vinkonum sínum á alllöngu
tímabili, þeim Helgu Jónu Ásbjarnar-
dóttur og Birnu Þórðardóttur, en þær
eru betur þekktar undir nöfnunum sem
þær bera í Sálminum um blómið: Lilla
Hegga og Bidda systir. í bréfunum
fjallar Þórbergur um allt milli himins og
jarðar, og að sögn Ólafs standa þau
ekkert að baki bestu köflum bóka hans
að hugarflugi og stílsnilld. Bók þessi
mun heita Brcfin hans Þórbergs, og
hefur Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri,
búið hana til birtingar; ritað skýringar,
formála og svo framvegis. I því
sambandi hefur hann víða leitað fanga,
ekki þó síst hjá Margréti, ekkju
Þórbergs, og þeim Helgu Jónu og Birnu.
Ólafur Ragnarsson kvaðst vilja taka
fram að það kæmi skýrt fram í a.m.k.
einu bréfanna að Þórbergur hafi gert ráð
fyrir því að þeim yrði haldið til haga og
þau gefin út eftir hans dag.
Við höfum þegar kynnt tvær útgáfu-
bækur Vöku með stuttum viðtölum við
höfundana: sem sé Spámann í föður-
landi eftir Jón Orm Halldórsson, og
Dagbókarbrot eftir Sæmund Guð-
vinsson. Sú fyrrnefnda er fyrsta skáld-
saga aðstoðarmanns forsætisráðherra,
og segir frá deildarstjóra í ráðuneyti sem
kemst að því að hann er ekki feigur í
bili og tekur þá til við að bæta ýmislegt
sem honum finnst aflaga fara í
þjóðfélaginu. Bók Sæmundar - en nafn
hennar gæti reyndar breyst - segir frá
lífi venjulegrar fjölskyldu í Reykjavík,
og er frásögnin í léttum dúr.
Guðni Kolbeinsson, íslenskufræð-
ingur m.m., gefur út sína fyrstu bók nú
um jólin, og heitir hún Mömmustrákur.
Er um að ræða barnasögu sem lesin var
í útvarpið í sumar og vakti töluverða
athygli.
En meðal höfunda Vöku eru ekki
eintómir nýgræðingar. Þrír höfundar
forlagsins eru löngu frægir fyrir bækur
sínar: Gunnar M. Magnúss, sem hefur
skrifað bókina Ingimund fiðlu og fieira
fólk, Hugrún, sem ritar æviminningar er
hún nefnir Ég læt það bara fjúka, og
loks Ármann Kr. Einarsson, sem hefur
endurunnið hina kunnu bamabók Óska-
steininn hans Óla og nefnist hún nú
aðeins Óskasteininn. í bók Gunnars M.
Magnúss eru þættir af sérkennilegu
fólki, m.a. Ingimundi fiðlu Sveinssyni
(bróður Kjarvals), alþýðufræðaranum
Guðmundi Hjaltasyni, karlmenninu
Guðnýju S. Magnúsdóttur og skáldinu
á Þröm, Magnúsi Hj. Magnússyni.
Einnig er fjallað um bannárin á íslandi.
Eins og flestir muna líklega var ein
alsöluhæsta bókin á síðasta ári viðtals-
bók Ólafs Ranarssonar við Gunnar
Thoroddsen, forsætisráðherra. Nú send-
ir Vaka frá sér bók með úrvali úr
greinum, ræðum og erindum Gunnars á
hálfrar aldar tímabili. Koma þar bæði
fram skoðanir hans á ýmsum þjóðþrifa-
málum og hugleiðingar um áhugamál
hans, auk þess sem forsætisráðherra
dregur upp myndir af ýmsum samferða-
mönnum sínum. Enn er það Ólafur
Ragnarsson sem hefur haft samstarf við
Gunnar, valið efnið í samráði við hann
og skrifar auk þess skýringar sem efninu
fylgja. Mun bókin væntanlega heita
Frelsi að leiðarljósi.
Þá má nefna að Vaka hefur nú útgáfu
á íslenskukm skopsögum í svipuðum dúr
og gert var í íslenskri fyndni hér á árum
áður. Er um að ræða áður óbirtar sögur
af þekktum og óþekktum íslendingum,
bæði lífs og liðnum, og hafa þeir Ólafur
Ragnarsson og Axel Ammendrup safn-
að efninu um allt land og flokkað, en
sérstakan bókaauka ritar Vilhjálmur
Hjálmarsson, fyrrum ráðherra. Er hann
e.k. heiðurs gestur bókarinnar og segir
gamlar og nýjar sögur úr pólitíkinni.
Bók þessi, sem myndskreytt hefur verið
af Árna Elvar, á að heita Krydd í
tilveruna og er ætlunin að gefa út eina
slíka bók á ári.
Tvær þýddar spennusögur verða
gefnar út hjá Vöku í haust. Önnur heitir
Valkyrjuáætlunin og er eftir Michael
Kilian(’). Þessi bók gerist hér á íslandi
og eru margar söguhetjumar íslenskar
og mun höfundurinn hafa kynnt sér
vandlega allar aðstæður hér á landi.
Annars er þetta bók um njósnir og
togstreitu stórveldanna. Þýðandi er
Axel Ammendrup. Hin bókin heitir
Ráðherrann og dauðinn í þýðingu
Guðna Kolbeinssonar. Fjallar hún um
dularfulla atburði í sænska stjórnmála
..heiminum og er sögð sameina á
snilldarlegan hátt fyrsta flokks morð-
gátu og einstaka fyndni. Þykirmeðólík-
indum hversu höfundurinn, Bo Balder-
son, þekkir vel til í kerfinu og heimi
stjómmálanna, og því hefur hvorki
verið játað né neitað að Balderson, sem
er dulnefni, sé í rauninni enginn annar
en Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra
Svía!
Meðal metsölubóka síðasta árs var
444 gátur og er henni nú fylgt eftir með
555 gátum til viðbótar. Sigurveig
Jónsdóttir þýddi hana og staðfærði. Er
þessi bók ein svokallaðra Tómstunda-
bóka sem Vaka hefur nú hafið útgáfu á
en tvær slíkar í viðbót koma út nú.
Leikjabók fyrir börn jafnt sem fullorðna
sem Sigurður Helgason þýddi og
staðfærði og Þrautir fyrir börn sem
Guðni Kolbeinsson þýddi.
Loks má nefna bækumar um ævintýri
Smjattpattanna en 16 slíkar eru nú
komnar út og flokkur átta nýstárlegra
barnabóka sem munu koma út samtímis
hér og í nokkrum öðrum löndum og hafa
hlotið nafnið Smára-bækurnar.
Alls kvaðst Ólafur Ragnarsson gera
ráð fyrir að Vaka, sem nú er á öðru
starfsári sínu, gæfi út um fjörutíu titla
á þessu ári.
-'j-
„VEGURINN HEIM”
Von á stórri skáldsögu eftir Olgu
Guðrúnu Árnadóttur í haust
■ Nú í vetrarbyrjun er von á nýrri
skáldsögu eftir Olgu Guðrúnu Ámadótt-
ur hjá Máli og menningu. Olga er löngu
vel kunn af ritstörfum en hún hefur fram
til þessa einkum skrifað fyrir böm og
unglinga, að undanteknu leikritinu
„Flóttafólk“ sem útvarpið flutti sl.
vetur. En nú er það sem sé saga handa
fullorðnum, sem Olga Guðrún hefur
ritað og við hringdum til hennar á
föstudag og spurðum hana frétta af
þessu nýja verki.
„Það er ekki auðvelt að segja frá
bókinni án þess að koma um leið upp um
efnisþráðinn og það er mér ekki vel við,
því þá glatast spennan. Þessi bók byggist
nefnilega talsvert mikið á spennunni,"
sagði Olga Guðrún. „Samt get ég sagt
þér að bókin heitir „Vegurinn heim“ og
gerist í Reykjavík. Mér datt þetta efni í
hug fyrir nokkrum árum og hef verið að
skrifa hana sl. fjögur ár. Já, það er
nokkuð langur tími. Sagan fjallar um
réttindamál barna en söguhetjan er
skilnaðarbarn, telpa. Þetta cr saga
hennar eftir skilnaðinn, persónuleg
lýsing."
Þetta er önnur skáldsaga Olgu
Guðrúnar, en sú fyrri var unglingasagan
„Búrið“ sem Mál og menning gaf út
1977. Við spyrjum Olgu Guðrúnu hvort
henni hafi veist glíman við nýju söguna
erfið.
„Þetta hefur nú verið svolítið
brokkgengt," segir hún. „Ég fór
nefnilega út í aðra framleiðslu á þessum
tíma, eignaðist dóttur fyrir einu og hálfu
ári og það tók sinn tíma að undirbúa það
og standa síðan í kvenmanninum. Ég
hef viljað vera með hana heima og hef
þurft að finna mér stundir, þegar pabbi
hennar getur tekið hana. Ég hef því
þurft að vinna þetta á dálítið
undarlegum tímum en er svo heppin að
pabbi hennar er mjög húslegur og hefur
ekki talið eftir sér að taka bróðurpartinn
af heimilisverkunum á sínar herðar.
Ég er nýlega búin að skila bókinni í
prentun og er fyrst núna að átta mig á
því að ég er búin að flytja, en ég flutti
fyrir fjórum mánuðum síðan. Eg hef
nefnilega ekki haft tíma til þess að líta
upp. En núna líður mér afskaplega vel
og er aðallega í því að leika við dóttur
mína og gera við gömul föt.
Jú, ætli þess verði ekki langt að bíða
að ég byrji á einhverju nýju. Það dugar
ekki, að taka sér of löng hlé í þessu. Ég
er með ýmis söguefni í höfðinu, en ætli
ég ráðist ekki næst í að skrifa leikrit fyrir
svið."
Bók Olgu Guðrúnar verður um 200
síður að lengd og er því talsvert
viðameiri en fyrri skáldsaga hennar,
„Búrið.“ Hún er einnig búin að stíga
fyrstu skrefin á sviði leikritunar því
leikrit hennar „Flóttafólk" var flutt í
útvarpinu á sl. vetri, eins og áður kemur
fram. Af þýðingum hennar má nefna
sögumar „Uppreisnin á barnaheimi-
linu,“ eftir dr. Gormander, „í
föðurstað" eftir Kersten Torva, „Dreng-
urinn á gullbuxunum“, eftir Max
Lundgren og leikritið „Albert á brúnni“,
eftir Tom Stoppard. Er þá ekki allt
talið.
Loks má nefna bamabók hennar
„Trilla og álfamir, sem hún gaf sjálf út
fyrir allmörgum árum.
En nýja sagan, „Vegurinn heim,“ er
greinilega mesta stórvirki sem hún hefur
ráðist í til þessa að erekki vafi á að menn
munu bíða hennar með eftirvæntingu.
- AM
■ Olga Guðrún Ámadóttir.