Tíminn - 29.08.1982, Side 6

Tíminn - 29.08.1982, Side 6
6___________ fólk T listum SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 ■ Sigurður Pálsson sendir nú frá sér þriðju ljóðabók sína.... ■ ...en Ijóðabók Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur er hin fyrsta frá hennar hendi. ■ Ingólfur Margeirsson skrífar um sérstæðar persónur sem orðið hafa á vegi hans erlendis... ■ ... en Flosi Ólafsson heldur sér við Kvosina í Reykjavík. ■ Elisabeth Taylor höfðaði mál til að reyna að stöðva útgáfu þeirrar ævisögu hennar sem Iðunn gefur nú út. Risinn í íslenskri útgáfustarfsemi: IBUNN HEÐ A ANN- AÐ HUNDRAÐ BÆKUR ■ Iðunn, risinn í íslenskum útgáfu- bransa, verður með á annað hundruð bókatitla í ár, og er það svipað og á síðasta ári. Kennir þar að sjálfsögðu margra grasa eins og fyrri daginn, en eftirfarandi upptalning er byggð á upplýsingum Jóhanns Páls Valdimars- sonar hjá Iðunni og tekur hann fram að aðeins sé stiklað á stóru, og aukinheldur að enn sé óljóst hvort nokkrar bækur nái útgáfu á þessu ári og er þcirra ekki getið. Frumsamin skáldrit Anton Helgi Jónsson sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Vinur vors og blóma, eins og við höfum þegar sagt frá. Þetta er saga um ástir og örlög og fjallar um nokkra mánuði í lífi ungs manns í Reykjavík. Eftir Anton hafa áður komið út tvær ljóðabækur sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Hann vann einnig til fyrstu verðlauna í smásagnasamkeppni Vikunnar. Frá Auði llaralds kemur þriðja hókin: Ævintýri fyrir rosknar von- sviknar konur og eldrí menn eða Hlustið þér á Mo/art? Fjallar hún um 37 ára konu sem vaknar upp við það einn morgun að maðurinn cr farinn í vinnuna og börnin í skólann og hún getur ráðstafað deginum fullkomlega eins og hana langar til. Fyrri bækur Auðar hafa komið út í mörgum útgáfum og selst í stórum upplögum. Njörður P. Njarðvík sendir frá sér sögulega skáldsögu: Dauðamenn. Hún er byggð á atburðum á sautjándu öld en tveir feðgar. Jónas á Kirkjubóli í Skutulsfirði, voru brenndir á báli fyrir galdra vegna ásakana séra Jóns Magnús- sonar þumlungs, en kunn er Píslarsaga hans þar sem hann lýsir galdraofsóknum feðganna á hendur sér. Haliærisplanið er fyrsta bók ungs höfundar, Páls Pálssonar. Hún segir frá lífi unglinga í Reykjavík samtímans. Það mun teljast til bókmennta- viðburðar að ný Ijóðabók er væntanleg frá hcndi Þorsteins frá Hamri. Nefnist hún Spjótalög á spegil. Kveður hér við nokkuð annan tón en í fyrri Ijóðabókum höfundar, Ijóðin ef til vill persónulegri, að sögn Jóhanns Páls. Guðrún Svava Svavarsdóttir mynd- listarmaður sendir frá sér sína fyrstu Ijóðabók: Þegar þú ert ekki. Hún ku segja, á hreinskilinn og einlægan hátt frá sambandi sínu og Þorsteins frá Hamri. Bókin er prýdd myndum eftir hana sjálfa. Eftir Sigurð Pálsson kemur út Ljóð vega gerð. Þetta er þriðja ljóðabókin í trílógíunni um Ijóðvegina. Hinar fyrri voru: Ljóð vega salt og Ljóð vega menn. Báðar hlutu þær góðar móttökur og lof gagnrýnenda. Sigurður er jafnframt vel kunnur fyrir leikrit sín og þýðingar. Ennfremur kemur út Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar. Þetta er heildar- útgáfa á Ijóðum Hanr.esar. Kjartan Guðjónsson myndskreiytir bókina. Þetta er fjórða bók í flokki IÐUNNAR með Ijóðasöfnum meiriháttar samtíðar- skálda. Áður eru komin út söfn eftir Hannes Pétursson, Stefán Hörð Gríms- son og Sigfús Daðason. Hannes er talinn með fremstu skáldum sinnar kynslóðar og var mjög áberandi í hópi atóm- skáldanna svonefndu. Það telst til tíðinda að væntanleg er ný bók frá Svövu Jakobsdóttur sem hefur að geyma nýjar áður óbirtar smásögur, en Svava hefur vakið mikla athygli fyrir ritstörf sín, ekki síst á sviði smásagnagerðar. Bókin hefur ekki hlotið nafn. Eftir Birgi Engilberts koma út þrír þættir sem væntanlega munu bera titilinn Andvökuskýrslumar. Birgir sem er lærður leikmyndateiknari, hefur m.a. skrifað nokkur leikrit sem sýnd hafa verið í sjónvarpi og á sviði. Önnur rit frumsamin Eftir Hannes Pétursson koma út heimildaþættir sem ekki hafa enn hlotið nafn. Meðal efnis má nefna þátt um síðustu ævidaga Bólu-Hjálmars og annan um móður hans. Hannes er löngu kunnur sem einhver fremsti höfundur þjóðarinnar og ekki að efa að unnendum þjóðlegra fræða og góðrar frásagnar- listar mun þykja fengurað þessari bók. Ingólfur Margeirsson vakti mikla athygli í fyrra þegar út komu endurminn- ingar Guðmundu Elíasdóttur, Lífsjátn- ing, sem hann skráði. Hún hefur nú verið prentuð í þrem útgáfum og tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs. Ingólfur er nú á ferðinni með nýja bók sem hann kallar Erlend andlit og ber undirtitilinn Mynd af mannfólki. Þetta eru frásögur af sér- stæðum persónum sem orðið hafa á vegi höfundar á ferðalögum erlendis. Þeir settu svip á öldina cr titill á stóru verki sem fjallar um helstu stjórnmála- skörunga þjóðarinnar á þessari öld. í henni er fjallað um sextán menn og eru höfundar jafn margir. Sigurður A. Magnússon ritstýrir verkinu, ritar for- mála og skrifar jafnframt um Hannes Hafstein. Fjórða bindi af Mánasilfri, úrvali endurminninga sem Gils Guðmundsson hefur tekið saman, kemur út í ár. Gils hefur tínt saman fjölbreytt efni eftir fólk úr öllum stéttum, konur og karla frá ýmsum tímum. Eftir Einar Braga kemur út Hrakfalla- bálkurinn -viðtöl við Plum kaupmann í Ólafsvík. Einn af síðustu verslunarstjórum konungsverslunarinnar er söguhetja þessarar bókar. Þegar verslun í landinu var gefin frjáls árið 1786, bauðst honum að kaupa vörur og verslunarhús í Ólafsvík, þar sem hann var síðan kaupmaður um árabil. Plum ritaði bækur, sem enn eru til í handriti, meðal annars verslunarsaga hans, sem Einar Bragi reisir frásögn sína á. Flosi Ólafsson mun vafalaust vekja athygli með bók sinni: I kvosinni - æskuminningar og bersöglismál. Bókin er minningabrot og hugleiðingar um lífið og tilveruna. Sögusviðið er kvosin í Reykjavík. Hér eru m.a. barnæsku- minningar úr miðbænum og vestan úr bæ. „Þetta er hetjusaga manns" segir Jóhann Páll „sem er að berjast við að vera eins og hann er en ekki eins og hann á að vera, og greinir m.a. frá því hvernig Flosi breyttist úr bóhem í borgara.“ Óvenjulegar endurminningar koma út eftir Róbert Maitsland og er þetta hans fyrsta bók. Róbert er svokallað ástandsbarn, fæddur á stríðsárunum, móðir hans íslensk en faðir hans bandarískur hermaður sem hvarf af landi brott mánuði eftir að Róbert fæddist 1943. Óhætt er að segja að hann hafi ekki farið troðnar slóðir í lífinu. Hann segir af hreinskilni frá lífi sínu og uppvexti, kynnum sínum af öðru fólki, búskap í Flóanum og brokkgengu lífi í Reykjavík. Róbert er nú búsettur í Kaupmannahöfn. A leið til annarra manna nefnist sönn frásögn um stúlku er fæddist mikið fötluð og var úrskurðuð vangefin. Eftir nær áratugsvistun á Kópavogshælinu kemur í Ijós að í viðjum fatlaðs líkama bjó þroskaður hugur. Var það fyrst og fremst fyrir þrautseigju og þolinmæði skrásetjara bókarinnar, Trausta Ólafs- sonar kennara, að það uppgötvast að stúlkan var alls ekki vangefin. Þetta mun vera áhrifamikil og átakanleg frásögn en borin upp af bjartsýni. Brian Pilkington og Þórarinn Eldjárn senda frá sér óvenjulega bók um íslensku jólasveinana. Þetta er gaman- söm lýsing á lífi þeirra í nútímanum. Meðal efnis er viðtal við jólaköttinn, meðmæli frá nokkrum atvinnuveit- endum Gluggagægis, sjúkdómsgreining frá sálfræðingi Hurðaskellis, auk þess vísur og kvæði, endurminningaþættir, lögregluskýrslur, sakaskrá o.m.fl. Þórar- inn Eldjárn annast textahliðina en myndirnar gerir Brian Pilkington. Þýddar bækur, skáldsögur og fleira Frásögn um margboðað morð heitir nýjastabókGabriel Garcia Marquezer kemur út í haust, eins og þegar hefur verið skýrt frá í Helgar-Tímanum. Bók þessi kom fyrst út á frummálinu nú í ár en Guðbergur Bergsson þýddi bókina úr spænsku eins og fyrri bækur höfundarins sem út hafa komið á íslensku. Þetta er óvenjuleg morðsaga, rituð af þeirri leikni semMarquez einum er lagið, enda einn þekktasti núlifandi höfundur í Suður-Ameríku. Bókin hefur hlotið mikið lof og selst í meira en milljón eintökum á spænsku og kemur nú út nær samtímis í 32 löndum. Önnur bók eftir suður-amerískan höfund kemur út í haust: Hinn ósýnilegi eftir Manuel Scorza en Iðunn hefur áður gefið út eftir sama höfund Rancas-þorp á heljarþröm. Þessi bók fjallar um baráttu indíána í Perú fyrir tilveru sinni og blóðbaðið sem því fylgir. Bókin greinir frá sönnum atburðum. Manuel Scorza er fæddur í Lima, höfuðborg Perú. Hann er nú brottrækur úr heimalandi sínu vegna andstöðu við yfirvöld og býr í París. Hann hefur skrifað fimm binda skáldsagnaröð um þessa átakanlegu baráttu indíánanna við yfirboðara sína. Hinn ósýnilegri er annað bindið af þessum heimildaskáld- sögum og hefur hlotið mikið lof um allan heim. Hvert bindi er sjálfstætt en saman mynda þau eina heild. Ingibjörg Har- aldsdóttir þýddi bókina úr spænsku. Lausnarorð er fyrsta bók Marie Cardinal sem út kemur á íslensku. Hún er fædd í Alsír en stundaði nám í París og lagði síðan stund á háskólakennslu í heimspeki. Á fertugsaldri tekur hún að þjást af sálsýki og þar kemur að hún gengst undir sálgreiningu sem m.a. greinir frá í þessari bók. Hún segir frá uppvcxti sínum í siðavöndu kaþólsku umhverfi betri borgara og lýsir af vægðarleysi samskiptum þeirra mæðgna sem hafa gagnger áhrif á líf dótturinnar. Bókin hefur verið þýdd á mörg tungumál og vakið mikla athygli. Snjólaug Sveinsdóttir þýddi. Fyrsta bók bandarísku skáldkon- unnar Anais Nin á íslensku kallast Unaðsreitur og hefur að geyma þrettán gleðisögur. „Hér er lýst kynnautn kvenna og ýmsum tilbrigðum kynlífs- reynslunnar af mikilli list og ’hispurs- leysi“ að sögn útgáfunnar. Sögur Anais Nin hafa verið þýddar á fjölda tungu- mála og hvarvetna vakið athygli og aðdáun, ekki síst Dagbækur hennar í nokkrum bindum. Guðrún Bachmann þýddi sögurnar. Endurminningar frægra leikara eru fyrirferðamiklar á erlendum bóka- markaði. Fáar hafa þó vakið slíka athygli sem ævisaga Elizabeth Taylor sem væntanleg er á íslensku í haust. Höfundurinn, Killy Kelley,fer óvægum höndum um líf leikkonunnar, ástir hennar og hjónabönd og greinir frá ýmsum hliðum sem umheiminum voru áður ókunnar. Hún segir frá kvikmynda- ferli hennar, sjö hjónaböndum, ótelj- andi ástarævintýrum, veikindum, sorg og gleði. Elizabeth Taylor höfðaði mál til þess að stöðva útgáfu bókarinnar en án árangurs. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi. Á síðasta ári kom út hjá Iðunni Ástarsaga aldarinnar eftir Mártu Tikk» en. Hún fjallaði eins og kunnugt er um hjónaband hennar og Henriks Tikkanen og ekki síst um drykkjuskap eiginmanns- ins. Henrik Tikkanen er kunnur höfund- ur í Finnlandi og jafnframt þekktur myndlistarmaður. Hann hefur ritað endurminningar sínar í nokkrum bind- um og kemur fyrsta bókin út á íslensku í haust í þýðingu Olafs Jónssonar. Hún ber titilinn Brenna og fjallar um „hórdóm og drykkjuskap, ólán og bráðan dauða, lýsir gæfulausri fjöl- skyldu og baráttu hennar við ógæfuna. Það er hún sem gefur lífinu gildi og ógildir það um leið“ svo notuð séu orð höfundar í upphafi bókarinnar. Hrollvekjur er úrval þýddra hryllings- sagna eftir nafntogaða höfunda. Alfreð Flóki myndskreytir bókina. Barna- og unglingabækur Að venju gefur Iðunn út fjölmargar bækur fyrir börn og unglinga. Hér skal getið nokkurra. Mesta athygli mun vafalaust rekja Gilitrutt,þjóðsagan kunna, í mynd- búningi Brians Pilkington sem vakti athygli fyrir myndir sínar í Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Hún kom út í fyrra og seldist í mjög stóru upplagi og hefur nú komið út á nokkrum erlendum tungumálum. Gili - trutt er prýdd fjölda mynda, öllum í litum, og er hin vandaðasta að allri gerð. Frumsamdar bækur eftir Magneu frá Kieifum, Kára Tryggvason og Ragn- heiði Jónsdóttur koma einnig út. Út koma tvö ævintýri H.C. Andersen með litmyndum Ulf Löfgren, bók eftir Svend Otto S., Oie Lund Kirkegaard og margar fleiri. Meðal höfunda unglinga- bóka má nefna Jan Terlouw, Bo Carpelan, Anke de Vries, E.W. Hildick og Erik Christian Haugaard. Handbækur, námsbækur og fleira Bók um ljósmyndun kemur út: Taktu betri myndir eftir Michael Langford. Bókin er í stóru broti, prýdd geysilegum fjölda litmynda og skýringarteikninga. Hún er sniðin við hæfi byrjenda jafnt sem lengra komna og er sögð vera besta bók sinnar tegundar sem út hefur komið um þetta efni. Hverju svarar læknirinn? í þýðingu Guðsteins Þengils- sonar er nýkomin út en upplagið á þrotum. Ný útgáfa er væntanleg fyrir jól. Ungbarnið — um þroska og umönnun barna fyrstu tvö æviárin er handhægt leiðbeiningarrit með myndum eftir hjúkrunarfræðingana Maríu Heiðdal og Önnu Ólafsdóttur. Aðhlynning aldraðra eftir Solveigu Jó- hannsdóttur er nýkomin út. Bíllinn eftir Guðna Karlsson er komin út í fjórðu útgáfu, mikið breytt og aukin. Meðal nýrra námsbóka eru Dönsk málfræði, Ritgerðabókin, Hreyfingar- fræði, íþróttasálfræði og mikið cndur- skoðuð útgáfa af Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntm frá 1550 eftir Heimi Pálsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.