Tíminn - 29.08.1982, Síða 8

Tíminn - 29.08.1982, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Wiiflttjí Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsll Sigur&sson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Glslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrei&slustjóri: Sigur&ur Brynjólf&son Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstlnn Hallgrimsson. Umsjónarma&ur Helgar- Tlmans: lilugi Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, BJarghiidur Stefánsdóttlr, Fri&rik Indrl&ason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (íþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Krlstin Leifsdóttir, Sigurjón Valdlmarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlltsteiknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Einarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttlr. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosi Krlstjánsson, Krlstín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sl&umúla 15, Reykjavlk. Siml: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuðl: kr. 120.00. Setnfng: Tæknidelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Hornreka skólakerfisins ■ Þessa dagana er verið að bera kennslutæki út úr Ármúlaskóla í Reykjavík. Það sem um er að ræða eru vélar sem ætlaðar eru til alls konar málmsmíða. í þessum fjölbrautaskóla er ekki rúm fyrir þá verknámsdeild er þar hefur starfað. Það er ekki einu sinni til skólahúsnæði í allri Reykjavík, þar sem hægt er að hola niður kennslutækjum af þessu tagi. Það verður að flytja verknámsdeildina úr borginni. Verknám er hornreka í menntakerfinu. Fjölbrauta- skólinn í Ármúla þarf á meira rými að halda til að þar verði hægt að kenna bóklegar greinar einvörðungu. Hér er ekki við yfirmenn þessa tiltekna skóla að sakast. Þetta er aðeins dæmi um það tómlæti sem verknámi er sýnt. Menntakerfið er byggt upp af langskólamönnum og uppeldisfrömuðum. Mennt er máttur, er þeirra kjörorð. í þeirra augum er mennt einvörðungu tengd bókum. í grunnskólunum er svokölluð handavinna náms- grein. Undir hana er varið lítt mældu kennslurými. Þarna fer fram dútl og fitl undir leiðsögn sérfræðinga í föndri. í skólum Reykjavíkur er ekki rúm fyrir alvöru rennibekki, sem notaðir eru við hagnýta kennslu. Ekki heldur fyrir þá reyndu málmsmiði sem verja starfstíma sínum til að kenna ungu fólki að móta málm og nota þau tæki sem til þess eru ætluð. Fyrir hverja er svona menntakerfi sniðið? Á pappírunum mun enn vera eitthvað eftir af lögvernduðum iðngreinum. Um langt skeið hefur verið rekin einhliða áróður gegn meistarakerfinu svokallaða, sem byggist á því að handverksmenn taka nema, hver í sinni grein, og kenna þeim hagnýt störf. Vissulega var og er meistarakerfið gallað. En það hefur einnig sína kosti, en þeim hefur ekki verið flíkað, aðeins hefur verið lagt kapp á að rífa niður. Nú er svo komið, að meistarar í flestum iðngreinum eru mjög tregir að taka nema. Þetta bitnar miklu fremur á unga fólkinu, sem hug hefur á verknámi, heldur en meisturunum og þegar fram í sækir, á atvinnugreinunum. Verknámið hefur að nokkru leyti verið flutt inn í skólana. Þó eru verknámsskólar alltof fáir og smáir, og í fjölda greina lítil tök á að veita þá kennslu sem æskilegt væri. Meistarar og handverksmenn hafa lítið látið þessi mál til sín taka, en nokkuð samt. Hitt er undarlegra hve lítinn áhuga fyrirtæki, sem byggja rekstur sinn á verkmennt, virðast í rauninni hafa á þessum þætti menntamála. Um þetta hafa svo sem verið gerðar ályktanir og eitthvað af tækjum gefið í íðnskola, en það er ekki nóg. Eins og við á um flest önnur svið þjóðlífsins á ríkið að sjá um menntunina, og í umboði þess skipuleggja langskólagengnir og nærsýnir pedagógar allt mennta- kerfið. Handverk og verknám er utan þeirra seilingar. Námsfræðsla sýnist afskaplega takmörkuð innan skólakerfisins. Þeir sem leggja útá hina löngu lögskipuðu menntabraut eiga þess oft á tíðum lítinn kost að kynnast af eigin raun þörfum atvinnulífsins og þeim möguleikum sem það hefur upp á að bjóða. Það er kannski lítil þörf fyrir verknámsskóla ef allt kapp er lagt á að fleyta nemendum framhjá hagnýtu námi. Á síðasta námsári voru 170 manns innritaðir í sögu í Háskólanum. Væntanlega fækkar þeim ekki í ár. Þarna ávinnur sér margur punkta í sögufróðleik óg getur haldið áfram að kenna enn fleirum þegar fram í sækir. Málmsmíðanemar eru á brott reknir en föndrið blífur. . - O.Ó. ■ Brasscric Lipp á Boulevard Saint-Germain í Latínuhverfinu í París, þar sem menningarvitar eiga gjaman að leysa stóru málin við morgunverðarborðið. Málverk þetta er eftir Rodolphe Rousseau. SAGT FRÁ MENN- INGARVITIJNUM f FRAKKLANDI — og tregðu albanskra rithöfunda til að lýsa sæluríki Hoxa A.LBANÍA er enn í dag eitt LOKAÐASTA ■ Albanski rithöfundurinn Ismail Kadaré LAND KOMMÚNISMANS. Lítið fréttist af atburðum þar í landi, enda er það enn stefna stjórnvalda að hafa sem minnst samband við vonda vesturlandabúa. Flokkslínan er að sjálfsögðu allsráðandi í smáu sem stóru í Albaníu, og óvægilega tekið á þeim, sem eiga erfitt með að halda sig á línunni. Þetta á ekki hvað síst við um listamenn ogannað áhrifafólk í menningarlífi landsins. ' Einn þekktasti albanski rithöfundurinn, jafnt í eigin landi sem erlendis, er Ismail Kadaré. Staða hans hefur vérið talin mjög sterk bæði vegna þess, að verk hans eru vinsæl heimafvrir og hafa vakið nokkra athygli á alþjóðavettvangi, en ekki síður þar sem hann er áhrifamaður í kommúnista- flokknum; þingmaður og ritstjóri menningartímarits, sem Albanir gefa út á frönsku og nefnist Les Lettres Albanaises. Kadaré hcfur þar af leiðandi leyft sér endruin og eins að gagnrýna á þcnnan hátt sumt af því, sem honum þykir miður fara í albönsku þjóðlífi En jafnvel Kadaréer í hættu staddur ef hann víkur um of frá fiokkslínunni, og hann fékk forsmekkinn af því á fundi í rithöfunda - og listamannasambandi Albaníu fyrir skömmu, en fra þeirri umræðu var sagt í vestrænum blóðum. Sá, sem einkum gagnrýndi Kadaré, var formaður sambandsins, Dritero Agolli að nafni. Hann fann að Kadaré fyrir verkefnaval; í bókum hans væri yfirleitt fjallað um liðna tíma en ekki nútímann. Þetta væri þeim mun alvarlegra þar sem ungir rithöfundar reyndu að apa eftir Kadaré í von um að hljóta svipaðar vinsældir. Afleiðingin væri sú að skáldsögur um söguleg efni „flæddu yfir á kostnað sósíalrealisma nútímans". Sem sagt; albanskir höfundar skrifa ekki nógu mikið um hversu dásamlegt sé að búa í paradís Envhers Hoxa. Agolli hélt því að vísu ekki fram, að albanskir rithöfundar ættu ekki að halda áfram að skrifa skáldsögur um söguleg efni, ef þau verk væri til þess fallin að tendra föðurlandsást, efla þjóðarstolt og auðga bókmenntir og listir landsins, „en þessir rithöfundar verða að einbeita sköpunargáfu sinn meira að hinu sósíalistíska þjóðfélagi og vandamálum þess“. Segir sá sem valdið hefur. í gagnrýni sinni vék Agolli m.a. sérstaklega að skáldsögu eftir Kadaré, sem kalla mætti á íslensku „Hirðmaðurinn við Draumahöllina“. Þar fjallar Kadaré hæðnislega um hugtök eins og „erlend áhrif“ og „einangrunarstefnu", sem bæði eru mjög viðkvæm í albanskri pólitík, en Hoxa og legátar hans hafa lagt mikla áherslu á að loka landamærunum til að verjast erlendum áhrifum. í því sérkennilega andrúmslofti, sem þarna ríkir, er það því jafnvel ámælisvert í sumra augum að hljóta viðurkenningu í öðrum löndum fyrir verk sín. Einn fulltrúa í stjórnmálanefnd flokksins, Ramiz Alia, sagði til dæmis á áðurnefndum fundi, að það væri til lítils að fá verk sín gefin út í öðrum löndum „ef þau hefðu ekki mikla þýðingu fyrir eigin þjóð“. Öllum var ljóst hvert því skeyti var beint. Þótt Kadaré hafi mun sterkari stöðu í Albaníu en aðrir rithöfundar, þá er Ijóst að jafnvel hann taldi skynsamlegt að hörfa fyrir þessum árásum. Ræða, sem hann flutti áfundinum, var birt í blaði rithöfundasambandsins í Tirana, og þar segist hann fallast á þá gagnrýni, að hann hafi alltof mikið hclgað sig sögulegum viðfangsefnum f skáldskap sínum í stað þess að lýsa veruleika samtímans. Hins vegar vildi hann meina, að í meginatriðum hefðu ritstörf hans verið „á línunni“. Þeir, sem fylgjast náið með málum í Albaníu, segja að þar sem Kandaré sé vinsæll maður og mikilvægur forystumaður í albönsku menningarlífi sé lítil ástæða til að ætla að hann verði útskúfaður. Deilurnar um verk hans muni hinsvegar vafalaust halda áfram, en Kadaré muni áfram fá að taka sjálfur þátt í þeim umræðum. Slíkt telst til undantekninga í kommúnistískum ríkjum sem kunnugt er. Tveir franskir blaðamenn hafa kannað HVERJIR ÞAÐ SÉU SEM RÁÐI ÖÐRU FREMUR GANGI MENNINGARUMRÆÐUNNAR í FRAKK- LANDI. Niðurstöður þessara athugana hafa nú birst í bók, sem vakið hefur nokkra athygli.Hún nefnist Les Intellocrates, sem kannski mætti kalla Menningarvitarnir á íslensku. í bók sinni fjatla blaðamennirnir, Hervé Hamon og Patrick Rotman, um það, hverjir það séu sem gegni lykilhlutverkum í þeim stofnunuin landsins, sem ráði mestu um mcnningar- málaumræðuna í landinu; rannsókna - og menntastofnunum, for|ögum, ritstjórnum dagblaða og dagskrárdeildum sjón- varps. Deila má um hversu misjöfn áhrif þessar stofnanir hafi á gang mála. Régis Debray hélt því til dæmis fram í bók sinni Le pouvoir intellectuel en France árið 1979, að áhrifavaldið í frönskum menningarmálum hefði fært sig um set síðustu hundrað árin frá háskóianum yfir til forlaganna og nú síðast - um og eftir 1968 - til fjölmiðlanna. þ.e. dagblaða og vikublaða, útvarps og sjónvarps. Blaðamennirnir taka allar þessar stofnanir til meðferðar. og telja sig þar hafa fundið um 200 manna hóp fræöimanna. biaðamanna ogforleggjara, sem séu eins og lítill hcimur út af fyrir sig og ráði öðrum fremur hvað um sé rætt í frönskum menningarmálum. Þessi litli hópur hefur margt sameiginlegt að sögn blaðamannanna. Flestir þeirra búa í París, helst á vesturbakka Signu, þeir leysa vandamálin við morgunverðarborðið á veitingahúsum Latínuhverfisins og fara yfirleitt í sumarleyfi til Haute-Provence. Blaðamennirnir segja, að þær miklu sveiflur, sem orðið hafi í frönsku þjóðlífi síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk, hafi getið af sér þrjá meginhópa menningarvita á vinstribakka Signufljótsins. í fyrsta lagi hóp menntamanna, sem hafi fylgt franska kommúnistaflokknum að málum, en ýmist yfirgefið flokkinn eða verið reknir úr honum. í öðru lagi hóp vinstrisinnaðra kaþólikka, sem tóku þátt í mótmælahreyfing- unni gegn Alsírstríðinu á sínum tíma. Og í þriðja lagi þá fjölmörgu, sem hafi hlotið eins konar eldskírn í stúdentaupp- reisninni miklu í mars 1968. Áhrifamenn í menningarmálum Frakka í dag tilheyra einhverjum þessara þriggja hópa, að sögn blaðamannanna. í bókinni er fjallað með gagnrýnum hætti um ýmsar helstu menningarstofnanir landsins; skóla eins og Collége de France og Ecole des liautes études, forlög svo sem Gallimard, Le Seuil og Grasset, blöð eins og Le Nouvel Observateur og Libération, vinsælan vikulegan menningarþátt í sjónvarpinu - Apostrophes og einstaklinga, sem gegna mikilvægum. , stöðum hjá þessum stofnunum. Eitt af því, sem harðlega er gagnrýnt í bókinni, er það sem blaðamennirnir telja hlutdrægni við úthlutun helstu bók- menntaverðlauna Frakklands. Þeir vekja athygli á því að hin heimsþekktu Goncourt-verðlaun séu yfirleitt alltaf veitt fyrir skáldsögur, sem eitt af þremur tilteknum bókaforlögum gefi út - þótt aðeins um fjórðungur skáldsagna í landinu sé gefinn út hjá þessum þremur forlögum. Ástæðan er að þeirra sögn einfaldlega sú, að flestir þeir, sem velja verðlaunahafann ár hvert, eru tengdir þessum þremur forlögum - annað hvort starfsmenn þeirra eða þá höfundar, sem forlögin gefa út bækur eftir. Bók þeirra félaga hefur vakið umræður og deilur og hefur af þeim, sem hrifnir eru af henni, verið sögð kærkomin leiðsögubók um tiltölulega þröngan og lokaðan heim franskra menningarvita. - ESJ Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.