Tíminn - 29.08.1982, Síða 9

Tíminn - 29.08.1982, Síða 9
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 9 Aumasta stjórnarandstadan i stjornmalasögu Islands Reynt að afstýra öðru verra Gengisfelling og frávik frá kjarasamn- ingum, eru ekki neitt fagnaðarefni. Samt geta slíkar ráðstafanir reynzt óhjákvæmilegar til að afstýra öðru verra og eru því til hagsbóta, ef miðað er við það, sem ella myndi verða. Bráðabirgðalögin, sem voru gefin út laugardaginn 21. þ.m., falla undir slíkar ráðstafanir. Öilum var orðið ljóst, að ættu atvinnuvegirnir ekki að stöðvast, var veruleg gengisfelling óhjákvæmileg. Jafn nauðsynlegt var að láta verðhækkunaráhrif hennar ekki ná til kaupgjaldsvísitölunnar. Ef það hefði verið gert, hefði kaupgjaldsvísitalan hækkað um 16- 20% 1. desember næstkomandi. Hún hefði svo tekið álíka stökk eftir þrjá eða fjóra mánuði. Þetta hefði orðið atvinnuvegunum algerlega ofvaxið. Mörg fyrirtæki hefðu stöðvast, framleiðslan dregizt saman og í kjölfar þess fylgt mikið atvinnuleysi og stórfelld kjaraskerð- ing. Með þeirri skerðingu verðbóta, sem verður 1. desember samkvæmt bráða- birgðalögunum, er reynt að koma í veg fyrir þessar afleiðingar, sem hefðu haft í för með sér margfalt meiri kjara- skerðingu en þá, sem menn verða að þola 1. desember. Veltur á skilníngi þjóðarínnar Til eru þeir, sem telja þessa aðgerð 1. desember, ekki nægjanlega. Samt muni verðbólgan haldast alltof mikil og afkoma atvinnuveganna reynast ótrygg. Þetta er rétt. Þess er hins vegar að gæta, að meiri skerðing nú hefði reynst mörgum ofvaxin og getað leitt til svo mikils samdráttar í viðskiptum og fram- kvæmdum, að hér hefði skapazt svipað atvinnuleysi og í Bretlandi og Banda- ríkjunum, þar sem leiftursóknarstefnu er fylgt. Enginn heldur því fram, að með þessum ráðstöfunum, sem nú hafa verið gerðar, sé fengin einhver varanleg lausn. Því takmarki verður seint náð. Hér hafa hins vegar verið gerðar viðnámsráðstafanir, sem skapa ráðrúm til að halda f horfinu um stund og undirbúa frekari ráðstafanir síðar. Út úr ógöngum verðbólgu og efnahags- áfalla verður ekki komizt nema í áföngum. Rétt er svo að leggja áherzlu á, að þvf aðeins munu bráðabirgðalögin afstýra öðru verra, að þjóðin taki þeim með skilningi og láti ekki blekkjast af þeim áróðri stjórnarandstæðinga, að hún hafi aðeins orðið fyrir óverulegum áföllum. Dæmalaus ósvífni Af hálfu stjómarandstæðinga í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum hefur að undanfömu verið haldið uppi áróðri, sem gengur öllu lengra í ósannindum en áður em dæmi um í hérlendri stjómmálabaráttu. Blekkingar þessar fjalla um það, að efnahagsvandinn, sem nú er fengizt við, stafi ekki nema að örlitlu leyti af ytri ástæðum eða aflabresti, heldur sé hann fyrst og fremst afleiðing stjórnar- stefnunnar. Með þessum ósvífna áróðri á að draga athygli almennings frá eftir- greindum staðreyndum: í fyrsta lagi að mikil efnahagskreppa ríkir nú hvarvetna í heiminum. í ■ Geir Hallgrímsson flestum löndum hefur hún leitt til stórfellds atvinnuleysis og meiri háttar kjaraskerðingar. Þessi alþjóðlega kreppa þrengir nú að íslenzkum atvinnuvegum á þann hátt, að markað- ir hafa dregizt saman og verðlag á útflutningsvöram lækkað. í öðra lagi hefur orðið stórfelldur aflabrestur. Loðnuveiðamar hafa alveg stöðvazt og þorskafli orðið miklu minni en áður. Það er fyrst og fremst þetta tvennt, sem veldur því, að efnahagsvandinn er miklu meiri en ella. Um síðustu áramót bentu þjóðhags- horfur til þess, að vænta mætti svipaðra þjóðartekna á árinu 1982 og á síðasta ári, ef framleiðsla og útflutningsverðlag héldist Iíkt og þá. Síðan um áramótin hefur margt snúizt á verri veg. Nú benda þjóðhags- spár til þess, að þjóðartekjumar rýrni um allt að 7% á árinu. Nær ekkert af því, sem veldur þessari rýrnun þjóðartekna, verður rakið til stefnu eða aðgerða ríkisstjórn- arinnar. Þar er nær eingöngu um óviðráðanlegar orsakir að ræða. Þetta sýnir bezt, hve ósannur og ósvífinn þessi áróður stjórnarandstæð- inga er. Sfldarbresturínn 1967 Það er ekki úr vegi í framhaldi af þessu að rifja það upp, að núverandi stjómarandstæðingar hafa farið með völd, þegar svipaðan vanda bar að höndum, og hvemig þeir bragðust þá við. í greinargerð um efnahagsmál, sem borizt hefur frá Verzlunarráði íslands, segir á þessa leið: „Vandamálumí sjávarútvegi, ásamt’ aflabresti, sölutregðu og verðfalli á mörgum fiskafurðum má líkja við síldarbrestinn árið 1967.“ Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, sem kallaði sig viðreisnarstjórn, fór með völd á þessum tíma. Það skorti ekki að hún reyndi að glíma við vandann og grípa til róttækra aðgerða. En hverjar urðu afleiðingamar? í fyrsta lagi leiddu þær til svo mikils atvinnuleysis á áranum 1968 og 1969 að íslendingar settu heimsmet í atvinnuleysi á þessum áram samkvæmt alþjóðlegum skýrslum. í öðra lagi leiddu þær til svo mikillar rýrnunar á lífskjöram, að verkalýðs- samtökin urðu að heyja löng verkföll. Á þessum áram töpuðust hér hlutfalls- lega fleiri vinnudagar vegna verkfalla en í nokkra öðru landi á þessum tveimur áram, einnig samkvæmt al- þjóðlegum skýrslum. Þetta ættu núverandi stjórnarand- stæðingar að rifja upp áður en þeir gera lítið úr þeim vanda, sem nú er glímt við. Máttur blekkinganna Jafnhliða þeim málflutningi, að efnahagserfiðleikarnir stafi ekki nema að örlitlu leyti af óvæntum áföllum, kappkosta stjómarandstæðingar þann áróður, að núverandi ríkisstjórn hafi mistekizt allt. Þeir reyna að innræta þetta fylgismönnum sínum og fá þá til að bergmáia það. Þannig var þessu smeygt inn í ályktun, sem nýlega var gerð á fundi samtaka Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum, en þar segir á þessa leið: „Það hefur komið óhrekjandi í ljós á síðustu misseram, að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur ekki í neinu skilað þeim árangri sem að var stefnt.“ Slíkur áróður getur ekki stafað af misskilningi eða fáfræði, því að hverjum manni, sem eitthvað fýlgist með stjómmálum, ætti að vera það vel kunnugt, að meðal höfuðmarkmiða, sem ríkisstjórnin stefndi að í upphafi og stefnir að enn, er að tryggja næga atvinnu og sem stöðugastan kaupmátt launa. Þetta hvort tveggja hefur tekizt í tíð núverandi ríkisstjórnar á sama tíma og ■ Kjartan Jóhannsson stórfellt atvinnuleysi hefur komið til sögu í nær öllum öðram löndum og kaupmáttur launa rýrnað. Þess vegna hafa íslendingar búið við betri kjör en flestar aðrar þjóðir á þessum tíma og era a.m.k. margir hverjir betur undir það búnir nú en ella að taka á sig nokkrar byrðar vegna áfallanna, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir á þessu ári. En það er ótrúlegt en satt, að takast skuli að blekkja svo greinda og góða menn, eins og margir Sjálfstæðis- flokksmenn á Vestfjörðum era, að þeir skuli taka sér í munn aðrar eins fjarstæður og þær, að sú ríkisstjórn, sem tryggt hefur næga atvinnu og nokkum veginn stöðugan kaupmátt launa, hafi ekki skilað í neinu þeim árangri, sem stefnt var að. Slíkur er máttur blekkinganna, þegar þær era endurteknar nógu oft af óbilgjömum áróðursmönnum. Mannalæti Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins vora kvaddir saman síðastl. mánudag t' tilefni af setningu bráðabirgðalaganna. Á fundi þingflokks Sjálfstæðis- flokksins var samþykkt að krefjast þess, að Alþingi kæmi tafarlaust saman. Þingflokkur Alþýðuflokksins krafðist hins vegar þess, að ríkisstjórn- in segði strax af sér, en tók ekki undir þá kröfu Sjálfstæðisflokksins, að Alþingi yrði kvatt saman þegar í stað. Þessar kröfur umræddra þingflokka sýna, að þeir reyna að bera sig mannalega. En minna verður úr, þegar málið er krafið tl mergjar. Krafan um að Alþingi verði kvatt saman rúmum mánuði fyrr en ákveðið hefur verið, er ekki studd neinum frambærilegum rökum. Einu rökin, sem hægt væri að færa fýrir slíkri kröfu væra þau, að nú þegar þyrfti að afgreiða eitthvert brýnt málefni eða ráðstafanir, sem ekki þyldu bið þangað til í byrjun október, þegar þing á að koma saman. Meirihluti þing- flokks Sjálfstæðisflokksins hefur ekki neitt slíkt mál fram að færa. Vegna bráðabirgðalaganna þarf þingið ekki að koma saman, því að höfuðatriði þeirra taka ekki gildi fyrr en 1. desember. Alþingi sem kemur saman 10. október, gefst nægur tími til að fjalla um þau áður en til framkvæmda kemur. Krafan um að ríkisstjórnin segi af sér er á álíka sandi byggð og krafan um tafarlaust þinghald. Þessi krafa væri því aðeins eðlileg, að fyrir lægi möguleiki til myndunar nýrrar ríkis- stjórnar, sem gæti tekið fastar á málum en núverandi ríkisstjórn. Enginn slíkur möguleiki virðist sjáanlegur og engin rök era heldur færð fýrir því af hálfu Alþýðuflokksins. Marklaust bull Bersýnilegt er af því, sem nú er rakið, að umræddar kröfur þingflokks Alþýðuflokksins og meirihluta þing- flokks Sjálfstæðisflokksins era ein- göngu mannalæti, sem höfð era í frammi til að draga athygli frá þeirri staðreynd, að þessir stjómmálahópar hafa engar tillögur fram að færa til lausnar efnahagsvandanum. Þeir þykj- ast hins vegar þurfa að bera eitthvað fram til að blekkja almenning og leiða athyglina frá ráðaleysi og getuleysi þeirra sjálfra til að bregðast við vandanum á raunhæfan hátt. Menn skulu líka veita því athygli, þegar leiðtogar umræddra stjórnmála- hópa reyna að svara spurningum um, hvað þeir vilji gera til að mæta vandanum, sem fengizt er við. Svörin era undantekningarlaust marklaust bull, þar sem forðast er að minnast á nokkrar beinar aðgerðir en rætt óljóst um ýmsar breytingar, sem gætu verið til bóta, en era margra ára verkefni og leysa því ekki á neinn hátt þann vanda, sem bregðast verður við tafarlaust. Svona aum hefur stjórnarandstaða ekki verið fyrr á íslandi. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.