Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.08.1982, Blaðsíða 10
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 10______________________________________Wíwvrn leigupennar í útlöndum ■ í síðasta bréfi minntist ég á Rauða herbergið eða Berns salonger, sem stendur við Berzelíusargarð og steinsnar frá Kóngstrjágarði í Stokkhólmi. Nú eru eigendur þessa gróskumikla skemmti- staðar, sem á sér langa og virðulega sögu famir að kveikna sér yfir kreppunni og reikna með að þurfa að loka á næstunni. Þeir viija sjálfsagt að ríkið tryggi þeim gróðann eins og öðrum almennilegum fyrirtækjum. En áður en aflraunamaður sá sem ég greindi frá um daginn nær að loka dyrunum hinsta sinni ætla ég að grípa sénsinn og segja dálítið frá herberginu góða, eða öllu heldur sögunni sem Ágúst Strindberg skrifaði um það. Náttúrustefna Sagan um Röda rummet (1879) hefur að undirtitli „lýsingar úr listamanna- og rithöfundalífinu. “. í raun réttri er textinn tæplega skáldsaga, heldur safn af samhangandi skissum. Höfundurinn hefði getað birt einstaka kafla í dagblaði, og reyndar færði hann einmitt í tal við Wall ritstjóra á Dagens nyheter að kaupa eitthvað af þessu til birtingar. Merkileg er þessi saga fyrir margra hluta , sakir, en þar er þá fyrst að telja að hún er fyrsta natúralíska sagan hjá svíum. Natúralísk já, - þótt lesendur Helgar- tímans séu vel menntað fólk í bókmenntum þá þori ég ekki að treysta því að öllum sé Ijóst hvaða isma er hér um að ræða. Sá natúralismi sem átt er við er til dæmis ekki sú kenning sem boðar að menn skuli baða sig naktir á almannafæri, né heldur er átt við sérstaka dýrkun á fegurð náttúrunnar, natúralisminn var bókmenntastefna sem vildi sýna raunsannar myndir af samfélaginu, lýsa því af gagnrýni og vísindalegri nákvæmni. Sumirnatúralist- ar skildu sjálfa sig sem líffræðinga samfélagsins og sögur st'nar sem einhvers konar tilraunaglas. Þekktastur natúralista mun vera Frakkinn Zola, en á Norðurlöndum hélt stefnan innreið sína með Fru Marie Grubbe (1876) eftir J.P. Jakobsen. Þessa bókmenntastefnu verður að skoða í ljósi þess að náttúruvísindi voru á þessum tíma í mikilli framför og Elliða, Arvids Falk og persónugervings Hamsuns í Sulti. Þar á ég við þá hlið bókmennta sem varðar félagslega aðlögun (félagshæfingu). Bókmenntir hafa alltaf haft visst gildi sem upp- eldistæki. Þetta á ekki aðeins við um þær bókmenntir síðustu alda sem höfðu meira eða minna yfirlýstan uppeldistil- gang og sem áttu að kenna mönnum guðsótta og góða siði, heldur gildir þetta trúlega um allan skáldskap. Þessi þáttur bókmenntanna kemur oft mjög skýrt fram í svonefndum þroskasögum og auðvitað í sjálfsævisögum líka. Ung- skáldin þrjú eru að fjalla um æskukrepp- ur sínar ogþað hvernig þær leystust, en lausn kreppunnar felur ávallt í sér söguna um hvernig skáldið komst til manns. Slík frásögn getur alveg eins varðað það hvernig kotteríið manns leystist upp og breyttist í ýmist núna bernskubrekin í Austur- og Vesturbæjarskólanum, hvernig augu manns t.d. lukust upp fyrir þeirri staðreynd að jafnvel stærðfræðikennar- inn Skúli skalli átti sínar mannlegu hliðar og var ekki til þess eins nýtur að setjast á prumpblöðruð. Jafnvel Vefar- inn mikli greinir lesandanum frá því hvernig hann hverfur til samfélagsins með því að taka alvarlega heimspeki- vandamál líðandi stundar; allar hans kreppur eru tilraunir til að botna í samtímanum og aðlagast þannig samfélaginu í vitsmunalegum skilningi. Á þann hátt er bókin játning til mannsins (þar með talin konan!) og samfélagsins, og það þótt sjálfumglöð söguhetjan virðist snúa baki við öllu saman í sögulok. En þroskasögur eru oft goðsögur um leið. Hjá þeim sem eins og Strindberg skrifa um kotteríið: Kaffi Tröð og Skjaldbreiði ásamt Hótel íslandi, er oft hætta á því að allt taki á sig bóhemabláma meir en staðreyndir gefa tilefni til. Útgangspunktur þroskasög- unnar er iðulega sú staðreynd að höfundurinn sé nú orðinn merkispersóna og lesandinn geti nokkuð lært af að lesa um hvemig hann varð það; fyrst reynsluár með kotteríi, svo framkvæmda ár á opinberum vettvangi. En Kotterí í rauðu herbergt þjóðfélagslegu umróti fylgdi viðleitni til að fjalla hlutlægt um eymd og fátækt og fleira sem annars hafði talist til feimnismála í fögrum listum. Natúral- ísku höfundarnir voru sakaðir um að velta sér uppúr skítnum og hafa öfughneigðan unað af því að segja frá lús og hungri. Ekki vantaði að Strindberg fengi að heyra slíkar átölur, en annars er nærtækt fyrir íslendinga að minnast þeirrar þröngsýni sem Halldór Laxness jnætti á sínum tíma fyrir Sjálfstætt fólk og var af líkum toga spunnin. Þá kipptu sumir sér ekki upp við lús nema hún skriði á uppdiktuðu fólki. En ein hlið á málinu var aukin útbreiðsla bóka og jafnvel lista (hinna viðurkenndu), sem hafði í för með sér að menn nenntu ekki lengur að lesa bara um fínt fólk og ríkt. Myndun stórborga og öreigastéttar koma líka þessu máli við. Strindberg dró fram lífið um skeið eftir háskólanám með blaðaskrifum og öðru tilfallandi, og á þeim árum kynntist hann listamannaklíkunni, sem er fyrirmynd að hópnum í Rauða herberginu, eins og sagan heitir á íslensku. Klíka, helst listamanna, heitir á sænsku kotterí, en liðsmenn kotterísins í sögunni eru að stússa í heimspeki, leiklist, myndlist og blaða- skrifum. Söguhetjan Arvid Falk er af efnafólki en afræður að gefa embættis- ferilinn upp á bátinn og snúa sér að bókmenntum, en slíkt þykir góðborgur- um mikið hrap. Bróðir Arvids er braskari og smásál og listavel dregin persóna. Annars eru persónurnar margar og sumar þeirra grunnar en þó skýrar á sína vísu. Þessi tegund persónusköpunar minnir talsvert á Dickens, sem mun ásamt Mark Twain og Alphonse Daudet hafa verið meðal helstu fyrirmynda höfundarins unga. Sagan er býsna ruglingsleg og ósam- kvæm sjálfri sér á köflum, en höfuðatriðið var ekki að skapa slúngna fléttu, heldur að bregða upp myndum, eins konar málverkum, af hinu og þessu í bæjarlífinu. Og meðlimir kotterísins skipa þar mestan sess. Forleggjarar fá miklar dembur frá Strindberg og einnig braskararnir. Dæmi um atlögu gegn hræsni þeirra síðarnefndu er frásögnin af því hvernig bróðir Arvids notar sér góðgerðarfélag til að losna við verðlaus hlutabréf og allt hringlið kringum svindlfyrirtækið Triton, tryggingafélag. Strindberg bregður líka upp myndum af borginni sjálfri, nefnir götur og bæjarhluta sem stokkhólmurum og unnendum Bellmans þykir skemmtilegt að rekast á í bók. Skáldsögur Rauða herbergið var Stindberg tilefni til að búa til dálitla mynd af samfélaginu. Arvid er ungur maður sem kemur til borgarinnar utan af landi, en bókin er fyrst og síðast sjálfsmynd ungs skálds, - og það þótt persónan Arvid Falk kunni að þykja óskýrt dregin. í þessu sambandi getur verið skemmtilegt að bera saman listamannsmyndirnar í Rauða herberginu, Sulti Hamsuns og Vefaranum Halidórs Laxness. En reyndar er nógu til að dreifa þar sem sjálfsmyndir rithöfunda eru annars vegar. Einkum virðist ungum skáldum þykja knýjandi að heimurinn fái af þeim mynd. Strindberg skrifaði bók sína 1879, bók Hamsuns kom út 1890, en Vefarinn 1927. Þessi ártöl spanna langt tímabil, en hins vegar eru þau í talsverðu samræmi við þróunina í Svíþjóð, Noregi og á íslandi, enda voru frónarar rétt í það mund að skríða úr moldarkofunum þegar borgamenning var orðin viðfangs- efni bókmennta með Svíum. Hetjan er Sulti og Arvid Falk eiga það sammerkt að gera heiðarlega en misheppnaða tilraun til að draga fram lífið á blaðaskrifum og skáldskap. Í báðum sögunum er sagt frá götum og byggingum, og borgin er hið nýja landslag, myrkviðurinn, sem hetjan unga er að læra að rata um. Sultur Hamsuns er sjálfskaparvíti sem lesand- anum er kannski ekki fyllilega ljóst hvaða tilgangi þjónar og því hungurverk- falli iýkur um síðir á tilviljunarkenndan hátt með því að kappinn er munstraður á fraktara. Hungurdögum Falks lyktar með því að hann afræður að verða nú fullorðinn og hætta þessari vitleysu, og gerist hann kennarablók í kvennaskóla. Osló Hamsuns er mikið þokuland og er öllu lýst á huglægan hátt. En svo sem vænta má í natúralískri sögu þá er Stokkhólmur Strindbergs talsvert áþreif- anlegri. Það sem aftur gerir að maður getur talað um Vefarann mikla frá Kasmír í sömu andrá og þessar skandinavísku sögur er einkum að í öllum þremur afræður skáldið unga að hætta öllum skáldagrillunum og snúa sér að einhverju merkilegra. En öllum bókunum er jafnframt sameiginlegt að lesandanum dettur tæpast í hug að taka uppgjöf höfundarins alvarlega, enda allar hin ágætustu hugverk. Maður getur velt fyrir sér af hverju skáldin þrjú enda sögur sínar svona. Ein uppástunga varðandi Halldór gæti verið að hann setji þama fram eins konar dulbúnu hótun um að hann sé bara hættur við að púkka uppá þá hörmung sem íslenskar bókmenntir voru á þessum tma. En saga hans felur auðvitað í sér óhemjulegar vangaveltur um lífið og tilveruna; það er tilvistarkreppa. Svo mikil kreppa er það að bókin minnir jafnvel á Infero (Helvíti), sálsýkisgrein- argerð Strindbergs frá 1896 sem byggð er á eigin reynslu. Endalok hetjunnar í Suiti fela ekki í sér að hann hætti að skálda af því að sérstök óyfirstíganleg rök bendi til að skáldskapur sé húmbúkk, heldur fremur vegna þess að ritstörf séu kolómögulegur atvinnuveg- ur, sérstaklega fyrir allslausan æsku- mann. Rök fyrir þessu eru svo sann- færandi í sögunni að lesandanum hlýtur að vera léttir þegar ungi maðurinn fer á sjóinn. Að vísu er stundum helst á Hamsun að skilja að langsóttar bollaleggingar um lífið, og þar með talin ritstörf, séu hálfgerð ónáttúra; en það viðhorf er ekki fyrir hendi í Sulti. En Arvid Falk, hvers vegna hættir hann við allt saman? Svarið er margrætt, en ein ástæðan er sú að forleggjarinn bað höfundinn um „mjúkan" endi á sögunni. Onnur er kannski sú að skáldið vantreysti samfélagslegum breytinga- mætti skáldskaparins og áleit að blaðamennskan mundi ryðja skáldsög- unum úr vegi. Strindberg átti eftir að þróast enn frekar í þessa róttæku átt, og í Spumingakveri fyrir lágstéttina skrifar hann 1884-85 að listirnar þjóni aðeins hagsmunum hástéttarinnar og stuðli að kúgun. En þó að þetta sé víst satt með afskifti forleggjarans þá er því ekki að neita að einhvers konar uppgjafarandi ræður ferðinni í öllum seinni helmingi bókarinnar. Kaldranalegir og draum- sjónalausir menn, Borg, Levi og Falander, gegna vaxandi hlutverki er á líður, - Arvid hverfur um stund og kemur svo „læknaður“ til baka eftir sumarvist í skerjagarðinum, laus við listamannsfluguna og kaupir sér pípuhatt. Þetta vonleysisviðhorf skálds- ins getur að nokkru leyti staðið í sambandi við nauðhyggju og pósitífisma margra natúralista, en þeim var gjamt að líta á gerðir manna sem vélræna afurð samfélagsaðstæðna. Þroska- og goðsögur Ein skýring enn - eða frekar hugleiðing - er til um endalyktir skáldferils Steins félagshæfingarhlutverk bókmennta verður eflaust ekki aðskilið frá þeim þætti þeirra sem snýr að sjálfu tungumálinu. Tungan er ekki aðeins orðin, heldur líka sögumar sem sagðar eru með þeim. Yfir goðsögum og skröki í bóhemabláu eða öðrum bláum iitasamsetningum þarf svosem ekki að kvarta. Að vísu munu flestir lesendur vera höfundi þakklátir ef hann reynir að stilla rembingi sínum og monti í hóf, en slíkt er ekkert skilyrði fyrir að bók sé góð. Gildi þroskasögu skálds eða frásagna, þar sem gert er upp við æskuna, felst alltaf að nokkru í sagnfræðilegum og hugmyndasöguleg- um fróðleik. Eitt atriði að lokum: Þær bækur sem ég hef minnst á hér em ekki bara sjálfsmyndir skálda, heldur em þær sjálfsmyndir borga um leið. Þetta gildir mest um Rauða herbergið, en líklega minnst um Vefarann. Borgir þurfa sínar goðsögur, borgabúar vilja fá skáldskap sem greinir frá lífi þeirra sjálfra. Á íslandi tönnluðust menn mjög á því fyrstu áratugi aldarinnar hverslags óskaplegur sollur og ódangan fyrirfynd- ist í Reykjavík. Erindi Tómasar Guðmundssonar vom fjarkalega vel- kominn boðskapur af því að þar var minnst á Austurstræti án vandlætingar- fullra smánaryrða. Höfundur Vefarans átti ekki svo mikla borg í landi sínu að hún rúmaði svið verulegs skáldskapar fyrr en eftir annað heimsstríð. Borgarbúi, alinn upp í öngstrætum og sporvögnum, hefur unun af að lesa kunnugleg staðanöfn í bók, meira að segja þótt þau nöfn komi efni bókarinnar að öðm leyti lítið við. Hliðstætt Tómasi á íslandi, gaf Strindberg stokkhólmurum Gárdet og Vita bergen - að ógleymdu Rauða herberginu - á prenti. Þessir staðir urðu vettvangur goðsagna. Nú urðu borgir fagrar og ljótar, illar og góðar; þær urðu til. ÁS Árni Sigurjónsson skrifar Stokkhólmsbréf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.