Tíminn - 29.08.1982, Side 18

Tíminn - 29.08.1982, Side 18
SUNNUDAGUR 29. AGUST 1982 ■ Uppkast Marccl Duchamp að „Skákmönnunum“ frá 1911. ■ Napóleon. ■ Stulín. ■ Beckett. í v . ■ '2, . . m■ l+í+j » * A>;; +>■ ... • ’**i*i' » X v\ ■ Man Ray og Duchamp að tafli árið 1960. ■ Skák. Ég hefi tekið mér það bessaleyfi að skrifa svolítið um skák hér í blaðið undanfarna mánuði. Bessaleyfi, vegna þess að auðvitað er ég rati við skákborðið - kann ekkert, veit ekkert, get ekkert - og haft tekist sæmilega til er það einungis vcgna þess að heimild- irnar hafa verið traustar. En úr því ástandið er svona er ekki nerna við hæfi að birta hér í lokin nokkur dæmi um sannkallaða idjótaskák, og cru þau skjýtin sum. Að vísu verður því varla haldið fram með góðri samvisku að Napóleon Bónaparte, keisari Frakk- lands, hafi verið idjót, en góður skákmeistari var hann ekki - þrátt fyrir alla sína hemaðarlist. En það er jú einmitt það sem gerir skákina jafn vinsæla og hún er: þó þetta sé flóknasti leikur í veröldinni getur hvaða bjáni sem er haft gaman af honum, svo fremi sem hann er fær um að læra mannganginn skammlaust. Og þó að Napóleon Bónaparte hafi aldrei orðið góður skákmaður kom það ekki í veg fyrir að hann tefldi mjög mikið alla sína ævi. Einkum og sér í lagi mun hann hafa unað sér við taflið í útlegðinni á Sánkti Helenu, enda er lítið við að vera á þessum grjóthnullungi útí Suður- Atlantshafi. Þrjár skákir hafa varðveist sem sagðar eru hafa verið tefldar af Napóleon, en rétt er að taka fram að flestir draga mjög í efa að keisarinn hafi í raun og veru átt hlut að máli. Það er vinsælt sport svikahrappa aö búa til skákir frægra manna og þykjast menn merkja fingraför slíkra á þessum skákum Napóleons þremur. Hitt er svo annað mál að keisarinn mun hafa teflt allar þrjár skákimar, en þær ekki varðveist og óþekktir aðilar því gripið til þess að búa til sínar eigin útgáfur. Fyrstu skákina tefldi keisarinn við Bertrand hershöfðingja en ekki veit ég hvernig hún á að hafa endað. Skák númer tvö var tefld við „skákvélina" sem kölluð var Tyrkinn og þeirri skák tapaði Napóleon. Þriðju skákina vann hann en andstæðingur hans var frú de Rémusat, þekkt kvensa í samkvæmislífi Parísar. Skák þessa eiga þau skötuhjú að hafa teflt í La Malmaison árið 1804 og með fyrrgreindum fyrirvara um raunveruleikann skulum við skoða hana nánar. Hún er snilldarlegt dæmi um idjótaskák. Hvítur: Napóleon Svartur: de Rému- sat 1. Rc3 - e5 2. Rf3 - d6 3. e4 - f5 4. h3 - fxe4 5. Rxe4 - Rc6 6. Rfg5 - d5 Nú tekur hernaðarsnillingurinn til sinna ráða! 7. Dh5+ - g6 8. Df3 - Rh6 9. Rf6+ - Ke7 10. Rxd5+ - Kd6 11. Re4+ - Kxd5 12. Bc4+ - Kxc413. Db3+ - Kd4 14. Dd3 mát! abcdefgh Keisarinn ekki nema fjórtán leiki að máta frúna! Eins og flestir vita þykir það hin mesta hneisa að tapa skák í innan við tuttugu leikjum, en þó kemur það fyrir bestu menn og ekki síst idjóta. En IDJÓTASKÁK að tapa skák í innan við fimm leikjum! Ég þekki þrjú dæmi um slíkt, ef undan em skilin gömlu góðu heimaskítsmátin. Það hefur raunar verið rannsakað gaumgæfilega að ekki er hægt að tapa í innan við tveimur leikjum (1. f4 - e6 2. g4 - Dh4 mát) en einum manni tókst að tapa í einum leik og var sá meira að segja stórmeistari að nafnbót: Argentínu- maðurinn Oscar Panno. Á millisvæða- mótinu á Mallorca 1970 hafði Fischer hvítt gegn Panno og lék 1. c4. Panno gafst upp við svo búið! Það var þó ekki vegna þess að hann áliti enska leikinn svo firna sterkan, heldur var Panno að mótmæla breytingum sem gerðar höfðu verið á skipulagi mótsins til þess að þóknast Fischer, sem ekki vildi tefla nema stundum vegna trúarskoðana. En hin dæmin tvö eru úr raunverulegum skákum sem báðir aðilar tóku jafnan þátt í. Hin fyrri var tefld í París árið 1924, Gibaud sem var um margra áratuga skeið í hópi sterkustu skák- manna Frakklands hefur hvítt, en Lazard nokkur stýrir svörtu mönnunum. Svona gekk skákin fyrir sig: 1. d4 - Rf6 2. Rd2 - e5 3. dxe5 - Rg4 4. h3 - Rc3! Ekki má drepa þennan riddara vegna 5. - Dh4 mát, drottningin hlýtur því að falla og veslings Gibaud gafst upp. Enginn man lengur eftir björtu dögun- um hans, en þessi skák er fræg! Hún var raunar ekki telfd á alvörumóti en stysta skákin sem tefld hefur verið sem virkileg kappskák er nákvæmlega jafn- stutt. Hún var tefld á ólympíuskák- mótinu í Folkestone á Englandi árið 1933. Skotinn Combe hefur hvítt en Hasenfuss frá Lettlandi svart. 1. e4 - c5 2. d4 - cxd4 3. Rf6 - e5 4. RxeS - Da5+ Göfugt dæmi um idjótaskák! - riddarinn fellur óbættur og hvítur gafst upp. Næst skulum við líta á skák sem tefldi ekki minni maður en Jósef Stalín, foringi Sovétmanna um áratuga skeið. Það vita allir að Sovétríkin bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir heims á skáksviðinu enda hafa hin kommúnísku yfirvöld lagt sig mjög fram um að gera veg skáklistarinnar sem mestan. Þykir skákin henta vel í marxísku uppeldi að sagt er, hvemig svo sem það kemur heim og saman, og líklegra er að yfirvöldin hugsi sem svo að meðan unglingarnir tefli skák geri þeir altént ekkert annað á meðan. Svo sem að krítisera lands- feðuma. Margir frammámenn kommú- nista hafa verið áhugasamir skákmenn, ekki síst fyrstu árin, og má þar nefna þá lljin—Sénevskíj og Sergei Orsjóníkídse, sem lengi var einn nánasti aðstoðar- maður Stalíns en leiðtoginn neyddi til að fremja sjálfsmorð í hreinsunum miklu. Sjálfur tefldi Stalín allmikið og hafði gaman af, en náði ekki sama árangri og í intrígum stjórnmálanna. Ég hallast helst að því að skýringin sé sú að í skák er sem kunnugt er bannað að drepa sína eigin menn! Ef þeim þrögnsýnu reglum hefði verið breytt er varla vafi á að Stalín hefði orðið heimsmeistari! En hann vann ýmsar skákir þrátt fyrir það og við skulum líta á eina sem hann á að hafa teflt árið 1926. Sumir halda því reyndar fram að skákin sé tilbúningur einn en við látum það liggja milli hluta. Stalín hefur hvítt í skákinni, en andstæðingur hans er Jesov, yfirmaður leynilögreglu ríkisins. Þar má segja að kjaftur hæft skel! 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - Rbd7 6. Be2 - a6 7. 0-0 - e6 8.14 - b5 9. a3 - Bb710. Bf3 - Db6 11. Be3 - Dc7 12. De2 - Be713. g4 - Rc5 14. Dg2 - 0-0 15. Hadl - Hfel 16. g5 - Rfd7 17. Hd2 - e5 18. Rf5 - Re6 19. Rxe7+ Það er þessi leikur sem hefur sannfært mig, prívat og persónulega um að þessa skák hafi Stalín sjálfur teflt í raun og veru. Þennan snilldarlega leik ber að skoða í samhengi við pólitískt ástand á skákborðinu, en eins og liggur í augum úti slær Stalínhér þrjár flugir í einu höggi. Hann útrýmir í einu vetfangi helmingi prestastéttar andstæðingsins, kemur róti á bölvaðan kónginn og losnar auk þess við hálft riddaralið sitt. Þessir kósakkar voru alltaf til vandræða hvort eð var! 19. - Hxe7 20. f5 - Rd4 21. f6 - Hee8 22. Bh5 - g6 23. Bxg6 Stalín var aldrei smeykur við að fóma eigin liði þegar það hentaði honum... 23. - hxg6 24. Dh3 - Re6 25. Dh6 - Dd8 26. Hf3 - Rxf6 Jesov lætur ekki sitt eftir liggja. 27. gxf6 - Hc8 28. Hdf2 - Dxf6 Hvað er ein drottning milli vina?. Alexandra var fljót að fjúka! 29. Hxf6 - Hc7 30. Rd5 - Bxd5 31. exd5 - Rf8 32. Bg5 - Rh7 33. Hxd6 - e4 34. Be3 - Hce7 35. Bd4 -16 36. Bxf6 - Rxf6 37. Hfxf6 Og hér gafst yfirmaður leynilög- reglunnar upp. Stalín hrósaði sigri - sem oftar... Ætli skák sé þá bara bévuð komma- íþrótt? Einu pólitíkusarnir aðrir sem nokkuð hefur kveðið að í alþjóðastjórn- málum og ég veit til að hafi teflt skák em leiðtogar byltingarinnar á Kúbu, Fidel Castro en sérstaklega Ernesto „Che“ Guevara. (Kannski er Vilmundi, Halldóri Blöndal og Guðmundi G. Þórarinssyni hér gert rangt til.) „Che“ mun hafa verið allsterkur áhugaskák- maður en því miður hefur mér ekki tekist að grafa upp skák eftir hann. Við látum okkur nægja Ijósmyndina af honum þar sem hann fylgist með skák Tæmanovs og Evans á ólympíumótinu á Kúbu 1966. Þá átti „Che“ ekki langt eftir ólifað. En víkjum þá að listamönnum. Það er gömul spuming: er skákin list eða vísindi? Auðvelt svar er náttúrlega að hún sé sitt lítið af hvom en flestir taka líklega undir það að til að ná langt í skák séu hæfileikar vísindamannsins nota- drýgri en listamannsins. Sem sé stærð- fræðigáfan, reiknikunnáttan. Á ein- hvem hátt er skák óumdeilanlega tengd stærðfræði, og margir skákmeistarar em kunnir stærðfræðihausar. Nýjasta dæm- ið er enski stórmeistarinn John Nunn, undrabam í stærðfræði og doktor upp úr tvítugu. En margir listamenn hafa einnig verið frá sér numdir af skákinni, ekki síst rithöfundar. Þar má nefna Rússana Púsjkin, Dostoévskíj, Tolstoj og á þessari öld Nabókov, en ein skáldsaga hans fjallar beinlínis um skák: Vömin, eða Lúsíns-vöm. Þar segir frá skákmeistara sem sekkur á bólakaf í taflið og verður vitlaus á endanum. Allir íslenskir skákáhugamenn þekkja náttúr- lega sögu Zwaigs, Manntafl, og ótal fleiri rithöfunda mætti nefna. Víkjum að einum þeirra á eftir en fyrst segir frá myndlistarmanni, Marcel Duchamp. Duchamp fæddist 1887 í Frakklandi og segja heimildir að í hans familíu hafi skák verið uppáhaldstómstundagaman flestra. Svo var og um Duchamp en í æsku var hann þó hallari undir myndlist. Hann hóf að mála undir áhrifum frá kúbismanum en fór fljótlega sínar eigin leiðir og margir telja hann einn af áhrifamestu listamönnum aldarinnar. Duchamp ruddi nýjar brautir í myndlist, til að mynda með Stóra glerinu - verki sem hann vann að frá 1915 til 1923 og flestum þótti þá að ætti harla lítið skylt við myndlist. Hann var einnig frægur fyrir hin svokölluðu „Ready-made“ verk sín, en þá tók hann ofur hversdagslega hluti, breytti þeim lítilsháttar eða alls ekki neitt og setti á sýningu. Málið var hið nýja samhengi hlutanna, eða eitthvað í þeim dúr. Dada-istar áttu Duchamp skuld að gjalda og einnig súrrealistar og hann var þegar árið 1923 orðinn mjög frægur - og umdeildur - bæði í Evrópu og Ameríku. Því kom það mörgum á óvart, og var eins og reiðarslag fyrir suma, þegar Duchamp hætti öllum myndlistariðkunum þetta ár - að minnsta kosti opinberlega - og sneri sér í staðinn að skáklistinni. En sannleikurinn var sá að hann hafði aldrei lagt skákina á hilluna og eftir því sem árin liðu varð hann æ heillaðri af leiknum. Hann gerði nokkrar frægar myndir af skákmönnum (bræðrum sínum) árið 1911, og þeir vinimir Man Ray tefldu mjög mikið. Það var Man Ray sem sagði: „Skák er leikur þar sem feiknalegar aðgerðir skilja ekki eftir sig nein merki." Duchamp hafði reyndar gaman af fleiri leikjum og hann fann til dæmis upp kerfi í rúllettu sem átti að tryggja að rúllettuspilarinn hvorki tap- aði né ynni, en skákin átti brátt hug hans allan. Árið 1919 lýsti hann sjálfum sér sem „skák-sjúklingi“ en þá hafðist hann við í Buenos Aires og var félagi í skákklúbbi þar í borg. Ári síðar var hann kominn til Bandaríkjanna og gekk til liðs við Marshall-skákklúbbinn þar. Frá og með árinu 1923 gerði hann svo næsta lítið nema tefla skák. Það halda margir að skákin hafi fyrst ■ Þessi Ijósmynd vildi Samuel Beckett að piýddi kápu fyrstu skáldsögu sinnar, Murphy. I texta var apinn látinn segja: „Hvað þá! Gefurðu drottninguna? Algert brjálxði!“ Útgefandin taldi myndina hins vegar ekki nógu góða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.