Tíminn - 29.08.1982, Page 22
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982
LINDSAY
COOPER
í TÖTRUM
■ Sjöundi áratugurinn er oft nefndur
áratugur uppreisna og mótmæla. Þá reis
ungdómurinn upp gegn stríðsrekstri og
úreltum þjóðfélagsháttum. Hámarki
nær þessi uppreisn á árunum 1968 til
1970 en þá börðust ungmenni við her og
lögreglu á götum allra helstu borga
vesturlanda og einnig Japan. Endalok
þessara óeirða má ef til vill setja í maí
1970 en þá myrti her og lögregla fimm
ungmenni í Kent State háskólanum í
Bandaríkjunum. Upp úr þessum hrær-
ingum var hljómsveitin henry Cow
stofnuð í Cambridge háskóla í Englandi
í byrjun árs 1968. Aðal mennirnir við
stofnun hljómsveitarinnar voru þeir
Fred Frith gítarleikari og Chris Cutler
trommari en Lindsay Cooper var einnig
gildur limur. Tónlist hljómsveitarinnar
er svokallað avant-garde og er mjög
pólitísk. Það gerði það að verkum að
vinsældir hennar voru litlar og nær
eingöngu bundnar við háskólaborgina.
1971 fluttist hljómsveitin til London og
fór hagur hennar þá svolítið að vænkast.
Það var þó ekki fyrr en árið 1973 sem
fyrsta breiðskífa þeirra Legend kom út
hjá Virgin hljómplötuútgáfunni. Ári
síðar gáfu þau út breiðskífuna Unrest.
Það sama ár fóru þau að vinna með
hljómsveitinni Slapp Happy sem
innihélt þau Peter Blegvad, Anthony
Moore og þýsku söngkonuna Dagmar.
Út ur þessar samvinnu komu brciðskíf-
urnar Desperate Straight og In Praise
Of Learning sem báðar komu út 1975.
Síðan slitnaði upp úr samstarfinu og þeir
Blegvad og Moore hættu en Dagmar
gekk til liðs við Henry Cow. En Lindsay
Cooper hefur gert fleira merkilegt en að
vera meðlimur Henry Cow. Hún sá um
strengjabassaleik á plötu Mike Oldfield
Tubular Bells og stofnaði einnig
kvennahljómsveitina The Feminist
Improvisation Group sem hélt tónleika
í Menntaskólanum við Hamrahlíð og í
Félagsstofnun stúdenta fyrir nokkrum
árum. Hún hefur einnig gert mikið af
því að semja tónlist fyrir kvikmyndir og
gerir t.d. tónlistina í kvennakvikmynd-
inni sem Julie Christie var að gera hér
á landi í fyrra. Platan Rags er einnig
tónlist úr kvikmynd. Sú mynd heitir The
Song og the Shirt eða Söngur skyrtunnar
og fjallar um verkalýðsbaráttu sauma-
kvenna á Englandi á síðustu öld. Að
miklum hluta er tónlistin á plötunni
baráttusöngvar frá síðustu öld í
útsetningu Lindsayar, og þau lög sem
Lindsay semur eru öll í sama stíl. Fyrri
hluti plötunnar fjallar almennt um
baráttumál verkamanna en seinni
hlutinn fjallar nær eingöngu um baráttu
kvenna. Á dögum iðnbyltingarinnar á
síðustu öld varð mikil breyting á
fjölskyldulífi. Mikil þörf varð fyrir ódýrt
vinnuafl og þannig var konum og
börnum hálfþröngvað út á vinnumarkað-
inn. Vinnuaðstaðan í fataverksmiðjun-
um, sem flestar konurnar unnu í, var
mjög slæm. Flestar saumakonurnar voru
ógiftar og höfðu komið til borganna til
að fá vinnu.
Það var ekki aðeins að kaupið væri
lágt heldur var kuldi og lítil birta í
verksmiðjunum þannig að konumar
misstu bæði sjón og heilsu, voru reknar
og neyddust til að fara út í vændi til þess
að komast af. Nú er enn önnur
iðnbylting á ferðinni - tölvubyltingin og
hið sama er uppi á teningnum.
Alþjóðaauðfyrirtæki sem framleiða
tölvur hafa mikla þörf fyrir ódýrt
vinnuafl og það fá þau í austurlöndum.
Þar vinna konur við að búa til kísilkubba
(silicon chips) rýnandi í smásjár átta
tíma á dag og missa þannig sjónina. Af
framansögðu má því vera ljóst að
Lindsay Cooper er enn mjög pólitísk og
mikil kvenréttindakona. Að lokum
langar mig að birta hluta af texta lagsins
1848: La Chanson des Paysans en það
var samið af franska sósíalistanum og
skáldinu Pierre Dupont. í febrúar 1848
var gerð uppreisn og lýðveldi komið á í
Frakklandi. Franskir bændur studdu í
fyrstu uppreisnina en í júní snerust þeir
gegn lýðveldinu aðallega vegna skatts
sem settur var á þá. Dupond samdi
ljóðið Söngur bændanna í von upp að fá
þá aftur til liðs við lýðveldið sem þó ekki
gerðist og lýðveldið leið undir lok.
La Chanson des Paysans.
La terre va briser ses chaines
La misere a fini son bail
Les monts, les vallons et les plaines.
Vont engendrer par le travail
A bas les menteurs et les traitres
Unis avec les ouvriers.
Sem útleggst lausl. þýtt: Jörðin mun
brjóta af sér hlekkina / Eymdin mun
hætta ránum sínum / Hæðimar dalimir
og sléttumar / munu blómstra vegna
vinnunnar / Niður með lygarana og
svikarana / harðstjórana og okrarana /
Bændumir verða hinir ráðandi / í
sameiningu með verkamönnunum).
vika.
No time to think:
Síðasta plata
Purrks Pillnikk
■ Purrkur Pillnikk hefur sungið sitt
síðasta, eða gerir það á Melavellinum í
dag, en þótt þessi hljómsveit sé nú hætt
störfum er ný fjögurra laga plata komin
út með þeim. Þetta er platan „No Time
To Think“ og eru öll lögin með enskum
textum enda platan ætluð á þann
markað í einhverjum mæli.
Á plötunni em lögin Googooplex, For
Viewing, Excuse og Surprise öll
fmmsamin af þeim félögum og á þeim
sést að strákamir em í góðu formi,
raunar er platan með því besta sem
Purrkurinn lætur eftir sig.
Besta lag plötunnar er að dómi
undirritaðs, lagið Googooples, en í því
þenur Einar Örn söngvari hljómsveitar-
innar klarinett af miklum móð.
Þótt Purrkur Pillnikk hafi aðeins
starfað í tæpt eitt og hálft ár liggur mikið
og gott efni eftir þá og er þessi síðasta
plata þeirra verðug eftirmæli hljómsveit-
arinnar, ef svo má að orði komast.
Útgefandi plötunnar er Gramm en
Purrkurinn hefur gefið út allt sitt efni á
vegum þeirrar útgáfu.
- FRI
Hestur tapaðist
Hestur tapaðist úr girðingu á Bíldudal 3. ágúst.
6 vetra foli, litur bleikur, Mark: blaðstíft framan
hægra. Taminn og járnaður. Þeir sem einhverjar
upplýsingar geta veitt hafi samband í síma
94-2110 á daginn, eða 94-2114 á kvöldin.
Lausar stöður.
1. Eftirtaldar nýjar stöður við lítið heimili fyrir
unglinga:
Staða forstöðumanns. Reynsla af starfi með
unglingum í vanda og menntun sem nýst getur
í slíku starfi áskilin.
Staða aðstoðarmanns. Reynsla af starfi með
unglingum í vanda sem nýst getur í slíku starfi
áskilin.
Umsóknarfrestur er til 15. september n.k.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í
síma 25500 og 74544.
1. Staða fulltrúa. Hálf staða eftir hádegi í
fjármála og rekstradeild. Reynsla í skrifstofu-
störfum nauðsynleg.
3. Staða ritara. Góð vélritunarkunnátta og
starfsreynsla áskilin.
Umsóknarfrestur um tvær síðastnefndu stöð-
urnar er til 15. sept.
Skrifstofustjóri veitir upplýsingar í síma 25500.
MFi Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
igf Vonarstræti 4 sími 25500
Ta
Frá Grunnskólum Kópavogs
Grunnskólarnir í Kópavogi verða settir með
kennarafundum í skólunum kl. 9 f.h.
Næstu dagar verða notaðir til undirbúnings
kennslustarfs. Nemendur eiga að koma í skólana
mánudaginn 6. sept. sem hér segir:
1. bekkur, börn fædd 1975 kl. 13.00
2. bekkur, börn fædd 1974 kl. 13.00
3. bekkur, börn fædd 1973 kl. 10.00
4. bekkur, börn fædd 1972 kl. 11.00
5. bekkur, börn fædd 1971 kl. 10.00
6. bekkur, börn fædd 1970 kl. 9.00
7. bekkur, börn fædd 1969 kl. 11.00
8. bekkur, börn fædd 1968 kl. 10.00
9. bekkur, börn fædd 1967 kl. 9.00
Framhaldsdeildir á 2. ári í Víghólaskóla kl. 8.30
Forskólaböm (fædd 1976, 6 ára) og foreldrar
þeirra verða boðuð í viðtal símleiðis frá 1.-13.
sept. Skólaganga forskólabarna hefst 13. sept.
Nemendurkomi meðtöskurog ritföng í skólann.
Skólafulltrúi.
TIL SÖLU
Til sölu er International Ijósavél UD-18, árgerð
1949-50. Rafallinn er 46 kw, 3 fasa, 220 volt, 50
rið, 1000 R.p.m. 8 power factor, 4 wire, 40° temp
rise.
Skipt hefur verið um stimpla og slífar.
Vélin er lítið keyrð.
Mikið fylgir af varahlutum.
Vélin er í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga, Þingeyri.
Nánari upplýsingar hjá Véladeild Sambandsins.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA
Veiðiá
Hölkná í Þistilfirði er til leigu. Tilboð óskast fyrir
1. október n.k.. Upplýsingar gefur Þórarinn
Kristjánsson, Holti, Þistilfirði.