Tíminn - 29.08.1982, Side 26
26
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982
Hafi arfur John F. Kennedys legið
þungt á Robert, þá liggur arfur beggja
bræðranna eins og farg ofan á yngsta
bróðurnum, Edward Kennedy. Hann er
að ýmsu leyti líkur þeim, en að öðru
leyti ótrúlega ólíkur. Það er enginn vafi
á að Edward Kennedy er afskaplega
hæfur öldungardeildarþingmaður, raun-
ar þykir hann einhver sá starfsamasti og
samviskusamasti á Bandaríkjaþingi. Ed-
ward hefur líka fylgt í fótspor Roberts
að því leyti að hann hefur barist fyrir
réttindum og umbótum til handa
mörgum þjáðum minnihlutahópum, fá-
tæklingum og fleiri, en aðferðir hans eru
gerólíkar. John og sérstaklega Robert
voru eins konar uppreisnarmenn gegn
„kerfinu“ en Edward Kennedy þrífst
ágætlega innan þess. Raunar er ekki
hægt að ímynda sér að hann gæti þrifist
utan þess. Hann lætur sér hvunndaginn
vel líka í stað þess að vera í ævintýraleit
eins og John eða uppreisnarhug eins og
Robert og hann er hinn eini þeirra sem
hefur kunnað reglulega vel við sig í
þingsölunum. Hann gekk til liðs við
„kerfið“ og gárar ekki yfirborð nema
að mjög takmörkuðu leyti. Hann
geystist heldur ekki á toppinn eins og
þeir gerðu eða reyndu að gera, hann
vann sig smátt og smátt upp á við og
fylgdi settum leikreglum. Og baráttumál
hans eru líka önnur en bræðra hans, eða
réttara sagt, hann berst öðruvísi. Nú er
Kennedy síðasti „New Ðeal“ demókrat-
inn á Bandaríkjaþingi en bræður hans
höfðu jafnan hamast gegn New Deal
stefnu Franklins Roosewelts sem hafði í
för með sér stóraukið skrifræði og
pappírsflóð, sem þeir vildu sneiða hjá.
Ef hann héti Edward Smith væri
sjálfsagt allt í himnalagi, en hann heitir
bara ekki Edward Smith. Hann heitir
Edward Kennedy og mun aldrei sleppa
undan því, hvort sem hann vill eða ekki.
Kennedy er á flestan hátt giska
venjulegur maður, penn og kurteis,
greindur vel og duglegur. Það eru líka
til mörg dæmi um það úr ræðu hans og
riti að helst vildi hann bara vera hver
annar venjulegur maður og láta líta á sig
sem slíkan. En úr því hann er Kennedy
verður hann jafnframt að reyna að skara
fram úr, vegna þess að svoleiðis eiga’
Kennedyar að vera. Þeir eiga að vera
fremstir í öllu sem þeir taka sér fyrir
hendur. Kennedy-ljóminn lætur ekki að
sér hæða og nú þegar henn er tekinn að
fölna er allri skuldinni skellt á Edward,
sem ætlast var til að stæði við þær vonir
sem bræður hans vöktu. Pöpullinn vill
sinn aðal, það er satt og rétt, en Edward
Kennedy er enginn aristókrat. Samt er
hann fangi þessarar lífseigu ímyndar, og
getur ekki Iosnað undan henni.
Rétt eins og heppnin virtist stundum
elta John Kennedy þá virðist óheppnin
elta Edward. Hann er hrakfallabálkur. í
háskóla var hann gripinn við að svindla
á prófi, hann hefur verið tekinn fyrir
ölvun við akstur og of hraðan akstur
hann lét góma sig í furðulegum
blekkingarvef eftir slysið við Chappaqui-
dick- Hvað þar gerðist vita menn
auðvitað ekki nákvæmlega en það sem
mestu máli skiptir er að eitthvað gerðist,
stúlkan drukknaði, og í stað þess að fara
og tilkynna slysið hljóp Kennedy í felur
og kallaði út fjölmennt lið aðstoðar-
manna og ráðgjafa til að hjálpa honum
að hylma yfir. Það lýsti auðvitað veikum
karakter en einnig Kennedy sem á að
njóta sérréttinda af því einu að vera
Kennedy. Allir þessir aðstoðarmenn og
ráðgjafar sem allir Kennedy-bræðumir
hafa haft í kringum sig eru reyndar sér
fyrirbæri út af fyrir sig. Þeir eru sumir
hverjir kallaðir „heiðurs-Kennedyar“ og
þykir, eða þótti að minnsta kosti,
upphefð að þeirri nafnbót. Margir mikils
metnir Bandarfkjamenn hafa látið sig
hafa það að vera eins og tryggir hundar
í bandi Kennedy-fjölskyldunnar.
Hér verður ekki rætt utn Chappaquid-
dick-slysið, nóg hefur verið rætt og ritað
um þann atburð. En einbeitum okkur
þess í stað að þeirri stund þegar
Kennedy ákvað loks að láta verða af því
að bjóða sig fram til forseta, sem sé árið
1980. Jimmy Carter hafði verið við völd
í fjögur ár og Jimmy Carter var
fjarskalega vondur forseti. Allir gerðu
ráð fyrir því að hann myndi tapa fyrir
næstum hvaöa repúblikana sem væri og
því vildu demókratar helst ekki að hann
yrði þeirra frambjóðandi. Kennedy var
beittur miklum þrýstingi og loks lét hann
undan og bauð sig fram gegn Carter.
Hann tapaði sem kunnugt er. Annars
vegar kom Khomeini, æjatolla í íran,
forsetanum til hjálpar með töku sendi-
ráðsins í Teheran sem þjappaði þjóðinni
saman að baki forsetanum, og hins vegar
þótti Kennedy standa sig hraksmánar-
lega illa í kosningabaráttunni. Það var
reyndar eins og hann færi út í þessa
baráttu með hálfum huga; annaðhvort
að hann langaði ekki nægilega til að
leggja sig allan fram, eða þá að hann
gerði hreint og beint ráð fyrir því að fyrir
hann, sem Kennedy, væri nóg að lýsa
yfir framboði sínu, þá kæmi hitt
sjálfkrafa.
En Edward þurfti líka að heyja baráttu
sína í skugga bræðra sinna. Þeir höfðu
verið snillingar í kosningabaráttu og til
dæmis veist létt að afla sér stuðnings
blaðamanna og ritstjóra, sem náftur-
lega er mjög mikilvægt. Blaðamenn
voru farnir að átta sig á því að John og
Robert höfðu notað þá miskunnarlaust,
og þeim sveið það svo sárt að þeir voru
ákveðnir í að láta söguna ekki
endurtaka sig í þriðja sinn. Veslings
Teddy þurfti því að glíma við pressu sem
fyrirfram var honum andstæð fremur en
hitt, og þaö var ný reynsla fyrir
Kennedy. Hann kunni ekki að bregðast
við þessum nýju aðstæðum. Á sama
hátt gerðu allir ráð fyrir að hann væri
snilldarræðumaður, fullur af eldmóði og
hugsjónum, en flestar ræður Kennedys
voru heldur tilþrifalitlar og fluttar
næstum stamandi röddu. Það kom
mörgum á óvart vegna þess að Kennedy
hefur oft sýnt að þegar hann vill getur
hann flutt skörulegri ræður en nokkur
annar pólitíkus í Bandaríkjunum. í
þessari kosningabaráttu var hann klaufa-
legur og svolítið ídjótískur á stundum,
alls ólíkur bræðrum sínum. Hann hafði
smátt og smátt unnið sér það álit að vera
besti stjómmálamaðurinn í fjölskyld-
unni, en árið 1980 eyðilagði hann það
álit algerlega, í bili að minnsta kosti.
Daginn eftir að hafa tapað baráttunni
við Carter flutti hann hins vegar
þrumuræðu sem vakti gífurlegan fögnuð
á flokksþingi demókrata. Líklegt má
telja að honum hafi beinlínis létt við
tapið, dálítla stund gat hann gleymt
bræðmm sínum og verið hann sjálfur,
öldungadeildarþingmaðurinn, sem hann
er innst inni - fremur en forseti.
Edward Kennedy er samviskusamur
frjálslyndur stjómmálamaður en hann
er ekki, eins og Robert, róttæklingur
(einhvers konar) að eðli og upplagi.
Hann getur verið hugrakkur þegar hann
velur sér markmið að berjast fyrir (og
hann hefur oft tekið mjög óvinsæl mál
upp á sína arma) en hann fylgir
gamalgrónum forskriftum í sjálfri bar-
áttunni. Og það er einhvern veginn ekki
„stæll“ Kennedyanna, svo það er
einhver tvískinnungur í fari hans.
Bræður hans em honum bæði fordæmi
og víti til vamaðar, henn hefur ekki
getað gert upp við sig hvort heldur er.
Þetta virðist Iiggja nokkuð ljóst fyrir.
Edward Kennedy er upp á sitt besta
þegar hann er ekki að heyja kosningar-
baráttu, en hið þveröfuga má segja um
bræður hans. Hann stendur sig best
þegar hann sýnir og sannar hvað það er
sem hefúr gert honum kleift að komast
af og vera enn á ferli eftir öll þessi ár.
Þegar frægðin, frægð ættamafnsins,
bræðra hans og hans eigin, beinir honum
"nauðugum eða viljugum inn í baráttu
fyrir forsetaembættinu þá er eins og hann
stirðni upp. Þess á milli slappar hann af.
Það er ekki uppgjöf, segir Garry Willis.
Hann hefur enn hlutverki að gegna en
það er vafasamt hvort hann á nokkra
raunvemlega möguleika á að vera
forseti lengur. Nú í haust þarf hann
meira að segja að berjast harðri baráttu
fyrir áframhaldandi vem sinni á Banda-
rtkjaþingi en hægri sinnar hafa svarið
þess dýran eið að reyna að losna við
hann, fella hann í kosningunum.
Reyndar er óvíst hvernig þeirri baráttu
lyktar en sennilega mun hann berjast
harðar fyrir þingsæti sínu en forseta-
embættinu árið 1980. Hann hefur nú
gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni
fyrir svokallaðri „frystingu" kjarnorku-
vopna en Kennedy hefur barist fyrir
takmörkunum á vígbúnaðarkapphlaup-
inu í fimmtán ár eða meira. í
öldungardeildinni er hann heilsteyptur
þó utan hennar eigi hann erfitt með að
ákveða í hvorn fótinn skuli stíga.
Staða hans innan Kennedy-fjölskyld-
unnar er einnig mótuð af tvískinnungi.
Annars vegar er hann ennþá „strákur-
inn“, yngsti bróðirinn i familíunni, en
hins vegar er hann nú höfuð fjölskyld-
unnar, eldri en bræður hans þegar þeir
vom myrtir, og ber ábyrgð á að allt gangi
sinn vanagang í Kennedy-landi. Ólíkt
John og Robert þolir Edward áfengi
sæmilega, sem aftur l*tðir til þess að
hann hefur verið staðinn að því að
misnota það. Hann hefur heldur ekki
sama lag á því og John að fela
kvennafarið, sem hann virðist stundum
lfta á næstum eins og hverja aðra skyldu
sem Kennedy verður að gegna vegna
þess að hann er Kennedy. Það er erfitt
að vera amerískur prins.
Það er verst að þetta slekti allt skyldi
ekki hafa verið uppi á Englandi fyrir svo
sem eins og fimm sex hundmð ámm.
Um það leyti var þar uppi maður sem
bjó til tragidíur úr fólki og ef einhverjir
bera í sér tragidíuna nútildags em það
Kennedyamir.
‘Oskabörn þjóðar-
innar.Bandaríska
þjóðin gleypti við
þeim en nú, þegar
farið er að slá í
gömlu ímyndina, er
eins og hún skammist
sín fyrir það. Engir
eru nú fordæmdir
jafn harkalega, levnt
eða Ijóst, og
Kennedy-bræðurnir,
samt lifir draumur-
inn enn. Nýjasta bók-
in um þá bræður er
eftir Garry nokkurn
Wills, við tökum brot
uppúrskrifum hans.