Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 9 ✓ ■ „I ljósi þeirra staðreynda, að kjarnfóðurverð mun nú um komandi mánuði vera og verða um og yfir 5 krónur hver fóðureining á verslunarstað, er eðlilegt að sérhver bóndi beri saman verðgildi þess, sem hann hefur til fóðurs, eða selur, til samræmis við annað fóður er komið getur í stað þess sem kann að vera fargað.“ meðal okkar jafnan frá 1,6 kg og allt upp í 3,0 kg heys í hverri F.E. (hærri tölur nefni ég ekki því að sé það rýrara er það frekar efni til nauðsynlegs jórturs en næringar eins og okkar fóðrunar- háttum er varið.) Næringargildi (orkugildi) heys er nú aðvelt að staðfesta síðan efnagreiningar- skilyrði hafa eflst svo sem raun ber vitni. Mat vetrarforðans, með efnagreining- um, hvort sem er vegna heysölu eða til heimanotkunar, ættu bændur að kapp- kosta. Forðagæslulögin gera ráð fyrir máli og mati til skýrslufærslu á hverju hausti hjá hverjum bónda, mælingin er auðveld, matið án efnagreininga að sjálfsögðu ályktun ein, en með fengnum niðurstöðum efnagreininga kemst sér- hver bóndi miklu nær því en ella hve mikil verðmæti hann hefur í hlöðum sínum af eftirtekju sumarsins. Það er ekki bara í harðærum, að efnagreiningar eru eðlilegar og nauðsyn- legar, heldur skyldu það vera sjálfsögð viðbrögð hvers bónda og hverju sinni að láta kanna gildi þess, sem hann hefur aflað til vetrarforða og næringar bú- stofni sínum. Þetta er jafneðlilegt og að efnagreina jarðveg ræktunarlandsins til þess að úthluta árlega áburðar- skömmtum í hlutföllum, er best sam- rýmast eðlilegri þörf gróandans hverju sinni. V erðgildismunurinn Ekki er því að leyna, að margir bændur fara í ályktunum sínum, í viðræðu við forðagæslumennina, mjög nærri því hvaða gildi hey hans hafa á haustnóttum. En í kaupum og sölu heys er allt of sjaldan um það spurt eða rætt hvert er raungildi vörunnar. Þetta er furðulegt fyrirbæri þegar um venjulegan markað er að ræða og torskilið t.d. þegar bóndi selur hey, sem að næringargildi hefur 1,7 kg í F.E. sama verði og annar, en af heyi hans fara 2,3 kg eða meira í hverja fóðureiningu. í ljósi þeirra staðreynda, að kjarnfóðurverð mun nú og um komandi mánuði vera og verða um og yfir 5 krónur hver fóðureining á verslunarstað, er eðlilegt að sérhver bóndi beri saman verðgildi þess, sem hann hefur til fóðurs, eða selur, til samræmis við annað fóður er komið getur í stað þess sem kann að vera fargað. Til þess að komast á sporið um raunvirði nú, er eðlilegt að miða við meðal framleiðslukostnað fyrst og fremst. í fyrra reiknaðist svo hjá Búreikninga- stofunni, að framleiðslukostnaður þá næmi um 1,40 á hvert kg heys. Nú má reikna með að hækkunin nemi 40-50% frá fyrra ári. Mundi þá hvert kg heys nú metast að meðaltali kr. 2,00-2,10 hvert kg með 85% þurrefni komið í hlöðu. Samkvæmt efnagreiningum nú ætti að vera raunvirði hver F.E. komin í hlöðu: 1,7 kg. í F.E. á kr. 2,45 pr. kg = 4,17 kr pr.F.E. 2,0 kg. í F.E. ákr.2.10 pr.kg. = 4.20 kr. pr.F.E. 2,3 kg. í F.E. ákr. 1.80 pr.kg. = 4.14kr. pr.F.E. 2,6 kg. í F.E. ákr. 1.60 pr.kg. = 4.16 kr. pr.F.E. 2,9 kg. í F.E. á kr. 1,40 pr.kg. = 4.06 kr. pr.F.E. Bæði kaupendum og seljendum heys er, frá hagrænu sjónarmiði, eðlilegt að líta á hlutföll þau, sem um er að ræða við mismunandi raungildi vörunnar, og þegar hér við bætist kostnaður, sem á okkar tímum er yfirþyrmandi þegar flytja skal hey um langvegu er eðlilegt og sjálfsagt að taka þann þátt inn í dæmin, því að þar er alltaf miðað við rúmmál eða þyngd, sem kostnaðarlega vegur miklu þyngra á laklegu fóðri en bestu vöru. Heygæði í sumar Um gildi heyjanna á þessu sumri er auðvitað ekki vitað fyrr en efnagreining- ar hafa verið gerðar, en allar líkur benda til þess að meginmagn heyja á Norður- og Austurlandi hafi raungildi frá 1,6-2,0 kg í F.E. en í öðrum landshlutum líklega frá 1,9-2,5 kg í F.E. Þetta eru ályktanir en engin vissa. Hitt er vissa, að eðlilega ættu þeir er selja hey og kaupa að komast að raungildi vörunnar, fá héraðsráðunauta til að taka sýni og senda þau til efnagreininga á þeim stöðum, sem slík starfsemi er í gangi. Tölurnar, sem að ofan greinir, eru auðvitað ekki ætlaðar beint til afnota heldur sem leiðarvísir í því efni hvert er raunvirði þess, sem er handa í milli samkvæmt niðurstöðum efnagreininga og þær ættu þannig að vera til hliðsjónar við kaup og sölu umræddrar fóðurvöru. Hvort verðgildi breytist er líður á vetur skal hér látið ósagt. Hitt má svo vel undirstrika, að þessi mál þurfa bændur að hugleiða nánar en gerst hefur, í ljósi hagrænna viðhorfa miklu betur en gerst hefur, svo sem drepið er á í upphafi greinarkoms þessa. ■ Ljósmyndarinn Denise Colomb, sem myndar frægðarmenn innanfrá. frú Denise Colomb með myndavelina, enda örðugt að dæma, þegar maður er ekki málkunnugur neinu af því frægðar- fólki sem þama er sýnt. Sumt er líka farið úr þessum heimi. En sem ljósmyndari, kann frúin á hinn bóginn vel til verka, enda er sýningin hennar hin fjölskrúðugasta, þótt aðeins sé um mannamyndir að ræða. Nöfn eins og Andy Warhol koma þó í hugann. En eitt má þó hafa til hliðsjónar að miklir snillingar hafa oft verið venjulegt fólk líka. Partur af nánasta umhverfi, rétt eins og grænmetissalinn á hominu, þótt þeir hafi verið æði rúmfrekir í listaheiminum, eða í bókmenntunum. Og það er einmitt þessi mannlegi þáttur í lífi meistaranna, sem frú Colomb undirstrikar. Og kannske em það einmitt þeir, sem em á þessum svart hvítu myndum. Miro og fleira fólk Þá em á þessari frönsku sýningu 27. grafíkmyndir, eftir fræga myndlistar- menn og sumir þeirra em einnig á myndalista frá Denise Colomb, eins og til að mynda Miro, Helion og Dado. Og einkennilega fer það í mann, að horfa til skiptis á myndir þeirra og myndir af þeim og spyrja sig. Hvort veit meira um Miro-, Colomb, eða Miro? Ljósmyndavélin er að því leyti til örðugt tæki til persónulegrar mynd- gerðar, að erfitt er að greina, eða skapa sér stfl. Sérgrein er hægt að velja. Frægðar- menn og annað. Til em að vísu aðferðir til að skapa ljósmyndastíl, en það leiðir oft til þess að ljósmyndin er ekki lengur ljósmynd, heldur eitthvað annað. En gaman er eigi að síður, að eiga þess kost að sjá suma þessa grafíkera einnig á mynd, um leið og maður skoðar handverk þeirra, - og svo er líka unnt að kaupa listaverka- bækur, lærðar bækur um suma þeirra, þannig að þrjár hliðar em sýndar á sumum þessum persónum. Það er vissulega fróðlegt. I bókum getur maður með góðum litmyndum farið nærri um myndlist. Á hinn bóginn er því oft ólíkt farið, þegar menn rita um myndir á fræðilegu máli, þá skilja oft leiðir, milli þess sem skrifar og hins, sem les, og þau skrif þekkja íslenskir blaðalesendur jafnvel og aðrir. Nokkrir tugir bókatitla em á sýningunni og er unnt að kaupa á mjög hagstæðu verði. Ættu þeir, sem telja sig hjafa gagn af listaverkabókum að kanna þetta framboð. Þá er einnig unnt að kaupa, eða panta myndir eftir Denise Colomb - og síöast- en ekki síst þá er Miro til sölu. Hann þyrfti endilega að verða eftir í landinu, þó skertar verðbætur séu komnar í lög, og vont sé að gera út á annað en ríkissjóð. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson skrifar tekinn tali SUF-þing á Húna- völlum um helgina — rætt við Vakfimar Guðmannsson, fomiann FUF í Austur-Húnavatnssýski ■ „Við höfum áætlað að það geti komið á annað hundrað þingfulltrúar auk gesta. Já allir framsóknarmenn em auðvitað velkomnir. Ég hef orðið var við mikinn áhuga - sérstaklega hérna heima í kjördæminu - en fólk annars staðar að af landinu hefur flest samband við skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík varðandi upplýsingar og þátttöku", sagði Valdimar Guðmanns- son í Bakkakoti, formaður Félags ungra framsóknarmanna í Austur-Húnavatns- sýslu, og þar með aðal gestgjafi þings Sambands ungra framsóknarmanna sem haldið verður á Húnavöllum um næstu helgi, er Tíminn rabbaði við hann nýlega. Valdimar sagði hægt að útvega allt að 200 manns gistingu á staðnum, þ.e. fyrir um 100 manns í 2ja og 4ra manna herbergjum, sem reiknað er með að hjónafólk og fjölskyldur sitji fyrir, og auk þess um 100 manns í svefnpokum í skólastofum. í báðum tilvikum verður fólk að hafa með sér svefnpoka eða rúmföt. - Fjölskyldur sagði Valdimar, er þá allt eins gert ráð fyrir að fólk taki „uppvaxandi" framsóknarmenn með sér? - Já allir velkomnir með börnin með sér. Og félagið sér um barnagæslu fyrir þá sem vilja. - SUF-þingið snýst þá ekki eingöngu um pólitíkina? - Nei, það verður ýmislegt annað um að vera. Það er m.a. farið í það sem við kölluðum „frímínútur" á Hallormsstað síðast, þ.e. ýmsa útileiki. Síðan sjáum við (FUF í A-Hún.) um kvöldvöku hér á Húnavöllum á föstudagskvöldinu, þar sem verður svona blandað efni, söngur grín og gaman. Á staðnum er líka geysi stór íþróttasalur og íþróttavöllur þar sem hægt er að fara í alls konar leiki, og þar sem m.a. verður efnt til knattspyrnu- keppni milli fráfarandi og nýrrar stjórnar síðdegis á laugardeginum. Hér er líka góð sundlaug, og fyrir þá sem eru veiðiglaðir verður væntanlega hægt að útvega veiðileyfi í Svínavatni, sem er hér rétt hjá. Á laugardeginum er síðan hugmyndin - það er að segja ef veður leyfir - að fara í útsýnisferð á Reykjahyrnu, sem er hér stutt frá, með góðum leiðsögu- menningarmálj ■ Valdimar Guðmannsson. manni. En þaðan er víðsýnt yfír Húnaþing í góðu skyggni. Lokahófið verður síðan í Félags- heimilinu á Blönduósi á laugardags- kvöldið og verða þangað rútuferðir frá Húnavöllum og aftur þangað um nóttina. Lokahófið byrjar með sameigin- legu borðhaldi, síðan verða ýmiss skemmtiatriði og dans á eftir. SUF-þingið býður því greinilega upp á eitthvað fyrir alla, bæði þá stórpóli- tísku sem að sjálfsögðu sitja alla fundi, halda ræður og taka þátt í umræðuhóp- um og nefndarstörfum, og einnig fyrir þá minna pólitísku sem vilja eiga glaða stund í góðum félagsskap. Undirrituð þekkir m.a. af eigin raun að langa að fara á SUF-þing þó komin sé langt yfir SUF-aldur og svo hefur verið um fleiri. Þótt Valdimar sé búinn að telja hér upp áætluð „gamanmál" SUF-þingsins má trúlega - ef að vanda lætur - allt eins búast við að efnt verði til „framhalds- lokahófs" að Húnavöllum eftir hófið á Blönduósi. „Allavega borðaði ég morg- unverðinn áður en ég fór að sofa síðasta morguninn á síðasta þingi,“ sagði Valdimar og brosti, er þetta var borið undir hann. Sem sagt allir ungir (í anda) fram- sóknarmenn eru velkomnir á Húnavelli um helgina, til að sitja allt þingið eða hluta þess eftir því sem hverjum og einum hentar best. Og varla er að efa að Húnvetningar verða höfðingjar heim að sækja. - HEI Greinasafn um vedurfrædi Allra veðra von. Greinar um veður- fræði. Ritstjóri Þór Jakobsson. Fiskifélag íslands 1982. 91 bls. ■ í fréttatilkynningu með ritgerða- safni „Allra veðra von“ segir m.a. á þessa leið: „í ritinu „Allra veðra von“ eru greinar um allt milii himins og jarðar, svona hér um bil; þ.á.m. tölvu- spár, háloftin, alþjóðlega veðurþjón- ustu, haf og loft, ofviðri, veðráttuna og loftmeng.un. Ennfremur er sagt frá veðurduflum, sólgeislum, loftbornum ögnum úr sjó, veðurfarsbreytingum og hafís.“ Hér er ekkert ofsagt og mér sýnist sem leikmanni að ritgerðasafnið sé hrein fróðlciksnáma öllum þeim, sem vilja afla sér nokkurrar þekkingar á þeim viðfangsefnum, sem hér er fjallað um. Skal því m.a. beint til kennara, sem hafa veðurfræði á kennsluskrá sinni, að þetta rit ætti að henta vel sem viðbótarlesefni við kennslubækur og sjálfir geta þeir fundið þama ýmsan fróðleik, sem gæti aukið virðingu nemenda fyrir lærdómi þeirra. Höfundar ritgerðanna í safni þessu eru 12, 11 veðurfræðingar og einn haffræðingur. Efninu er skipt í þrjá meginhluta og eru í hinum fyrsta sjö útvarpserindi um veðurfræði. Þar fjallar Markús A. Einarsson um veður- spár, Borgþór H. Jónsson um háloftin, Hlynur Sigtryggsson um alþjóðlega veðurþjónustu, Þór Jakobsson um haf og loft, Trausti Jónsson um ofviðri og ofviðrarannsóknir, Adda Bára Sigfús- dóttir um veðráttuna og Flosi Sigurðs- son um loftme^gun. í öðrum hluta, sem nefnist „Greinar um veðurfræöi" skrifar Eyjólfur Þorbjörnsson um veðurduflið, Hafliði Jónsson um loftbornar agnir úr sjó, Hreinn Hjartarson um sólgeislun og Páll Bergþórsson ritar grein1, sem nefnist „Fáein orð um tölvuspár.“ í þriðja og síðasta hluta skrifa svo !Svend-Age Malmberg um ástand sjáv- ar og hafís við ísland, Markús Á. Einarsson um veðurfarsbreytingar og Þór Jakobsson um hafís nær og fjær. Ekki ætla ég mér þá dul að reyna að setja út á þessar greinar sérfræðinganna eða gera upp á milli þeirra. Þær eru allar stórfróðlegar og flestar skemmtilega skrifaðar svo fákunnandi leikmenn geta haft af þeim gott gagn. Ætti ritið því að mælast vel fyrir hjá öllum áhugamönn- um um þessi fræði. Bókin er pientuð hjáísafold^i^rent- smiðju og er allur frágangur hennar með ágætum. Jón Þ. Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.