Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 1
Islendingaþættir fylgja blaöinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAD Miðvikudagur 1. september 1982 197. tbl. -66. árgangur Síðumúla15 .DAetkXl«0-7IM Bandaríkja stjórn: — bls. 7 Audleyst vandamál — bls. 23 > Syngur á 10 málum - bls. 2 Getrauna- leikurinn — bls. 15 itstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86392 Búist vid ad aðalkjarasamningur BSRB og ríkisins yrdi undirritaður í nótt: FORMAÐUR BSRB UNDIR í SAMNINGANEFNDINNI — vildi ekki gefa eftir 1.4% af hækkuninni um áramótin ¦ Uppkast að aðalkjarasamningi BSRB og fjármálaráðuneytisins var tilbúið til undirritunar á míðnætti í gærkveldi. Samkvæmt því féllst BSRB á tilboð ráðuneytisins frá í fyrradagum 4% grunnkaupshækkun frá 1. ágúst sl. og 2.1% hækkun frá nk.áramótum. Gert var ráð fyrir 14 mánaða samningstíma. Snurða hljóp á þráðinn rétt áður en til stóð að undirrita uppkastið, en vonir stóðu til að úr þeirri flækju tækist að greiða síðar um nóttina, þannig að undirritun gæti farið fram. „t>að er langt í frá að ég sé ánægður með þetta samningsuppkast", sagði Kristján Thorlacíus, formaður BSRB í samtali við Tímann um miðnætti í gærkveldi. Kristján var á „hörðu línunni" í samningaþrefinu og var t.d. á móti því að falla frá kröfunni um launaflokkahækkun fyrir alla meðlimi BSRB um áramót,sem hefði þýtt 1.4% grunnkaupshækkun umfram 2.1% sem samningsuppkastið gerir ráð fyr- ir. „Harða línan" varð undir í atkvæðagréiðslu innan samninga- nefndar BSRB laust eftir hádegið í gær. Þegar BSRB féll frá kröfunni um launaflokkshækkunina - um áramót, fengust ýmsar aðrar kröfur félagsins samþykktar. Vóg þar þyngst að laugardagar teljast ekki lengur til orlofsdaga samkvæmt uppkastinu. Búist var við, ef af undirritun samninga yrði, að farið yrði að ræða við einstök félög innan BSRB um ófrágengnar sérkröfur, þ á m.röntgen- og meinatækna, sem lögðu niður störf á miðnætti. „Ég reikna með að allt verði gert til að samningar gangi saman í nótt. Það er mjög lítið sem ber á milli og mér kæmi alls ekki A óvart þótt samningar tækjust", sagð Guðrún Árnadóttir, formaður í'élags meinatækna,í samtali við blaðamann Tímans í gærkveldi.Sjó ¦ Ragnar Amalds fjármálaráðherra heimsótti „karphúsið" í gær og hér sést hannræðamálin,yfirkaffibolla,viðaðUaaðkjaraviðræðumríkisinsogBSRB. Túnamynd GE Kaupendur og oddamadur yfirnefndar ákváðu 16% hækkun fiskverðs: ÚTGERÐARMENN HðFNUÐU 20% HÆKKUN FISKVERÐS ¦ „Eg bauð Kristjáni að reyna að fá fram samkomulag um 20% hækkun, en hann hafnaði því alfaríð og taldi það hvergi nærri nóg," sagði Steingn'mur Hermannsson sjávarúrvegsráðherra í viðtali um nýtt fiskverð, sem var ákveðið í gær að skyldi hækka um 16% frá því sem gilti til ágústloka. Fiskiverðsákvórðunin var tekin af Ólafi Davíðssyni oddamanni yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins og fulltrúum kaupenda, Eyjólfi ísfeld Eyjólfssyni og Friðriki Pálssyni. Full- trúar seljenda voru á móti ákvörðun- inni, þeir Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson. Kristján lét bóka mjög harðorð mótmæli við þessari ákvörðum, þar sem segir m.a.: „Eftir þessa fiskverðshækkun er staða útgerðarinnar verri en hún var í sumar, þegar sjávarútvegsráðherra taldi þörf aðgerða." Og í lok bókunar Kristjáns segir: „...mun á það reyna næstu daga, hvort útgerðin lætur slíkt yfir sig ganga." „Ég trúi ekki öðru," svaraði Krist- ján Ragnarsson þegar Tíminn spurði hann hvort lokaorð hans í bókuninni þýði að flotinn muni stöðvast. „Ég trúi því ekki að menn láti þetta yfir sig ganga. En það hefur verið boðað til fundar á fimmtudaginn, til að taka afstöðu til þess." Steingrímur Hermannsson sagði að fyrst Kristján hafi hafnað samkomu- lagi um 20% hækkun, hafi ekki verið annarra kosta völ en að semja við fiskvinnsluna, sem ekki vildi sam- þykkja meiri hækkun en 16%. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.