Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 10
Hvað kosta ný skólaföt? Nú byrjar skólinn ■ Þessar úlpur eru á 649 krónur, eins og sjá má á verðmiðanum á úlpu-standinum. Ungi pilturinn á mvndinni er í prýðisgóðri blússu, en vissara er að fá sér hettuúlpu áður en fer að snjóa. Hettuna er reyndar hægt að taka af og setja á aftur. (Tímamynd: Ella) ■ Nú fer að líða að því, að börnin fari í skólana, og fylgir því auðvitað mikil tilhlökkun og spenningur. Margt þarf þá að kaupa nýtt, einkum þegar börnin eru að fara í fyrsta sinn í skóla. Þá er vanalega byrjað á að huga að hentugri skólatösku, og nóg er úrvalið í búðunum. í bæklingi, sem þýskur skólalæknir hefur skrifað um skólatöskur, leggur hann áherslu á að töskurnar séu ekki of þungar. Hann biður foreldra að athuga að fara ekki einungis eftir því, hvort skólataskan sé skrautleg og gangi í augun, - miklu fekar þurfi að athuga, að töskurnar séu ekki úr of þungu efni, og að þær fari vel á baki, því hann mælir aðallega með baktöskum. Heimilis-tíminn gerði smáathugun á skólatöskum í búðum, bæði á verði og gæðum. Okkur virtist sem hægt væri að fá ágætis skóla-baktöskur frá því um 200 krónur og allt upp í 400 krónur. Þessar dýrustu voru nýkomnar til landsins og höfðu því fengið á sig gengisfellingu og hækkað talsvert. Á þýskum töskum, sem skólalæknir- inn mælti sérstaklega með, var vigt á handfanginu, sem sagði til um hversu þung taskan var. Á handfanginu voru þrjú merki, 1,2 og 3, og sýndi það hvort þyngd töskunnar var við hæfi 6-8 ára barna (þar var merki 1 og þýddi um 3,1 kg), 8-10 ára barna (2 sem merkti 3,8 kg) og 10-13 ára barna (nr 3 sem þýddi 4,6 kg) Þessar tölur eru sagðar hámarksþyngd sem töskurnar mega vera fyrir þessa aldursflokka. Hægt er að vigta venjulegar skólatöskur til að fylgjast með að börnin beri ekki of þungt, en reikna má með, að 10% af líkamsþyngd bamanna sé hamarksþyngd töskunnar, sem það ber á bakinu. Töskurnar með innbyggðri vigt í handfanginu heita SCOUT-töskur og fást í þremur stærðum, og eru með mörgum nýjungum, og smáþægindum, svo sem hólfi fyrir peninga og strætómiða, góðum hanka til að hengja töskuna upp o.fl. Scout-töskurnar lentu í gengisfellingu, og eru því með þeim dýrari. Mjög vinsæl baktaska heitir „Fjalla,- refurinn." í ritfangaverslun einni, þar sem allt var á ferð og flugi vegna skólaundirbúnings, var okkur sagt, að „Fjallarefurinn" norski væri mikið keypt baktaska. Það er sérlega góður og léttur bakpoki, með aukahólfum. Einnig hefur þessi taska mjög gott handfang, ef nemandinn vill bera hana þannig. í bakinu á töskunni er léttur en nokkuð þéttur svampur. Hann heldur laginu á töskunni, en svo er líka hægt að taka svampinn úr, og á gönguferðum ■ Stefanía Ingibjörg er 9 ára. Hún er að velja sér skólatösku. (Tímamynd Ella) ■ „Fjallarefurinn“ er létt og góð baktaska, jafnt í skólann sem í gönguferðina. (Tímamynd EDa) ■ Blaðamaður Heimilistímans hringdi í nokkrar verslanir sem helst versla með barna- og unglingaföt. Við spurðum um verð á algengustu skólafötum, eins og t.d. peysum, úlpum og fleira. Við gáfum upp, að við ætluðum að kaupa á 10 ára strák, og spurðum um verð á ýmsum flíkum. Eftirtalið er meðalverðið: Buxur á 10 ára, hvort heldur eru flauelisbuxur eða gallabuxur, - meðalverð var 200 krónur, köflótta skyrtu mátti fá fyrir 100 kr. peysur í 10 ára stærð á 150-200 krónur, og úlpur 600-650 kr. Útkoman var hjá okkur, að buxur, skyrta, peysa og úlpa kostaði minnst 1100 krónur, en þá var eftir að kaupa skó eða/og stígvél, en út í þau kaup fórum við ekki í þetta sinn. er tilvalið að sitja á svampinum við að borða nestið sitt, eða hvíla sig. Þessi baktaska var komin fyrir gengisfellingu, og kostar um 220 krónur. íslenskar leðurtöskur Við spurðumst fyrir um leðurtöskur, og í Pennanum fengum við það svar, að þar væru til ágætis leðurtöskur, - íslensk framleiðsla, - sem væru á verði frá í fyrra. Þær hafa verið vinsælar af unglingum, en taldar fullþungar fyrir börn. Leðurtöskurnar eru líkar venju - legum skjalatöskum, en flestar með aukavösum framan á. Verðið er frá 570 krónum og að rúmlega 600 krónum eftir stærð, og er það gamalt verð. ■ ÝmissmáþægindieruáþessariScout- tösku, svo sem peningahólf og góður hanki. ■ SCOUT-baktaskan með vigt í handfanginu ■ Losað um vigtina - og merkin sýna þyngdina á töskunni Ný getnað- arvarnar- pilla ■ Nú er komin á markað, a.m.k. í útlöndum ný getnaðarvamapilla, sem kann að veita vörn gegn hjartasjúkdómum. Aðalmunurinn á nýjn pillunni, sem í Bretlandi er kölluð Marvelon, og þeim tegund- um, sem fyrir eru á markaði, er tilbúið hormón, sem leysir af hólmi prógesteronhormónið (österógen- hormónið er óbreytt). Þctta tilbúna hormón virðist draga úr vissum fítum, sem fmnast i blóðinu, og koma þannig í veg fyrir, að kólesterol safnist fyrir í slagæðunum. Þetta kann að draga úr þeirri hættu hjá þeim, sem taka pilluna til lengdar, að þær verði fórnarlamb hjartasjúkdóma, svo sem angina og hjartaslags. Nú er verið að fara betur í saumana á þessum hugmyndum. En aðra kosti hefur þessi pilla í för með sér framyfír aðrar. Hún dregur úr myndun fílapensla og hefur ekki í för með sér eins milda þyngdaraukn- ingu og aðrar tegundir pillunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.