Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 9
„Ung hjón, sem fá íbúð í verkamannabústöðum fá 80- 90% íbúðarinnar að láni til 42 ára, en ung hjón sem basla sjálf við að byggja, fá um 17% af byggingarkostnaði lánað til 26 ára. Hér er auðvitað um feiknar- legan mun að ræða.“ júlímánaðar höfðu þó aðeins komið inn um 108 m. kr. Byggingarsjóðimir hafa orðið að treysta á þetta fé. Vanhöld þrengja eðlilega hag sjóðanna mjög. Skylduspamaður er talinn munu skila 25 m. kr. í Byggingarsjóð ríkisins á þessu ári. Nauðsynlegt er að kynna ungu fólki þau góðu ávöxtunarkjör og skattfríðindi, sem skylduspamaðinum fylgja. í efnahagsaðgerðum ríkisstjómarinnar nú er ákveðið að hluti hins hækkaða vörugjalds renni til Byggingarsjóðs ríkisins, eða um 85 m. kr. Er það auðvitað mikil bót fyrir sjóðinn. Jafnframt er í efnahagsáætluninni ákveðið að ríkisstjórnin hefji viðræður við bankakerfið um útlán til húsnæðismála. Félagsmálaráðherra hefur sett á laggirnar starfshóp, sem nú vinnur við úttekt á stöðu húsnæðismála og mun gera tilllögur til úrbóta. Athugunarefni Fjölmargt kemur í hugann þegar fjallað er um húsnæðismál en ekki em tök á að drepa á nema fáein atriði í stuttri blaðagrein. Getur það til dæmis gengið til lengdar að Byggingarsjóðirnir taki lán hjá lífeyrissjóðunum og láni það fé út með 1% lægri vöxtum en þeir verða sjálfir að borga og til lengri tíma en þeir fá féð sjálfir? Er það rétt að neita mönnum um húsnæðismálalán, ef þeir eiga íbúð fyrir með tilliti til þess mikla skorts á leiguhúsnæði sem nú ríkir? Er eðlilegt að lánakjör Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna séu svo gífurlega mismunandi? Er ekki nauðsynlegt að stórhækka lán til þeirra sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn? Er unnt að lækka byggingarkostnað með lækkun aðflutningsgjalda, lækkun launaskatts og aðstöðugjalds? Er unnt að auka sparnað í landinu, t.d. með skattfríðindum? Aukinn sparnaður hefur margháttaða þýðingu. Hann myndi draga úr ýmsri óþarfa eyðslu og þannig draga úr halla á viðskiptum við útlönd. Jafnframt mundi hann draga úr þörfinni fyrir erlendar lántökur. Það er þess virði að velta því fyrir sér hvort t.d. ætti að gefa Byggingarsjóði ríkisins heimild til að taka við sparifé og ávaxta það. Innlagt fé gæti veitt rétt til hærra láns, en jafnframt fylgdu sparnaðinum skattfríðindi. Reyndar er vísir að þessu með skyldusparnaðinum og kjörin varðandi hann þarf að kynna miklu betur. Þannig mætti lengi telja, og um hverja þessara spurninga, sem hér er varpað fram að framan, mætti rita langt mál. Hvernig sem á málin er litið er ljóst, að í óefni getur stefnt í húsnæðismálum okkar ef ekki er gripið í taumana í tíma. ■ Joseph Haydn (1732-1809). verið hafði samnefnari fyrir klassíska fyrirmynd. - Góðlátur Haydn pabbi, þótt hann væri sköpuður klassískrar symfóníu og strokkvartetts, hélt nú eingöngu sínu gildi sem brautryðjandi og fyrirrennari mikilsvirtra sona sinna, Mozarts og Beethovens. Menn virtu Haydn til hnjóðs, að hann hefði verið skósveinn fursta og létu sér þá yfirsjást, að ungum músíkant, sem þolað hafði hungur og örbirgð, var að því upphefð að vera fastráðinn hljóm- sveitarstjóri í furstaþjónustu. Menn mátu það ekki sem skyldi, hve til þess þarf mikla iðjusemi, sjálfsögun og kunnáttu að sinna margskonar verkefn- um og skyldustörfum og ávinna jafn- framt hirðinni og sjálfum sér mikla frægð út um alla Evrópu, eins og Haydn gerði. Mönnum láðist að veita því athygli, hvernig Haydn í áranna rás tókst að losa um þjónustuböndin og, sakir mannlegs mikilleika síns, að varpa af sér hvers kyns Gleipnisfjötrum listrænna einstefnumiða. Menn álösuðu Haydn fyrir að vera kænn kaupsýslumaður, sem kynni að gera tónverk sín að peningum, en gleymdu þeirri staðreynd, að allt frá árinu 1780 lögðu forleggjarar í Evrópu ofurkapp á að hljóta útgáfurétt að verkum hans. Þessar miklu vinsældir ollu því, að urmull tónsmíða voru prentaðar með fölsuðu nafni hans, svo að enn í dag reynist mörgum sérfræðingi torvelt að greina sauði frá höfrum. Haydn er frumfaðir klassísks strok- kvartetts. Þessi formgerð þróaðist í höndum hans. Á þeirri þróunarbraut átti Haydn marga kosta völ. Öllum mögu- leikum varð hann að kynnast, velja síðan og hafna. í fyrsta lagi var í Vínarborg tíðkanlegt svonefnt kvartett-devertimento, þar sem margslunginn kontrapunktur vék fyrir einfaldri og fagursveigðri laglínu. í öðru lagi var til ítalskt quadro, sem að áhöfn og kaflaskipti gat verið með ýmsu móti. Og í þriðja lagi mátti ekki sniðganga þá stefnu, sem kennd hefur verið við „stomi-og-streitu“ (Sturm and Drang); einna bezt var hún -kjalfest í píanósónötum eftir Philipp Emanuel Bach, sem talsverð áhrif hafði á Haydn. Aðal þessarar stefnu var hugtækt tónmál í stað hluttæks (subjektiv, objektiv), sem í tónum túlkar persónu- legar tilfinningar, sálarorku, ástríður og stundum jafnvel innri vanstillingu. Öll þessi geðhrif voru sveigð undir lögmál stefjabundinnar vinnu. Þessa tækni tematískrar úrvinnslu þáði Haydn þakk- samlega úr höndum þessa sonar meist- ara Bachs, fágaði hana og fullkomnaði. Haydn tileinkaði sér þessa nýju strauma, þó með vissum „afslætti." Hann útilokaði alla ýkjuhneigð, að- hylltist jafnvægi milli forms og innihalds, gullinn meðalveg, klassískt samræmi formeininga. Hann gerði sér far um að vera alþýðlegur en ekki frumstæður, einfaldur en ekki einfeldningslegur, tjáningarríkur en ekki ákaflyndur, hispurslaus en ekki frekjublandinn. f strokkvartettum sínum og symfóní- um tekst Haydn jafnan að leiða til lykta samruna andstæðra krafta og vísa til öndvegis samræmdri velhljóman. Þar með vakir þó ekki fyrir honum nein óraunsönn fegrun fyrirbæra, engin blekking, ekkert skrum í þá veru, að heimurinn sé heill og sannur og mótsagnalaus; heldur vill hann færa sönnur á það, að hlutverk. sérhvers manns sé að stjórna sínu eigin sálarlífi og leysa vandkvæði þess til eigin og annarra heilla, að sérhver maður geti skapað sér heim hamingjuríkrar sam- stillingar, með því að sigrast á andstæð- um öflum í eigin brjósti. landfari Vilmundur Gylfason Friðjón Guðröðarson Undarlegur ertu? Vilmundur Þegar ég fyrir nokkrum dögum var að koma vestan af Snæfellsnesi, barst mér á heimleiðinni fregn af því, að Vilmundur Gylfason hefði ráðist harkalega með offorsi miklu að Friðjóni Guðröðarsyni sýslumanni á Höfn í Hornafirði. Þetta þótti mér þá þegar leitt, og þó verra síðar, því til beggja mannanna hefi ég taugar, þótt af ólíkum toga séu. Á sínum tíma þegar Vilmundur óð hvað fjörugastan berserksgang gegn „kerfiskörlum" og „möppudýrum“ - og síður en svo að ástæðulausu - var mér tíðum hugsað til þess, að vissi þó a.m.k. af einum, sem sannarlcga félli ekki að óhrjálegri lýsingu Vilmundar á embættismannakerfi dómsmálanna. Friðjóni Guðröðar - syni, sýslumanni þeirra Austur-Skaft fellinga. Ég hafði um alllangan tíma kynnst þeim manni svo vel, að ég vissi að fullkomnari andstæða við andskota Vilmundar yrði vart fundin. Eftir að hafa svo sjálfur lesið hrottafengna og gífuryrta árásargrein Vilmundar á Friðjón, fannst mér þessi uppákoma hatröm, og skil hvorki upp né niður í þankagangiog ósvífni þingmannsins og dómsmála- ráðhcrrans fyrrverandi. Orð hans um framkomu sýslumanns í tilteknu máli, ná ekki nokkurri átt og eru upp- og útblástur einn, greinarhöf. til vansæmdar, enda stríða þau gegn þegar framkomnum opinberum viðurkenningarorðum til Friðjóns af einmitt sama umrædda tilefni, sbr. „Þakkir og stuðning" við hann frá pstjóm Blaðamannafélags lslands, frá 26.þ.m. Fjölmiólaviðtölin í Skaftafelli vöktu athygli almcnnings vegna blátt áfram, hreinskilinna og manneskjulegra tilsvara sýslumanns. Hér kvað sem sagt við nýjan tón. Þcir, sem þekkja Friðjón Guð- röðarson, vita best hversu órafjarri öllum sannleika dylgjur og getgátur Vilmundar í garð hans eru. Friðjón myndi aldrei vilja gera öðrum rangt til að særa, hvorki innlenda menn né erlenda. Sá maður hefur hjartað á réttum stað og næga góðvild, dómgreind og vitsmundi til þess að hlýða rödd þess. Friðjón er ósvikinn mannvinur. Það er því mála sannast, hvernig sem á er litið ef Vilmundi skánar ekki æðiskastið - að háttvirtir alþingis- menn - hafi öðrum og þarfari hnöppum að hneppa, er þing kemur loksins saman, en að athuga möguleika á því að losa þjóðina við stjórnarformann Sýslumannafélags lslands. Og er Vilmundur minn þess umkominn að kasta fyrsta stein- inum? Baldvin Þ.Kristjánsson Þarf að auglýsa á ensku? ■ Mjólkurframleiðendur í Noregi langar að vonum til þess að mjólk sé drukkin í landi þeirra. Nú í sumar er reynt að gera mjólkurdrykki vinsæla meðal unglinga. Hitt vekur athygli og má vera umhugsunarefni nær og fjær, að í þessu unglingastríði grípa mjólkur- búin norsku til enskunnar. Þau auglýsa „milk drink“ og vígorð þeirra er: „Milk is a better drink.“ Mjólkin er bragðbætt á ýmsan hátt, kakómjólk, berjamjólk o.s.frv. Öll rök virðast mæla með því að mjólkurdrykkirnir geti keppt við gosdrykki og annað það sem selt er til svölunar. Það eru auglýsingamar sem miklu hafa ráðið um smekk og neyslu unglinganna. Nú ætla Norð- menn að mæta kóka kóla auglýsing- um og öðm slíku í sjónvarpinu jafnfætis á enskri tungu. Það verður fróðlegt að frétta um árangurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.