Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HtÞÞAi Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7-80-30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um allt land Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafé/ag ^^■abriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir srTiMsS ■ „Samtökin settu auglýsingar í bxjar- blöðin ■ Vestmannaeyjum þar sem þess var farið á leit að Vestmannaeyingar sem xttu íbúðir á höfuðborgarsvxðinu vxru svo vinsamlegir að leigja þxr skólafólki úr Eyjum. En vitað er að Vestmannaeyingar eiga margar íbúðir á höfuðborgarsvxðinu og jafnframt að margar þcirra standa lausar. Bxjar- sjóður hafði líka fallist á að lána þeim fé til fyrirframgreiðslu sem þess þyrftu, sem nemendur áttu síðan að greiða mánaðariega til baka og jafnframt xtlaði bxrinn að ganga í ábyrgð, þ.e. hlaupa undir bagga ef til greiðslufalls kxmi einhvern mánuðinn. En við fengurn bara ekki eina einustu íbúð.“ Þetta kom m.a. fram í samtali við Friðrik Njálsson, sem er varaformaður „Samtaka langskólanema úr Vest- mannaeyjum.“ En sá félagsskapur var stofnaður þar í bx í sumar, og geta félagsmenn þeir einir orðið sem stunda nám á „fasta landinu“ - eins og meginland íslands er gjarnan nefnt þar í bx - svo og þeir sem koma til með að gera það. Friðrik telur að það sé um 100 manna hópur Eyjamanna sem er að flytja búferlum á höfuðborgarsvæðið þessa dagana, til að setjast á skólabekk í: Mennta-, Tækni- og Háskóla ásamt öðrum sérskólum. - Eru þá kannski margir sem ekki vita hvar þeir geta sest að þegar til fhöfuðborgarinnar kemur? - Ég vil nú taka það fram að við vitum | um skólafólk sem fengið hefur leigðar íbúðir í eigu Vestmannaeyinga gegn um skyldleika eða persónulegan kunnings- skap. En svo hafa mcnn verið að brasa við þetta hver í sínu horni og þetta hefur ÍIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 ■ Friðrik Njálsson úr Vestmannaeyjum er strax tekinn til við lesturinn, en hann stundar nám í viðskiptafrxði í Háskóla Islands. Friðrik kvaðst hafa verið einn af þeim lánsömu að komast í húsaskjól hjá kunningja sínum, sem einnig er í námi. FENGIIM EINA EINUSTU IBUÐ — segir Friðrik Njálsson, formadur Samtaka langskólanema úr Vestmannaeyjum, sem leituðu eftir leigu á Ibúðum verið að smákoma núna undanfarið. Ég held að flestir séu nú búnir að fá eitthvað húsnæði. En þetta er mikið bras og andsk... dýr leiga. Ekki er óalgegnt að skólafólk hafi þurft að punga úr með 50.000 kr. í fyrirframgreiðslu, fyrir litlar íbúðir, bara til að tryggja sér húsnæði yfir veturinn. Það er ansi mikið að standa undir fyrir þá sem aðeins geta unnið yfir sumarmánuðina. Já, það eru nokkuð dropar mörg dæmi þessa. Leigan er þetta 4.500 til 5.000 kr. á mánuði og margir borga allt árið - þó þeir þurfi ekki að nota íbúðirnar yfir sumarið. Þeir þora ekki að sleppa þeim af ótta við að standa aftur í sama harkinu næsta haust. - Eru húsnæðismálin eini tilgangur samtakanna? -Tilgangur þeirra er jafnframt að berjast fyrir hagsmunamálum félags- manna almcnnt auk þess sem meiningin er að með þeim getum við betur haldið hópinn á „fasta landinu". Þjóðræknin er mikil í Eyjum eins og margir vita. Við höfum m.a. hugsað okkur að gangast fyrir einhverjum uppákomum og höfum í því sambandi fengið vilyrði fyrir ákveðnu húsi hér í Reykjavík. En það er nú lítið farið að skipuleggja þetta ennþá þó ýmsar hugmyndir hafi verið viðraðar, svo sem böll, lundakvöld og eitthvað í þeim dúr. - En vill síðan ekki fara svo - þegar fólk fer að heiman árum saman að margir snúi ekki heim aftur að námi loknu? - Þegar fólk fer hingað í skóla ætlar það almennt að snúa til baka. En raunin verður samt sú, að mjög margir ílengjast í landi. Sumir fá ekki vinnu við sitt hæfi heima, aðrir giftast hingað og þangað um landið og svona ýmislegt sem komið getur upp á. _ HEI Útvegsbank- inn klifinn ■ Um næstu helgi fer fram heljarmikil söfnun til styrktar björgunaraðilum hér á landi, en vegna breyttra reglna um fjarskipti þurfa þeir allir með tölu að koma sér upp nýjum rándýrum fjarskiptabúnaði. Vonandi tekst söfnunin vel. Til að minna aðeins á sig ætla þessir sömu björgunar- aðilar sem safna á fyrir að vera með uppákomur í höfuðborg- inni þrjá næstu daga. I dag xtla menn frá Slysavarnar- félaginu að bjarga drukknandi manni með þyrlu úr Tjöminni í Reykjavík, en síðdegis á morgun ætla félagar úr hjálpar- sveit skáta að klífa Útvegs- bankann í Austurstræti meðan á háannatímanum stendur. Rúsínan í pylsuendanum verð- ur svo á laugardag en þá xtia fjórir félagar úr flugbjörgunar- sveit að kasta sér úr Fokker- flugvél yfir Laugardalnum og svífa síðan í hópi saman í fallhlifum niður á fósturjörð- ina. Þetta atriði er að vísu háð veðri og vindum, og óvíst hvort hægt verður að koma því við. Hlýtur ad vera Hjölli ■ Parkison lögmálið riður ekki við einteyming, ef marka má tillögur frá hinum ýmsu ríkisstofnunum um fjölgun stöðugilda við gerð fjárlaga- fmmvarps næsta árs. Fjölgun ríkisstarfsmanna um 2800, en það er sú tala sem nefnd hefur verið, lætur nærri að fela í sér 15% fjölgun opinberra starfs- manna, eða 2-3% allra vinnu- færra manna. Sem betur fer verður ekki tekið mark á þessum beiðnum, enda txpast vist að þjóðar- skútan þoli slíka ofhleðslu. Hins vegar hafa ekki verið leiddar að því getur hvar þessi fjölgun hafi átt að koma til. Dropar fóru á stúfana til að kanna hvar pláss væri fyrir alla þessa menn, en aðspurðir vildu forsvarsmenn ekki kann- ast við að óskirnar væm frá þeim komnar. Einn ráðherr- anna sagði að þessi tala hlyti að vera „della“. „Ég hef ekki fréttir Björgunarsýning á Tjörninni ■ Landhelgisgæslan og Slysavarnar félag ísland efna til björgunarsýningar við Tjömina í Reykjavík í dag klukkan 17.30. Sýningin er í tilefni af fjársöfnun þeirri sem nú er hafín á vegum Hjálparstofn- unar kirkjunnar til styrktar björgunar og hjálparsveitum viö kaup á fjarskipta- búnaöi. Björgunarsveit Ingólfs sýnir slöngu- báta með froskmönnum og þar verða einnig sýndir flotbjörgunarbúningar og ýmis Ijós og reykmerki til notkunar í neyð. Þyrla TF Rán, mun varpa niður gúmbát, sem blásinn verður upp og sýnt verður hvemig mönnum er slakað niður öðrum til hjálpar og síðan hífðir um borð í þyrluna aftur. Meðan á sýningunni stendur munu félagar úr björgunar og hjálparsveitum taka á móti fjárframlögum sýningargesta. - Sjó. Skipverji fékk snert af reykeitrun — Skipverji á vélbátnum Húnavík frá Blönduósi var fluttur á slysadeild í Reykjavík meö reykeitrun eftir aö eldur kom upp í lúkar bátsins þar sem hann lá bundinn við smábáta- bryggjuna á Grandagarði í fyrrinótt. Skipverjinn var að koma um borð í bátinn þegar hann varð eldsins var. Fór hann niður í lúkarinn til að ganga úr skugga um að einhver væri þar sofandi. Enginn var í lúkamum en hins vegar fékk skipverjinn snert af reykeitrun. Við skoðun á slysadeild kom í Ijós að hún var ekki alvarleg og fékk hann að fara heim. Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að bátnum. Vel gekk að slökkva eldinn, sem ekki hafði náð að breiðast út að ráði. I’ó urðu talsverðar skemmdir af hans völdum. Slökkviliðsmenn töldu, að eldurinn hefði átt upptök sín í drasli sem lá undir stiga niður í lúkarinn. -Sjó. Blaðburðarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftlrtalin hverfi: Reykjavík: Háaleitisbraut Selvogsgrunn Jórusel Laugarásvegur Sími: 86300 farið frant á neitt í þessa veru. Ætli þessi fjölgun sé ekki öll meira og minna í iðnaðarráðu- neytinu hjá Hjölla“, bætti hann síðan við. Krummi ... ....sá í Þjóðviljanum að Alla- baUar í Firðinum fundu í kjaUaranum hjá sér stórt bý- flugnabú. Þcir hafa greinilcga byrjað snemma að safna til mögru áranna....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.