Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 3 ffréttir Forrádamenn lífeyrissjóðanna vara við dýrum lánum: UM 100.000 KRÚNA EFTIRSTÖDVAR AF 5.000 KRÓNA lANI FRA 1972! ■ Árið 1979 kostaði evrópskur bfll 50 þús. krónur (5 millj. gamlar) en kostar nú 140 þús. Sá er tekið hefði lífeyrissjóðslán fyrir öllu bflverðinu fyrir þrem árum skuldaði nú, með vöxtum, 194 þúsund krónur. Lánið hefði því bækkað gott betur en nýr bfll, en fyrir þann 3ja ára fengjust ekki nema um 95 þús. kr. á borðið í dag. Bfllinn hefur því „kostað“ 99 þús. krónur á þrem árum eða um 90 krónur á dag auk bensíns, trygginga, og viðgerða. Þetta dæmi kemur fram í nýútgefnum upplýsinga- bæklingi, sem geflnn er út af Landssam- bandi lífeyrissjóða og Sambandi al- mennra lífeyrissjóða í þeim tilgangi að upplýsa sjóðfélaga betur um verðtryggð lán, svo og hve gifurlega breytingu þau hafa í för með sér. Til að skýra þá breytingu getum við tekið sem dæmi hugsanlega vinnufélaga, Jón og Gvend, sem báðir fengu 500.000 gkr. (5.000 nýkr.) að láni til 25 ára fyrir 10 árum (sem þá voru 24 mánaðarlaun samkv. lægsta taxta Dagsbrúnar). Jón tók óverðtryggt lán, sem hann í ár þarf að greiða af 1.480 kr. í afborgun ogvexti og skuldar nú 3.000 krónur. Lán Gvendar var verðtryggt með lánskjara- vísitölu og 3% vöxtum. í ár þarf hann að greiða 9.547 kr. í afborgun, vexti og verðbætur og skuldar eftir það 96.750 kr. Algjört okur segir sjálfsagt einhver. Nú þurfa menn einfaldiega að borga þau lán sem þeir taka að fullu til baka, segja þeir hjá lífeyrissjóðunum. Sem dæmi benda þeir á að algeng íbúð hafi hækkað um rúm 300% á fjórum árum, en lífeyrissjóðslán um 288% á sama tíma. Fasteignir hafi því hækkað svipað og verðtryggð lán með 2,5% vöxtum. Þeir lífeyrissjóðamenn benda hins vegar á að nú séu aðrar leiðir orðnar skynsamlegri til að auka eignir sínar en að kaupa stór hús - jafnvel þó menn skuldi ekki neitt. Selji maður hús sem kostar 1,5 millj. (staðgreiðsluverð), kaupi sér í staðinn íbúð fyrir 750 þús. kr., og kaupi sér verðtryggð spariskír- teini með 3% vöxtum fyrir mismuninn fær hann 22.500 kr. í vexti á ári. Rúmlega þá upphæð sparar hann síðan með lægri fasteignagjöldum, afskriftum, viðhaldi og hugsanlega eignaskatti. Þessi maður hefði því um 48.000 kr. meira ráðstöfunarfé á árinu, án þess að minnka eignir sínar. - HEI Fundur LÍÚ- manna með ráðherrum ■ Fundur með fulltrúum LÍÚ og ráðherrunum dr. Gunnari Thoroddsen, Steingrími Hermannssyni og Hjörleifi Guttormssyni var haldinn í Stjómar- ráðinu í gærmorgun til að ræða stöðuna sem komin er upp eftir að LÍÚ ákvað að stöðva fiskiskipaflotann. „Það varð að samkomulagi að ræða ekki það sem fram fór á fundinum" sa^ði Kristján Ragnarsson formaður LÍU í samtali við Tímann en aðrir sem sátu fundinn vörðust einnig frétta af honum. - FRI ■ Frá fundi LÍÚ manna með ráðherr- unum Gunnari Thoroddsen, Steingrimi Hermannssyni og Hjörleifi Guttorms- syni. ' Tíinamynd GE Mótorhjól og bíll f hörðum árekstri ■ Harður árekstur varð milli bíls og Tveir menn voru á mótorhjólinu. mótorhjóls í Stórholti í Reykjavík, móts Slösuðust þeir báðir talsvert og voru við hús númer 16, á sextánda tímanum fluttir á slysadeild. í gær. - Sjó. ■ Embætti forseta íslands fékk nýjan glæsivagn Cadillac Fleetwood Braugham, afhentan í gær. Á myndinni tekur Snorri Jóhannsson, forsetabilstjóri, við bfllyklunum úr hendi Bjama Ólafssonar, deildarstjóra bfladeildar Sambandsins. Tímamynd Róbert „Gæðum sjávarafurða hefur hrakað” ■ Gæði sjávarafurða eða réttara sagt lakari gæði sjávarafurða voru efst á baugi á haustfundi Sambandsfrystihús- anna á Húsavík, en fundi þessum lauk í gærkvöldi. Árni Benediktsson, formaður stjórn- ar Sambandsfrystihúsanna sagði í sam- tali við Tímann að það væri staðreynd að gæðum einstakra sjávarafurða hefði hrakað og væru menn uggandi yfir þessari þróun. Ekki lægju allar orsakir gæðarýrnunarinnar fyrir, en ákveðið hefði verið að taka þessi mál til gaumgæfilegrar athugunar. „Við ætlum okkur að halda fyrsta sæti í heiminum hvað gæði sjávarafurða varðar og munum beita til þess öllum tiltækum ráðurn," sagði Árni Benedikts- son. - ESE FfíA mrvs SJOÐUM HVER ER GREIÐSLUBYRÐIN AF VERÐTRYGGÐUM LÁNUM? SVAR: Greiðslur af verðtryggðum lánum hækka í hlut- falli við hækkun lánskjaravísitölu (stundum byggingarvísitölu). En hvernig verða greiðslurnar í framtíðinni miðað við laun manna? Laun hækka almennt miðað við kaupgreiðsluvísitölu og auk þess hækka þau vegna grunnkaupshækkana. Gera verður ráð fyrir að laun hækki a.m.k. ámóta og lánin í framtíðinni, nema reiknað sé meö að lífskjör fari versnandi. Reynsla undanfarandi ára- tuga sýnir að yfirleitt hækkuðu laun meira en allar vísitölur. En hvert er þá hlutfall afborgana og vaxta af launum? Ef ung hjón kaupa sér íbúð, sem kostar kr. 800.000, og eiga sjálf skyldusparnað og annað fé upp á kr. 300.000, þá vantar þau kr. 500.000. Þessa upphæð verða þau að taka að láni hjá líf- eyrissjóðum, Húsnæðismálastofnun, bönkum og skyldmennum. Ef gert er ráð fyrir að þessi lán séu verðtryggð og til 25 ára, þá er árleg afborgun af þeim kr. 20.000 og vextir (3%) fyrsta áriö kr. 15.000, en lækka niður í kr. 600 síðasta árið. Greiðslurnar eru því frá kr. 35.000 á ári fyrsta árið niður í kr. 20.600 síðasta árið. Og þessar upp- hæðir hækka e.t.v. ámóta og launin og því getur unga fólkið reiknað með að þurfa að greiða tvenn til þrenn mánaðarlaun í afborganir, vexti og verð- bætur næstu 25 árin. ILANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRA I97? ILÍFEVRISSJÖÐA LÍFEYRISSJÓÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.