Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 9
8_____________ f réttaf rásögn LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 KREDITKORT S.F. - REYKJAVÍK • ICELAND UNDIRSKRIFT lEDlTKOBT SocIb EURO f JÓNÍNA Nánari upplýsingar og umsóknareydublöð fástáöllum afgreiðslustöðum okkar. ■ Kennarar Fossvogsskóla á fundi í kaffístofunni. ■ Ólöf Rafnsdóttir, Steinunn Torfadóttir, Helga Þorkelsdóttir og Guöbjörn Egilsson vinna aö undirbúningi almennrar kennslu níu og tíu ára bama. KREDITKORT S.F ■ Svcrrir Guðjónsson, Guðbjörg Elin Ásgeirsdóttir og Margrét Jóelsdóttir ræða formskrift þá sem sjö og átta börn koma til með að glíma við í vetur. ÚTVEGSBANKINN VŒZLUNfiRBflNKINN f SKÓLANUM, í SKÓLANUM ■ Það hefur liklega farið fram hjá fáum að nýtt skólaár er í þann veginn að hefjast í skólum landsins. Skóla- vönibúðir og ritfangaverslanir hafa minnt á tilveru sína og í Ijölmiðlum er grcint frá því hvenxr einstakir skólar hefjast. Það fylgir því alltaf sérstök tilfinning að setjast á skólabekk að loknu sumarleyfi og jafnvel forhert- ustu eilífðarstúdentar losna líklega aldrei við þann fiðring sem fylgir fyrstu skóladögunum hverju sinni. En spenn- ingurinn er þó mestur hjá yngstu kynslóðinni og þó sérstaklega þeim sem nú setjast í fyrsta sinn á skólabekk í alvöru skóla. Grunnskólarnir hefjast naest komandi mánudag og sá dagur á eftir að marka tímamót í lifi margra. Bömin stofna til nýrra kynna og aðrir endumýja gömul kynni og smám saman tekur það sem kallað er hversdagsleikinn við. Mesta nýjabmm- ið fer af skólanum, en engu að síður era alltaf gerðar þxr kröfúr að skólinn og starfslið hans bregðist í engu frá fyrsta degi. Það er orðið eitt af náttúralögmáiunum að ailt gangi sem smurt, en fáir gera sér þó grein fyrir þeirri miklu vinnu sem liggur að baki skólastarfinu. Bara undirbúningsvinn- an fyrir upphaf skólaárs er kapítuL'út af fyrir sig. Blaðamenn Tímans litu við i Fossvogsskóla er undirbúningsvinn- an stóð sem hxst og rxddu við Kára Arnórsson, skólastjóra og kennara skólans um alvöru skólalífsins og uppbyggingu skólastarfsins. Byrjað var að starfrxkja Fossvogsskóla árið 1971 og var skólinn svokallaður tilraunaskóli lengi vel, en nefnist nú opinn skóli. Telja kennarar það viðurkenningu á að tilraunin hafi heppnast. - ESE ■ - Allt skipulag og kennslufyrir- komulag hér í Fossvogsskóla er að verulegu leyti frábmgðið því sem gerist í öðrum grannskólum hér á landi, vegna hins opna starfs sem hér er viðhaft, segir Kári Arnórsson, skólastjóri. - Hér áætla nemendurnir sjálfir sitt námsefni fyrir viku í senn í samráði við kennarana og þessi áætlun markar síðan þeirra starf hér við skólann. Þetta fyrirkomulag eykur vissulega álagið á kennurunum, en byggir jafnframt á miklu meira samstarfi þeirra í milli. Að sögn Kára Arnórssonar er fyrirmyndin af hinum opna skóla fengin frá Bretlandi, þar sem þetta kennslu- fyrirkomulag hefur gefist mjög vel. Kennt er í blönduðum hópum, þ.e.a.s. að sjö og átta ára börn eru saman í kennslu, níu og tíu ára börn eru saman og þar fram eftir götum. Engin hefðbundin stundatafla er í skólanum, en þess í stað fá kennararnir ákveðna rammatöflu sem þeir fyllaút í samvinnu við nemendurna. Sem fyrr segir ákveða „Allt byggist á sam- starfi kennaranna”’ segir Kári Arnórsson, skólastjóri í Fossvogsskóla börnin sjálf hvemig þau vilja vinna námsefni vikunnar og er tilgangurinn með þessu valfrelsi sá að þroska skipulagshæfileika og ábyrgðartilfinn- ingu bamanna. í skólanum er kennslu- stofunum skipt niður í ákveðin vinnu- svæði, þar sem bömin vinna að verkefnum sínum. T.a.m. fer bam sem lokið hefur vinnu sinni í stærðfræði þann daginn og ætlar að vinna að verkefni í landafræði, inn á sérstakt vinnusvæði fyrir landafræði og tekur þá sá kennari sem þar er til staðar við barninu og leiðbeinir því. Þetta kerfi reynir því mjög á samstarf kennaranna. - Við erum hér að sinna börnunum sem einstaklingum og mín reynsla af þessu kerfi er sú að viðhorf bamanna til námsefnisins hefur breyst, auk þess sem þetta þroskar ábyrgðartilfinningu þeirra. Börnin verða virkari þegar þau geta sjálf ráðið námshraða sínum og ég hef því ekkert nema gott eitt um þetta kerfi að segja, segir Kári Arnórsson. Afar misjafnt er hvernig börnum sem koma frá öðrum skólum hefur tekist að aðlaga sig hinu nýja kerfi. Sum bamanna ganga beint inn í skólastarfið án nokkurra eða lítilla erfiðleika, en hjá öðmm gengur það ekki eins vel. Getur það tekið einstaka nemendur nokkrar vikur að átta sig á hlutunum og að sögn Kára Atnórssonar er þar oftast um að ræða böm sem eru orðin vön að fylgja bekknum f hinu hefðbundna skólakerfi. ÚTVEGSBANKINN OG VERZLUNARBANKINN STANDA NÚ AÐ ÚTGÁFU EUROCARD KREDITKORTA. 12 Spuminear tyút fu/brðnci mbörnogskó/a ■ Skólamálaráð Kennarasambands íslands gaf ■ fyrra út bxkling með 12 spumingum fyrir fullurðna um böm og skóla. Er bxklingur þessi liður í kynningarstarfi KÍ og var hann sendur heim með nemendum í fjórum árgöngum grunnskólans í fyrra. Bxklingur þessi xtti því að vera til á allinörgum heimilum og vildi formaður skólamála- ráðsins, Svanhildur Kaaber konta þvi á framfxri við foreldra að þeir kynntu sér innihald bxklingsins áður en börn þcirra settust á skólabekk að nýju. KENNURUM ER KAPPSMÁL AD KOMA VEL UNDIRBÚNIR TILSTARFA — segir Svanhildur Kaaber, kennari í Fossvogsskóla og formaður skólamálaráðs Kennarasambands fslands ■ Það segir sig sjálft að það er mikil vinna að undirbúa skólastarf í skóla sem telur um 450 nemendur, jafnvel þó að kennarar í fullu starfi og hlutastarfi við skólann séu 26 talsins. Fossvogsskóli er engin undantekning frá reglunni og reyndar krefst kennslufyrirkomulagið við skólann meiri undirbúnings en venjan er um grannskóla landsins. A.m.k. ef rxtt er um skóla af svipaðri * JU''* — EUROCAKD kreditkort GILDIRA 300 SIÖÐUMIIM ÍSIAND ALLT ■ Gífurleg vinna fylgir undirbúningi skólastarfsins og Óskar Einarsson. Svanhildur Kaaber, Kristjana Halldórsdóttir, Elínborg Jónsdóttir, Stefanía Bjömsdóttir, Magnea Antonsdóttir Tímamyndir Róbert stxrðargráðu. Kennarar Fossvogsskóla vora önnum kafnir er blaðamenn Tímans litu þar við, en gáfu sér þó tíma að rxða lítillega við okkur. Og fyrst mótmxltu þeir því harðlega að kennarar væru aðgerðarlausir dagana fyrir skóla- byrjun. - Það er útbreiddur misskilningur að kennarar hangi aðgerðarlausir allt sum- arið og það eina sem þeir þurfi að gera við upphaf skólaárs sé að mæta þegar hringt er inn f fyrsta tímann, segir Svanhildur Kaaber, kennari við Foss- vogsskóla, sem jafnframt er formaður skólamálaráðs Kennarasambands ís- lands. - Það er gífurleg vinna að undirbúa skólastarfið og nægir þar að nefna að hér eru allir kennarar nú í fullri vinnu bara við að ákveða hvað gera skal í skólanum fram til áramóta. Við þurfum að taka ákvörðun um hvaða námsefni verður notað og síðan á eftir að samræma námsefnið og gera áætlanir. Hinir breyttu kennsluhættir, sem þykja orðnir sjálfsagðir hafa aukið alla vinnu kenn- arans og ég held að þeir séu fáir sem 'gera sér grein fyrir þeirri vinnu sem liggur á bak við starfið í íslenskum grunnskóla í dag. Kennararnir Svanhildur Kaaber, Stef- anía Björnsdóttir, Magnea Antons- dóttir, Elinborg Jónsdóttir og Óskar Einarsson, sem blaðamenn Tímans ræddu við, voru allir sammála um að það væri mjög mikilvægt atriði að kennurum gæfist kostur til að undirbúa kennsluna á sem bestan hátt, en mikið hefur skort á að kennurum sé ætlaður slíkur tími innan hins fasta vinnutíma. Kennararnir bentu á að við nýgerða kjarasamninga, sem að vísu hefðu enn ekki verið bornir undir félagsfund, hefði kennsluskylda kennara að vísu verið minnkuð um einn tíma, en sá tfmi bættist nú við undirbúningsþáttinn. Það væri spor í rétta átt en hvergi nærri nóg til að sinna mætti undirbúningsstarfinu sem skyldi. - Það er mikill áhugi meðal kennara að koma vel undirbúnir til starfa og því sárnar okkur oft þegar því er varpað fram að kennarar geri ekkert sem að kennslustörfunum lýtur að sumarlagi. Staðreyndin er hins vegar sú að flestir kennara hafa setið á endurmenntunar- námskeiðum í sumar og margir á fleiri en einu slíku námskeiði. Aðsókn að þessum námskeiðum er gífurleg og því miður komast færri að en vilja, segir Svanhildur Kaaber. _ gSE GILDIR EUROCARD KREDITKORTH) A USTADA REYNDIR AMERÍKUFARAR ÞEKKJA ÚTBREIÐSLU MASTERCARD KREDITKORTA VESTRA. ' BRETLANDIRÍKJA ACCESS KORTIN. MASTERCARD 0G ACCESS ERU ÁSAMT EUROCARD EIN SAMSTEYPA FYRIRTÆKJA, HLEKKIR í KEÐJU SEM UMLYKUR HNÖTTINN ALLAN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.