Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 érlent yfírllt ■ Þessa mynd af Abou Nidal sendi ísra- elska leyniþjónustan út árið 1976. Hann er leiðtogi hinna vinstri sinnuðu samtaka Al Assifas, en þau hafa heitið að ganga af bæði Begin og Arafat dauð- um. Hann er eftirlýst- ur af Israelsmönnum og Frelsissamtök Pal- estínumanna hafa dæmt hann til dauða. Meðlimir Al Assifas hafa unnið mörg hermdarvcrk sem PLO eru kennd. Samtökin hafa aðalstöðvar í Damaskus og sýr- lensk yfirvöld h'ta á starfsemi þeirra með velþóknun. Herskáir hrydjuverkamenn: Hafa hótad að myrða bæði Begin og Arafat ■ Sú þjóð sem kennd er við Palestínu er landlaus og dreifð í mörgum ríkjum. Eftir innrás ísraela í Líbanon og umsátrið um Beirut er búið að dreifa harðasta kjama hers þeirra til margra landa. Arabaríkin kæra sig ekki um að of margir þeirra séu samankomnir á einum stað. En það er ekki einasta að Palestínumenn séu dreifðir um mörg lönd. Þeir em langt frá því að vera sáttir innbyrðis . Arafat, leiðtogi PLO, eða Frelsissamtaka Palestínumanna, er at- kvæðamesti leiðtogi þeirra og fer með stjórn stærstu samtaka þessa hrjáða fólks og út á við kemur hann fram sem nokkurs konar þjóðhöfðingi. En það er langt frá þvf að hann sé einráður og hann á sér marga mótstöðu- menn meðal þeirra manna sem kenna sig við Palestínu. Einn þeirra er Sabri el-Ganna, sem þekktari er undir nafninu Abou Nidal. Hann er hryðjuverkamaður sem ræður yfir hópi harðskeyttra manna sem láta sér ekkert fyrir brjósti brenna. Höfuð- stöðvar hans eru í Damaskus í Sýrlandi, en hann kemur víðar við. Franska öryggislögreglan telur sig þekkja fingra- för Nidals og kappa hans á árásinni á veitingahús gyðinga í París fyrir nokkra. Þar raddust inn menn vopnaðir vélbyss- um og létu kúlnaregnið dynja yfir þéttsetinn veitingasalinn. Sex manns voru myrtir, 22 særðir. Nidal er granaður um mörg fleiri hryðjuverk en erfiðlega gengur að hafa hendur í hári hans þótt leyniþjónustu- menn frá fleiri löndum láti einskis ófreistað að hafa uppi á honum. Einn hinna fyrstu sem lýstu yfir harmi sínum og viðbjóði á árásinni á veitinga- húsið var Arafat. Hann veit sem er að verknaður sem þessi er málstað hans og Palestínumanna síst til framdráttar. Engin ástæða er til að efa að Arafat hafi harmað atburðinn af heilum hug, jafnvel þótt hann hafi verið framinn á sama tíma og sprengjum og stórskotahríð rigndi yfir hann og fólk hans í vesturhluta Beirat. Vandséð mun vera hvort Nidal hatar meira Arafat eða Begin forsætisráðherra ísraels. Hann hefur svarið þess dýran eið að fyrirkoma þeim báðum. Arafat hefur dæmt Nidal til dauða en ekki komist í færi að framfylgja dómnum. Hinn dauðadæmdi reynir að gera Arafat allt það til miska er hann megnar. Fyrir áratug var Abou Nidal virtur meðlimur í Frelsissamtökum Palestínu- manna. En þegar hann var fulltrúi samtakanna í Bagdad féll Arafat í ónáð hjá írönsku stjórninni, þegar hann tók upp samband við Sadat og hina hógværu stjórn Egyptalands. írakar studdu klofn- ingsarm úr PLO, sem Nidal varð foringi fyrir. Hann og hans menn ákvæðu Arafat fyrir svik við málstaðinn og hófu hermdarverkastarfsemi sem beindist bæði gegn PLO og Israel. Það er út í hött að kenna Frelsissamtökum Palest- ínumanna og Arafat um öll þau hryðjuverk sem unnin hafa verið gegn Israel og hver veit hvaða þátt Nidal og kumpánar hans eiga í hryðuverkum sem ísraelum hafa verið kennd? Nidal var dæmdur til dauða af dómstóli PLO fyrir að myrða nokkra af leiðtogum samtakanna. Árið 1977 myrtu útsendarar Nidal Said Hamani, sendi- mann PLO í London. Árið eftir kom röðin að Ezzedine Kalak, sem gengdi samsvarandi stöðu í París. Báðir voru mennirnir myrtir fyrir þá sök að Nidal þótti þeir vera hallir undir það sjónarmið að viðurkenna fsraelsríki. 1978 varð sú stefnubreyting í írak, að leiðtogar þar tóku upp samband við hin hófsamari Arabaríki og PLO. Þá varð Nidal og hreyfing hans að fara úr landi en fékk hæii í Damaskus í Sýrlandi, en yfirmaður öryggislögreglunnar þar er náinn vinur hermdarverkamannsins. Þaðan fær Nidal stundað þá iðju sína að gera út hermdarverkamenn, sem jöfn- um höndum beina vopnum sínum að PLO og ísrael. Samtökin sem Abou Nidal stjórnar nefnast A1 Assifas. Þau eru ábyrg fyrir árás á barnahóp í bænahúsi gyðinga í Antwerpen 1980. í fyrra var bænahús gyðinga f Vínarborg fyrir árás manna Al Assifas. Þrír menn ruddust inn og létu skothríð úr vélbyssum dynja yfir samkundugesti. Tveir voru myrtir, 17 særðust. Árásin í Vín var gerð vegna tilrauna Kreiskys kanslara til að koma á viðræðum viðkomandi þjóða til friðsam- legrar lausnar á deilumálum fyrir botni Miðjarðarhafs. Tilræðismennirnir í Vín vora handteknir. í höndunum höfðu þeir pólskar vélbyssur af vandaðri gerð. Ferill hryðjuverkamannanna og vopn- anna var rekinn til höfuðstöðva Nidals í Damaskus. Austurríska lögreglan komst að því við nánari eftirgrennslan að hið eigin- lega skotmark Nidal í Vín var sjálfur Kreisky. Hann var talinn hættulegur málstaðnum þar sem hann er vinur Arafats. Vínarborg var orðinn hættulegur staður jafnt fyrir áhangendur PLO og ísraels. Skömmu áður en Sadat var myrtur á heimavelli, aflýsti hann heimsókn til Vínar, þar sem granur lék á að menn Nidals biðu hans. í júlímánuði s.l. var Fadli Dani, sendifulltrúi PLO í París myrtur. Hann var sprengdur í loft upp í bíl sínum. Varla leikur á því vafi að Begin forsætisráðherra og málstað hans er talsvert gagn gert með tiltækjum hryðjuverkamannanna í A1 Assifas, þótt þau beinist stundum gegn ísraelsmönn- um. Mönnum er jafnvel ekki granlaust um að ísraelsher hafi komið sínum eigin mönnum fyrir innan samtakanna. Leyni- þjónusta þeirra hefur þá leyst flóknari hlutverk af hendi, sé svo. ísraelsmenn líta á Abou Nidal og Yassir Arafat sem greinar á sama meiði og það er þeim í hag að gera engan greinarmun a þeim, eins og sakir standa. Abou Nidal er vinstri sinnaður hryðjuverkamaður og er í raun samherji Begins, þar sem hann gerir allt til að sverta hina hófsamari leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínumanna. Oddur Ólafsson, í ritstjórnarf ulltrúi, skrifar PIM/a Þýska bókasafnið verður lokað frá og með 30.9.1982 um óákveðinn tíma. ) Þeir sem hafa bækur að láni, eru vinsamlegast beðnir um að skila þeim fyrir þann 21.9. 1982. Raflagnir Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Þurfirðu að endurnýja raflagnir,gera við, bæta við eða breyta, minnir Samvirki á fulikomna þjónustu sína. Harðsnúið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið til hjálpar. samvirki =V SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 441566 Skrifstofumenn Orkustofnun óskar eftir að ráða skrifstofumenn til starfa í starfsmannahaldi stofnunarinnar og við vélritun. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra fyrir 9. sept. n.k. ORKUSTOFNUN Grensásvegi 9 108 Reykjavík sími 8 36 00 Stýrimannafélag íslands og Kvenfélagið Hrönn efna til hópferðar austur í sumarbústaði Stýrimannafélagsins í Brattahlíð í Laugardal sunnudaginn 12. september, í tilefni af því að liðin eru 20 ár frá byggingu bústaðanna.- Áætlun: 1. Farið í hópferðabíl frá Borgartúni 18 kl. 10.00 2. Frá Brattahlíð kl. 17.00 Þátttöku ber að tilkynna skrifstofu Stýrimannafél- ags íslands fyrir n.k. fimmtudag s. 2 99 33. TONUSMRSKOU KÓPRJOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Innritun fer fram 7.-10. sept. að báðum dögum meðtöldum kl. 9-12 og 16-18. Innritað verður á sama tíma í forskóladeildir. Nemendur eru beðnir að láta stundarskrár fylgja umsóknum. Athygli skal vakin á því að m.a. verður kennt á kontrabassa, óbó og fagott. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans Hamra- borg 11,2. hæð, símar 41066 og 45585. Skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.