Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 1
Naumt tap gegn A-Þjódverjum - bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 9. september 1982 204. tbl. - 66. árgangur. Verða líklega bannaðar af ríkisstjórninni ■ Stöðvun fiskveiðiflota íslendinga kemur til framkvæmda á miðnætti næst komandi föstudagskvöld. Þetta er Ijóst eftir árangurslausan fund sjávarútvegs- ráðherra og viðræðunefndar Lands- sambands íslenskra útvegsmanna í gær. Komið hefur fram að LÍÚ hefur skipulagt um 45 sölur íslenskra fiski- skipa erlendis á tímabilinu 10. september og fram til mánaðamóta og greindi ráðherra viðræðunefndinni frá því að hann myndi leggja til á ríkisstjórnarfundi að þessar sölur yrðu stöðvaðar, til að koma í veg fyrir atvinnuleysi meðal landverkafólks, hér heima. Steingrímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra sagði í samtali við Tímann, að hann hefði á viðræðu- fundinum greint frá þeirri athugun á leiðum til lausnar vanda útgerðarinnar, sem unnið væri að í Sjávarútvegs- ráðuneytinu þessa dagana og jafnframt getið þess að sökum umfangs rannsókn- arinnar þá yrði henni ekki lokið fyrir 10. september. - Ég var ekkert að biðja um frestun á fiskveiðibanninu og ég gerði Kristjáni Ragnarssyni jafnframt Ijóst að stjórn- völd myndu ekki grípa inn í samninga útgerðarmanna og sjómanna, sagði Steingrímur Hermannsson. - Þctta var stuttaralegur fundur, sagði ' Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ eftir fundinn með sjávarútvegsráðherra. Kristján sagði að ekkert hefði komið nýtt fram á fundinum til lausnar vanda útgerðarinnar og því myndi boðuð stöðvun að öllum líkindum koma til framkvæmda á tilsettum tíma. - Við vorum að vona í lengstu lög að ráðherra myndi hætta við fyrirhugaða utanför sína vegna vandans sem við cr að glíma, en því miður varð okkur ekki að þeirri ósk, sagði Kristján Ragnars- son. Sjávarútvegsráöherra fór utan að loknum ríkisstjórnarfundi í gær, en er væntanlegur heint um helgina. -ESE Sjá nánar bls. 4 í spegli tímans: Á réttri hillu — bls. 2 Þýskur kafbátur — bls. 19 Wladislav Gomulka - bls. 7 ú- : • ® ■§ jfc. * i'li m TW’ & M ■ Ronald Reagan Bandankjaforseti ásamt Vigdísi Finnbogadóttur í Rósagarðinum í Hvíta húsinu. Símamynd GTK Alþýðubanda- lagsmenn stöðvuðu flug- stöðvarbygg- inguna: BEITTU NEITUN* ARVALDI í RÍKIS- STJÓRN! Sjá nánar bls. 5 VIGDÍS hitti REAGAN ■ Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands hitti Ronald Reagan Bandankjaforseta að máli í Hvíta húsinu skömmu áður en Reagan hélt hádegisverðarboð til heiðurs henni og öðmm þjóðhöfðingjum Norður- landanna, sem staddir era í Washington. Á fundi sínum mnnu þau hafa komið inn á menningar- og leiklistarmál enda skammt að szkja til ieiklistarmálanna hjá báðum. Eftir hádegisverðarboðið hélt forseti íslands svo opnunarræðuna við opnun menningarkynningarinnar Scandinavia Today. Sjá nánar á bls. 3. -Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og Ljóst að stöðvun flotans kemur til framkvæmda á föstudag: ÚTGERÐARMENN SKIPULEGGIA NÚ 45 FISKSÖLUR ERLENDIS!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.