Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9.SEPTEMBER 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmda8tjóri: Gfsli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjóri: Slgurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl; Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Eirfkur St. Eirfksson, Friðrik Indrlðason, Helður Helgadóttir, Sigurður Helgasoa(fþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttir. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Síml: 86300. Auglýslngaslmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldeild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. UMBYLTING í LANDBÚNAÐI ■ Offramleiðsla á landbúnaðarafurðum og síhækk- andi tilkostnaður við búrekstur hefur valdið bændum erfiðleikum, og markaðshrun erlendis fyrir íslenskar afurðir bætir ekki úr skák. En bændur taka sín mál föstum tökum og gera hvað þeir geta til að snúa vörn í sókn. Þeim tókst að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar mjólkurvara, og núna vinna þeir að því að koma á sams konar jafnvægi hvað varðar kjötframleiðsluna. En slíkt verður ekki gert átakalaust. Sauðfé í landinu er of margt og verður að fækka. Samtök bænda hafa lagt fram tillögur um hvernig mögulegt sé að fækka fénu án þess að einstakir menn bíði af stórfelldan skaða. Það er engin lausn á vandamálum bænda né þjóðfélagsins í heild að menn flosni upp af jörðum sínum og^vtji í þéttbýlið. En ljóst er að það þarf að breyta búsKaparháttum og auka fjölbreytni búgreina, þótt sauðfjárrækt og mjólkurframleiðsla verði eðlilega áfram höfuðatvinnuvegir í sveitum landsins. Á nýafstöðnum aðalfundi Stéttarsambands bænda voru mál þessi efst á baugi. Þar voru samþykktar margar tillögur, sem benda á leiðir til lausnar þeirra mála sem nú hvíla þyngst á bændastéttinni. Meðal þess sem til greina kemur, er að setja reglur um hámarksbússtærð. Með því móti væri hægt að hafa nokkurn hemíl á framleiðslunni og kannski ekki síður á offjárfestingu. Brýnt er að mótuð sé stefna í kjötframleiðslumálum er taki mið af markaðsskilyrðum og breytingum á neysluvenjum. Fundurinn lagði áherslu á, að leitað verði leiða til þess að vaxanai framboð á nautakjöti auki heildarneysluna en dragi ekki úr sölu á öðru kjöti, og að verslunarhættir með kjöt verði færðir í nútíma- horf þar sem tekið verður mið af breyttum þjóðfélagsháttum og þróun verslunar. Aðalfundurinn taldi brýnt með tilliti til óhjákvæmi- legs samdráttar í hefðbundnum búgreinum, að bændaskólunum verði gert kleift að stórauka kennslu og námskeiðshald í nýjum búgreinum. Hér er komið að kjarna vandamálsins. I stað þess að fækka búum í kjölfar minnkandi framleiðslu kjöts og mjólkur er sjálfsagt að halda áfram að nýta gæði landsins og nýta vinnuafl sveitanna til arðbærrar framleiðslu. Menntakerfi þjóðarinnar er mikið að umfangi og tekur til sín æ stærri geira af þjóðarútgjöldunum. Menntun bænda og annarra þeirra, sem við framleiðslu vinna, ætti ekki að þurfa að stækka þennan geira, aðeins þyrfti nokkurrar tilfærslu við. Kennsla bændaskólanna hefur verið nær einskorðuð við margnefndar hefðbundnar búgreinar þótt nokkur breyting til bóta hafi átt sér stað, aðallega með tilkomu fiskiræktarkennslu á Hólum. Það er ekkert einfalt mál að breyta aldagömlum búskaparháttum. Það dugir ekki að hundruð bænda hefji samtímis byrjunartilraunir með til dæmis loðdýrarækt. Það þarf að virkja þá þekkingu á greininni, sem fyrir hendi er og beita henni skipulega til þeirra sem áhuga hafa á að koma sér upp loðdýrabúum. Það er ekki seinna vænna að hefjast handa. Það eru mörg fleiri mál en hér eru nefnd sem rætt var og ályktað um á aðalfundi Stéttarsambandsins. En breyttir búskaparhættir voru aðalmálið og þótt erfiðleikarnir hvíli þyngst á herðum bændanna sjálfra, eru þeir ekki þeirra einkamál. íslensk bændastétt stendur nú frammi fyrir gagngerum breytingum á sviði landbúnaðar og skiptir miklu hvernig að henni verður staðiö. qÓ á vettvangi dagsins ■ í 30 ár hafa menn ræðst við um afvopnun með raunalega litlum árangri. Eftir þessar 30 ára viðræður er staðan hættulegri og viðkvæmari en nokkru sinni fyrr. Aðstæðurnar til þess að meta heildar- stöðuna eru reyndar ekki sem bestar. Risaveldin tvö, sem búa yfir langsam- lega mestum hernaðarmætti, haga mál- um sínum mjög sitt með hvorum hætti. Bandaríkin eru tiltölulega opið land, þar sem áform stjórnvalda eru rædd opin- berlega og eru flest því landsmönnum kunnug. Jafnvel trúnaðarmálum er ekki unnt að halda lengi leyndum fyrir fréttamönnum. Sovétríkin eru hins vegar lokað land. Áform og framkvæmdir stjórnvalda þar eru í flestum tilvikum einkamál viðkom- andi yfirvalda og upplýsingar um hernaðarmátt landsins og hræringar í hernaðarskipulagningu eru vandfengn- ar. Mat hernaðarsérfræðinga er að Sovét- ríkin hafi á undanförnum árum mjög styrkt hernaðarmátt sinn, bæði stóreflt flotann og bætt og aukið kjarnorku- vopnaforða sinn. Með kosningabaráttu þeirra Carters og Reagans tók vígbúnaðarkapphlaupið þar vestra nýja stefnu. Reagan lýsti því yfir að Bandaríkin væru orðin á eftir í þessu mikilsverða kapphlaupi. Banda- ríkin yrðu eftir stuttan tíma opin fyrir eldflaugaárás og nauðsynlegt væri að loka þeim glugga sem þannig væri opinn yfir landinu. „Close the window and vulnerability," Jafnframt lýsti hann því yfir að Bandaríkin væru orðin of veik hernaðar- „Við höfum rétt til þess að mótmæla þegar tilveru mannkynsins er ógnað. Hér er ekki um neitt einkamál risaveldanna að ræða. Hér er um að ræða mál hvers einasta einstaklings á þessari jörð“, segir Guðmundur G. Þórarinsson, alþingis- maður, í þessu erindi, sem hann flutti á þingi Sambands ungra framsóknarmanna um síðustu helgi. lega til þess að geta náð fram hagstæðum afvopnunarsamningum. Til slíks yrðu Bandaríkin að vera sterkari aðilinn og semja úr sterkari aðstöðu. „Negociating from a position of strength.“ Því væri um að gera að vígbúast af kappi til þess að geta hafið raunhæfa afvopnun. Á síðustu misserum hafa orðið miklar umræður um áform Atlantshafsbanda- lagsins að setja upp eldflaugakerfi í Evrópu, eldflaugar búnar kjarnorku- vopnum. Ákvörðun um þetta var raunar tekin á tíma Carters hnetubónda. Rökin fyrir uppsetningu eldflaugakerfisins eru þau, að sovésku SS-20 eldflaugarnar séu orðnar ógnandi og hefðbundinn vopna- búnaður Sovétríkjanna í Evrópu sé mun sterkari en Atlantshafsbandalagsins. Jafnframt höfðu mikil áhrif vanga- velturnar, hvort Bandaríkin myndu í raun verja Evrópu með kjarnorkueld- flaugum þaðan ef „nauðsyn" bæri til. Sumir töldu, að það mundu Bandaríkin ekki gera vegna þess að með því stofnuðu þau öryggi sínu í hættu og því væri nauðsynlegt að Evrópa réði sjálf yfir slíku eldflaugakerfi til varnar gegn sovésku hættunni. Kjarnorkuárás ríkis er talin muni kalla kjarnorkuárás yfir það sjálft. Engin fordæmi munu vera þess í sögunni, að eitt ríki taki slíka ábyrgð á vömum annars eða annarra að það geti kallað tortímingu yfir þegna sína svipað og Bandaríkin hafa gert gagnvart Evrópu. Þróunin í vopnabúnaði hefur verið mjög ör. Margir hrukku við þegar 30 ára gamall sovéskur kafbátur strandaði í sænska skerjagarðinum og upplýst var að hann væri búinn kjarnorkuvopnum. Á „hafi friðarins“ eins og Bresnef kallar Eystrasalt - inni í landhelgi hlutlauss lands. Hversu mjög eru þá ekki Sovétríkin kjarnorkuvædd? Hvað þá um nýrri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.