Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 9.SEPTEMBER 1982. 5 fréttir Flugstödvarbyggingin stöðvuð í ríkisstjórninni: ALÞÝÐUBANDAIAGSMENN BEITTU NEITUNARVALN Ríkisstjórnin fer fram á að framlag Bandaríkjamanna verði framlengt Varðhald frans lengt um þrjár vikur ■ Gæsluvarðhald íra þess sem braust inn í nokkrar skartgripaverslanir í höfuð- borginni hefur verið lengt um 3 vikur en hann var upphaflega úrskurðaður í 3ja vikna varðhald. Uppi voru getgátur um það að hann tengdist að einhverju leyti IRA sam- tökunum á Irlandi en fátt hefur komið upp sem bendir til beinna tengsla þar á milli. FRI ■ Höggvið var á hnútinn varðandi flugstöðvarbygginguna á Keflavíkur- flugvelli á ríkisstjórnarfundi í gærmorg- un. Þar var málið tekið fyrir og afgreitt. Ráðherrar Alþýðubandalagsins beittu neitunarvaldi og lögðust gegn því að flugstöðin yrði reist samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir lágu. Ólafur Jóhannesson gerði það að sinni tillögu, að samþykkt yrði tillaga meiri- hluta þeirrar nefndar sem hann skipaði á sínum tíma, þeirra Jóhanns Einvarðs- sonar og Edgars Guðmundssonar. Með því voru framsóknarmenn og sjálfstæðis- menn í ríkisstjóminni, með tilvísun til bókunar sem þeir lögðu fram. Ráðherrar Alþýðubandalagsins beittu neitunarvaldi sem þeir hafa í málinu samkvæmt stjórnarsáttmálanum. Bæði ráðherrar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vildu að reynt yrði að fá framlengt heimildinni um fjárframlög ■ Bræðurnir Aðalsteinn og Guðjón Skúlasynir, taka fyrstu skóflustunguna að nýju dvalarheimili fyrir aldraða í Dalasýslu sem rísa á í Búðardal. Tímamynd: Krístinn Dalasýsla: Hafin bygg- ing dvalar- heimilis fyrir aldraða ■ Mánudaginn 6. september sl. komu oddvitar allra hreppa Dalasýslu saman í Dalabúð í Búðardal. Á þessutn fundi var samþykkt að hefja þegar byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða í Dalasýslu og skal það rísa í Búðardal. Er við það miðað að vinnu við grunn Ijúki fyrir næstu áramót. í fyrsta áfanga sem verður 800-900 fermetrar verða fjórar hjónaíbúðir og átta einstaklingsíbúðir ásamt sameigin- legu rými fyrir föndur, sameiginlegan borðsal og setustofu. Að loknum fundi var tekin fyrsta skóflustungan að dvalarheimilinu en hana tóku bræðurnir Aðalsteinn og Guðjón Skúlasynir en þeir hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga. Viðstaddir athöfnina voru oddvitar og sýslumaður, bygginganefnd og læknar heilsugæslu- stöðvarinnar. til byggingarinnar frá Bandaríkjunum, en alþýðubandalagsmennirnir voru á móti. „Ég mun beita mér fyrir því að framlagsheimildin verði framlengd," sagði Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðhena, við Tímann í gær. Gagnvart því hafa alþýðubandalagsmennirnir ekkert neitunarvald. Fyrir liggur að ríkisstjórnin vill að eftir því sé óskað, þótt minnihlutinn sé þar á annarri skoðun. „Og það verður reynt,“ sagði Ólafur. „En á þessu stigi um hvort að það tekst eða ekki, það er undir Bandaríkjamönn- um komið.“ Ljóst er að ekkert verður úr framkvæmdum við flugstöðvarbyggingu í bili. Ef ekki kemur til nein ný ákvörðun frá Bandaríkjunum fellur fjárframlag þeirra niður. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra sagði í Þjóðviljanum í gær, að ekkert lægi fyrir um framkvæmdir í Helguvík og að það sé langur vegur frá skipulagi til framkvæmda og að skipulag þyrfti að leggja fyrir ráðuneyti hans til samþykkt- ar eða synjunar áður en framkvæmdir hefjast. Ólafur var spurður um þessi ummæli félagsmálaráðherra. „Það er hans óskhyggja sem þar kemur fram,“ svaraði utanríkisráð- herra. Það verður ekkert lagt fram til samþykktar varðandi það. Að sjálf- sögðu verður ríkisstjórnin látin fylgjast með þeim málum, en það er ekkert sem fyrir liggur til samþykktar." Tveir í 15 daga gæslu- varðhald ■ Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í 15 daga gæsluvarðhald grunaðir um fíkniefna- misferli. Gísli Björnsson fulltrúi í fíkni- efnalögreglunni sagði í samtali við Tímann að mcnnirnir hefðu verið handtcknir hér í Reykjavík í fyrradag en gæsluvarðhalds- úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Að öðru leyti vildi Gísli ekki tjá sig um málið að svo stöddu. FRI LANfra UFEYRIS ISJOÐUM BORGAR SIG AÐ SPARA? SVAR: Þarfir nútímamanna eru margvíslegar allt frá húsnæði og klæðum,til bíla, vídeótækjaog skíða- útbúnaðar. Sumar þessar þarfir eru manninum lífsnauðsynlegar, aðrar ekki. íslendingar hafa búið við það undarlega ástand í yfir 40 ár, að þeir sem veittu sér allt sem hugurinn girntist þurftu ekki að greiða fyrir það fullu verði, heldur voru hinir. sem neituðu sér um munaðinn, látnir greiða fyrir þá að hluta með rýrnun á sparifé sfnu. Erekki að furða þó aö svo löng reynsla hafi sett svip sinn á afstöðu manna til sparnaðar. En nú hefur veriö snúið við blaði. Sparifjáreigandanum hefur verið tryggt að hann fái verðgildi aura sinna til baka og reyndar örlitla vexti aö auki. Þetta er gjörbreyting. Nú ættu allir aö hugleiða, hvort þeir geti ekki frestað einhverjum þörfum sínum um smátímaog keypt sér hlutina síöar og þá fyrir eigið sparifé í stað þess að taka mjög dýr lán til kaupanna. Eigið sparifé er auk þess hluti af sjálfstæði manna. Maður sem á t.d. sex mánaða laun á sparisjóðsbók er miklum mun frjálsari en hinn, sem er búinn meö mánaðarlaunin um miðjan mánuðinn og á ekkert upp á að hlaupa. Þetta ættu menn að hugleiða vel áður en þeir steypa sér í miklar fjárfestingar. ILANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRAITO ILÍFEVRISSJÓÐA LÍFEYRISSJÓÐA VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.