Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 9.SEPTEMBER 1982. immm 7 ■ Gomulka var hylltur í Varsjá 1956, en hann kom frá Moskvu og tók við valdataumunum. Gomulka kommúnistaleidtogi: Ymist þjóðarleiðtogi eða tugthúslimur ■ Leiðtogar kommúnistalanda eiga ekki alltaf sjö dagana sæla og það skiptast á skin og skúrir. Einn þeirra kommúnistaleiðtoga sem ýmist var hafinn til skýjanna sem mikilhæfur Ieiðtogi verkalýðs og sósíalisma, eða sat í fangelsi, þar sem líf hans hékk á bláþræði, er nýlátinn, gleymdur og yfirgefínn. Pað er Wladyslaw Gomulka, fyrrum leiðtogi pólska kommúnista- flokksins og forsætisráðherra. Það hefur verið hljótt um Gomulka síðustu árin þar til hann gaf upp öndina á heimili sínu utan við Varsjá í fyrri viku 77 ára gamall. Þá voru nýir valdhafar ■ uppteknir við að sýna alþýðunni í landinu umhyggju sína með táragasi og vélbyssum. Gomulka stóð í fararbroddi Komm- únistaflokksins á árunum 1943-1949 og aftur 1956-1970. Hann lifði umbrota- sömu lífi og vitað er að hann skrifaði endurminningar sínar, en þær hafa ekki fengist gefnar út. Augu pólsku þjóðarinnar og alls heimsins beindust mjög að Gomulka, er hann tók við forystu lands síns eftir óeirðimar miklu 1956. Hann var sóttur í fangelsi til að taka að sér stjórn flokks og lands. 1951 múruðu félagar hans hann inni fyrir frávik frá flokkslínunni. Það var ekki fyrr en 1956 sem þeir viðurkenndu, að ásakanirnar á hendur Gomulka unt hægrivillu og þjóðernis- kennd væru ekki á rökum reistar. Morgurn þótti nauðsyn bera til að stinga Gomulka í fangelsi. 16 ára að aldri tók hann sér pólitíska stöðu innan róttækra afla verkalýðshreyfingarinnar, en hann var iðnverkamaður. 1932 var honum fyrst stungið inn fyrir þátttöku í verkfalli. Hann særðist í átökum við lögreglu, og var fljótlega látinn laus vegna slakrar heilsu. 1934-1936 var Gomulka nemandi í hinum pólitíska skóla Komintern í Moskvu. Þegar hann sneri aftur til Varsjár leið ekki á löngu þar til hann var enn settur í fangelsi, dæmdur til að sitja þar í sjö ár. Vera má að sá dómur hafi bjargað lífi hans. 1938 dæmdi Stalin allan kommúnistaflokk Póllands til dauða. Stalin var fram- kvæmdamaður og handbendi hans voru því vönust að framfylgja skipunum. Fjöldi félaga Gomulka lifðu ofsóknimar ekki af, en hann var sæmilega öruggur á bak við lás og slá í pólsku fangelsi. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland 1939 var Gomulka látinn laus. Hann skipulagði neðanjarðarhreyfingar til að berjast við nasista og 1943 varð hann aðalritari nýs kommúnistaflokks og næsta ár varaforsætisráðherra í Lublin- stjórninni, sem svo var nefnd. Margir þeirra pólsku kommúnista, sem vora sovétstjórninni þóknanlegir og lifðu af hreinsanirnar, sátu í Rússlandi meðan á strfðinu stóð. Að því loknu fóra þeir að tínast til Póllands að undirbúa jarðveginn þar. Þegar árið ■ 1970 var Gomulka enn forsætisráðherra og er hér með þáverandi landvarnarráðherra, W. Jaruzelski. 1947 kom upp ágreiningur milli Gomulka og félaga hans sem frá Moskvu komu. Þeim féll ekki í geð kenning hans um „pólskan sósíalisma". 1948 var Gomulka neyddur til að segja af sér sem aðalritari og árið eftir var honum vikið úr ríkisstjórninni og rekinn úr flokkn- um. 1951 var Gomulka handtekinn og settur í fangelsi. Réttarhöld í máli hans fóra aldrei fram, enda engin opinber ákæra lögð fram. Eftir uppþotin í Póllandi 1956 var sýnt að enginn mundi treysta neinum þeirra félaga í kommúnistaflokknum, sem vora í náðinni hjá Moskvukommunum til að taka við stjórn landsins. Gomulka var látinn laus. Krútsjov fór til Varsjár með fríðu föraneyti. Það átti að nota aðrar aðferðir í Póllandi en í Ungverjalandi, þar sem uppreisnin var barin niður með hervaldi. Á járnbrautarstöðinni í Varsjá var tugthúslimurinn Gomulka í móttöku- nefndinni. Þegar Rússinn spurði hverj- um hann væri að heilsa, er hann tók í höndina á Gomulka, svaraði hinn síðamefndi: „Þekkið þér mig ekki. Ég er tilvonandi aðalritari, maðurinn sem þið létuð fangelsa og vilduð láta myrða.“ Pólska þjóðm tók Gomulka sem frelsara 1956. En vorið í Póllandi varð skammvinnt. En Gomulka hafði komið t' veg fyrir blóðbað, eins og Ungverjar urðu að þola, og hann kom í veg fyrir að landbúnaðurinn yrði þjóðnýttur að rússneskri fyrirmynd. Vinsældir Gomulkas dvínuðu, og ekki leið á löngu þar til litið var á hann sem hvern annan kommúnistaleiðtoga. Hann lenti í útistöðum við kirkjuna. Námsmenn höfðu horn í síðu hans og forsætisráðherrann naut ekki aðdáunar verkalýðsins nema skamma hríð. Ekki óx vegur hans er Pólverjar lögðu til herafla til að bæla niður þann frelsisanda sem tékkneskir sósíalistar höfðu komið upp hjá sér. 1968 sagði Gomulka við Brésnjef, að ef Tékkar fengju að leika lausum hala án þess að að yrði gert, mundi hann ekki taka á sig ábyrgðina á því hvernig fara mundi í Póllandi. 1970 risu verkamenn í borgunum við Eystrasalt enn upp og kom til blóðugra átaka. Valdadagar Gomulka vora taldir. Hann var hrakinn frá völdum, því einhverjum þurfti um að kenna. Gomulka hafði samband við Brésnjef í Moskvu og baðst ásjár. En þaðan var einskis stuðnings að vænta. Gierek var gerður að forsætisráð- herra, síðar Kanina, og nú stjórnar Jarazelski, hve lengi sem hann kann að endast. Oddur Ólafsson skrifar WT/. erlendar fréttir Svissnesk stjórnvöld haf na að- stoð Pótveija ■ Svissneska stjórnin hafnaði í gær tilboði pólskra yfirvalda, þess efnis að Pólvcrjar sendu til Bern í Sviss sveit sérþjálfaðra hermanna til þess að ráða niðurlögum hryðjuverka- mannanna sem hertóku sendiráð Pólverja þar í borg síðastliðinn mánudag, og halda enn fjórum mönnum í gtslingu. Hryðjuverkamennirnir eru taldir vera fjórir talsins, en enn vita menn engin nánari deili á þeim, en þeir hafa eins og áður hefur komið fram, hótað að sprengja sendiráðið í loft upp. Talsmaður svissnesku stjórnar- innar greindi frá því síðdegis í gær að ekki væri þörf á aðstoð frá PóIIandi og svissnesk stjórnvöld myndu halda áfram samningavið- ræðum sínum við hryðjuverkamenn- ina, en þeir hafa þegar látið 8 gísla lausa og einn slapp úr haldi frá þeim í gær, þannig að í gærkveldi voru aðeins fjórir gíslar eftir í haldi hjá þeim. Hryðjuverkamennirnir hafa nú verulega slakað á kröfum sínum, því þeir hafa boðist til þess að láta gísla sína lausa ef þeir fá að fara frá sendiráðinu í bifreið, með skjöl sem þeir hafa komist yfir í sendiráðinu, en upphaflegu kröfurnar voru þærað herlög yrðu numin úr gildi í Póllandi og pólitískum föngum yrði sleppt úr haldi. Svissnesk stjórnvöld greindu jafn- framt frá því í gær að þau hefðu hafnað tilboðum annarra landa um aðstoð við að frelsa gíslana og sögðu þau að slík tilboð hefðu borist frá Frakklandi, Vestur-Þýskalandi og Bretlandi, auk Póllands. ísraelsmenn granda loft- varnarpalli í Líbanon ■ Begin, forsætisráðherra ísraels greindi frá því á þingi ísraels í gær að ísraelskar herþotur hefðu eyðilagt loftvarnarskotpall sem ekki alls fyrir löngu var reistur miðja vegu á milli Beirút og Damaskus. Ekki lýsti Begin árás þessari nánar en varaði Sýrlendinga við. við sama tækifæri að þeir skyldu ekki flytja fleiri eldflaugar inn til Líbanon. Begin greindi frá þessu um leið og umræður voru að hefjast í ísraelska þinginu um tillögur Reagans Banda- ríkjaforseta til lausnar á deilum í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Flugherinn í (srael gaf síðan út fréttatilkynningu síðdegis í gær þar sem greint var frá því að ísraelskar herþotur hefðu sprengt í loft upp skotpall fyrir LA9 loftvarnarflaugar, en slíkar loftvarnarflaugar eru aö líkindum þær fullkomnustu sem Sovétmenn framleiða. Harðar umræður spunnust á þing- inu um tillögur Reagans í friðarátt, en Begin ítrekaði þar algjöra andstöðu stjórnar sinnar við hinum nýju hugmyndum Reagans. ■ Sharon, varnarmálaráðherra ísrael og Begin, forsætisráðhcrra - staðráðnir í því að hafna friðartillögum Reagans Bandaríkjaforseta. Begin boðar þing- kosningar næsta ár ■ Á ísraelska þinginu í gær boðaði Begin forsætisráðherra ísrael til þingkosninga næsta vor og nefndi hann mánuðina maí eða júní sem hugsanlegan tíma fyrir kosning- arnar. Þessi tilkynning Begins kom verulega á óvart, því með réttu færu þingkosningar í ísrael ekki fram fyrr en vorið 1985, eða tveimur árum síðar. Begin rökstuddi þessa ákvörðun sína með þeim orðum að almenningur í ísrael yrði að fá tækifæri til þess að láta í ljós vilja sinn um framtíðar- landamæri landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.