Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 19
I FIMMTUDAGUR 9.SEPTEMBER 1982. 19 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid Heimsfræg ný óskarsverðlauna- mynd sem hvarvetna hefur hlotið mikið lof. Aðalhlutverk: Kathrine Hepburn, Henry Fonda, Jane Fonda. Leikstjórí: Mark Rydel Þau Kathrine Hepbum og Henry Fonda fengu bæði Óskarsverð- launin í vor fyrir leik sinn í þessari mynd. Sýnd kl. 3-5,30-9 og 11.15 Hækkað verð Himnaríki má bíða ms,-^ Bráðskemmtileg og fjörug banda- rísk litmynd, um mann sem dó á rðngum tima, með Warren Beatty - Julia Christie-James Mason Leikstjóri: Warren Beatty íslenskur texti Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05, 11.15 Morant liðþjálfi »VŒL... Urvatemynd, kynnið kynnið ykkur blaðadóma. Sýndkl. 3.10,5.10,7.10,9.10 og 11.10. Morðin í Líkhúsgötu JMurdent JZS&e Spennandi og duladull bandarisk litmynd með Jason Robards - Herbert Lom - Christine Kauf- mann. íslenskur texti Bönnuð innan 16 ára Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15,11.15 Nýjasta mynd Ken Russell: Tilraunadýrið (Altered States) Mjög spennandi og kyngimögnuð, ný, bandarísk stórmynd í litum og Panavision. •Aðalhlutverk: William Hurt - Biair Brown. Leikstjóri: Ken Russell, en mynd- ir hans vekja alltaf mikla athygli og umtal. Islenskur texti. Myndin er tekin og sýnd í DOLBY STEREO. Bönnuð innban 16 ára. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Þjóðleikhúsið Gestaleikur | Veraldarsöngvarinn eftir Jón Laxdal Halldórsson. Einleikur á þýsku Jón Laxdal Halldórsson sýning sunnudaginn 12. sept. kl. 10. Aðelns þetta eina sinn. Sala á aðgangskortum stendur yfir og frumsýningarkort eru tilbúin til afhendingar. Miðasala 13.15—20. Simi 1-1200. -■3*16.444 Soldier Biue soldierblue Hin frábæra bandaríska Pana- vision-litmynd spennandi og vel gerð, byggð á sönnum viðburðum um meðferð á Indiánum. Candice Bergen Peter Strauss Donald Pleasence Leikstjóri: Ralph Nelson Islenskur texti Bönnuð innan 16 ára Sýndkl. 6, 9 og 11.15 Stórkostleg og áhrifamikil mynd sem allstaðar hefur hlotið metað- sökn. Sýnd I Dolby Stereo. Leikstjóri: Wolfgang Petersen Aðalhlutverk: Júrgen Prochnow Herbert Grönmeyer Bönnuð Innan 14 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 5 og 7.30. Dávaldurinn Frisenetty ■ilkl'KIAC; KliYKIAVÍKUK I Aðgangskort | Sala aðgangskoda á ný verk- I efni vetrarins stendur nú yfir. | Þau eru: | 1. Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson. Ein var sú borg (Translations) eftir Brian Friel. 3. Forsetaheimsóknin eftir Régo og Bnjnau. I Úr lífi ánamaðkanna (Frán regnormamas liv) eftir Per Olof Enquist. | 5. Guðrún eftir Þónrnni Sigurðar- dóttur. Miðasala í Iðnó kl. 14-19 sími 16620. Heimsfræg ný, amerísk stórmynd um hugsanlega atburði, þegar venrr frá öðnrm hnötfum koma til jarðar. Yfir 100,000 milljónir manna sáu fyrri útgáfu þessarar stórkostlegu myndar. Nú hefur Steven Spielberg bætt við stór- fenglegum og ólýsanlegum at- burðum, sem auka á upplifun fyrri myndarinnar. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Francois Truffaut, Mellnda Dill- on, Gary Guffey o.fl. Sýnd kl. 2.30, 5,7.30 og 10. B-salur Valachi skjölin Hörkuspennandi amerisk stor- mynd um llf og valdabar- • áttu i Mafíunni í Bandaríkjunum. Aðalhlutv.: Charles Bronson Endursýnd kl. 5, 7.30 og 10. Islenskur texti. Bönnuð innan 16 ára. Þröngt á þingi í löskuðum kafbátnum. skur kaf- átur í stridi KAFBÁTURINN (Das Boot). Sýningarstaður: Háskólabíó. Leikstjóri og höfundur handrits: Wolfgang Petersen. Byggð á bók eftir Lothar Gunther Bucheim. Aðalhlutverk: Júrgen Prochnow, Herbert Grönemeyer og Klaus Wennemann. Myndataka: Jost Vacano. Tónlist: Klaus Doldinger. Framleiðandi: Bavaria Atelier, þýsk 1981. ■ Mikill fjöldi leikinna kvikmynda hefur verið gerður um síðari heims- styrjöldina, en ekki í Þýskalandi. Nú hefur Wolfgang Petersen bætt úr því “Kafbáturinn“ er einmitt vestur- þýsk kvikmynd um kafbátahernaö- inn í síðari heimsstyrjöldinni, og fyrsta meiriháttar myndin sem Þjóð- verjar senda frá sér um það stríð. „Kafbáturinn“ er einnig um ýmis- legt ólík hefðbundnum stríðsmynd- um, þar sem hetjur vinna stórfengleg afrek gegn Ijótum óvini. Hérer fylgst með hópi sjóliða, 40-50 talsins. Þeir eru áhöfnin á kafbátnum U-%, sem er ■ árásarferð á Atlantshafi árið 1941. í orustunni miklu um Atlantshafiö beittu Þjóðverjar fyrst og fremst kafbátum til þess að skjóta niður birgðaskip og flutningaskip banda- manna. í upphafi þcssarar myndar segir frá því, að af 40 þúsund sjóliðum, sem mönnuðu kafbátana, hafi aðeins 10 þúsund lifað af stríðið. Samkvæmt skýrslum misstu Þjóð- verjar í allt 782 kafbáta í stríðinu, en bandamenn misstu hins vegar í allt rúmlega 23 þúsund skip. Mjög mörg þeirra urðu kafbátum að bráð. En Petersen er sem sagt ekki að gera hefðbundnar stíðshetjur úr sjóliðunum, þótt ýmsir þeirra sýni vissulega mikið hugrekki og dug í myndinni. Það cr honum meginmál að sýna daglegt líf sjóliðanna í kafbátnum - fyrst við friðsamlegar aðstæður á meðan báturinn er á leið út á „rniðin", og síðar bæði þegar ráðist er að skiptalest með tundur- skeytum og eins þcgar hcrskip bandamanna snúa vörn í sókn og ráðast að kafbátnum. Þcir kaflar myndarinnar, sem gerast innan í lokuðum kafbátnum djúpt í hafi stundum innan um djúpsprengjur frá tunduspillum bandamanna, eru kjarni hennar; vel gerðir og leiknir, raunsannir og spennandi. Petersen tekst þar að sýna okkur inn í sérstæða veröld kafbátalífsins. Lýs- ingar hans eru fyrst og fremst sannferðugar; þar er sýndur veru- leikinn sjálfur, eftir því sem slíkt er yfirleitt hægt með sviðsetningu, og forðast er að búa til fegraða og þar með falska mynd af þýska sjóhcrn- um. Því er hins vegar ekki að leyna, að sum önnur atriði myndarinnar eru of augljóslega sviðsett; þetta á einkum við þegar katbáturinn ei sýndur ofansjávar og yfirmenn í brúnni í ólgusjó, sem augljóslcga er búinn til í vatnstanki. Það hcfði farið mun bctur á að fækka þeim atriðum verulega cn leggja enn meiri áherslu á lífið í kafbátnum sjálfum. Hægt er að skrifa margt og mikið um pólitíkina, eða réttara sagt skort á pólitík, í myndinni. Svovirðist sem sjqliðarnir séu lítt hrifnir af nasist- um, og sumum leyfist jafnvel að gera grín aö Hitler - og það árið 1941, þegar Þjóðverjar litu á Hitler sem bjargvætt og glæstan sigurvegara. Og yfirleitt er hvergi vikið að stríðs- rekstrinum ncma að því leyti sem sncrtir bátinn sjálfan. En þótt þannig sé hægt að finna að vissum atriðum myndarinnar drcgur það ekki úr áhrifamiklum lýsingum Petcrsens á innilokunarkenndu and- rúmslofti í kafbátnum og á mann- legum dug og dugleysi. Lokaatriði myndarinnar er hárréttur og undir- strikað mjög sterklega tilgangslcysi styrjaldar og tilviljanakennd. „Kafbáturinn" er ein af þeim myndum, sem gert hefur vcstur- þýskum kvikmyndamönnum kleift að brjótast inn á stóru markaðina í nágrannalöndunum, þar meö talið í Bandaríkjunum, en það er forsenda þess að hægt sé að fjármagna dýrar myndir eins og þessa og árangurinn verður vafalaust margar fleiri góðar vestur-þýskar myndir á næstu árum. Elías Snæland Jónsson skrífar Kafbáturinn Tilraunadýrið Close Encounters Breaker Morant Nútímavandamál Pósturinn hringir alltaf tvisvar Okkarámilli Síðsumar Amerískur varúlfur í London Hvellurinn Lögreglustöðin Framísviðsljósið Fame Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær • * ■» * mjftg góö • * * góö • * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.