Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.09.1982, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9.SEPTEMBER 1982. stuttar fréttir VerAlaunaskjöldurínn sem Helga Guðmundsdóttir, Gilhaga hlaut fyrir fcgursta blómagarðinn í sókninni. Tímamynd Róbert Viðurkenning veitt úr minn- ingarsjóði Símonar Dalaskálds: Helga á Gilhaga med fegursta blómagardinn SKAGAFJORÐUR: „Hún Helga var svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu komin því hún er mikil blómaræktarkona og hefur blómagarður hennar borið af í sókninni um áratugaskeið,“ sagði Axel Gíslason, bóndi í Miðdal cr hann greindi blaðamanni Tímans frá því að Helga Guðmundsdóttir, Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi hcfði hlotið fyrstu viðurkenninguna sem veitt er úr minningarsjóði Símonar Dalaskálds, fyrir fegursta blómagarð Goðdalasóknar. Minningarsjóður Símonar Dala- skálds var stofnaður fyrir allmörgum árum í þeim tilgangi að hvetja sveitafólk til þess að fegra umhverfi sitt. Axel sagði garð Helgu vera svo fallegan og vel hirtan að hún hefði allt eins getað fengið verðlaun fyrir hann síðastliðin 20 ár. Þriðjungur kennara á endur- menntunar- námskeiði BLÖNDUÓS: Frá því á mánudag í þessari viku hefur staðið yfir í kvennaskólanum á Blönduósi nám- skeið fyrir kennara yngstu barna grunnskólans á vegum fræðslu- skrifstofu Norðurlandsumdæmis vestra. Þátttakendur eru 50 talsins, eða rúmur þriðjungur fastra kennara á svæðinu og níu leiðbeinendur, þar af fjórir á vegum Kennaraháskóla Islands. Er hér um viku námskeið að ræða. Ýmsar breytingar hafa verið gerð- ar á fræðsluskrifstofunni á þessu ári. Nýr fræðslustjóri tók við embætti 1. ágúst sl,, Guðmundur Ingi Leifsson, en Sveinn Kjartansson lét þá af störfum. Hefur Sveinn verið fræðslu- stjóri frá stofnun skrifstofunnar frá 1975. Guðmundur Ingi var áður skólastjóri á Hofsósi en Sveinn hverfur nú aftur að kennslu. Þá hverfur Sigurður H. Þorsteinsson, uppeldisfræðingur frá störfum og tekur við stöðu skólastjóra við þjálfunarskóla ríkisins í Kópavogi. Námskeið það sem nú stendur yfir á vegum fræðsluskrifstofunnar er hið fyrsta sinnar tegundar þar sem fræðsluskrifstofa úti á landsbyggð- inni hefur forystu um stórt endur- menntunarnámskeið á svæðinu í samvinnu við kennaraháskóla ís- lands. Þess má geta að skólanefndum á svæðinu verður boðið í heimsókn. á námskeiðið ásamt þeim skóla- stjórum sem ekki eru þátttakendur á námskeiðinu, á milli klukkan 17.30 og 19 í kvöld, fimmtudaginn 9. september. Um kvöldið verður svo opið hús fyrir foreldra sjö, átta og níu ára barna sem hefðu áhuga á að kynna sér undirbúning kennara, endurmenntun þeirra og nýja kennsluhætti. -SÞ/Blönduósi. Nýtt Póst- og símahús tekið í notkun Varmahlíð: Póstur og sími og afgreiðsla Búnaðarbankans hafa flutt í nýtt og vandað húsnæði í Varmahlíð. Póstur og sími og Búnaðarbankinn stóðu sameiginlega að byggingu hússins sem er 218 fm að stærð og er hlutur Pósts og síma 60% í byggingunni en Búnaðarbank- inn á 40%. í tilefni af opnun nýja húsnæðisins hafði Póstur og sími boð fyrir verktaka og aðra gesti um helgina. Þorgeir Þorgeirsson framkvæmda - stjóri umsýsludeildar ávarpaði gesti og bauð þá velkomna og þakkaði þeim sem að byggingunni stóðu fyrir vel unnin störf. Bæði húsið og lóðin í kringum það eru fullfrágengin á fallegan og smekklegan hátt. Stöðvarstjóri verður frú Indríður Indriðadóttir en í sjálfvirku símstöð- inni eru 200 númer og hefur þeim verið fjölgað um helming, en möguleikar erufyrirallt 800 númer- um. Símstöð hefur verið í Varmahlíð frá árinu 1933 en sjálfvirk símstöð frá árinu 1975. Meðal annarra sem fluttu ávarp við þetta tækifæri var Ragnar Pálsson bankastjóri. GÓ. Sauða'rkróki fréttir Leikfélagsmenn bjartsýnir á uppbyggingu Borgarleikhússins: STAÐRAfiNIR ad hefja SÝNINGAR ÞAR 1986 En þó að bíða verði með að færa alla vikna verður kjallarinn, sem þegar er starfsemi LR í nýja Borgarleikhúsið til reistur, tekinn undir geymslur á munum 1986, verður þó hluti húsnæðisins félagsins, sem eru að sprengja núverandi fljótlega tekinn í notkun. Innan fárra geymslur utan af sér. KL ■ Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur, Stefán Baldursson t.v. og Þorsteinn Gunnarsson t.h., eru staðráðnir í þvi að flytja allt starf Leikfélagsins í hið nýja Borgarieikhús á árínu 1986. (Tímamynd GE) „Mjög viðunandi samningur miðað við þrönga stöðu” — segir Valgeir Gestsson formadur Kennarasambands íslands um kjarasamning BSRB ■ Bygging Borgarleikhúss í Kringlu- mýrinni gengur nú skv. áætlun og eru þeir Leikfélagsmenn staðráðnir í að þar verði farið að halda leiksýnir.gar á 200 afmælisári Reykjavíkurborgar 1986. Þetta kom fram á fundi, sem leikhús- stjórar Leikfélags Reykjavíkur héldu með blaðamönnum. Segja má, að stækkun húsnæðis sé lífsspursmál fyrir LR, þvt að þótt aðsókn sé góð í gamla Iðnó, að meðaltali um 94% á sýningu í fyrravetur, er borin von, að reksturinn þar geri betur en rétt að bera sig. Þessu veldur sætafæð, en sætin eru ekki nema 230 í Iðnó. Uppfærsla hverrar sýningar er hins vegar jafn dýr, hvort heldur áhorfendur eru fleiri eða færri, eins og gefur að skilja. Helsta tekjuöflunarlind félagsins eru sýningar, sem það heldur í Austurbæjarbíói, en auk þess er það styrkt um helming rekstarkostnaðar frá borg og ríki. Breytingar hafa verið gerðar á salnum í gamla Iðnó, sem þó ekki auka sætafjöldann. Er það um að ræða upphækkun aftast í sal, sem gerð var fyrir sýningu á leikriti Kjartans Ragnars- sonar, Skilnaði. Hefur hún í för með sér aðra sætaskipan en áður var og verður til þess, að áskrifendakerfið verður að takast til _ endurskoðunar, þar sem áhorfendur skv. því hafa sín föstu sæti á sýningum leikhússins. Skipuð stjórn listskreytinga- sjóðs ríkisins ■ Hinn 31. ágúst s.l. skipaði mennta- málaráðherra stjórn listskreytingasjóðs ríkisins samkvæmt 5. gr. laga nr. 34/1982. í sjóðstjórninni eiga sæti: Samkvæmt tilnefningu Arkitekta- félags Islands Guðmundur Kr. Guð- mundsson, arkitekt, og varamaður hans Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt. Samkvæmt tilnefningu Bandalags ísl. listamanna Ragnar Kjartansson, mynd- höggvari og Hildur Hákonardóttir, listvefari, og varamenn þeirra Gestur Þorgrímsson, lektor og Ragnheiður Jónsdóttir, listmálari. Samkvæmt tilnefningu Sambands ísl. sveitafélaga Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, og varamaður hans Ölvir Karlsson, oddviti. Formaður stjórnarinnar er Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri og vara- formaður Hákon Torfason, deildar- stjóri, báðir skipaðir án tilnefningar. Skipunartími sjóðstjórnar er tvö ár frá 31. ágúst 1982 að telja. Tvö stórverk í æfingu hjá íslensku óperunni ■ Nú er verið að æfa tvö verk hjá íslensku óperunni, Litla sótarann eftir Benjamin Britten og Töfraflautuna eftir Mozart. Litli sótarinn verður frumsýndur 1. október n.k. Þórhildur Þorleifsdóttir stjórnar uppsetningunni, leiktjöld eru eftir Jón Þórisson en stjórnandi tónlistar er Jón Stefánsson. Töfraflautan verður frumsýnd 15. október. Uppsetning hennar er einnig í höndum Þórhildar Þorleifsdóttur, leik- tjöldin gerir Jón Þórisson en Gilbert Levine sér um tónlistarstjórnun. María Guðrún Sigurðardóttir, við- skiptafræðingur hefur verið ráðin rekstrarstjóri íslensku óperunnar. María er Reykvíkingur, fædd 1957. Hún starfaði áður hjá Fjárlaga og hagsýslu- ■ „Við teljum þetta mjög viðunandi samning miðað við þá þröngu stöðu sem við vorum í og á ég þar við mjög ákveðna fyrirvara ASI í sínum samningi um að komi kjarabætur til BSRB hafi þeir endurskoðunarréft á sínum samningi" sagði Valgeir Gestsson formaður Kenn- arasambands íslands í samtali við Tímann er við spurðum hann um viðhorfm til nýgerðs kjarasamnings BSRB. Valgeir sagði ennfremur að sú meginbreyting hefði orðið í þessum kjarasamningi að aðal - og sérkjara- samningar voru gerðir samhliða þannig að er upp var staðið vissu menn nokkurn veginn hvaða kjarabætur hefðu fengist en áður hefði sérkjarasamningur ávallt verið óvissuþáttur. „Aðalkjarasamningur gefur ekki beinar launahækkanir en hann er gerður innan ASI samkomulagsins. Þar kemur til viðbótar lenging orlofs, og gagnvart kennurum kemur það atriði fram sem stytting á kennsluskyldu um eina stund á viku. Það er stór þáttur hjá okkur auk þess sem við höfum yfirlýsingu um það að unnið verði að jöfnun kennsluskyldu í grunnskólum. Hefur þetta lengi verið baráttumál okkar og sjáum fyrir endann á því nú. Eitt atriði enn í aðalkjara- samningi er fjarvistarréttur foreldra til að vera frá vinnu vegna veikinda barna. Þetta nær ekki langt, má verja viku af veikindaleyfi sínu í þetta en mikill sigur er að fá þetta inn“, sagði Valgeir. En hver er heildarkauphækkun hjá kennurum ef lagðir eru saman aðal - og sérkjarasamningur? Valgeir sagði í þessu sambandi að hann væri ekki tilbúinn að nefna ákveðna prósentu. Þetta væri flókið dæmi að reikna út vegna þess hve hóparnir væru mismunandi innan sam- bandsins. „Úr aðalkjarasamningi kemur bein kauphækkun um 4% mínus, 2,9% og síðan 2,1% um áramót. Misjafnt er hve kennarar færast til í launaflokkum en ljóst að það er meira en einn launaflokkur að meðaltali“ sagði Valgeir. - FRI Erlendur fyrirlesari á fundi med lögfræðingum: Ákvörðun bóta fyrir líkamstjón — í ýmsum ríkjum V-Evrópu og samanburdur á bótafjárhæðum ■ Síðdegis í dag verður haldinn almennur fræðslufundur á vegum Lög- fræðingafélagsins og Lagadeildar Há- skóla Islands, þar sem Ungverjinn dr. jur., dr. oec. Paul Szöllosy flytur erindi sem hann nefnir: The Standard of Compensation for Personal Injury. ræða reglur um ákvörðun bóta fyrir líkamstjón í ýmsum ríkjum Vestur- Evrópu og gera samanburð á bótafjár- hæðum fyrir slík tjón. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í T nahf'rai hi'iKi' T aaaHpilHnr na hpfct

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.